Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
21
Iþróttir
Iþróttir
1. deild karla:
ÍR-KA
. 18-24 (11-13)
Mörk DR: Olafur Gylfason 7/4
Guðraundur Þóröarson 5, Frosti
Guðlaugsson 4, Fínnur Jóhanns-
son 2.
Mörk KA: Pétur Bjamason 9/1,
Erlingur Krísíjánsson 7/1, Friöjón
Jónsson 4, Axel Björnsson 3, Guð-
xnundur B. Guömundsson 1.
Ahorfendun 300
ÞÓR-UBK
24-26 (14-12)
Mörk Þórs: Sigurður Pálsson l,.
Jóhann Samúelsson 5, Sigurpáll
Aöalsteinsgon 4, Krisiján Knstj-
ánsson 3, Erlendur Herraannsson
2, Gunnar Gunnarsson 2.
Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson
8/3, Bjöm Jónsson 5, Hans Guð-
mundsson 4, Þórður Daviösson 4,
Aöai8teinn Jónsson 2, Olafur
Bjömsson l, Svavar Magnússon 1
og.Andrés Magnússon 1.
Ahorfendur: 200.
KR-FRAM
(27-30) (14-17)
Mörk KR: Stefán Kristjánsson
10/4, Konráð Olavsson 5/1, Jóhann-
es Stefánsson 5, Guömundur
Pálmason 3, Sigurður Sveinsson
2, Guðmundur Albertsson 2.
Mörk Frara: Birgir Sigurðsson
10, Atli Hllmarsson 8, Hermann
Bjömsson 5. Egill Jóhannesson 2,
Júlíus Gunnarsson 2, Ragnar
Hijmarsson 2, Hannes Leifsson 1.
Ahorfendur: 250.
FH........16 13 3 0 453-351 29
Valur.....16 12 4 0 363-271 28
Víkingur... 16 10 0 6 404-361 20
UBK.......17 9 1 7 375-387 19
S(jaman....l6 7 2 7 378-394 16
Frara.... 17 7 1 9 401-416 15
KR........17 7 1 9 375-404 15
KA........17 5 4 8 367-370 14
ÍR.........17 4 2 11 359-402 10
Þór........17 0 0 17 332-451 0
I •
Víkingur - Fram.........17-18
Fram.......20 18 1 1 478-291 37
FH.....„.... 19 15 0 4 400-288 30
Valur......19 13 1 5 379-296 27
vikingur...20 11 0 9 391-354 22
Haukar.....19 8 2 9 364-318 18
Stjarnan....l9 7 0 12 388-400 14
KR.........19 3 0 16 302-463 6
Þróttur....19 0 0 19 275-567 0
2. deild karla
GrÓtta-
Fylkir-
Reynir,.,.
HK.........
........29-24
........16-19
ÍBV.........16 13 1 2 418-323 27
Grótta......17 12 3 2 348-286 27
HK..........17 12 2 3 412-369 26
Reynir......17 9 0 8 415-428 18
Haukar......16 8 1 7 390-354 17
UMFN........16 7 0 9 399-414 14
Selfoss.....16 6 1 9 357-411 13
Ármann.... 16 5 2 9 336-366 12
Fylkir......17 3 1 13 355-422 7
Aftureld.... 16 1 1 14 336-393 3
3. deild karla
Völsungur - ÍH.............20-16
ÍBK..
ÍH...
....13 12 0 1 342-208 24
....13 9 1 3 294-236 19
IA.........12 7 2 3 299-246 16
ÍS.........13 6 3 4 325-247 15
Völs.......13 6 1 6 228-209 13
Þróttur....13 5 1 7 279-269 11
• BÍ.......13 2 0 11 232-306 4
Ögri.......12 0 0 12 131-419 0
Leikir 1 kvöld
1. deild karla:
FH-Víkingur Stiaraan-Valur 1. deild kvenna: Valur-Þróttur ...20.00 ..20.15 ..18.00
Stjaman-KR „19.00
FH-Haukar „21.15
2. deild karla:
UMFN-Haukar „20100
Selfoss-Ármann „20.00
BV-Afturelding „20.00
HandknatUeikur -1. deild:
Þórsarar ekki
langt fvá sigri
- UBK hafði betur í lokin og vann 26-24
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Þórsarar voru ekki langt frá því
að hljóta stig í 1. deild handboltans
á Akureyri í gærkvöldi er þeir fengu
Breiðabhk í heimsókn. En eftir að
hafa haft yfir lengst af náðu Blikarm'
ir að knýja fram sigur á lokakaíla
leiksins og vinna, 26-24. Þór á þá
bara Víking eftir á útivelli og fellur
því sennilega án þess að hljóta stig í
deildinni.
