Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 52
F R 'TTASKOTIÐ
T T
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið f hverri viku greiöast 5.000 krón-
þá I sfma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstióm - Augilýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Mjólkurfræð-
ingar sömdu
í gærkveldi
Eftir rúmlega 30 klukkustunda
samningafund hjá sáttasemjara
skrifuðu mjólkurfræðingar og við-
semjendur þeirra undir nýja kjara-
samninga undir miðnætti í
gærkveldi. Fundurinn hófst klukkan
14.00 á mánudaginn.
Geir Jónsson, formaður Mjólkur-
fræðingafélagsins, staðfesti í samtali
við DV í gær að samningamir væru
að mestu samhljóða samningunum
sem Iðja gerði á dögunum nema hvað
í þeim eru að sjálfsögðu sérákvæði
sem snerta mjóíkurfræðinga eina.
Eftir þessa samninga er ljóst að
engin truflun verður á framleiðslu
mjólkur og mjólkurafurða fyrir
páskana en svo hefði orðið ef mjólk-
urfræðingar ynnu ekki yfirvinnu en
það höfðu þeir ekki gert upp á síð-
kastið.
, -S.dór
Átta félög hafa
samþykkt Akur-
eyrarsamningana
» Nú þegar hafa átta verkalýðsfélög
samþykkt Akureyrarsamningana en
ekkert félag hefur fellt þá til þessa.
Þau félög sem hafa samþykkt
samningana eru: Þór á Selfossi, 22:12,
Boðinn, Þorlákshöfn, 21:3, Báran,
Eyrarbakka; 17:1, Víkingur, Vík í
Mýrdal, 8:0, Rangæingur, Hellu, 28:3,
Framsókn, Reykjavík, 115:8, Fram-
tíðin, Hafnarfirði, 50:24, og verka-
lýðsfélagið á Kópaskeri, 17:1.
Önnur félög munu ætla að taka sér
tíma fram yfir páska með að funda
um samningana en verkalýðsfélögin
hafa frest til 12. apríl aö afgreiða þá.
-S.dór
DV kemur næst út þriðjudaginn
5. apríl. Smáauglýsingadeildin er
opin til kl. 18 í kvöld og á annan
í páskum kl. 18-22. Síminn er
27022.
Gleðilega páska
Bílstjórarnir
aðstoða
SfTlDI BiLRS TÖ ÐITl
LOKI
Ekki er að sökum að spyrja
- Hallur var ekki í peysunni!
Skýrsla um skreiðarviðskiptin komin:
Skuldimar meiri
en ætlað var, eða
á annan milljarð
- talið hæpið að stór hlirti þessarar skuldar fáist greiddur
Að kröfu Steingríms Hermanns- arð króna. Þar er hlutur eins Á sínum tíma var geymd önnur
sonar utanrikisráðherra skipaöi útílytjanda rúmlega 600 mifijónir ávísun upp á hærri upphæð til
Þorsteinn Pálsson forsætisráð- króna. Stór hlutur þeirrar skuldar ræðismannsins í sendiráðinu í
herra nefnd til að rannsaka skreið- fæst ekki greiddur þar sem skreið- London, ef meö þyrfti, en ræðis-
arviðskipti íslenskra aðila við in var flutt ólöglega inn til Nígeríu maðurinn fékk hana aldrei í
Nígeríumenn. Þetta gerðist eftir að þegar bannað var að flytja skreið hendur.
upplýst var í DV og fleiri fjölmiðl- til landsins sökum gjaldeyris- Margir skreiðarframleiðendur
um að skuldir Nígeríumanna við skorts. hér á landi, sem lentu í þessum
íslendinga næmu hundruðum Hluti af skuldabréfunum, sem viðskiptum,eruþegarorðnirgjald-
miUjóna og megnið af skuldunum menn standa uppi með, mun verða þrota og fleiri munu verða það
væri í verðlausum eða verðUtlum greiddur en vegna gengisfaUs vegna þessa máls. Viðskiptabank-
skuldabréfum. gjaldmiðils Nígeríu verður það arnir, einkum Landsbankinn,
Þessi skreiðarnefhd hefur nú ekki nema þriðjungur eða jafnvel munulíkatapaféáviðskiptunum.
skflað skýrslu um málið en henni fjórðungur verðmætisins sem Eins og skýrt var frá í DV í fyrra-
er haldið leyndri. Samkvæmt kemst til skUa. haust situr Landsbankinn uppi
heimUdumDVerniðurstaðahenn- Þá er ljóst að þau 360 þúsund með skuldabréf frá Nígeríu fyrir
ar verri en búist var við. Talaö var sterlingspund, sem Ikense, ræðis- nokkur hundruð miUjónir en menn
um að skuldir Nígeríumanna væru maöur íslands í Nígeríu, fékk tfl greinir á um hve mikið af þeim
600 tU 800 milljónur króna en nú að liðka fyrir skreiðarsölunni en muni fást greitt.
