Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
33
LífsstiIL
Flestir gefa páskaegg á páskum og
flestir borða að minnsta kosti eitt egg
um páskahátíðina. Heildarfram-
leiðslan á páskaeggjum nemur að
minnsta kosti um það bil einu eggi á
mann hér á landi.
Ekki er ýkja langt síðan farið var
að framleiða páskaegg hérlendis og
heimildir benda til að páskaeggjasið-
urinn hafi verið svo til óþekktur hér
á landi þar til í kringum 1920. Að
öllum líkindum var þaö Bjömsbak-
arí í Reykjavík sem varð fyrst til að
innleiða páskaeggjasiðinn.
Persar, Forn-Egyptar og
Grikkir
Margir telja að saga páskaeggjanna
tengist fyrst og fremst kristinni trú.
Svo er þó ekki því páskaeggjasiður-
inn er piiklu eldri. Þá er ekki átt við
súkkulaðieggin, sem við þekkjum í
dag, heldur lituð egg sem voru víða
mjög vinsæl erlendis en hafa fram
til þessa dags átt litlum vinsældum
aö fagna hér á landi, nema ef vera
skyldi á allra síðustu árum.
Að skreyta egg var þekkt í Persíu
fyrir fimm öldum en þá fógnuðu
menn vorkomu með því aö gefa hver
'öðram lituð egg. Forn-Egyptar not-
uðu lituð egg við vorhátíðir, sömu-
leiðis hinir fornu Rómverjar og
Grikkir. Páskaeggjasiðurinn viröist
ekki þekktur í Vestur-Evrópu fyrr
en á fimmtándu öld og er talinn hafa
borist þangaö frá Austurlöndum.
Þjóðir Austur-Evrópu eru enn í dag
þekktar fyrir listilega skreytt páska-
egg sín. Það eru ekki einungis
hænuegg sem menn skreyta þar
heldur einnig egg úr tré og öðrum
óforgengilegum efnivið.
Vorhátíðir
í kristnum sið eru páskar hins veg-
ar haldnir helgir sem upprisuhátíð
Jesú Krists og eru elstir kristinna
hátíða. í Evrópu blandaðist hin
kristna hátíð mjög saman við vor-
hátíðir, sem haldnar höfðu verið frá
ómunatíð, um svipaö leyti. Frá þess-
um samruna eru óteljandi páskasiðir
í Evrópu sprottnir og þar á meðal
páskeggjasiðurinn.
í kringum páska taka fuglar aö
verpa og fyrrum var um þetta leyti
haldin einskonar eggjahátíð. Ber að
hafa í huga að eggið er frjósemistákn
auk þess sem mönnum þótti það
bragðast vel. Eggjahátíðin tengdist
síöar páskum og á páskadagsmorgun
fengu börnin að fara út í skóg og
safna eggjum, sem síðan mátti borða,
en á fóstunni gilti það sama um egg
og kjöt, bannað var aö neyta þessara
matartegunda,
Súkkulaðiegg
En þar kom í Evrópu að borgir tóku
Árleg páskaeggjaframleiðsla hér á landi nemur um einu eggi á mann. Hins vegar er óvíst að margir fái jafn-
myndarlegt páskaegg og þessi litli snáði er að byrja að gæða sér á. DV-mynd Brynjar Gauti.
að stækka og um leið var örðugra
að fmna egg með náttúrlegum hætti.
Fór þá fullorðna fólkiö að fela egg í
göröum sínum svo bömin hefðu eitt-
hvað að fmna. Þegar fram liðu
stundir fóru menn að útbúa skraut-.
leg páskaegg. Innihaldið var sogið
úr egginu og skumin síðan máluð
eða myndskreytt með öðrum hætti.
Þegar sælgætisiðnaöinum óx fisk-
ur um hrygg var tekiö að nýta
páskaeggin í hans þágu. í fyrstu voru
egglaga öskjur fylltar með sælgæti.
Síðan var farið að framleiða súkku-
laðiegg sem nú eru álgengust.
íslensk egg hafa sérstöðu
íslensk páskaegg hafa nokkra sér-
stöðu meðal páskaeggja arinarra
þjóða. Þau eru pökkuð inn í sellófan-
pappír, skreytt að utan, með borðum
og á topp þeirra er yfirleitt tyllt eftir-
líkingu af hænuunga. Þau eru fyllt
með sælgæti og inn í hvert og eitt er
settur málsháttur, en slík vísdóms-
orð eiga sér einnig langa sögu þvi
þegar farið var að skreyta fuglseggin
var til siðs að smokra inn í þau vís-
dómsorðum. Aðrar þjóðir pakka hins
vegar eggjum sínum inn í skrautleg-
an pappír og setja þau gjaman í
pappaöskju.
Tíðarandi
Hér á landi eru einungis tvær sæl-
gætisverksmiðjur sem framleiða
páskaegg, Nói-Síríus og Móna. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Nóa-Síríusi
nemur framleiðslan hér á landi um
það bil einu eggi á mann og eru þá
öll egg talin sama hversu stór þau
eru.
Algengasta stærð á eggjum, sem
keypt eru til gjafa, eru 200-250
gramma egg. Margir kaupa hins veg-
ar svokölluð desertegg, sem eru á
bilinu 20-40 grömm, til að skreyta
með borð og til að nota í eftirrétti.
Auk þeirra eggja sem framleidd eru
hér á landi eru árlega flutt inn nokk-
ur þúsund egg. í fyrsta skipti í ár eru
flutt inn egg sem framleidd eru er-
lendis sérstaklega fyrir íslenskan
markað og svipar útlit þeirra mjög
til þeirra eggja sem framleidd eru hér
á landi auk þess sem settur hefur
málsháttur á íslensku inn í eggin.
Andstætt öðrum löndum er ekki
mikill vorhátíðarsvipur á páskahaldi
íslendinga og ástæðan kann að vera
sú að við eigum okkur frá fornu fari
okkar eigin vorhátið sem við höldum
hátíðlega. Sumardaginn fyrsta.
Heimildir: Saga dagana
eftir Árna Björnsson.
Ásamt ýmsum öðrum heimildum.
-J.Mar
Hvað ætlarðu að gera um páskana?
Nú fyrr í vikimni fór DV á stúfana og hitti nokkra vegfarendur að máli til að forvitnast ura hvemig páskaeggjakaupum þeirra væri
háttað. Einnig spurðum viö fólk hvað þaö ætlaði að gera sér annað til dundurs en borða páskaegg.
Einar H. Hjartarson:
Narta kannski
pínulítið
„Ég býst við
að ég gefi
flmm páska-
egg nú um
páskana. En
égervanurað
gefa börnun-
um mínum og barnabörnunum
páskaegg,“ sagði Einar H. Híart-
arson rannsóknarfulltrúi.
„Sjálfur má ég ekki borða
páskaeggin því að ég þarf að
reyna að halda ummálinu í skefj-
um en ef ég á að vera alveg
heiðarlegur getur svo sem verið
að ég laumist til að narta í þau
þegar fáir sjá til.
Eg hef hugsað mér aö fara til
fjalla um páskana og þá á skíði í
Bláfjöllum. Það fer nú raunar eft-
ir veörinu. Ég vil sem minnst
sjápuleggja slíka hluti fyrirfram.
Nú, ef veðriö veröur mjög gott
getur veriö að ég skreppi austur
í Rangárvallasýslu og renni fyrir
sjóbirting en veiðitímabiliö byrj-
ar þann 1. apríl. x -J.Mar
Stefán Valgeirsson:
Finnst páska-
egg
„Ég er ekk-
ert farinn að
velta fyrir
mér páska-
eggjakaup-
um, konan
sér um þau,“
sagöi Stefán Valgeirsson alþing-
ismaöur.
„Mér finnast páskaegg ekki
góð, það er margt annað súkkul-
aði sem bragðast miklu betur.
Ég ætla að vera fyrir noröan
um páskana og sinna fjölskyld-
imni og kjósendum mínum. Það
er alltaf einhver slæðingur af
fólki sem þarf að koma að máli
við mig og fá greitt úr ýmsum
vandamálum. Þaö er sjaldan að
maður fær hvíld frá þingstörfun-
um. Svo getur verið að ég haldi
einn fund með stuðningsmönn-
um mínum i Vín í Eyjafiröi til að
við getum heyrt hljóöið hver í
öðrum:“
-J.Mar
Gurli Geirsson:
Ætla að mála
og dytta að
„Ætliéggefi
ekki börnun-
um mínum
eitt til tvö
páskaegg um
þessa páska.
Svo gef ég
krökkunum
sem ég passa eitt páskaegg af
minnstu gerö daginn fyrir skír-
dag,“ sagði Gurli Geirsson
dagmamma.
„Ég'ætla ekkert út úr bænum
um páskana. Ég er aö laga til
heima hjá mér og ætla að nota
fríið til að mála og dytta að. Svo
ætla ég bara að slappa af og hafa
það gott. Ég er félagi í dönskum
bókaklúbb og hef fengið nokkrar
bækur sendar frá honum, sem ég
hef ekki gefiö mér tíma til að líta
í. Þar á meðal er bók um garð-
rækt sem mig langar til að glugga
í þar sem vorið er nú í nánd.“
-J.Mar
vond
Rósa Jóhannsdóttir:
Fæ eitt egg
„Ég hugsa
að pabbi og
mamma gefi
inér páskaegg
enefþaugera
þaö ekki
hugsaégaöég
kaupi mér sjálf,“ sagöi Rósa Jó-
hannsdóttir nemi.
„Páskaeggið boröa ég svo á
páskadagsmorgun þegar ég
vakna. Annars ætla ég bara að
slappa af um páskana og gera þaö
sem mig langar. Ég er ekki enn
farin að huga að próflestri svo ég
hugsa að ég gefi námsbókunum
alveg frí.“
-J.Mar
Garðar Sigurbjarnason:
Bragðast
ljúflega
„Ég ætla að
gefa tveimur
bamabömum
mínum
páskaegg,“
sagði Garðar
Bjamason
verslunarmaður. „Ég borða ekki
páskaegg sjálfur þótt mér finnist
þau bragöast ágætlega.
„Ég tek mér frí á fóstudaginn
langa, páskadag og annan í pásk-
um. Og einhvem þessara daga
býst ég við aö bregða mér austur
yfir fjall að líta á sveitabýlin
prúðu og horfa á bunulækina
koma undan FagrafeUi og sjá bri-
mið leika við sendnu strendum-
ar. Ég fer þessa ferð svona til aö
sálin fái andlega vökvun og til að
teyga andlegan blómailm."
-J.Mar