Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Qupperneq 36
36
Jarðarfarir
Sigríður Þórðardóttir, Bárugötu 37,
lést 1 Landspítalanum þriðjudaginn
22. mars.
■ Steinunn Ágústa Jónsdóttir, Bólstað-
arhlíö 40, Reykjavík, lést á heimili
sínu mánudaginn 14. mars. Jarðar-
fórin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Ólöf Kristbjörg Guðbrandsdóttir,
Keldulandi 17, Reykjavík, andaðist á
heimili sínu mánudaginn 21. mars.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 25. mars klukkan 13.30.
Georg Skæringsson, Skólavegi 32,
Vestmannaeyjum, andaöist á Vífils-
staðaspítala miðvikudaginn 16.
mars.
Sveinn Guðmundsson andaðist á
Landakotspítala mánudaginn 21.
mars.
Andlát
María Jónsdóttir verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24.
mars kl. 13.30.
Hrafnhildur Haraldsdóttir Briem
verður jarösungin frá nýju kapell-
unni í Fossvogi fimmtúdaginn 24.
mars kl. 15.
Gunnar Þorkell Jónsson, Siétta-
hrauni 28, Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Víðistaðakirkju
miðvikudaginn 23. mars kl. 15.
Tímarit
Anna Margrét í opnuviðtali
Æskunnar
1. tbl. Æskunnar 1988 er komiö út. í því
kennir margra grasa. Aðalviðtalið er við
Önnu Margréti Jónsdóttur, fegurðar-
drottningu Islands og bronsverðlauna-
hafa í keppninni um ungfrú heim.
Veggmynd af Önnu Margréti fylgir Æsk-
unni. Af öðru efni má nefna viötal við
Hlín Bjamadóttur, íslandsmeistara
kvenna í fimleikum. Sagt er frá úrslitum
í verðlaunasamkeppni Æskunnar og rás-
ar 2 - sem haldin var fyrir jól - og birt
viðtöl við sigurvegarana í smásagnasam-
keppninni og tónlistargetrauninni. í
poppþættinum eru birt úrslit í vin-
sældavali lesenda Æskunnar á popp-
stjörnum og -lögum síðasta árs. í
þættinum „Aðdáendum svarað" svarar
Bjami Arason bréfum frá aödáendum
sínum. Ný framhaldssaga eftir Guðberg
Bergsson hefur göngu sína. Margt fleira
efni er að fmna í nýju tölublaði Æskunn-
ar. Blaðið er 56 síður og er prentað í
Odda hf. Ritstjórar em Eðvarð Ingólfsson
og Karl Helgason.
BÓKAVARÐAN
— GAMLAR BÆKUR OC NVJAR-
VATNSSTlG 4 - REYKJAVlK - SlMI 29720
ISLAND
Bóksöluskrá Bókavörðunnar
48. bóksöluskrá Bókavörðunnar er kom-
in út. Skráin er með alls 2.500 bókatitlum.
Hér em 600 bamabækur, mörg hundmð
þýddar ástar- og spennusögur, sagnir af
heimskautaferðum, ævisögur erlendra
núkilmenna, landlýsingar um fjarlæg
lönd, íslensk fræði og norræn og mörg
hundmð íslensk skáldverk eftir þekkta
og óþekkta höfunda. Þá em einnig fágæt
og eftirsótt rit kynnt í skránni. Þessi bók-
söluskrá er ókeypis send öllum, sem þess
óska utan ReyKjavíkursvæöisin en stað-
arfólk getur vitjað hennar að Vatnsstfg 4.
Stærra og fjölbreyttara
bílablað
„Sannleikurinn um Subam flóðbílana",
er yfirskrift á aðalgrein tímaritsins Bílar
og fólk sem kom út nýlega. í greininni
koma fram upplýsingar sem líklegar em
til að vekja athygli og varpa nýju ljósi á
innflutning bílanna. Tímaritið er 48 síður
að stærð og fjallar um allar gerðir bíla
og farartækja. Sex síðum er varið undir
stuttar fréttir af því nýjasta í bílaheimin-
um hérlendis og erlendis. Grein er um
svaðilfór á meistarajeppa á jökul og einn-
ig er fjallað um hálendisferðir. Bíll ársins,
Peugeot 405, er prófaður, einnig ný og
öflugri Lada Samara, fjórhjólastýrð Maz-
da ásamt Fiat Tipo. Grein um nýjustu og
öflugustu mótorhjólin, hérlendis og er-
lendis, fyllir tvær litsíður í blaðinu.