Leikur liðanna í gærkvöldi var
hvorki áferðarfallegur eða vel leik-
inn. Breiðabliksliðið var vægast sagt
dapurt og sennilega frekar bikar-
hugur í mönnum þar á þæ. Þórsarar
léku sennilega sinn besta leik í vetur
en þeir höfðu ekki þrek til að klára
dæmið og gerðu auk þess of mörg
mistök í sókn eins og venjulega.
Leikurinn var sjö sinnum jafn
framan af fyrri hálfleik, síðast 10-10.
Þá komst Þór yfir, mest þrjú mörk,
14-11, en Björn Jónsson átti síðasta
orðið og skoraði úr aukakasti fyrir
Blika eftir að leiktíminn rann út,
staðan í hálfleik 14-12 fyrir Þór.
Þórsarar héldu forskotinu fram á
13. mínútu síðari hálfleiks, komust
mest þrjú mörk yfir, 16-13 og 18-15
en Blikar jöfnuðu, 18-18. Síðan var
jafnt 20-20 og 22-22. Blikarnir kom-
ust þá tvö mörk yfir og það náðu
Þórsarar ekki að brúa.
Axel Stefánsson, markvörður Þórs,
var yfirburðamaður í leiknum, varði
17 skot, sum úr dauðafærum. Þórs-
liðið barðist vel og hefði sennilega
uppskorið einhver stig í vetur með
slíkri baráttu.
Blikar voru slakir, ótrúlegt að þetta
lið skuli vera nýbúið að vinna FH
stórt. Enginn einn leikmaður skar
sig úr nema ef væri Jón Þórir Jóns-
son sem var drjúgur undir lokin.
Hans Guðmundsson var útilokaður
frá leiknum rétt fyrir leikhlé eftir að
honum hafði lent saman við Sigurð
Pálsson.
Dómarar voru Hákon Sigurjónsson
og Guðjón Sigurðsson og voru með
álíka skammt að mistökum og flestir
leikmannanna.
Reykjavíkurmótið í knattspymu:
Jafintefli ífyrsta leik
Þróttiu* og Fylkir hófu Reykjavík-
urmótið í gærkvöldi með því að gera
jafntefli, 1-1, á gervigrasvellinum í
Laugardal.
Gísli Hjálmtýsson skoraði fyrsta
mark mótsins er hann kom Fylki
yfir á 43. mínútu leiksins - með
hörkuskalla eftir hornspymu. Sig-
urður Hallvarðsson jafnaði fyrir
Þrótt í seinni hálfleik, fékk boltann
eftir að markvörður og varnarmaður
Árbæinga höfðu rekist saman utan
vítateigs og renndi honum í opið
markið. -VS
Gmnnskólamót í glímu:
Laugvetningar
voni sigursælir
- stúlkur glímdu af krafti
Grunnskólamót í glimu fór fram í
íþróttahúsi Kennaraháskólans á
dögunum og var mun meiri áhugi
hjá yngri kynslóðinni fyrir þessu
móti en verið hefur áður. Virðist sem
gliman eigi hljómgrunn hjá þeim
yngri og vissulega vekur þessi mikla
þátttaka vonir um að hugsanlegt
hvarf glímunnar úr íslensku íþrótta-
lífi sé ekki á dagskrá. Á grunnskóla-
mótinu um helgina voru Laugvetn-
ingar sigursælir og þá ekki síst í
stúlknaflokki en stúlkumar létu ekki
sitt eftir liggja á mótinu á dögunum.
Úrslit innan einstakra bekkja urðu
sem hér segir:
Piltar
9. bekkur
1. Hilmar Ágústsson, Laugum..9 v.
2. Ásgeir K. Guðmundsson, Núpi. .8 v.
3. Haukur Sigmarsson, Laugum ...6 v.
8. bekkur
1. Ingibergur Sigtu-ðss., Snælandi.9 v.
2. Sigurbjöm Arngrímss, Skútust.8 v.
3. Vilm. Theodórss., Laugarv..6 v.
7. bekkur
1. Tryggvi Héðinsson, Skútust.3 v.
2. Sigurður Kjartansson, Skútust. 2 v.
3. Árni H. Amgrímss., LjósafossL.l v.
