Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. Fréttir Nýtt húsnæðislánakerfi hugsanlegt um ávamót - segir félagsmálaráðherra Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, kynnti í gær álitsgerð sem vinnuhópur er hún skipaði hef- ur skilað um almenna húsnæðis- lánakerfið. Þar kemur m.a. fram það áht hópsins að lánakerfið valdi ekki hlutverki sínu og eru lagðar fram tiUögur til úrbóta. Ráðherra hefur nú sent aðfium vinnumarkaðarins, stjómarflokkum og- stjórnarand- stöðu skýrsluna og segir hún næsta skrefið að kalla tfi aðila vinnumark- aðarins og ræða um þeirra viöhorf. „Þessi skýrsla er fyrst og fremst hugsuð til undirbúnings endurskipu- lagningar lánakerfisins. Ég legg mikla áherslu á að ganga til þessa verks þannig að um heildarkerfis- breytingu sé að ræða en ekki sífelld- ar uppálappanir," sagði Jóhanna Sigurðardóttir um fyrirhugaðar breytingar. „Ég stefni að því að leggja fram frumvarp næsta haust en geri mér ekki vonir um að nýtt hús- næðislánakerfi geti tekið gildi fyrr en um næstu áramót. Ég vil þó leggja áherslu á að ég útfioka ekki aðra valkosti en þá sem koma fram í skýrslunni." I skýrslunni er m.a. lögð fram tfi- laga um að í stað beinna lána tfi íbúðarkaupa verði tekið upp kerfi skuldabréfaviðskipta - svokölluö húsbréfamiðlun. I því felst að kaup- andi gefur út skuldabréf fyrir láni sem hann fær hjá seljenda. Þessu bréfi má svo skipta fyrir ríkistryggt og markaðshæft húsbréf. Auk þess eru tvær aörar leiðir nefndar til breytinga á framtíðarskipan kerfis- ins sem halda núverandi skipulagi í megindráttum. Tillögur um úrbætur á kerfinu, hvernig sem framtíðarskipan þess verður, eru m.a. að útlánsvextir Byggingarsjóðs ríkisins verði látnir fylgja vöxtum á ftjálsum markaði en komið á vaxtabótum í samræmi við tekjur og eignir í staö húsnæðisbóta og vaxtaafsláttar í gfidandi skattalög- um. Þá er lagt til að forgangsröðun við úthlutun verði afnumin og teng- ing lánsréttar við lífeyrissjóðs- greiðslur einnig. -JBj Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn hefur verið skipaöur skólastjóri Lögregluskóla ríkis- ins og tekur skipunin gildi firá 1. júní. Mim Bjarki vinna að þvi að skipuleggja og undirbúa sjálf- stæða skólastarfsemi og dóms- málaráðuneytið mun jafhframt beita sér fyrir frekari eflingu skólans með auknu húsnæði, fóstum kennurum. Þá verður endurmenntun lögreglumanna efld frá því sem verið hefur. -ój Valur Arnþorsson kannar hér gæði neftóbaks sem honum var boðið við upphaf fundar stjórnar Sambandsins. Guðjón B. Ólafsson fylgist sposkur með. Á fundinum iýsti stjórn Sambandsins yfir ánægju með afgreiðslu stjórn- ar lceland Seafood á launamálum Guðjóns. Stjórnin lýsti einnig yfir trausti á Guðjón. DV-mynd GVA Stjóm Sambandsins lýsti yfir trausti á Guðjón: Fékk 1.350 þúsund krónur á mánuði - þrátt fyrir að Eriendur teldi sig semja um 1 milljón Stjórn Sambandsins fjallaði um launamál Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra í gær. Stjómin lagði blessun sína yfir ákvarðanir stjórnar Iceland Seafood frá því í fyrri viku. Þrátt fyrir að ágreininingur hefði verið um hvort Guðjóni bæru allt að 23 millj- ónir króna, sem hann fékk frá fyrir- tækinu, samþykkti stjóm