Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 16
Spumingin
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
Lesendur
Reynir þú að fylgjast með
tískunni?
Opinber fyrir-
spum til
borgarstjórans
í Reykjavík
Torfi Guðbrandsson, fyrrv. skóla-
stjóri, skrifar:
1 Hvar er Ráðhústorgi
Reykjavíkur ætlaður staður,
eða hefur slíkt torg aldrei
komið til álita?
2 Hver myndi talin æskileg
stærö torgsins, miðað viö
áframhaldandi þróun borgar-
innar?
3 Hvaða stórhýsi myndu sitja
þar í fyrirrúmi?
Atriði úr mynd Sjónvarpsins, Operu-
draugurinn, sem sýnd var sl. föstu-
dagskvöld.
Kvikmyndin
Sónghallar-
undrin
Álfheiður hringdi:
í sjónvarpinu (RÚV), sl. fostudags-
kvöld, var sýnd kvikmynd sem
nefnist Óperudraugurinn. Þessi
kvikmynd er gerð eftir söngleik sem
hefur verið sýndur á Englandi og
víðar undanfarin ár. - Þessi mynd,
sem á að gerast í Búdapest fyrir
heimsstyijöldina fyrri, er um óperu-
söngkonu sem fremur sjálfsmorð
eftir að óperustjórinn hafði skrifað
um hana niðrandi gagnrýni.
Eiginmaður hennar, sem er hljóm-
sveitarstjóri við óperuna, bregst
ævareiður við og ræðst á ritstjóra
blaðs þess sem birti gagnrýnina og
eftir hörð átök milli þeirra örkumlast
eiginmaðurinn svo að hann hverfur
af sjónarsviðinu, en kemur fram
hefndum síðar.
Þessi kvikmynd minnir um margt
á aðra kvikmynd sem hér var sýnd
í einu kvikmyndahúsanna og ég sá á
sínum tíma, fyrir tveimur eða þrem-
ur áratugum. Ég man ekki lengur
hvar hún var sýnd. Sú kvikmynd
gekk undir nafninu Sönghallarundr-
in og man ég það eitt að Claude Rains
lék þgr aðalhlutverkið.
Þetta vár mjög vel leikin mynd og
mun betri en þessi sem sýnd var í
sjónvarpinu nú. Kannski sýndi sjón-
varpið þessa síðarnefndu mynd líka
fyrir mörgum árum, en það man ég
ekki fyrir víst.
Gaman væri að vita hvort einhver
eða einhverjir muna eftir þessari
ágætu mynd og ennþá skemmtilegra
væri nú ef hún yrði endursýnd, ef
hún liggur ennþá hjá einhverju kvik-
myndahúsanna eða hjá Sjónvarpinu.
- Kannski les þetta einhversem hef-
ur áhuga á að fá þessa mynd endur-
sýnda og getur upplýst betur hvar
hún var síðast sýnd.
Adförin að númerakeifi bifreiða:
Tvöföldun Reykjanesbrautar:
Jómfrúræða Kolbrúnar
Guðríður Ólafsdóttir: Ég er bara í
fötum sem mér líður vel í og mér
fmnst flott.
Herdís Schopka: Já það geri ég af
fremsta megni eftir því sem ég get
og hef efni á.
Helena Hólm: Já, að sjálfsögðu, mað-
ur vill ekki vera púkó.
Logi Jónsson: Ég klæði mig eins og
mér finnst best hverju sinni.
Peter Salmon: Nei, ég geri ekki mik-
ið af því.
Núverandi kerfi
hagkvæmast
Gunnar Jónsson skrifar:
Hinn 16. febrúar sl. var birt viðtal
í Dagblaðinu Vísi við konu að nafni
Kolbrún Jónsdóttir, varaþingmann
Borgarafiokksins. Nú nýverið birtist
svo í Morgunblaðinu jómfrúræða
Kolbrúnar um tvöföldun Reykja-
nesbrautar.
Okkur hér á Reykjanesi finnst að
DV mætti birta meira um hennar
mál og þá kannski einmitt um þetta
efni sem hún tók fyrir í sinni ræðu.
Okkur sem sátum á þingpöllum þeg-
ar þessi ræða var flutt, finnst þetta
vera brýnt mál fyrir Reyknesinga.
Mörg ómerkilegri mál er fjallaö um
en um breikkun Reykjanesbrautar.
