Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988.
59
Lífstm
Hvemig varast skal...
Krossmengun
I tilefni þess að nú fara páskar í hönd
með tilheyrandi veisluhöldum í
kringum fermingarnar finnst mér
tilhlýðilegt að íjalla um nokkur þau
atriði sem vert er aö hafa í huga þeg-
ar verið er að útbúa stórar matar-
veislur. Þessum leiðbeiningum er
beint bæði til matreiðslumanna í
veislueldhúsum og einnig til þeirra
sem matreiða heima vegna þess að
sömu gætni þarf að sýna við fram-
leiðsluna hvort sem um er að ræða
matreiðslu í heimahúsi eða í veislu-
eldhúsúm. Þau atriði, sem ég ætla
að koma inn á, eru krossmengun,
þrif og hreinlæti, kæling, flutningur
og geymsla í heimahúsum.
Krossmengun
Krossmengun er hugtak sem oft er
notað yfir gerlamengun sem berst
milli matvæla. Varasamasta kross-
mengunin er sú mengun sem berst
frá hráum matvælum yfir í soðin,
steikt eða að öðru leyti tilbúin mat-
væli sem ekki fá frekari meðhöndlun
fyrir neyslu.
Það sem verður að hafa í huga til
þess að koma í veg fyrir krossmeng-
un af þessu tagi er meðal annars að
afþíðingarvökvi berist ekki yfir í til-
búin matvæli eins og t.d. kjötvörur,
sósur eða grænmeti. Mengun getur
átt sér stað t.d. frá hráum kjötvörum
sem eru að þiðna á borði við hliðina
á tilbúnum matvælum. Einnig getur
krossmengun átt sér stað með hníf-
um, tuskum, brettum og öðru sem
kemst í beina snertingu við matvælin
og notað eru viö matreiðslu mismun-
andi matvælategunda.
Þrif og hreinlæti
Til þess aö koma í veg fyrir kross-
mengun með t.d. hnífum, tuskum,
brettum og öðru sem kemst í beina
snertingu við matvælin verður að
gæta þess að hreinsa og sótthreinsa
öll þau tæki, ílát og annað sem notað
er við matreiðslu mismunandi mat-
vælategunda. Sé verið að matreiða
mismunandi matvælategundir í einu
verður að gæta þess að halda matn-
um aðskildum svo aö ekki sé hætta
á að mengun berist á milli. Þess skal
líka gætt að ekki séu notaðir sömu
hnífar t.d. til þess aö skera kjöt og
grænmeti eða til þess að skera hrátt
kjöt eða grænmeti og soðna eða til-
búna matvöru eins og t.d. skinku eða
roastbeef.
Ekki hvað síst er nauðsynlegt að
þvo og sótthreinsa hendur eins oft
og þörf er á en algengt er aö mengun
berist af höndum í matvæli. í þessu
sambandi má nefna að öll sár á hönd-
um verður að hylja þaö vel að ekki
sé hætta á að mengun geti borist úr
sárum yfir í matvælin..
Kæling
í allri matvælaframleiðslu er nauð-
synlegt að halda matvælunum við
þaö hitastig sem heppilegast þykir.
Má þar nefna frystingu, kælingu eða
geymslu matvæla fyrir ofan +60
gráður. Algengasta geymsluhitastig-
ið, sem hentar matvælum sem
matreidd eru fyrir veislur, er annað-
hvort kæling (á að geyma við 0-+4
gráður) eða hitastig í matvælunum á
að vera fyrir ofan +60 gráður.
Nauðsynlegt er aö gæta þess að öll
matvæh, sem eiga að vera köld, séu
höfð eins stutt utan kælis og hægt
er vegna þess að gerlavöxtur eykst
eftir því sem hitastigið hækkar. í
þessu sambandi er nauðsynlegt að
gæta þess að matvæh, sem soðin eru
eða steikt, séu kæld hratt með því
DY kannar verð
á páskaliljum
Föstudaginn 25. mars gerði neyt-
endasíða DV verðkönnun á páskalilj-
um.
Margar verslanir höfðu ekki fengið
páskalhjurnar til sölu en kaup-
mennirnir áttu von á þeim um
helgina. í þeim tíu verslunum, sem
verðkönnunin náði til, var verðið á
hverri páskahlju á bihnu 85-100 kr.
fyrir 1. fl. blóm.