Iceland Seafood þessar greiðslur og lét máhð niður falla. Stjómin lýsti auk þess yfir fullu trausti á Guöjón og aðra stjómendur Sambandsins. Eysteinn Helgason, brottvikinn forstjóri Iceland Seafood, sendi stjóm Sambandsins bréf og óskaði eftir því að mál hans yröi tekið fyrir á fundinum. Stjóm Sambandsins lýsti því hins vegar yfir að það væri stjórnar Iceland Seafood að leysa þetta mál. Stjómin hvatti til þess að samningum við Eystein yröi flýtt. Stjórn Sambandsins komst ekki yfir fleiri dagskrárliði. Fundi var frestaö þar til í dag að fjallað verður um slæma rekstrarstöðu Sambands- ins og kaupfélaganna, kröfur þrota- bús Kaupfélags V-Barðstrendinga og bænda á Svalbarðseyri um uppskipti á eignum Sambandsins. Á blaðamannafundi í gær upplýsti Valur Arnþórsson, formaður stjóm- ar Sambandsins, hver laun Guðjóns B. Ólafssonar hefðu verið síðustu sex ár hans hjá Iceland Seafood. Alls fékk Guðjón 2,3 milljónir dollara í laun þessi sex ár, eða um 1.250 þús- und krónur á mánuði að meðaltali. Deilt er um allt að 600 þúsund doll- ara. Þau laun, sem Erlendur taldi sig hafa samið um, nema því um 920 þúsund krónum á mánuöi, en um- deilanlegu greiðslurnar um 325 þúsund krónum. Ofan á þetta fékk Guðjón um 200 þúsund dollara í líf- eyrisgreiðslur, eða rúmar 100 þúsund krónur á mánuði. Hann hef- ur því fengið alls 1.350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði að meðaltali. Ofan á þessi laun bætast síöan ýmsar greiðslur vegna kostn- aðar samhliða starfinu. Það skal tekið fram að hér er um meðaltals- laun að ræða en Guðjón var hærra launaður síðasta ár sitt hjá fyrirtæk- inu en árið 1981. -gse PLO-málið kveðið niður PLO-málið svokallaða var rætt á ríkisstjómarfundi í gær og varö nið- urstaðan sú að ekki hefði verið um formlegar viðræður við samtökin að ræða. Jafnframt var ákveðið að ekki skyldi rætt við samtökin með form- legum hætti nema meö samþykki ríkisstjómarinnar. Samkvæmt upp- lýsingum DV hafa nú defiur um PLO-málið verið settar niður með þeirri niðurstöðu sem varð á ríkis- stjórnarfundinum. -ój Húsavík: Úr öskunni í eldinn Jöharmes Sigmjónsson, DV, Húsavík; Einu ökutækin sem geta farið úr öskunni í eldinn í orðsins fyllstu merkingu eru auðvitað öskubílar. Og þau urðu einmitt örlög öskubíls Húsvíkinga í síðustu viku. Málsatvik voru þau að öku- og út- gerðarmaöur öskubílsins, Ómar Vagnsson, þurfti að bregða sér frá í miðri hreinsunarherferö um bæinn og er hann kom að bfl sínum að vörmu spori, hafði mshð á bílum, sém beið sorpbrennslu, tekiö forskot á sæluna og stóð í ljósum logum og bíllinn að hluta einnig. Tveir ungir piltar, sjö og átta ára, höfðu átt leiö þarna um og ályktað sem svo að msl skyldi brennast hvar sem til þess næðist og bára eld að með fyrrgreindum afleiöingum, þannig að öskubfll Húsavíkur fór í einni andrá úr öskunni í eldinn eins og áöur sagði. Þrátt fyrir tregan afla á þessari vetrarvertið þá kemur það fyrir að bátar fái þokkalegan afla og það jafnvel af vænum þorski. Aðalbjörg RE fékk gott skot i Faxaflóanum á dögunum og innan um voru vænir þorskar elns og sést á þessari vertiðarlegu Ijósmynd. DV-mynd S Örlög öskubíls Húsvíkinga. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.