Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 14
14 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Páskar Fyrir flesta er páskahátíðin tími hvíldar og afþreying- ar. Þetta er annað mesta leyfi ársins. Menn njóta matar og drykkjar. En margt fleira ætti að koma til. Þetta er ein stórhátíða kirkjunnar. Við verðum og eigum að gefa gaum hinum trúarlegu málum. Margir nota páskahátíðina til glaums og gleði. Þetta eru mistök. Vissulega eiga menn að njóta leyfisins. En við megum ekki láta slíka daga fram hjá okkur fara án þess að setjast niður og hugsa til raunverulegs inntaks. Við megum ekki gleyma okkur í solli hversdagsmála þegar þannig er komið. Hátíðir kirkjunnar verðum við að taka alvarlega. Minnzt er á það vegna þess að mikill misbrestur er á. Páskarnir virðast til dæmis gleymast vegna glaums ferminga. Við, trúað fólk, hljótum að viðurkenna, að fermingarveizlur ganga úr hófi fram. Vel má vera að ríkt fólk megi gefa barni sínu býsn í fermingargjöf. En þetta verður siður, öllu heldur ósiður. Hinir, sem ekki hafa efni á, fylgja hinum ríku eftir. Þeir gefa gjafir langt umfram efni. Skömm er að kirkjan skuli ekki snúast gegn þessu af meiri atorku en verið hefur. Ofrausn í þeim efnum eyðileggur tilgang ferminga og páskahátíð- arinnar yfirleitt. Hún veitir kynslóðunum, sem við taka, ekki gott vegarnesti. Þetta hlýtur að ganga gegn boð- skap kirkjunnar en hún lætur það samt óátalið. Þetta er alvarlegur misbrestur og hættulegur þjóðinni. Islendingar eru meðal trúuðustu þjóða heims. Það sýna kannanir. En við mænum til kirkjunnar um leið- sögn í alvarlegustu málum. Þá leiðsögn fáum við of sjaldan. íslendingar eru ekki biblíutrúar. En hvert verður svarið ef við spyijum okkur þess hvort dauði Krists á krossinum hafl ekki forðað mannkyni? Trúlega segjum við að Kristur hafi tryggt mannkyn með krossdauða sínum. Efasemdir um slíkt gera hátíðir sem páska síður mikilvægar. Slíkt þurfum við að muna. Kirkjan gegnir hér geysimikilvægu hlutverki. Fólk horfir til hennar. Af mörgum málum er að taka. En sennilega yrðu friðarmálin efst á baugi ef fólk svaraði sannferðuglega. Við eigum allt okkar undir heimsfriði svo sem allt mannkyn. Þar þurfum við þess að kirkjan veiti tilsögn. Staðan er nú betri en oft áður. Leiðtogi Sovétríkj- anna, Gorbatsjov, er nær en fyrirrennarar hans skiln- ingi á hættum styijaldar. Við vitum að sá leiðtogi á samt undir högg að sækja frá harðlínumönnum. Styrkj- um hann í sessi. Leiðtogi Bandaríkjanna, Ronald Reagan, hefur oft gefið eftir gagnvart harðlínunni í sínu landi. í ár kann að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna maður sem sýnir friðarmálum meiri skilning og hefur ekki sama veikleika gagnvart fasistum og Ronald Reag- an. Við eigum að verða reiðbúnir til að aðstoða við eyðingu stríðsvopna og annað friðartal. Friðarmálin eru efst á baugi. Lítum því á ummæli íslandsbiskups. Hann segir að óttinn við kjarnorkustríð sá ekki ástæðulaus, harri fari því. Talið sé að helmingur allra vísindamanna í heiminum starfi í þágu eyðingar- vopna. Það gerist á sama tíma og hungur hafi á fimm árum valdið dauða fleiri manna en öll stríð í 150 ár. Biskup segir í þetta sinn að bænarefni sé að biðja Guð að gefa sinn frið á jörð. Orð eru góð. En kirkjan hefur í ár stórt hlutverk, að fylgja orðunum eftir. Haukur Helgason ' MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. Karvel Pálmason er pirraður. Hann skrifar