Mælist ég nú til þess að þiö hjá DV
hafið annað viðtal við Kolbrúnu eða
fjallið um þetta brýna mál, sem þó
er ekki aðeins brýnt fyrir Reyknes-
inga, heldur alla þá er um þessa
bráut aka. - Kolbrún situr nú á þingi
sem varamaður fyrir Júlíus Sólnes
þingmann Borgaraflokksins.
Lilja María Norðfjörð: Ég reyni alltaf
eftir fremsta megni að fylgjast með.
lega þegar ekið er í fjarlægu
umdæmi.
Skylt er að láta skoða bíl þegar
skipt er um númer á honum. Þetta
hefur veitt gott aðhald og orðið til
þess að hálfónýtir bílar hafa verið
fyrr afskráðir en margir þeir bílar
sem stundum eru orðnir hættulegir
í umferðinni. Núgildandi skráning-
arkerfi hefur líka veitt gott aðhald í
þá veru að fá fólk til að ganga frá
eigendaskiptum og tryggingu við
sölu notaðra bíla, en á því hefur ver-
ið mikill misbrestur, sérstaklega
þegar bílar eru seldir innan sama
umdæmis án númeraskipta.
Ennfremur má nefna að svonefnd-
um bílabröskurum, mönnum sem
hafa hreinlega haft af því tekjur að
pretta fólk og gjarnan skotið þeim
tekjum undan skatti, yrði eflaust
mikill greiöi gerður með því að taka
upp fasta númeraskráningu. Skyldu
menn vilja stuðla að því?
Þegar til stóð árið 1968 að taka upp
fast númerakerfi voru lögreglustjór-
ar á móti því. Skyldi það auðvelda
störf lögreglu eitthvað frekar núna?
Og ekki bætir það úr skák að bjástra
viö tvöfalt skráningarkerfi næstu 5
til 10 árin eins og gert er ráð fyrir
samkvæmt frumvarpinu.
Ef bíleigandi kýs að halda skrán-
ingamúmeri sínu við bílaskipti þarf
hann að greiða kr. 4.300.- fyrir ómak-
ið, ef bíllinn er seldur innan sama
umdæmis. Þrátt fyrir þetta hefur stór
hluti bíleigenda kosið að halda í sitt
númer og hefur það skilað ríkissjóði
tugmilljónum króna í tekjur. Arið
1986 mun kostnaður við skráningar-
kerfið hafa vefið um 20 milljónir en
tekjur af því um 80 milljónir, þ.e. um
60 milljónir í hreinan hagnað.
Því mætti ætla að á yfirstandandi
ári gæti skráningarkerfið skilað um
100 milljónum króna í hagnað. Meiri-
hluta þessara tekna munu „bifreiða-
eigendur" greiða af frjálsum vilja,
fyrir það eitt að fá að „halda“ núm-
eri sínu. Skyldi ríkissjóður hafa efni
á að missá af þessum tekjum? Ég
dreg það í efa.
Bréfritari telur tvöföldun Reykjanesbrautar brýnt verkefni.
„Kostir núvérandi umdæmisskráningar bifreiða eru yfirgnæfandi fram yfir
hið fyrirhugaða kerfi“, segir bréfritari.
B. A. skrifar:
Enn á ný á að leggja til atlögu gegn
núgildandi skráningarkerfi bifreiða.
Að minnsta kosti tvisvar áður hefur
slíkt verið reynt en Alþingi hindrað
það. Núgildandi umdæmisskráning
hefur vissulega galla, en kostir henn-
ar fram yfir hið fyrirhugaða skrán-
ingarkerfi, t.d. varðandi öryggi í
umferðinni, eru ótvíræöir. - Meinið
er bara það að þeir hafa ekki verið
nýttir sem skyldi og líklega vegna
andstöðu ákveðinna aðila við skrán-
ingarkerfið.
Nefna má að ekki hefur verið gert
opinbert hvort munur er á tjónum
og aksturslagi bílstjóra eftir um-
dæmum, t.d. innan höfuðborgar-
svæðisins annars vegar og
umdæmanna úti á landi hins vegar,
og þá miðað við fjölda skráðra bíla í
hverju umdæmi fyrir sig að sjálf-
sögðu. Það er líka ljóst að þegar
bíllinn er greinilega merktur með
umdeemisstaf þá veitir það bílstjór-
anum ákveðið aðhald og þá sérstak-
Hringið í síma 27022 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið