Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 45
r MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. Afmæli Sigríður Svanlaug Heiðberg Sigríður Svanlaug Heiðberg hús- móðir, Laufásvegi 2A, Reykjavík, er fimmtug í dag. Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk námi frá Húsmæöra- skóla Reykjavíkur 1959 og prófi aðstoðarmanns lyíjafræðings 1965 en hóf störf hjá Heildverslun Stef- áns Thorarensen hf. 1959 og starf- aði þar til 1980. Sigríöur hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum. Hún hefur verið virkur félagi í AA-samtökunum sl. tíu ár, setiö í stjóm félagssamtak- anna Vernd og í stjórn félágssam- taka aðstandenda Alzheimer-sjúkl- inga. Sigríður hefur starfaö sem þúsmóðir sl. ár og annast móður sína í veikindum henriar. Sigríður kvæntist 5.6. 1965 fyrri manni sínum, Kjartani Hjartar- syni, vélstjóra í Reykjavík, en hann er sonur hjónanna Margrétar Run- ólfsdóttur og Hjartar Jónssonar b. að Melavöllum í Reykjavík. Síðari maður Sigríðar er Einar Jónson verktaki, f. að Vestri- Garðsauka í Hvolhreppi, en þau giftu sig 30.3. 1983. Einar er sonur hjónanna Sóleyjar Magnúsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð og Jóns Einarssonar b. að Vestri- Garðsauka. Sigríður var einkadóttir foreldra sinna en bræður hennar vom Jós- ep Ragnar, kvæntur Valburg Altman hjúkrunarkonu; Andri Öm, vélsmiður og þyrluflugmaður, kvæntur Elínu Högnadóttur hús- móður; Jón Þorvalds, sem lést í bemsku; og Eyþór framkvæmda- stjóri, kvæntur Kristu Altman hjúkranarkonu. > Foreldrar Sigríðar: Hjónin Þórey Eyþórsdóttir húsfrú og Jón Heið- berg, stórkaupmaður í Reykjavík. Föðurforeldrar Sigríðar voru hjónin Jósefína Ólafsdóttir og Jón Jónsson b. að Heiði í Gönguskörð- um í Skagafirði. Móðurforeldrar Sigriður Svanlaug Heiðberg. Sigríðar voru hjónin Jónína Guör- ún Jónsdóttir og Eyþór Einarsson ( en þau bjuggu að Mel og Svaríhóli í Hraunhreppi á Mýram. Sigríður heldur nú upp á afmælið í hópi vina sinna og frænda. Nanna Þórðardóttir Nanna Þórðardóttir húsmóðir, Búðavegi 10A, Fáskrúðsfírði, er sjötíu og fimm ára laugardaginn 2. apríl. Nanna fæddist á Kambahrauni í Bæ í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp til tíu ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Fáskrúösíjarðar. Hún fór þar snemma að stunda fiskvinnu en fór seinna í'vist til Vestmannaeyja þar sem hún var á heimili Danska- Péturs en síðan á heimili þeirra hjóna, Guðmundar Péturssonar útgerðarmanns og Sigurlaugar Kristjánsdóttur. Nanna fór svo aftur austur á Fá- skrúðssíjörö 1937 og gifti sig þá um haustið Bergkvist, sem lengst af var skipstjóri og útgerðarmaður, f. 15.9. 1903, d. 5.6. 1986. Hann var sonur Stefáns Þorsteinssonar, hreppstjóra á Fáskrúðsfirði, og konu hans, Jónínu Gísladóttur. Nanna hefur lengi starfaö ötul- lega að félagsmálum. Hún starfaði í bindindisfélögum á sínum yngri árum, var forstöðukona fyrir Kvenfélaginu Keðjunni í tuttugu ár, var einn af stofnendum Slysa- varnafélagsins á Fáskrúðsfirði og sat í hreppsnefnd Búðahrepps um skeið. Nanna og Bergkvist eignuðust einn son og þrjár dætur. Þau eru: Jón Baldvin, skipstjóri og útgerð- armaður á Fáskrúðsfirði, f. 16.10. 1938; Guðríður Karen, húsmóðir á Fáskrúðsfirði, f. 22.9.1940, gift Jóni Guðmundssyni togarasjómanni, en þau eiga saman fimm börn og Guð- ríður átti eina dóttur fyrir; Rann- veig Ragna, húsmóðir á Fáskrúðs- firði, f. 26.6. 1942, gift Erlendi Jóhannessyni skipstjóra, en þau eiga þrjá syni á lífi; Bergþóra, hús- móðir og umboðsmaður Happ- drættis H.í. og Branabótafélags íslands á Fáskrúðsfirði, f. 4.3.1951, gift Tryggva Karelssyni bankabók- ara, þau eiga saman tvær dætur og Bergþóra átti fyrir einn son. Bróðir Nönnu er Gunnar Lúðvík Þórðarson vélstjóri, f. 2.10. 1910, kvæntur Guðlaugu Einarsdóttur, þau eignuöust tvö böm. Nanna Þórðardóttir. Foreldrar Nönnu voru Þórður Jónsson og Rannveig Einarsdóttir. Þórður var sonur Jóns b. á Felli í Suðursveit Þorsteinssonar og konu hans, Steinunnar Jónsdóttur en Jón var bróðir Steins, föðurafa þeirra bræðra Benedikts, Steinþórs og meistara Þórbergs Þórðarsona. Móðurforeldrar Nönnu voru Einar b. að Þorgeirsstöðum í Lóni, Sig- urðsson og Katrín Sigurðardóttir. Sigurþór Þorgilsson Sigurþór Þorgilsson framkvæmda- stjóri, Skriðustekk 8, Reykjavik, er sextugur í dag. Hann fæddist í Bol- ungarvík og ólst þar upp í foreldra- húsum. Sigurþór lauk kennaraprófi frá K.í. 1949, stundaöi nám við Dan- marks Lærerhöjskole 1959-60 og við Stockholms Lararhögskola 1964-65. Hann hóf kennslu við Miðbæjar- skólann í Reykjavík 1949 og kenndi þar meðan skólinn starfaði, til 1972, en síðan við Breiðholtsskóla til 1975. Jafnframt starfaði hann í fjölda ára á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur sem leiðbeinandi kennara í kennslufræðum og kennsluaðferðum. Árið 1975 hóf Sigurþór starf hjá nýstofnuðu fyrirtæki sem annaðist innflutning á aflvélum í skip og markaðssetningu islenskra sjávar- afurða en þremur árum síðar stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Skinnu sf., sem annast dreifmgu íslenskra sjávarafurða einkum hér innanlands. Kona Sigurþórs er Jónína, f. 23.5. 1930, dóttir Jóhanns Garibaldason- ar, verkstjóra hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins, og konu hans, Önnu Gunnlaugsdóttur. Sigurþór og Jónína eiga fimm börn. Þau eru: Þorgils, f. 21.4.1950, vélvirki á Akranési og starfsmaður Járnblendiverksmiðj unnnar, kvæntur Eygló Tómasdóttur; Anna, f. 2.8. 1951, húsmóðir og sjúkraliði í Óðinsvéum í Dan- mörku, gift Anders Rosager tann- smið; Þóra, f. 25.5. 1954, húsmóðir og skrifstofustúlká í Reykjavík, gift Helga Snorrasyni verslunarmanni; Ársæll, f. 1.2. 1957, fiskeldisfræð- ingur og starfsmaður hjá Atlants- laxi, kvæntur Þórhildi Eggerts- dóttur skrifstofustúlkú; og Jóhann, f. 22.2.1965, raftækninemi en unn- usta hans er Bylgja Valtýsdóttir. Sigurþór og Jónína eiga níu barna- börn. Foreldrar Sigurþórs era bæði lát- in en þau voru Þorgils Guðmunds- son, f. 7.4. 1898, Sjómaður og Sigurþór Þorgilsson. verkamaöur í Bolungarvík, og kona hans Katrín Sigurðardóttir, f. 30.12. 1895. Föðurforeldrar Sigurþórs voru Guðmundur Þorgilsson, sjómaður í Bolungarvík, og kona hans, Sigur- laug Hjaltadóttir. Móðurforeldrar Sigurþórs voru Sigurður Sigurðs- son, b. i Skaftártungum, og síðar í Mýrdal, og Þórann Hjálmarsdóttir ljósmóðir. Tíl hamingju með morgundaginn 80 ára Þórhildur Steingrímsdóttir, Hrafna- gilsstræti 6, Akureyri, verður áttræð á morgun. Ingvar R. Ingvarsson, Hvítárbakka, Biskupstungnahreppi, verður sjötugur á morgun. 50 ára 75 ára Kjartan Guðjónsson, Háeyrarvegi 1, Eyrarbakka, verður sjötiu og fimm ára á morgun. Erla Sigurbjörnsdóttir, Akraseli 30, Reykjavík, verður fimmtug á morgun. Unnur Þórðardóttir, Nestúni 2, Rang- árvallahreppi, verður fimmtug á morgun. 40 ára 70 ára Þórarinn Helgason, Miðhúsi II, Gnúp- veijahreppi, verður sjötugur á morgun. Sigurður Þórir Sigurðsson, Hraunbæ 56, Reykjavík, verður fertugur á morg- un'. Lárus Jón Karlsson, Stigahlíð 18, Reykjavík, verður fertugur á morgun. Kristjón J. Karlsson, Blikanesi 29, Garðabæ, verður fertugur á morgun. Guðrún Bjarnadóttir, Ásbúð 36, Garðabæ, verður fertug á morgun. Maria Jónsdóttir, Faxatúni 22, Garðabæ, verður fertug á morgun. Magnhildur Halldórsdóttir, Hraun- brún 41, Hafnarfirði, verður fertug á morgun. Gerður Jóhannsdóttir, Dalsgarði 1, Mosfellsbæ, verður fertug á morgun. Sigriður Ólafsdóttir, Þórunnarstræti 131, Akureyri, verður fertug á morgun. Bjarni Þór Einarsson, Laugarbrekku 12, Húsavík, verður fertugur á morgun. Halldóra Jónsdóttir, Grímshúsum, Aðaldælahreppi, verður fertug á morg- un. Ástgeir Ingólfsson, Engjavegi 85, Sel- fossi, verður fertugur á morgun. Ragnar Bjömsson Ragnar Björnsson, fyrrv. mat- sveinn, nú umsjónarmaður Víði- staðaskóla, til heimilis að Hringbraut 33, Hafnarfirði, er sjö- tugur í dag. Ragnar ólst upp á Vopnafirði, einn af átta sonum Bjöms Jó- hannssonar, skólastjóra á Vopnaf- irði, og konu hans, Onnu Magnúsdóttur. Ragnar byrjaði ungur til sjós en hann hefur lengst af verið mat- sveinn á ýmsum bátum og skipum og þá einkum hjá Hafskip síðustu árin. Hann tekur á móti gestum í húsi Iðnaðarmannafélagsins við Linnet- stíg í Hafnarfirði eftir klukkan 20:00 á afmælisdaginn. Ragnar Björnsson. ÁsgeirTorfason, hundrað ára Ásgeir Torfason stýrimaður, Há- vallagötu 15, Reykjavík, verður hundrað ára á laugardaginn. . Ásgeir fæddist að Eyjum í Kald- rananeshreppi í Strandasýslu. Hann fór ungur að stunda sjóinn, reri sem drengur á opnum bátum og fór m.a. tólf ára að aldri í há- karlalegu. Hann hóf reglubundna sjósókn sextán ára á árabátum og litlum vélbátum við ísafjaröardjúp, lauk stýrimannsprófi á Akureyri 1923 og öðlaðist skipstjórnarrétt- indi 1925. Ásgeir var svo stýrimaður á vél- bátunum Voninni, Stellu og Mjölni frá Akureyri til 1925 en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann var m.a. á togaranum Austra frá Viðey, Draupni og Barða frá Reykjavík og um tíma á flutningaskipinu Asta frá Færeyjum. Ásgeir varð félagi í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur árið 1925 og starfaði þar