6. bekkur
1. Lúðvík Ámason, Melaskóla...8 v.
2. Jón B. Einarsson, Breiðagerði 7,5 v.
3.IngvarSnæbjömss,Langhsk. ...7v.
4. bekkur
1. Olafur Sigurðsson, Ljósafossi..,.4 v.
2. Torfi Pálsson, Laugum........3 v.
3. Magnús Másson, Gaulveijabæ ..2 v.
3. bekkur
1. Lárus Kjartanss., Laugarvatni..7 v.
2. Jón Þ. Jónsson, Ljósafossi4,5 + 1 v.
3. Kristinn Gylfas., Melask...4,5 + Ov.
• Ekki var keppt í 5. bekk.
Stúlkur
9. bekkur
1. Ingibjörg Jónsd, Laugarvatni .1,5 v.
2. Víoletta H. Hauksd., Laugarv. ...1 v.
3. Jóhanna Kristjánsd., Skútust. 0,5 v.
(Jóhanna er í 7. bekk og keppti sem
gestur)
6. bekkur
1. Júlía Guðmundsd., Laugarv...4 v.
2. Harpa Rúnarsd., Laugarvatni.2,5 v.
?. Bára Birgisd., Gaulverjabæ ....1,5 v.
5. bekkur
1. Guðr. Guðmundsd., Gaulvbæ ...2 v.
2. Marta Jónsdóttir, Gaulverjabæ.l v.
3. Guðfinna Helgad., GaulveijabæO v.
4. bekkur
1. Vigdís H. Torfadóttir, Laugarv. 1 v.
2. Heiöa B. Tómasdóttir, Laugarv. 0 v.
3. bekkur
1. Karolína Ólafsdóttir, Laugarv. ..4 v.
2. Sobína Halldórsdóttir, Laugarv.
3. Ingibjörg Halldórsd., Melask.2 v.
• Ekki var keppt í 7. og 8. bekk í
stúlknaflokki.
-SK
Bjarnasonátti stórleik með KA gegn ÍR í gærkvöldi. Á myndinni sést hann skora eitt af níu mörkum sínum í leiknum.
DV-mynd G.Bender
Islandsmótið í handknatUeik:
ff
Aftur í 1. dcild að ári“
„Það er ekki hægt að neita því að við
erum mjög súrir með úrslitin í leiknum
sem þýðir að við erum fallnir niður í
2. deild. Við vorum einfaldlega ekki
nógu góðir í leiknum. AUt hjálpaðist að,
nokkur víti fóru forgörðum og mis-
heppnaðar sendingar. Vera okkar í 1.
deild í vetur er góð- reynsla fyrir liðið
og við komum aftur í 1. deild að ári,“
sagði Guðmundur Þórðarson, þjálfari
og leikmaður ÍR-liðsins í handknattleik,
eftir tapleikinn gegn KA í gærkvöldi,
18—24, í íþróttahúsi Seljaskóla.
Ósigur ÍR-inga gerir það að verkum
að liðið er falliö í 2. deild eftir eins árs
veru í deildinni en KA, sem varð helst
aö vinna leikinn, siglir lygnan sjó og er
komið í öruggt sæti. Mikið var í húfi
fyrir bæði liðin og stemmning gífurleg
meðal áhorfenda sem fjölmenntu. At-
hygli vakti hve stór hópur stuðnings-
ÍR féll í 2. deild eftir 18-24 tap gegn KA í gærkvöldi
manna KA-liðsins í Reykjavík mætti á
leikinn og var stuðningur þeirra ómet-
anlegur.
• IR-ingar höfðu frumkvæðið framan
af leiknum og voru ákveðnir í að selja
sig dýrt. Eftir tíu mínútna leik var stað-
an 4-2 fyrir ÍR en KA jafnaði að vörmu
spori, 4-4, og komst síðan yfir, 4-5. ÍR-
ingar náðu með mikilli baráttu aftur
forystu, 8-6.
• KA-menn voru hins vegar síðúr en
svo af baki dottnir og með góðum leik
náðu þeir forystu, 9-10, og létu hana
raunar ekki af hendi það sem eftir lifði
leiksins. Á þessu tímabili gekk ekkert
upp hjá ÍR-ingum en vöm KA-manna
gaf sig hvergi. I hálfleik var staðan 11-13
fyrir KÁ.
• ÍR-ingar minnkuðu muninn í eitt
mark, 13-14, í upphafi seinni hálfleiks
en þá var sem allur vindur væri úr lið-
inu. KA-vélin hrökk í gang og skoraði
liðið hvert markið á fætur öðru. Brynjar
Kvaran markvörður fór að verja eins
og berserkur og virkaði markvarsla
hans sem vítamínsprauta á liðið. Á
sama tíma fóru tvö víti í súginn hjá
ÍR-ingum og það var nokkuð sem liðið
þoldi ekki og leikur liðsins hmndi eins
og spilaborg.
• „Þetta var sætasti sigur okkar í
deildinni í vetur, á því er ekki nokkur
vafi. Það er mun erfiðara að spila hér í
Seljaskóla en öðram stöðum í deildinni.
Leikur okkar hrökk í gang þegar Brynj-
ar fór að-veija. Það er þungu fargi létt
af okkur með sigrinum í þessum leik,“
sagði Pétur Bjarnason KA-leikmaður í
samtali við DV eftir leikinn í gærkvöldi
en Pétur átti stórleik og var maðurinn
á bak við sigur KA.
• Sigur KA var sanngjarn. Allt liðið
barðist vel og uppskar samkvæmt því.
Liðið er alltof gott til að leika í 2. deild
og hefði líklega orðið mun ofar í deild-
inni með smáheppni í vetur.
„Ég var alltaf bjartsýnn fyrir þennan
leik. Við eigum heima í 1. deild, á því
leikur ekki nokkur vafi, og ættum raun-
ar að vera ofar heldur en raun ber vitni.
Strákarnir hafa lagt mikið á sig. Við
erum með sterkara lið heldur en ÍR en
þeir hafa efnilegt lið og þurfa ekki að
kvíða framtíðinnisagði Brynjar Kvar-
an, markvörður og þjálfari KA, í samtali
viðDV.
• Lið ÍR-inga verður að bíta í það
súra epli að falla niður í 2. deild en ætti
ekki að staldra þar lengi við. Liðið er
mjög ungt að áram en jafnframt efnilegt
og ætti að geta gert góða hluti á næstu
árum.
-JKS
enn
á Hannover í
Sgvröur Bjömsson, DV, V-Þýsteland:
Ekkert lát er á sigurgöngu Stuttgart
t Bundesligunni en t gærkvöldi sigraöi
liðið Hannover 3-1 á heimavelli. Þetta
var sjötti leikur liðsins í röð án taps og
er liðið komið í fjórða sæti deildarinnar.
• Fritz Walter náði forystu fyrir
Stuttgart og stuttu síðar bætti marka-
kóngur Bundesligunnar, Jurgen Klins-
mann, viö ööru marki fyrir Stuttgart.
Hannover byxjaði á miðju eins og lög
gera ráð fyrir og skipti engum togum
aö Reich tók skot frá miðju vaHarins
að marki Stuttgart og fór knötturinn
yfir Immel, markvörð Stuttgart, og í
netið, 2-1.
• Kilnsman innsiglaði síðan sigur
Stuttgart í leiknum með marki undir lok
leiksins. Þetta var 14 mark Kilnsmans
og er hann langmarkahæstur í deild-
inni.
• Gott skrið er á Bayer Leverkusen
og í gærkvöldi sigraði liöið Schalke 3-2.
Olav Thon náði að vísu forystu fyrir
Schalke á 8. mínútu en Scheier jafnaði
fyrir Leverkusen, 1-1, á -30. mínútu.
Tveimur mínútum síöar kom Klinkert
Schalke yfir á nýjan letk 1-2. Tauber
í örugga höfn raeð tveimur í síðari hálf-
leik.
•'Bochum og Kaiserslautera geröu
1-1 jafntefli Leifeld kora Bochum yfir á
11. mínútu en Allievi jafnaöi fyrir Kais-
erslautern á 22. mínútu. Eyrri hálfleikur
var íjörugur en sá síöari mjög slakur.
• FC Homburg og Borussia
Múnchengladbach skildu jöfn í marka-
lausum slökum leik.
um
Stefán með 100 mörk
FH í kvöld til að ná honum
fyrsti leikmaöur 1. deildar karla í handknattleik til
að skora 100 mörk á keppnistímabilinu. Því náði
er þar með kominn með sex marka forskot á Sigurð
Gunnarsson í keppninni uin markakóngstitil deild-
arinnar.
. Sigurður þarf aö skora 6 mörk gegn FH í kvöld til
að ná Stefáni. Þriðji leikmaðurinn, sem nú á raun-
hæfa möguleika á markatitlinum, er Þorgils Óttar
Mathiesen, fyrirliöi FH-inga.
