Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988. Fó]k í fréttum Sverrir Stormsker Sverrir Stormsker sigraði í söngva- keppni sjónvarpsins á mánudags- kvöldið með lagi sínu Þú og þeir. Sverrir er fæddur 6. september 1963 í Rvík og var í námi í Armúlaskóla í einn vetur og í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti í þrjá mánuði. Hann hætti námi sextán ára og hefur síðan unnið við tónsmíðar og ljóðagerð. Sverrir hefur gefið út bækumar Kveðið í kútnum, ljóða- bók, 1982, og . Bókin, 1983, og hljómplöturnar „Hitt“ er annað mál, maí 1985, Lífsleiðin(n), nóv- epiber 1986, Örlög, mai 1987, og Stormskers guöspjöll, desember 1987. Systkini Sverris em Stefán, f. 23. ágúst 1952, offsetprentnemi, Guð- rún, f. 6. júlí 1956, grafíklistamaður, gift Sigurði Rúnari Siguijónssyni, viðskiptafræðingi og starfsmanni hjá Ríkisendurskoðun, og Ólafur, f. 12. desember 1959, í húsasmíða- námi í Gautaborg. Foreldrar Sverris eru Ólafur Stefánsson, flugumsjónarmaður í Rvík, og kona hans, Vilhelmína Baldvinsdóttir. Faðir Ólafs var Stefán, húsasmíðameistari í Rvík, Einarsson, b. á Selvelh í Breiðuvík, bróður Hallvarðs, afa Hahdórs Jónatanssonar, forstjóra Lands- virkjunar, og Hallvarðs Einvarðs- sonar, saksóknara ríksins. Einar var sonur Einvarðs, b. í Skutulsey, Einarssonar og konu hans, Hall- dóru Stefánsdóttur. Móðir Stefáns var Guðbjörg Ámadóttir, b. á Þór- isstöðum í Grímsnesi, Gíslasonar og konu hans, Agnesar Þorkels- dóttur, móðurforeldra Álfrúnar Gunnlaugsdóttur rithöfundar. Móðir Ólafs var Kristín, systir Ás- geirs, föður Braga listmálara og Sveins hagfræðings. Kristín var dóttir Ásgeirs, b. á Fróðá, Þórðar- sonar, b. og alþingismanns á Rauðkohsstöðum, Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Kristín Þorleifs- dóttir, systir Þorleifs, læknis í Bjamarhöfn. Móðir Kristínar Ás- geirsdóttur var Ólína Guðmunds- dóttir, b. á Ytri-Hóli á Skagaströnd, Ólafssonar. Móðir Guðmundar var Þorkatla Torfadóttir, b. í Kolviðar- nesi, Þorbjamarsonar, gullsmiðs á Lundi, Ólafssonar, bróður Ólafs, langafa Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra. Þorbjöm var einnig bróöir Eiríks, langafa Þorsteins frá Hamri. Vihelmína er dóttir Baldvins, bif- reiðarstjóra í Rvík, Sigurðssonar, b. á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd, Ólafssonar, b. á Spáná, Ólafssonar, Sverrir Stormsker. b. á Ósi, Hallssonar, bróður Jóns, prófasts á Reynistað, afa Jóns Sig- urðssonar á Reynistað og langafa Önnu, móður Jónasar Kristjáns- sonar, ritstjóra DV. Móðir Baldvins var Margrét Baldvinsdóttir, b. í Bjarnastaðageröi, Gottskálkssonar og konu hans, Þuríðar, systur Bjarna, afa Elínborgar Lárusdóttur rithöfundar. Þuríður var dóttir Hannesar, prests og skálds á Ríp, Bjarnasonar, bróður Eiríks, lang- afa Páls Eiríkssonar, föður Bih Cody, sem talinn er faðir Ronalds Reagans. Móðir VUhelmínu var Guðrún Jónatansdóttir, smiðs og harmón- íkuleikara í Rvík, Guðmundssonar, b. á Húnsstöðum í Stíflu, Pálsson- ar, prests á Knappsstöðum, Tómassonar, bróður Þorgríms, föð- ur Gríms Thomsen. Móðir Jónat- ans var Guðrún Jónatansdóttir, b. á Reykjarhóli í Fljótum, Ögmunds- sonar, sem sagður var sonur Jóns, skálds og prests á Bægisá, Þorláks- sonar. Móðir Guðrúnar var Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, syst- ir Þorvalds, afa Jóhanns Siguijóns- sonar skálds. Móðir Guðrúnar var Vilhelmína Norðfjörö, systir Sig- urðar, föður Grétars Norðíjörð lögregluþjóns. Vilhelmína var dótt- ir Sigurðar Norðfjörð, bróður Jóns Norðfjörð, langafa Matthíasar Jo- hannessen skálds og Louisu Matthíasdóttur listmálara. Afmæli Magnús Halldór Gíslason Magnús Halldór Gíslason blaða- maður, Fíólugötu 5, Reykjavík, er sjötugur í dag. Magnús fæddist að Frostastöðum í Skagafirði og ólst þar upp th fimm ára aldurs en flutti síðan með fjöldskyldu sinni að Eyhildarholti í Hegranesi í Skagaifirði þar sem hann bjó í for- eldrahúsum fram yfir tvítugsaldur. Magnús stundaði nám á Bænda- skólanum að Hvanneyri, við Héraðsskólann á Laugarvatni og við Garðyrkjuskóla ríkisins en þaðan útskrifaðist hann i fyrsta árgangi skólans, 1941. Magnús hóf búskap að Frosta- stöðum 1946 og bjó þar í fjórbýli og nokkurs konar félagsbúi ásamt þremur bræðrum sínum þar til sonur hans tók við hans hluta bús- ins 1977. Þá fluttu þau hjónin til Reykjavíkur þar sem Magnús hóf blaðamannsstarf hjá Þjóðviljanum og starfar hann þar enn en hann hafði áður verið blaðamaður hjá Tímanum 1958-61. Magnús sat í miðstjórn Sam- bands ungra framsóknarmanna og síðar í miðstjórn Framsóknar- flokksins. Hann var formaður FUF í Skagafirði og síðar formaður Framsóknarfélags Skagafjarðar. Þá sat hann á þingi sem varaþing- maður fyrir Framsóknarflokkinn um skeið. Magnús var í hrepps- nefnd Akrahrepps frá 1950-58 og í stjórn Ungmennasambands Skaga- fjarðar. Þá sat hann í stjómum búnaðarfélags, karlakórs og hesta- mannasamtaka. Hann hefur verið endurskoðandi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og fræðslufuhtrúi þess. Magnús Halldór Gislason. Kona Magnúsar Halldórs er Jó- hanna Guðný, húsmóðir og lengi matráðskona hjá Osta- og smjörsöl- unni í Reykjavík, f. 27.8.1921, dóttir Þórarins, b. að Ríp í Hegranesi, Jóhannssonar og Ólafar frá Ási í Hegranesi, Guðmundsdóttur. Magnús og Jóhanna eiga fjögur böm. Þau eru: Gísli, íslenskufræð- ingur og sagnfræðingur, kennari við Fiölbrautaskólann í Reykjavík, f. 17.5.1946, en sambýliskona hans er Ólöf Amgrímsdóttir kennari og búa þau í Reykjavík; Þórarinn, stúdent frá MA, búfræðingur frá Hólum og búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi, b. að Frostastöðum og kennari á Hólum, f. 7.2. 1949, kvæntur Söm Valdimarsdóttur, kennara úr Reykjavík; Ólafur, vél- fræðingur og vélgæslumaður hjá Álafossi, f. 17.11. 1951, kvæntur Línu Alexandersdóttur frá Sauðár- króki en þau eiga þrjá syni; Guðrún Kristín, húsmóðir á Húsavík og skrifstofumaður hjá bæjarfógeta- embættinu á Húsavík, f. 31.10.1953, gift Gísla Salómonssyni bygginga- meistara en þau eiga tvö börn. Magnús er elstur ellefu systkina, níu bræðra og tveggja systra. Systkini hans eru: Sveinn, sem lengi var b. á Frostastöðum en er nú búsettur á Sauðárkróki og hefur starfað við brúasmíðar; Konráð, sem einnig var b. að Frostastöðum en er nú kennari, búsettur í Varmahlíð; Rögnvaldur, sýslu- skrifari hjá sýslumannsembættinu á Sauðárkróki, Gísli, b. að Mið- grand í Blönduhlíð, en stundar jafnfram brúasmíði; Frosti, b. á Frostastöðum; Kolbeinn, b. í Ey- hildarholti; Árni, b. í Eyhildarholti; Bjami, kennari og b. í Eyhildar- holti; María, húsmóðir á Sauðár- króki; Þorbjörg Eyhildur, húsmóðir að Syðstu-Grund í Blönduhlíð. Foreldrar' Magnúsar: Gísli Magn- ússon, b. að Eyhildarholti, f. 25.3. 1893, d. 17.7. 1981, og kona hans Guðrún Þ. Sveinsdóttir húsmóðir, f. 19.7.1895, d. 13.8.1977. Föðurfor- eldrar Magnúsar voru Magnús, b. á Frostastöðum, Gíslason og Krist- ín Guðmundsdóttir, ættuð úr Dölum. Móðurforeldrar Magnúsar voru Sveinn, kennari og b. á Skata- stöðum í Austurdal í Skagafirði, Eiríksson, og Þorbjörg Bjarnadótt- ir. Magnús Halldór verður ekki heima á afmælisdaginn. Tilmæli til afmælisbarna Ólöf Hjálmarsdóttir Ólöf Hjálmarsdóttir húsmóöir, Hamrahlíð 25, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Ólöf fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Ólöf var ellefu ára þegar móðir hennar lést en í föðurhúsum bjó Ólöf til sautján ára aldurs. Þá fór hún upp á Akra- nes þar sem hún var í vist á heimili Haralds Böðvarssonar útgerðar- manns. Ólöf giftist svo á Akranesi og bjó þar í þrjátíu og fimm ár en til Reykjavíkur fluttu þau hjónin 1965. Maður hennar var Loftur skip- stjóri, f. 31.10. 