Margur fleiri fróöleikur er i blaðinu. Bíl-
ar og fólk er gefiö út sex sinnum á ári
og selt um allt land.
Uterkomið
tímaritið Bókasafnið
11. og 12. árg. 1988. Að útgáfu blaðsins
standa Bókavarðafélag íslands, Félag
bókasafnsfræðinga og bókafulltrúi ríkis-
ins. í blaðinu er m.a. sagt frá 16. ráðstefnu
Alþjóðlegu skólasafnasamtakanna,
IASL, í ReyKjavík sl. sumar, viðtal við
doktor Sigrúnu Klöru Hannesdóttur,
fjallaö er um fræðibækur fyrir börn,
greinar um skjala- og upplýsingastjóm
og upplýsingaþjónustu almenningsbóka-
safna við atvinnulífið auk greina um
ýmis bókasöfn og annars efnis. Timaritið
fæst í þjónustumiðstöð bókasafna, Aust-
urströnd 12, Seltjamarnesi, í Bókasölu
stúdenta, hjá Sigfúsi Eymundssyni og
Máli og menningu í Síðumúla.
Fundir
Ættfræðifélagið
Aðalfundur Ættfræðifélagsins verður
haldinn í kvöld kl. 20.30 að Hótel Lind,
Rauðarárstíg 18.
Tónleikar
Tónleikar tónfræðadeildar
Tónlistarskólans í Reykjavík
Tónfræðadeild Tónlistarskólans í
Reykjavik heldur sína árlegu tónleika að
Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 23. mars
kl. 21. Efnið er allt frumsamið af nemend-
um skólans. Flutt verða einleiksverk,
kórverk, söngverk, rafverk, kammerverk
og jafnvel verk með dönsurum auk sérs-
taks Ijósabúnaðar sem komið verður
fyrir. Tónleikamir em öllum opnir.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Síðustu áskriftartónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar íslands fyrir páska verða í
Háskólabíói næstkomandi fimmtudag,
24. mars, kl. 20.30. Stjómandi verður Páll
P. Pálsson og einleikari Anna Guðný
Guðmundsdóttir píanóleikari. Þrjú verk
verða á efnisskránni: Rima eftir Þorkel
Sigurbjömsson, Píanókonsert í c-moll
eftir Mozart og Sinfónía nr. 1 eftir Sjos-
takovits.
Tónleikar
í dag, miðvikudaginn 23. mars, halda
Bjami Arason og nýja hljómsveitin hans,
Búningamir, fyrstu opinbem hljómleika
sína í Menntaskólanum við Sund og hefj-
ast þeir kl. 20.30. Þar verður frumflutt
það efni sem þeir félagar verða með á
ferð sinni um landið næsta sumar. At-
hugið. Ekkert aldurstakmark.
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
Kvikmyndir
Bíóhöllin/Nútímastefnumót
Samkvæmt formúlu
„Can’t buy me love"
Framleidd af Touchstone pictures
Lelkstjóri: Steve Rash
Aóalhlutverk: Patrick Dempsey,
Amanda Peterson
Ef þú ert einn af hallærislegu
kúristunum í skólanum, hefur ekki
talað viö aðalklíkuna og þau vita
varla hvað þú heitir, hvemig yröi
fólki við þegar aðalgellan í hópnum
færi aö vera með þér?
Sagan segir frá Ronald Miller,
sem hefur aldrei verið neitt annað
en bókaormur, og það mest spenn-
andi sem hann hefur gert á laugar-
dagskvöldum er að spila póker með
vinum sínum og drekka kók.
Ronald langar hins vegar að gera
eitthvað villt og veröa einn af klík-
unni. Hann grípur því tækifærið
fegins hendi þegar Cindy Mancini,
fyrirliða klappstýranna, vantar
peninga og lánar henni 1000 doll-
ara. Cindy getur þannig keypt nýja
dragt fyrir móður sína en verður í
staöinn að þykjast vera með Ronald
í heilan mánuð.