kjallaragrein í DV og ræðst á launastefnu Alþýðubanda- lagsins. Karvel er á móti tillögum okkar um lágmarkslaun og launa- jöfnun. Hann er argur vegna þess að við stóðum með kröfum launa- fólks á landsbyggðinni, að samn- ingarnir væru fluttir heim í héruð. Hann ræður sér ekki vegna þess að Alþýðubandalagið hefur staðið með baráttu láglaunafólksins. Þeg- ar fólkið sagði nei við boðskapnum úr Garðastræti þá stóðum við með fólkinu. Það þolir verkalýðsforing- inn illa. Þess vegna er Karvel argur og pirraður. Að villastfrá fólkinu Atburðir síðustu mánaða sýna að margir í forystu verkalýðshreyf- ingarinnar hafa villst frá fólkinu. Þeir hafa ekki skilið kröfur tímans um ný vinnubrögö og harða bar- „Karvel Pálmason fór með Guömundi J. Guðmundssyni hringferð um landið i aðdraganda kjarasamninganna. Heyrði hann ekki raddir fólks- ins?“ segir m.a. í greininni. Sambandslaus verkalýðsforingi áttu. Fólkið sættir sig ekki lengur við það siðleysi sem felst í 30.000 króna lágmarkslaunum. Karvel Pálmason fór með Guö- mundi J. Guðmundssyni hringferð um landið í aðdraganda kjara- samninganna. Heyrði hann ekki raddir fólksins? Gleymdi hann bar- áttufundinum á Akureyri? Hvatn- ingarköllunum frá Austurlandi? Var hann með tappa í eyrum á öll- um þessum fundum? Hvemig datt honum í hug að gera Garðastrætis- samning sem var í hrópandi mótsögn við þessar skýru kröfur fólksins? Hélt hann að barátta fisk- vinnslufólksins væri bara í plati? Auðvitað sagði fólkið nei þegar boðskapurinn úr Garðastræti barst heim í héruð. Kröfurnar höfðu ver- ið settar fram í fullri alvöru. Tími Kjallarinn Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins dáða. En hann brást á úrslitastund. Hann villtist í palesandersölum Garðastrætisins. Þess vegna sat hann eftir argur fyrir sunnan, skrifaði pirrarður kjallaragreinar í DV á meðan fornir félagar hans þjörmuðu að atvinnurekendum í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Þeir sýndu að hægt var að sækja meira þótt niðurstaðan á Akureyri feli ekki í sér þau lágmarkslaun sem við viljum stefna að. Karvel skeytir skapi sínu á Al- þýöubandalaginu af því hann veit að hin nýja launastefna Alþýðu- bandalagsins á mikinn hljómgrunn á vinnustöðunum. Hún er í takt við kröfur tímans. En 30.000 króna Garðastrætisgjömingurinn frá Karvel er hins vegar örlagarík mis- tök hjá sambandslausum verka- lýðsforingja. Hann er reiður út í Alþýðubandalagið En hvers vegna er Karvel Pálma- son - verkalýðsforingi á Vestfjörð- um, varaformaður Verkamanna- sambandsins og þingmaöur Alþýðuflokksins - að skeyta svona skapi sínu á Alþýðubandalaginu? Svarið felst einfaldlega í því að við höfum tekið þátt í því að afhjúpa sambandsleysi Verkalýðsforingj- ans. Við höfnuðum Garöastrætisgerð- inni. Við höfnuðum 30.000 króna lágmarkslaunum. Við höfnuðum fimmtánfóldum launamun í landinu. í staðinn setjum við fram aðra stefnu. Launastefnu Alþýðubanda- lagsins. Við viljum að þjóðin setji sér það markmið að biliö milli hæstu og lægstu launa verði bund- ið við tvöfaldan mun. Fyrsti áfanginn í þá átt fælist í því að á næstu árum verði bilið aldrei meira en fjórfalt og á hverjum vinnustað verði lægstu launin aldr- ei minni en sem nemur einum þriðja hæstu launa. Þannig yrði þróun undanfarinna ára snúiö við. í stað þess að hinir lægst launuðu séu notaðir til að lyfta hinum hærri yröu hækkanir til þeirra sem efstir eru notaðar til að lyfta lægstu laununum. Alþýðubandalagið