Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 42
62
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988.
Sérstæö sakamál
Hálfu öðru ári eftir að tvær litlar stúlkur höfðu
fallið fyrir morðingjahendi í Vestur-Þýskalandi
var kveðinn upp dómur yfir illvirkj anum. Þar með
lauk því sakamáh sem mesta umfjöllun hefur hlot-
ið þar í landi á undanfómum árum af því lítill
vafi leikur á að það er það skelfilegasta
sem þar hefur komið upp um langan tíma.
Röö fyrir framan réttarsalinn
Það var ekki orðiö bjart af degi
þeg'ar fólk fór að mynda röð fyrir
framan réttarsalinn í Fulda. Þó var
þetta kaldur janúarmorgunn. En það
var einmitt þennan dag sem dómur-
inn skyldi kveðinn upp og þar með
lyki þessu skelfilega sakamáli sem
hafði vakið svo mikið umtal og svo
mikla skelfmgu meðal margra lands-
manna.
í ágúst1986
höfðu tvær litlar systur, Melanie
Weimar, sjö ára, og Karola Weimar,
fjögurra ára, fundist myrtar á ösku-
haugum skammt fyrir utan bæinn
Röhrigshof þar sem þær höfðu átt
heima. Frumskoðun leiddi í Ijós að.
Karola hafði verið kyrkt en systir
hennar hafði veriö kæfð. Hafði púða
verið þrýst að andliti hennar.
Ein mesta leit um áraraðir hófst eftir
likfundinn og lögreglan bauð þegar
upphæð sem svaraði til um þrjú
hundruð og fimmtíu þúsund króna
þeim sem gæti varpað einhverju ljósi
á hver bæri ábyrgð á verknaðinum.
Fjöldi samúðarkveðja barst til for-
eldranna er jarðarfórin fór fram en
Melanie og Karola Weimar voru
jarðsettar í kirkjugarðinum í Röhr-
igshof en bærinn er skammt frá
landamærum Vestur- og Austur-
Þýskalands.
Báðir foreldramir féllu nær saman
við jarðarfórina. Gefa varð Moniku
Weimar, tuttugu og átta ára, róandi
sprautu, og loks urðu ættingjar
manns hennar, Reinhards Weimar,
þijátíu og fjögurra ára, að styðja
hann út úr kirkjugarðinum.
Handtökur eftir 3 vikur
Laugardaginn 30. ágúst, er leitin
aö morðingjanum hafði staðið í þijár
vikur, ákvað lögreglan að handtaka
Moniku Weimar, móður stúlknanna.
Yfirheyrslan yfir henni stóð í tólf
stundir en á hana var borið að hún
hefði ráðið dætrum sínum bana. Hún
neitaði hins vegar sakargiftunum og
var látin laus.
Daginn eftir var maður hennar
handtekinn. Vaktiþaðekkisíðurat-
hygli í Vestur-Þýskalandi en hand-
taka konu hans daginn áður.
Er Reinhard hafði verið í vörslu
lögreglunnar í næstum heilan dag
var honum einnig sleppt:
Var nú að sjá sem rannsóknin
bæri lítinn eöa engan árangur.
Mýmörg viðtöl
Næstu daga og vikur kepptust blöð
og tímarit í Vestur-Þýskalandi við að
taka viðtöl við foreldra stúlknanna.
Stundum leið ekki dagur á milh þess
að eitthvað væri um þau sagt eða
Melanie og Karola.
Kevin Pratt var við jarðarförina. Hann er ungi maðurinn til hægri með sól
gleraugun.
eftir þeim haft. I þessum skrifum
komu fram ásakanir Moniku á hend-
ur Reinhard og Reinhards á hendur
Moniku. Sökuðu þáu hvort annaö
um að hafa myrt dætumar.
Slæmt hjónaband
Allir sem til þekktu voru á einu
máh um að hjónaband þeirra Mon-
iku og Reinharos hefði verið slæmt
nær frá upphafi og í rauninni dæmt
til að mistakast.
Þau giftu sig árið 1978. í orði
kveðnu var það heitasta ósk þeirra
að eignast böm. Melanie fæddist svo
sumarið 1979 og um vorið 1981 kom
Karola í heiminn. Á ytra borðinu
virtist aUt með felldu en undir niðri
var ýmislegt að gerast sem aðeins
fáir vissu um. Og Monika var langt
frá því að vera hamingjusöm.
Reyndar viðurkenndi hún síðar að
hafa einungis gift sig til þess að vérða
ekki einmana í lífinu. Henni heföi
hins vegar leiðst í hjónabandinu aUt
frá byijun. Reinhard, sem var sex
árum eldri en hún, haföi vart gert
annað í frístundum en horfa á sjón-
varp, sitja á krám eða spila keiluspil
með félögum sínum.
Monika fer sínar eigin leiðir
Þetta leiddi til þess, sagði Monika,
að hún fór að leita út á við. Fór hún
að sækja veitingahús án manns síns
og brátt fór hún að stunda næturlífið
í næsta bæ, Bad Hersfeld, en hann
er nokkru stærri en Röhrigshof.
Á einu af lélegri veitingahúsunum
þar kynntist hún Kevin Pratt. Hann
var tuttugu og þriggja ára, liðþjálfi í
bandaríska hernum og gegndi her-
þjónustu í bandarísku McPherson-
herstöðinni við Bad Hersfeld. Hann
varð mjög ástfanginn af Moniku.