Viðhorf allra í skólanum til Ron-
alds gjörbreytist eftir þetta og
fljótlega er hann orðinn einn af
„harðjöxlum" skólans og vinsæll
meðal kvenfólksins. Hægt og hægt
þróast hins vegar samband þeirra
Cindyar en Ronald gerir sér ekki
grein fyrir því og lýkur því á um-
sömdum tíma.
Hann heldur þó áfram að vera
hinn mesti töffari og hefur sjálfur
gerbreyst, er ekki lengur hinn
vinalegi Ronald, heldur kærulaus
galgopi. Kaupin milli hans og
Cindy komast þó upp og þá stendur
hann einn eftir, aö minnsta kosti
um sinn.
Hér er um týpíska unglingamynd
að ræða sem fer alveg eftir formúl-
unni. Myndin er alls ekki frumleg
en hins vegar langt því frá að vera
leiðinleg og öðru hvoru má sjá hin
bestu atriði. Myndin höföar eink-
um til unglinga, eins og búast mátti
við, en aörir geta alveg skamm-
laust farið á hana.
JFJ
Einn af gömlu vinunum segir Ronald til syndanna eftir breytinguna og
fallið af stallinum.
TiJkyimingar
Digranesprestakall
Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar-
heimilinu viö Bjamhólastíg fimmtudags-
kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Fjallað
verður um fostutímann. Jóhanna Bjöms-
dóttir sýnir litskyggnur. Kafíiveitingar.
Helgistund.
Frá Hallgrímskirkju
Föstumessa verður í kvöld kl. 20.30.
séra Guðmundur Ólason prédikar, og kór
Neskirkju syngur. Organisti verður
Reynir Jónasson. Kvöldbænir með lestri
Passíusálma alla virka daga kl. 18.
Haligrímskirkja
Starf aldraðra hefur opið hús í safnað-
arsal kirkjunnar á morgun, fimmtudag,
og hefst það kl. 14.30. Meðal annars syng-
ur Dagrún Hjartardóttir nokkur lög við
undirleik Kristinar Waage. Kaffiveiting-
ar. Þeir sem óska eftir bílfari vinsamlega
hringi í símanúmer kirkjunnar, 10745, á
fimmtudagsmorgun.
Viltu læra táknmál?
Ný táknmálsorðabók er nú komin út hjá
Félagi heymarlausra. Þetta er þriðja út-
gáfa táknmálsbókar, mjög aukin og
endurbætt. í annarri útgáfu voru alls um
1300 tákn en sú bók hefur nú verið upp-
seld síðustu 6 ár. Nýja útgáfan hefur að
geyma yfir 1800 tákn. Bókin er vönduð
að allri gerð og sérstaklega hefur verið
hugað að því að hún henti til kennslu og
sjálfsnáms í táknmáli. í bókinni er orða-
listi yfir öll þau tákn sem bókin hefur að
geyma. Táknin em teiknuð en viðeigandi
örvar sýna hreyfingu þá sem nota skal
hveiju sinni á skýran hátt. Fyrst um sinn
er hægt að kaupa bókina hjá Félagi
heyrnarlausra, Klapparstig 28 og hjá
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í
Austurstræti. Verð hverrar bókar er kr.
2800.
Unglingamót í pílukasti
Laugardaginn 2. apríl munu íslenska
Pílukastsfélagið og félagsmiðstöðin
Frostaskjól gangast fyrir móti í pílukasti
í félagsmiðstöðinni Frostaskjóh, Frosta-
skjóh 2. Fyrirkomulag: Tvímenningsmót,
spilaö verður 501. Mótið hefst kl. 10
stundvíslega, dregið verður úr skráðum
þátttakendum í riðla á staönum. Alhr
unglingar á aldrinum 13-16 ára (f 71-74)
hafa rétt til þátttöku. Mótsgjald er kr. 250
á einstakhng. Verðlaun verða farands-
bikar, auk þess sem verðlaunapeningar
verða veittir fyrir 4 efstu sætin. Ýmis
aukaverðlaun. Þátttaka tilkynnist í
Frostaskjól, s. 622120 eða til Emils, s.
84853.