hefur einnig lagt til að reiknuð verði út sérstök lágmarkslaunavísitala í samræmi við nauðsynlegan framfærslu- kostnað heimilanna. Náist ekki í kjarasamningum að tryggja þau lámarkslaun sem hún kveður á um þá verði sett lög um slík lágmarks- laun. Þau gætu í fyrstu orðið á bilinu 45.000-55.000 krónur. Þessi stefna Alþýðubandalagsins er skýr. Hún vísar á nýja leið út úr öngstræti Garðastrætissamn- inga. Þess vegna er Karvel argur. Kannski er reiði hans visbending um að verkalýðsforinginn kunni aö ná aftur sambandi viö fólkið í landinu. Ólafur Ragnar Grímsson „I janúar samþykkti miðstjórn Al- þýðubandalagsins stefnuályktun í kjaramálum þar sem trygging 45.000- 50.000 króna lágmarkslauna var grund- vallaratriði.“ siöleysisins var liðinn. Dagar rétt- lætis og launajafnaöar áttu aö renna upp. En á þeirri stundu brást Karvel skyldum sínum. Hann villtist frá fólkinu og sigldi upp á sker. Fólkið fór aörar leiðir. Það tók samning- ana í sínar hendur. Úr Garðastræti í Alþýðuhúsið Það hefur lengi verið þyrnir í augum launafólks að forystumenn verkalýðsfélaganna skuh árum saman hafa samþykkt að vera gest- ir atvinnurekenda í Garðastræti við samningagerðina. Þar væru atvinnurekendur á heimavelli. Launafólkið utangarðsmenn. Þess vegna vildu ýmsir innan Verka- mannasambandsins að í þetta sinn yrði neitað aö fara í Garðastrætið. Karvel og félagar vildu ekki veröa við þeim óskum. Hann sá enga aðra leið en gerast gistivinur Þórarins. Enn á ný var samið á óheillastaðn- um. Það var fyrsta visbendingin um að forystan væri að villast af leiö. Þegar samtök launafólks í öllum landshlutum höfnuðu Garðastræt- isgerningnum frá Karvel og Þór- arni þá var það eðlileg krafa að vilja fá samningana heim í héruð. Alþýöubandalagið studdi þá kröfu. Þá varð Karvel fúll. En þessi sjálfsagða krafa náði fram aö ganga. Sáttasemjari fór austur og norður. Þórarinn og Víg- lundur urðu að hitta fólkið í návígi. Alþýðuhúsið á Akureyri varð allt í einu miðstöð samninganna. Hví- Hkt tákn um nýja tíma. Nú voru furstarnir úr Garðastrætinu komnir í hlutverk gestanna. Þegar eðlilegur stéttarmetnaður launafólksins fékk að ráöa ferðinni þá reyndist hægur leikur aö flytja samningana úr Garðastrætinu og í Alþýðuhúsið. Þeir forystumenn launafólks sem um árabil hafa hampað þeirri afsökun að hvergi sé til almennilegt húsnæði til samninga nema í Garðastræti voru örugglega kindarlegir í framan þegar þeir horfðu daglega á frétta- myndir frá Alþýðuhúsinu á Akureyri. Stefna Karvels eða stefna Alþýðubandalagsins Forysta Alþýðubandalagsins hóf strax í desember fundi með fisk- vinnslufólki víða um land. Þar kom fram stuðningur við hinar réttlátu kröfur í kjaramálum. Viö vöktum síðan athygli í greinum og blaða- viðtölum á hinni sterku undiröldu og baráttukrafti sem ríkti á vinnu- stöðunum. Það væri komið að tímamótum. í janúar samþykkti miðstjórn Alþýðubandalagsins stefnuályktun í kjaramálum þar sem trygging 45. 000-50.000 króna lágmarkslauna var grundvallaratriði. Þingflokkur og framkvæmdastjórn unnu í fe- brúar að ítarlegum tillögum um launajöfnun og nýjar aðferðir til að tryggja að ekki væru borguð laun undir lágmarkslaunum. Alþýðubandalagið setti fram rót- tæka launastefnu sem var í takt við baráttukraft og vilja fólksins. En hvað gerði Karvel? Jú, hann fór um landið, hann tók við kröftugu lófa- takinu sem eggjaði forystuna til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.