Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. ^UB BUR'^ Ö.S. umsosiÐ Skemmuvegi 22 Kópavogi Simi 73287 Varahlutir - sérpantanir í alla bíla frá U.S.A., Evrópu og Japan Opnunartími sýningardagana Skírdagur 31.mars Kl. 16-22 Föstud.langi l.apríl Kl. 16-22 Laugard. 2. apríl Kl. 14-22 Páskad. 3. apríl Kl. 16-22 Annarpáskad. 4. apríl Kl. 14-22 Miðaverð aðeins kr. 300.- Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd fullorðinna. Flest I athygliveróustu farartœki landsmanna eru saman komin á einni glœsilegustu bílasýningu Kvartmíluklúbbsins til þessa í Kolaportinu um páskahelgina. Tugir bíla sem aldrei hafa verió sýndir hérlendis áóur. Margar geróir fjórhjóla, jeppar, mótorhjól, sérsmíóaóir kvartmílubílar, rallbílar, antikbílar og ýmis furóufarartœki sem öll fjölskyldan hefur gaman af aösjá. Tilkomumiklar myndasýningar alla dagana af kvartmílukeppnum í Bandaríkjunum og víóar, veitingasala og frítt kaffi fyrir alla. Þér býöst aö taka þátt í kosningu fallegasta, verklegasta og athygliveröasta kvartmílubílsins ásamt kosningu um glœsilegasta mótorhjóliö og fornbílinn. Fréttir Frá sóknarnefndarfundi. Gunnlaugur Jónasson, formaður sóknarnefndar, í ræðustóli. ' ísafjörður: Á valdi aðalsafn- aðarfundar að ákveða kirkjulóð agmjón J. agurðsson, DV, ísafirði: Almennur safnaðarfundur var haldinn í ísaijarðarsókn sunnudag- inn 20. mars sl. í kapellunni á Sal Menntaskólasn. Á fundinum gaf sóknarnefnd skýrslu um störf sín að undirbúningi kirkjubyggingar og leitaði hún jafnframt eftir áliti safn- aðarins á þeim tillögum sem fram hafa komið um lóð fyrir nýja kirkju. í upphafi fundar var dreift tillögu sóknarnefndar að ályktun sem leggja skyldi fyrir fundinn. Tillagan var tvíþætt. Fyst var gengið til atkvæða um fyrri lið tillögunnar. í honum gerði sóknarnefnd það að tillögu sinni að horfiö yrði frá frekari athug- un á gömlu kirkjulóðinni. Sú tillaga var samþykkt með 47 atkvæðum gegn 14. Einn seðill var ógildur. Seinni liöur tillögunnar fól það í sér að kosið yrði á milli gamla bæjar- hólsins fyrir ofan kirkjugarðinn og uppfyllingarinnar hinum megin Hafnarstrætis. Fundarmenn skiptust í tvær fylk- ingar í afstöðu sinni til þessara lóða. Gamli bæjarhóllinn fékk atkvæði 26 fundarmanna en uppfyllingin fyrir meðan nýja sjúkrahúsið fékk 33 at- kvæði fundarmanna. Fjórir seðlar voru auðir. Rétt er að taka fram að þó að þess- ar tillögur hafi verið samþykktar á fundinum þá er ekki búið að taka neina bindandi ákvörðun. Það er á valdi aðalsafnaðarfundar að gera það. Sá fundur verður væntanlega haldinn með vorinu. ísafjörður: Útisundlaug fyrir 9 milljónir? Sguijón J. Sgurtœon, DV, feafiiói: Síöasfiiðinn fimmtudag var haldinn fundur sem ákveðnir að- par innan sunddeildar Vestra á ísafirði stóðu fyrir. Til fundarins var sérstaklega boðaö vegna komu tveggja manna, þeirra Guöfinns Ólafssonar og Guð- mundar Harðarsonar, forsvars- manna fyrirtækisins íslaug hf., sem fiytur til landsins ítalskar fjöldaframleiddar sundlaugar. Mikill áhugi er á því innan sunddeiidarinnar aö sem fyrst veröi sett upp lögleg keppnislaug, þ.e. 25 raetra laug, á ísafirði. Þær laugar, sem þeir félagar eru með umboð fyrir, þykja afar hentugar og eru tUtölulega ódýrar vegna þess að þær eru geröar úr eining- um sem eru fjöldaframleiddar. Ef farið yrði út í það að setja upp laug af þessari gerð hér á ísafirði þyrfti aðeins að steypa plötu undir botn laugarinnar. Laugin sjálf er úr galvaniseruðu stáli sem síðan er húðað með sinki til þess að fyrirbyggja ryð á samskeytum. Lauslega áætlað verð 25 metra langrar og 12,5 metra breiðrar laugar er 6,5 miUjónir króna. Heildarkostnaður með allri und- irbúningsvinnu er áætlaður um 9 milfjónir króna. Miklar og líflegar umræður voru á fundinum. Hugsanlegir möguleikar á framtíðarskipulagi sundmannvirkja á ísafirði eru í athugun um þessar mundir og er ekki aö efa að þessi tegund lauga verður skoðuð vandlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.