Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988.
Hjá símaráðgjöf
Samtakanna 78
færðu skýr og
greinargóð svör um
alnæmi og
hættulaust kynlíf.
Síma- og i
ráðgjafarþjónusta |
Samtakanna 78.
Svarað er í síma á
mánudögum,
miðvikudögum og
fimmtudögum
kl. 20 - 23 á kvöldin.
Samtökin 78
Lindargötu 49
Reykjavík
__BIRT MEÐ TILSTYRK HEILBRIGÐISYFIRVALDA __
Fréttir
\
DV
Veiðitíminn að hefjast
Rennt fyrir sjóbirting
á föstudaginn langa
- hvar er hægt að renna og hvert er verðið?
Sigurður Sigurjónsson leikari hefur oft veitt vel í vorveiðinni og hér land-
ar hann einum í Laxá í Leirársveit, í Laxfossinum. Leikarinn mun eflaust
renna fyrir fisk núna, eins og fleiri. DV-mynd G.Bender
„Þetta litur bara vel út héma fyrir
austan og það hefur sést fiskur
víða, sérstaklega í Fossálunum og
Geirlandsá, mikið af fiski,“ sagði
tíðindamaður okkar á Kirkjubæj-
arklaustri í vikunni, nokknun
dögum fyrir opnunina. „Það er
ekki mikill ís á ánum, nema
kannski helst Vatnamótunum;
Geirlandsáin og Fossálamir em í
góðu lagi. Mér sýnist þetta ætla aö
verða góð opnun í þessum veiði-
ám.“
Geirlandsáin, Fossálar, Vatna-
mótin, Rangámar (Hólmsá), Þor-
leifslækur (Varmá), Hraunið í
Ölfusá, Laxá í Leirársveit og Leirá
í Leirársveit verða opnaðar núna
fóstudaginn langa, 1. apríl.
í Geirlandsána er dagurinn seld-
ur á 2500 í vorveiðinni og er
hámarksíjöldi á stöng þar 10 fiskar.
í Vatnamótin kostar dagurinn
1800 kr. í allt sumar og er enginn
hámarksíjöldi þar. í Fossálunum
er dagurinn einnig seldur á 1800
kr. og enginn hámarksfjöldi. Rang-
ámar (Hólmsá) byrja fyrsta 1. apríl
eins og verið hefur í gegnum tíö-
ina. Þorleifslækurinn (Varmá) er
einn af þeim stöðum sem örugglega
em opnaðir á fyrsta degi þó kuldi
sé og trekkur, þó svo aö veiðimenn
geti átt von á ýmsu öðra á færið
en endilega fiskum. Dagurinn er
seldur á 850 kr. í Þorleifslæknum.
Hraunið hefur oft gefist vel í byrjun
og þangað fara veiðimenn oft fyrstu
dagana og veiða vel. Við Laxá í
Leirársveit verður líklega mikið
íjör og þá mest í Laxfossinum þar
sem yfirleitt veiðist fiskur fyrsta
daginn. í Leirá verður rennt fyrir
sjóbirting og eflaust fæst eitthvað.
í Geirlandsá og Fossálana selja
þeir hjá Stangaveiðifélagi Keflavík-
ur, Árni Baldursson og Stanga-
veiðifélagið Lax-á selja í Fossálana,
Hellirinn, Hellu, sér um Rangámar
og Hólmsá, Landssamband veiðifé-
laga selur í Þorleifslækinn, bændur
selja á Hraunið og einnig hver fyr-
ir sínu landi í Laxá í Leirársveit.
Það virðist allt stefna í góða opn-
un víða í sjóbirtingnum þessa
fyrstu daga veiðitímans og sjóbirt-
ingurinn, gráðugur í agnið, á eftir
að gefa sig víða, fiskur sem ekki
hefur séð svoleiðis hluti í marga
mánuði.
Veðurhorfur fyrstu dagana í sjó-
birtingnum em þokkalegar og bara
að klæða af sér kuldann. Fiskurinn
bíður.
í þessari upptalningu á veiðiám
er hvergi minnst á Laxá í Kjós og
er ástæða fyrir því, þar hefur sjó-
birtingsveiði verið hætt, í bili að
minnsta kosti. Sumir segja um ald-
ur og ævi. -G.Bender
Verulegar framkvæmdir
við Húsavíkurhöfn í ár
jQhannes Siguijónsson, DV, Húsavilc
Hafnarframkvæmdir hafa verið
með minnsta móti á Húsavík undan-
farin ár enda fjárveitingar til hafnar-
framkvæmda verið rýrar, svo ekki
sé meira sagt. Af þessum sökum hafa
hafnarmannvirki hér drabbast nið-
ur, þar sem ekki hefur verið hægt
að sinna nauðsynlegu viðhaldi, hvaö
þá að huga að frekari uppbyggingu.
Á þessu ári er hins vegar gert ráð
fyrir allverulegum framkvæmdum
við Húsavíkurhöfn. 40 milljónir
króna em á fjárhagsáætlun til bygg-
ingar grjótgarðs við norðurgarðinn,
sem er fyrsti áfangi að gámaplani,
en norðurgarðurinn í núverandi
ástandi getur alls ekki tekið við sí-
vaxandi gámaflutningum. Fjárveit-
ing á íjárlögum rikisins til þess
verkefnis er 19,2 milljónir og mun
Húsavíkurbær fjármagna mismun-
inn með lánum út á hluta af fjárveit-
ingum næsta árs að sögn Bjarna Þórs
Einarssonar hafnarstjóra.
Viðaminni verkefni við Húsavíkur-
höfn á þessu ári em m.a. viðgerð á
suðurgarði, vegagerð milli hafnar-
svæðanna og lenging á sjóvarnar-
garöi norðan Þorvaldsstaðaár.
Tilfinnanlegur skortur er á gámaplássi við norðurgarðinn á Húsavik.
Skólaskipið Mimir, DV-mynd ÁEA
Skólaskipið Mímir í heimsókn
Ami E. Aibertsson, DV, Ólafevik;
Mánudaginn 21. mars kom hingað
til Ólafsvíkur skólaskipið Mímir RE
3. Tilgangur komunnar var að bjóða
grunnskólanemendum á staðnum í
kynnisferð út á sjó. En þar sem heim-
sókn Mímis stóð aðeins í einn dag
var aðeins hægt að bjóða hluta nem-
enda upp á sjóferð og úr varö að 7.
bekkur skólans fór í tveimur hópum
í þriggja tíma ferð út á Breiðaíjörð
til fiskjar. Þó böm hér í Ólafsvík alist
upp við sjóinn og allt það sem honum
tilheyrir þá em tækifærin til þess að
komast út á sjó ekki svo mörg og þvi
var ekki nema von að eftirvænting
og spenningur ríkti hjá krökkunum
við brottfór. Feröimar gengu að ósk-
um og þó sjóveiki hafi heijað á suma
þá var svoleiðis smáræöi fljótt aö
gleymast þegar heim kom og ýmsir
heyrðust segja drýgindalega að jú,
þeir hefðu orðið eitthvað varir, en
þó hafi þetta nú ekkert verið frekar
en vanalega í vetur.
Þetta var skemmtileg heimsókn og
gefur tilbreytingu í skólastarfið. Það
væri óskandi að Mímir ætti eftir að
sjást oftar og hafa lengri viökomu í
senn svo hægt væri aö bjóða fleiri
nemendum upp á að kynnast því
starfi sem veitir okkur lífsbjörgina.
Nýja fiskverkunarhúsið.
DV-myndir Ægir Þórðarson
Ný fiskverkun á Rifi
Stefan Þór Sigurðsaon, DV, Heliissandi:
Á Rifi, Snæfellsnesi, var hýveriö
reist nýtt fiskv rkunarhús. Það er
úr steinsteypu, með sperram úr lím-
trésbitum, en við þaö sparast mikið
gólfpláss því engir milliveggir eöa
súlur eru nauðsynlegar til að halda
þakinu uppi. Húsið er um 320 fm að
gólffieti og hátt til lofts. Að auki er
gert ráð fyrir um 200 fm stækkun
fyrir kæligeymslu.
Eigendur Nesvers, en svo heitir
fiskverkunarfyrirtækið, eru þeir Ás-
bjöm Óttarsson og Kristján Jónsson,
skipstjóri á Þorsteini SH.
Ásbjörn sagði í stuttu spjalli við
fréttaritara DV að hjá þeim störfuðu
nú 5 fastráönir starfsmenn og að
auki 3-4 lausráðnir þegar mikill afli
bærist. Ásbjörn sagði engan hörgul
á vinnuafli, allar hendur væm á lofti
þegar til þyrfti að taka. Reyndar bját-
aði það helst á aö meiri afla vantaði,
netavertíðin væri vart komin af stað
ennþá. Við núverandi aðstæöur gætu
þeir rennt í gegnum húsið um 7 tonn-
um á sólarhring og allur fiskur væri
verkaöur í salt. Aö auki verkuðu
þeir gellur í saltpækli, sem væru
fluttar út.