Eftir leikina í gærkvöldi eru þessir markahæstir í
1. deild, leikjaíjöldi í svigum:
Stefán Kristjánsson, KR.....
Sigurður Gunnarsson, Vík....
Þorgils Óttar Mathiesen, FH....
Hans Guðmundsson, UBK.......
Sigurpáll Aðalsteinsson, Þór....
Birgir Sigurðsson, Fram....
Valdimar Grímsson, Val......
Konráð Olavsson, KR......
HéðinnGilsson,FH............
Eriingur Krisfjánsson, KA...
.......(17) 100/31
.......(16) 94/24
.......(16) 91/0
.......(17) 91/21
.......(17) 91/44
.......(17) 89/0
.......(16) 88/5
.......(17) 87/13
.......(16) 86/0
.......(17) 84/20
-VS
Handknattleikur - 2. deild:
Grótta og HK unnu
Grótta og HK náðu bæði að vinna
leiki sína í 2. deildarkeppninni í gær-
kvöldi og því skýrist ekki fyrr en í
lokaumferðinni í næstu viku hvort
liðið leikur í 1. deild næsta vetur.
Grótta átti í basli með Reyni á Sel-
tjarnarnesinu, var 12-13 undir í
hálfleik en náði að knýja fram sigur,
29-24. Gunnar Gíslason skoraði 8
mörk fyrir Gróttu og Davíð Gíslason
6. Willum Þórsson gerði 10 marka
Reynismanna og Páll Björnsson 6.
HK mátti líka hafa fyrir því að sigra
fallna Fylkismenn í Seljaskólanum,
19-16. í lokaumferöinni leika HK og
ÍBV í Kópavogi en Grótta sækir
Hauka heim í Hafnaríjörðinn. Verði
Grótta og HK jöfn að stigum kemst
HK upp vegna betri útkomu úr inn-
byrðis leikjum liðanna í vetur. -VS
NBA-deildin í körfuknattleik í nött:
Stórtap hjá Spurs
Pétur Guðmundsson og félagar hjá
San Antonio Spurs biðu stóran ósig-
ur í nótt í NBA-deildinni í körfu-
knattleik. Denver Nuggets sigraði þá
Spurs á heimavelli sínum með 136
stigum gegn 109. Illa hefur gengiö hjá
liðinu að undanfomu og erfiðir leikir
eru framundan en engu að síður eru
mjög miklar líkur á því að liðiö nái
í úrslitakepnina.
Sex aðrir leikir fóru fram í nótt og
urðu úrslit þessi: Detroit Pistons -
Indiana Pacers 123-104, New Jersey
Nets - 76ers 102-90, Milwaukee
Bucks - Atlanta Hawks 111-98, Dall-
as Mavericks - New York Knicks
124-105, Utah Jazz - Phoenix Suns
103-96 og Los Angeles Lakers - Hous-
ton Rockets 117-95.
-SK
HandknatUeikur kvenna:
NaumursigurFram
Fram vann nauman sigur á Vík-
ingi í Laugardalshöllinni í gær-
kvöldi. Það mátti glöggt sjá á leik
Framliðsins að stúlkurnar eru búnar
aö vinna íslandsmeistaratitilinn. Það
vantaði allan kraft í spil þeirra og
var bæði vöm og sókn bitlaus. Vík-
ingsliðið var aftur á móti frískt en
þaö vantaði alltaf herslumuninn og
urðu Víkingsstúlkurnar því að lúta
í lægra haldi fyrir íslandsmeisturum
Fram með eins marks mun, 18-17,
eftir að staðan í hálfleik hafði verið
9-9.
Hjá Fram var Guðríður atkvæða-
mest eins og svo oft áöur og skoraði
hún 8 mörk, annars var liðið frekar
slakt og engin sem bar af. í Víkingi
var Svava góð í vöm og átti góð
mörk í síðari hálfleik, einnig var Inga
Lára atkvæðamlkil.
• Mörk Fram: Guöríöur 8/4, Jó-
hanna 4, Ósk 2, Arna, Oddný, Hafdís
og Ingunn eitt mark hver.
• Mörk Víkings: Inga Lára 6/1,
Eiríka 5/2, Svava 4, Valdís og Jóna
eitt mark hvor.