1901, d. 28.12. 1968, sonur Halldórs, b. að Þyrli við Hvalíjörð og síðar starfsmaður á Bíldudal, Þorlákssonar og konu hans, Ingibjargar Loftsdóttur, syst- ur Bjarna, fóðurafa Kristjáns Loftssonar hjá Hval hf. Ólöf og Loftur eignuðust þrjú börn. Þau eru: Margrét, húsmóöir í Reykjavík, f. 1933, gift Leifi Ólafs- syni málara; Hjálmar, húsgagna- og húsasmiður og verkstjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 2.11. 1936, kvæntur Elsu Hjörleifsdóttur, en þau búa í Reykjavík; Ingibjörg sjúkraliði, f. 18.2.1939, gift Halldóri Sigmundssyni, skrifstofustjóra hjá húsameistara ríkisins. Ólöf átti þrjá albræður og sex hálfsystkini, samfeðra, en tveir al- bræður hennar eru látnir. Albræð- ur. hennar: Egill, bifvélavirki í Reykjavík, kvæntur Helgu Jason- ardóttur; Þorsteinn, húsgagna- smiður og síðar dómvörður hjá Hæstarétti, en hann er látinn; Har- aldur, matsveinn, er einnig látinn, en eftirlifandi kona hans er Jónæ Ólafsdóttir. Hálfsystkini Ólafar eru: Ingibjörg, ekkja eftir Baldur Úlfarsson, starfsmann hjá Hafskip; Halldór, innanhússarkitekt og hús- gagnasmiður, en seinni kona hans var Steiney Ketilsdóttir; Guðrún, Ólöf Hjálmarsdóttir kona Sigurðar Waage, starfsmanns hjá Eimskip; Hörður, húsgagna- smiður í Reykjavík, kvæntur Önnu Sigmundsdóttur; Kristín Helga, húsmóðir í Reykjavík, en hennar maður var Óskar Ámundi Sigurðs- son; og Margrét, húsmóðir í Reykjavík, gift, Frey Bjartmarz, sölumanni hjá Málaranum. Foreldrar Ólafar voru Hjálniar Þorsteinsson, húsgagnasmiður í Reykjavík, f. 25.9.1886, d. 20.6.1972, og kona hans, Margrét Egilsdóttir húsmóðir, f. á Þórisstöðum á Vatnsleysuströnd, 24.10 1878, d. 22.8. 1924. Föðurforeldrar Ólafar voru Þor- steinn, f. á Kálfsstöðum og lengi b. í Húnavatnssýslu, Hjálmarsson og Kristín frá Látrum á Snæfellsnesi, Jónsdóttir. Móðurforeldrar Ólafar voru Egill, b. og síðar smiður, Guð- mundsson, í Landakoti á Vatns- leysuströnd, Brandssonar og kona hans, Ólöf, frá Njarðvík í Ytri- Njarðvík, Þorsteinsdóttir. Ólöf verður ekki heima á af- mælisdaginn. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Til hamingju 75 ára____________________ Knud K. Andersen, Hásteinsvegi 27, Vestmannaeyjum, er sjötíu og fimm ára í dag. með daginn Erling Jón Sigurðsson, Langholts- vegi 36, Reykjavík, er fimmtugur í dag. 40 ára 50 ára_______________________ Sveinbjörg Sigurðardóttir, Silfur- teigi 1, Reykjavík, er fimmtug í dag. Gunnar Baarregaard, Brekkubæ 30, Reykjavík, er fertugur í dag. Gerður Berndsen, Ægissíðu 115, Reykjavík, er fertug í dag. OPNUNARTÍMI Virka daga kl. 9-22, SMÁAUGLÝSINGA: ★ Afsöl og sölutilkynningar bifreiða. ★ Húsaleigusamningar (löggiltir). ★ Tekið á móti skriflegum tilboðum. ATHUGIÐ! Ef auglýsing á að birtast í helgarblaði þart hún að hafa borist fyrir kl.'17 á föstudögum. KREDITKORTAÞJONUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. SÍMINN ER 27022. iuoocabu smAauglýsinga- ÞJÓNUSTA: Við viljum vekja athygli á ao þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig simanum. Við tökum á móti ppplýsingum og þú getur siðan farið yfir þær i góðum tómi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.