er taUð að þær séu á annan mUlj- mistókst, verða ekki endurgreidd. -S.dór
Hér takast þeir í hendur áður en sest er að tafli, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og Haliur Hallsson, frétta-
maður á Sjónvarpinu, en þeir eru með kunnari skákáhugamönnum sjónvarpsstöðvanna. Páll virðist ætla að beita
Kortsnoj-afbrigðinu á Hall og svæla framan í hann en Hallur virðist ekki láta það á sig fá. Sjónvarpsstöðvarnar
mættust i óformlegri hraðskákkeppni i Háskólabíói í gær og var teflt á fjórum borðum. Mótið var opnunaratriði
íþróttahátíðar Orators, félags laganema. Stöð 2 sigraði í keppninni, fékk 6 vinninga en Sjónvarpið 2. Þess má geta
að Páll lagði Hall í báðum skákunum. DV-mynd Brynjar Gauti
Veðrið á morgun:
Norðaustan-
átt og kaldi
Á morgun verður norðan- og
noröaustanátt, vlðast kaldi eða
stinningskaldi. Rigning verður á
Suðausturlandi en slydda á Aust-
fjörðum. Við norðurströndina er
búist við snjókomu eða éljum en
víða sæmilega björtu veðri á
Vestur- og Suðvesturlandi. Hiti
verður yfirleitt um eða rétt yfir
frostmarki að deginum en nætur-
frost 2 til 6 stig.
Páskaveðrið:
Búist við blíðu
seinnipart
helgar
Veðurhorfur um páskahelgina eru
nokkuð góðar fyrir allt landiö sam-
kvæmt spá Veðurstofunnar og mun
veður fara batnandi þegar liður á
páskana. Á laugardag og páskadag
virðist veðrið ætla að verða hið
ákjósanlegasta til allrar útiveru.
Á skírdag og fóstudaginn langa er
búist við norðan- og norðaustanátt á
landinu, viðast stinningskalda eða
allhvössum vindi. Snjókoma eða él
verða um norðanvert landiö en þurrt
og víða léttskýjað syðra. Hiti verður
um eða rétt yfir frostmarki að degin-
um en næturfrost 2-6 stig.
Á laugardag og páskadag er gert
ráð fyrir mup betra veðri. Þurrt og
bjart verður um mestallt land,
breytileg átt og víðast hvar hægur
vindur.
Færð er nú góð um allt land sam-
kvæmt upplýsingum frá vegaeftirlit-
inu. Yfir páskahelgina verða helstu
akstursleiðir mokaðar a skírdag,
laugardag og annan í páskum. -JBj
Skíðastaðir
opnir alia
páskahelgina
Allir helstu skiðastaðir landsins
verða opnir alla daga páskahelgar-
innar og eru þá bæði föstudagurinn
langi og páskadagur meðtaldir. Sam-
kvæmt spá yeðurstofunnar mun
víðast hvar viðra vel fyrir skíðafólk,
sérstaklega á laugardag og páskadag.
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður
opið alla dagana frá ld. 10-18. Skíða-
kennsla verður að venju á svæðinu
auk þess sem áhersla veröur lögð á
góðar göngubrautir ef veður leyfir.
í Skálafelli verður opið alla dagana
frá kl. 10-18. Skíðakennsla verður á
svæðinu auk þess sem byriendamót
fyrir 12 ára og yngri fer fram um
helgina. Allir krakkar, sem ekki hafa
tekið þátt í skíðamóti áður, geta ver-
ið með.
Á skíðasvæðinu á ísafirði veröur
opið frá kl. 9-18 alla daga páskahelg-
arinnar.
í Hlíðarfjalli verður opið alla dag-
ana frá kl. 10-18. Á páskadag kl. 14
fer þar fram árlegt Flugleiðatrimm
þar sem gönguskíðamenn ganga sér
til skemmtunar en ailir geta unniö
til veglegra verðlauna óháð hversu
góðir þeir eru í íþróttinni. Áður en
trimmið hefst fer fram guðsþjónusta
í Hlíðarfjalli. Guðsþjónustan hefst kl.
12. Þá fer fram skíöamót á laugardag.
í Oddsskarði verður skíöasvæði
opið frá kl. 10.30-18 alla daga páska-
helgarinnar. Meistaramót Austur-
lands fer fram í Oddsskarði á
laugardag og sunnudag. -JBj
Skákmótið í Oakham:
ÞrosturogJón
L. töpuðu
Það gekk illa hjá íslendingunum í
2. umferð skákmótsins í Oakham í
Englandi. Jón L. Árnason tapaði fyr-
ir alþjóðlega meistaranum Baunnia
frá V-Þýskalandi og Þröstur Þór-
hallsson tapaði fyrir stórmeistaran-
um Sokolov frá Júgóslavíu. Hannes
Hlífar gerði hins vegar jafntefli viö
Baiuliscu frá Rúmeníu. íslending-
arnir eru því allir með einn vinning
eftir 2 umferðir. -SM J