AS/EL
Erlendir
stúfár
• ítalinn Alberto Tomba sigr-
aði í svigkeppni í Oppdal í Noregi
í gær. Hann hefur nú 274 stig en
Pirmin Zurbriggen 272 í stiga-
keppni heimsbikarsins.
• Jorge Dominiguez, sem er
Argentínumaður að uppruna, var
í gærdag settur I bann út leikáriö
af félagi sínu en hann spilar
knattspyrnu með Toulon í
Frakklandi. Argentínumaðurinn
réðst nefnilega að blaðamanni
nýverið og þótti þá stjórn félags-
ins nóg komið.
• Skotar máttu sætta sig við
jafntefli, 1-1, gegn Möltu í vin-
áttulandsleik í knattspymu sem
háður var á Miðjarðarhafseynni
í gær. Graeme Sharp skoraði fyr-
ir Skota á 21. mínútu en Carmel
Busuttil jafnaði fyrir heimamenn
á 54. mínútu.
• Svíar og Sovétmenn tryggðu
sér gullverðlaun á Evrópumeist-
aramótinu í borðtennis í gær-
kvöldi. Svíar sigruðu Englend-
inga 5-3 í úrslitaleiknum í
karlaflokki og sovésku stúlkurn-
ar unnu þær tékknesku 3-1 í
úrslitum í kvennaflokki.
• John Hollins lét í gær af starfi
sínu sem framk væmdastj óri •
enska knattspymufélagsins
Chelsea. Aðstoðarþjálfarinn
Bobby Campell er tekinn við lið-
inu og stýrir því væntanlega til
vorsins.
• Alfredo Di Stefano frá Arg-
entínu, einn mesti knattspymu-
snillingur heims á sjötta áratug
aldarinnar, var í gær rekinn úr
stöðu þjálfara hjá spænska 1.
deildarfélaginu Valencia. í fyrra-
dag hlaut landi hans Cæsar Luis
Menotti sömu örlög í sömu deild,
var rekinn frá Atletico Madrid.
Handknattleikur -1. deild:
Framarar upp fyrir KR
- Guðmundur Amar varði þrjú víti þegar Fram vann KR 30-27
Framarar vissu ekki fyrir leikinn
gegn KR í gærkvöldi að þeir voru
búnir aö trygga sæti sitt í 1. deild,
þó að KA hefði sigrað ÍR stuttu áður.
Þeir fengu ekki að vita um úrslit
leiksins upp í Seljaskóla fyrr en
þeirra leikur var búinn. Framarar
börðust því af krafti og sigruðu verð-
skuldað, 30-27.
•KR-ingar byrjuðu af miklum
krafti og komust í 5-2. En Framarar
náðu að rétta úr kútnum og jafna,
6-6. Þeir tóku síðan yfirhöndina í
leiknum og leiddu hann með einu til
tveimur mörkum fram að leikhléi en
Birgir Sigurðsson skoraöi síðasta
mark hálfleiksins og var staðan í
hálfleik 17-14 Fram í vil.
Framarar héldu uppteknum hætti
í síöari hálfleik og leiddu hann allan
tíman með þremur til fimm mörkum
og var sigur þeirra aldrei í hættu.
Leikurinn endaði því með sigri
Fram, 30-27.
•Bestir í liði Fram voru Birgir Sig-
urðsson sem skoruði 10 og AtU
HUmarsson sem skoraði 8 mörk.
Hermann Björnsson átti einnig ágæt-
is leik og skoraði 5 mörk.
Jens Einarsson stóð í marki Fram
lengst af og varði ágætlega meðal
annars eitt víti. Guðmundur Amar
Jónsson kom síðan markið þegar síð-
ari hálfleikur var hálfnaöur varði
mjög vel, meðal annars þrjú víti.
•Bestur í Uði KR-ingar var Stefán
Kristjánsson sem skoraði 10 mörk.
Jóhannes Stefánsson átti einnig
ágætan leik og skoraði 5 mörk.
KR-ingar léku án Gísla Felix
Bjarnasonar sem er meiddur í baki.
Leifur Dagfinnsson lék því markinu
og stóö sig með prýði.
•Með sigri sínum í gærkvöldi
skutust Framarar uppfyrir KR-inga
í 6. sætið og hafa ágætis möguleika
á því að komast upp í 5. sæti deildar-
innar ef þeir sigra Stjömuna í sínum
síöasta leik.
•Leikinn dæmdu ÓU Ólsen og
Gunnar Kjartansson og hafa þeir oft
dæmt betur. Var Htíð samræmi í
dómum þeirra.
HR/BST