Polugajevsky teflir
við háskólastúdenta
Miðvikudaginn 23. mars nk. tefhr rúss-
neski stórmeistarinn Lev Polugajevsky
fjöltefli við háskólastúdenta. Fjöltefhð,
sem haldið er á vegiun Orators, félags
laganema og Stúdentaráðs háskóla Is-
lands, hefst kl. 19.30 stundvíslega í stofú
201, Amagarði. Fjöltefli sem þetta hefur
mælst vel fyrir á meðal háskólanema en
áður hafa Orator og SHÍ fengið þá Micha-
el Tal, fyrrverandi heimsmeistara, og
Jóhann Hjartarson stórmeistara til að
etja kappi við stúdenta. Alhr háskóla-
nemar em velkomnir þeim að kostnaðar-
lausu. Mætið með töfl.
Ferðalög
Páskaferðir Ferðafélagsins
1. Snæfehsnes - Snæfellsjökull (4 dagar).
2. Landmannalaugar, skiðagönguferð (5
dagar).
3. Þórsmörk, 31. mars - 2. apríl (3 dagar).
4. Þórsmörk, 2. aprfl - 4. aprfl (3 dagar).
5. Þórsmörk, 31. mars - 4. aprfl (5 dagar).
Það er vissara að panta tímanlega í
páskaferðirnar. Farmiðar seldir á skrif-
■stofu FÍ.
Páskaferðir Útivistar
1. Þórsmörk, brottfór 31.3. og 2.4., 3 og 5
daga ferðir. Góð gistiaðstaða í Útivistar-
skálunum í Básrnn.’ Gönguferðir.
2. Snæfehsjökuh - Snæfellsnes. Brottfór
31. mars, 3 og 5 dagar. Gist á Lýsuhóh,
sundlaug. Gönguferðir við ahra hæfi,
m.a. á Jökulinn.
3. Borgarfjörður - Húsafell, 3 dagar.
Brottfór 2. aprfl. Gönguferðir. Sundl. í
nágr.
4. Sklðagönguferð á suðurjöklana. Brott-
fór 31.3., 5 dagar. Farm. á skrifstofunni,
Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst.
Tapað-Fundið
Tapað-fundið
Gyllt bindisnæla tapaðist að kvöldi
laugardagsins 19. mars á veitingahúsinu
Gauk á Stöng. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 611946. Fundarlaun.
Tapað-fundið
Páfagaukur, grænn og gulur, fannst 14.
mars við Skúlatún 1 í Reykjavík. Upplýs-
ingar í síma 33770 eftir kl. 5.
^ Yfirlýsing frá Elíasi Davíðssyni:
Eg harma ósvrfni
forsætisráðherra
„Ég er íslendingur sem fæddur er
og uppalinn í Palestínu. Palestínu-
menn, sem hafa veriö reknir í
útlegð, sviptír landi, eignum og
borgararéttindum, hafa heimtað
sinn rétt í fjörutíu ár. Nú er veriö
að að berja þá til óbóta og myrða.
Palestínumenn þurfa á samúð og
aöstoð okkar að halda.
Ég undrast mjög aö forsætisráð-
herra kjörlands míns, íslands,
skuli telja harmleik Palestínuþjóð-
arinnar íslendingum óviðkomandi
en með atkvæði sínu hjá Samein-
uöu þjóðunum árið 1947 sviptu
íslendingar Palestínuþjóðina
sjálfsákvörðunarrétti.
Þá harma ég ósvífni forsætísráð-
herra í garð forystu Palestínuþjóð-
Elias Davíðsson. „Eg krefst þess
fyrir hönd okkar Palestínumanna,
sem búum hér á landi, að forsætis-
ráðherra dragi ummæli sín til baka
og biðjist opinberlega afsökunar."
arinnar þegar hann vænir hana um
hryðjuverkastarfsemi. Frelsissam-
tökin PLO njóta virðingar meðal
þorra Palestínumanna um allan
heim og njóta viöurkenningar
flestra aðildarríkja Sameinuðu
þjóðanna sem eini réttmætí fulltrúi
Palestínuþjóðarinnar.
íslendingar eru ekki í stríði við
Palestínumenn og eiga ekki að
blása í herlúðra gegn forystu henn-
ar. Það er fásinna að neita aö hitta
að máli fulltrúa annarra þjóða.
Ég krefst þess fyrir hönd okkar
Palestínumanna, sem búum hér á
landi, að forsætisráðherra dragi
ummæli sín til baka og biðjist opin-
herlega afsökunar á þessum
óviðurkvæmilegu ummælum.“
Elías Davíösson,
skólastjóri í Ólafsvík.