Tvær verslanir seldu 5 stykki í
búntum, Garðshorn á kr. 395 en
Blómálfurinn á kr. 475 búntið með
greinum.
Hægt er að fá litlar páskahljur í
pottum á kr. 298 og 400 kr.
-JJ
Hollusta
og næring
Gunnar Kristinsson
að hafa þau í litlum ílátum og þess
gætt að kuldablástur leiki um alla
fleti matvælanna.
Þar sem matvæli eru höfð á borð-
um verður að gæta þess að þau séu
á tiltölulega svölum stað th þess að
hitastigið hækki ekki of hratt og of
mikið þann tíma sem þau þurfa aö
standa utan kæhs. Má í þessu sam-
bandi nefna að matvæli standa oft
6-10 klukkustundir utan kæhs með-
an á veislu stendur. Þess vegna er
mikhvægt að gæta þess að hitastigið
í matvælunum sé fyrir neðan +4
gráður áður en þau komast á neyslu-
staö.
Fylgjast verður vel með matvælum
sem framreiða á heit þannig að hita-
stig í þeim haldist fyrir ofan +60
gráður.
Flutningur
Nauðsynlegt er að gæta þess að
flutningabifreiðar viðkvæmra mat-
væla, eins og thbúinn veislumatur
er, séu þrifnar og sótthreinsaðar áð-
ur en flutningur hefst. Það er ekki
gott ef fyllstu varúðar er gætt á mat-
reiðslustað að það sé allt eyðilagt
með því að flytja matvæhn í óþrifn-
um bhum sem hafa verið í alls konar
flutningum áður. Þess vegna verða
þeir sem sjá um matvælagerðina aö
fylgjast meö þvi að bifreiðirnar séu
þrifnar og sótthreinsaðar.
Umgengni í heimahúsum
Neytendur skulu ávallt gæta þess
eftir að veislu lýkur að pakka af-
göngum í litlar einingar og setja
strax inn í kæh th þess að afgangarn-
ir kólni hratt.
Lokaorð
Ég hef hér reifað helstu atriði sem
verður að hafa í húga viö matreiðslu
matvæla sem þurfa jafnvel að standa
lengi utan kæhs. Þetta er vissulega
ekki tæmandi en ætti að gefa fólki
hugmynd um hvað það á að varast
þegar verið er að matreiða hvort
heldur um er að ræða matreiðslu í
stórum veislueldhúsum eða heima.
í stórum veislueldhúsum er nauö-
synlegt að viðhafa virkt eftirlit sem
ætlað er að vera forvarnarstarf til
þess að koma í veg fyrir hugsanlega
hættu á mengun matvælanna. For-
varnarstarfið er mikhvægast vegna
þess að of seint er að ætla sér að fylgj-
ast með hvort matvæhn eru í lagi
með því að taka gerlasýni af lokaaf-
urðinni því að niðurstöður slíkra
rannsókna koma ekki fyrr en löngu
eftir að matvælanna hefur verið
neytt. Þá er hka orðið of seint að
grípa í taumana. Forvamarstarfið á
að vera þannig að unnt sé að grípa
inn í ef eitthvaö fer úrskeiöis til þess
að draga úr hættu á að menguð mat-
væli fari út úr vinnslunni.
1 stk.
120n
Verðá Páskaliljum
Verölœkkun vegna tollabreytinga!
Filmur, vídeóspólur, rafhlöður, sýningarvélar, þrífætur, flöss og stækkarar. Nokkur dæmi:
Filma: GB 135-36
Nú kr: 350,-
Áður kr: 430,-
Rafhlaða: KAA XTRALIFE
Nú kr: 45,-
Áður kr: 70,-
Þrífótur: Bilora 75-1
Nú kr: 3.100,-
Áður kr: 3.990,-
Sjónauki: 8x21
Nú kr: 3.200,-
Áður kr: 4.770,-
Flass: B24A
Nú kr: 2.800,-
Áður kr: 4.220,-
Stækkari: Axomat 5
Nú kr: 6.600,-
Áður kr: 9.360,-
Sýningarvél: Ennamat AF
Nú kr: 8.700,-
Áður kr: 11.300,-
Æ
HflNS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI 4 GLÆSIBÆ AUSTURVERI.
KRINGLUNNI