ötullega að félagsmál- um í fjöldamörg ár. Hann sat m.a. fjöldamörg þing Alþýðusambands íslands sem fulltrúi Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Einnig átti hann sæti í fulltrúaráði Sjómannadags- ins í mörg ár og var sæmdur heiðursmerki Sjómannafélags Reykjavíkur árið 1980. Eiginkona Ásgeirs var Þorbjörg Ásgeir Torfason. Emarsdóttir, ættuð undan Eyja- fjöllum, en hún lést árið 1962. Ásgeir á þrjú systkini á lífi. Þau eru: Eymundur, f. 1897; Torfliildur, f. 1904; og Guðbjörg, f. 1906, en þau eru öll búsett á ísafirði. Foreldrar Ásgeirs vora hjónin Anna Bjarnadóttir og Torfi Björns- son. Ásgeir býr á heimili fósturdóttur sinnar, Gyöu Jónsdóttur, og manns hennar, Sigurðar Jónssonar yfir- vélstjóra, og sona þeirra, Ásgeirs og Jóns Viðars, að Hávallagötu 15 í Reykjavík. Einar Sveinsson Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvá, BaKkaflöt 10, Garðabæ, verður fertugur á páska- dag. Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968. Kona Einars er Birna Hrólfsdótt- ir, f. 4. febrúar 1948. Foreldrar hennar era Hrólfur Benediktsson, prentsmiðjustjóri og eigandi Off- setprents í Reykjavík, en hann er látinn, og kona hans, Ásta Guð- mundsdóttir. Einar og Birna eiga þrjú börn, Ástu, f. 1971, Hrólf, f. 1974, og Bene- dikt, f. 1981. Systkini Einars eru Benedikt, f. 1938, hrl. í Reykjavík, kvæntur Guðríði Jónsdóttur, en þau eiga þrjú börn og búa í Garðabæ; Ingi- mundur, f. 1942, arkitekt í Reykja- vík, kvæntur Sigríði Arnbjarnard- óttur, en þau eiga þrjú börn; Guðrún, f. 1944, lögfræðinemi, býr á Seltjarnarnesi, gift Jóni B. Stef- ánssyni verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Einars: Sveinn Bene- diktsson, framkvæmdastjóri í Rvík, og kona hans, Helga Ingi- mundardóttir. Föðursystkini Einars: Pétur alþingismaður, Bjarni forsætisráðherra, Kristjana, kona Lárusar Blöndal bókavarðar, Ragnheiður, Guðrún, kona Jó- hannesar Zoega hitaveitustjóra, og Olöf, kona Páls Björnssonar hafn- sögumanns. Helga var dóttir Ingimundar, b. á Kaldárholti í Holt- um, Benediktssonar, ráðsmanns á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Diðriks- Einar Sveinsson. sonar. b. á Skeggjastöðum, bróður Sveins, afa Einars Benediktssonar skálds. Diðrik var sonur Benedikts, prests í Hraungerði, Sveinssonar. Móðir Benedikts var Anna, systir Jóns Eiríkssonar konferensráðs. Móðir Ingimundar var Kristín Þórðardóttir af Víkingslækjarætt- inni, systir Guðlaugar, móður Jóns Ólafssonar bankastjóra og lang- amma Sigríðar, ömmu Hannesar Hlífars Stefánssonar, heimsmeist- ara sveina í skák. Móðir Helgu var Ingveldur Einarsdóttir, b. á Hæh, Gestssonar, afa Steinþórs á HæU. Móðir Helgu var Steinunn, systir Guðrúnar, langömmu Ingibjargar, móður Davíðs Oddssonar. Stein- unn var dóttir Vigfúsar Thorarens- en, sýslumanns á Borðeyri. Móðir Vigfúsar var Guðrún Vigfúsdóttir, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, Þórarinssonar og konu hans, Steinunnar Bjamadóttur land- læknis Pálssonar. (-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.