Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 16
lff'
MIÐ VIKUDAGUR1 30.' MáRS'M8.
Spumingin
Hvað verður í matinn hjá
þér á páskadag?
Dóra Kjartansdóttir: Humarsúpa í
forrétt, hamborgarhryggur með
rauðvínssósu í aðalrétt, í eftirrétt er
heimatilbúinn ís og kaffi og koníak.
Benedikt Benediktsson: Ég er ekki
búinn að ákveða það, æth það veröi
ekki nautasteik.
Kristjana Árnadóttir: Ætli það verði
ekki hamborgarhryggur.
Brynhildur Sigursteinsdóttir: Ég er
að hugsa um að hafa svínabógsteik.
Ágústa Ágústsdóttir: Svínakjöt og
heimatilbúinn ís á eftir.
Bjarni Þórólfsson: Ég veit ekki hvað
það verður, en örugglega eitthvað
ljúffengt.
Lesendur
Lög til að brjóta?
•.......................................................................................................................................... .
Bréfritari telur lögin um skyldunotkun Ijósa og sætisbelta, áfengislög og
útvarpslög meingölluð og afli Alþingi ekki þeirrar virðingar sem það leitar
eftir.
Árni Kristinsson skrifar:
í kjallaragrein, sem birtist í DV
hinn 25. mars, eftir Bergstein Jóns-
son um ljósaskyldu á bifreiðum og
Lögboðið áreiti, eins og greinin heit-
ir, er að íinna margt af því sem menn
myndu sjálfir vilja sagt hafa. Hins
vegar er það ekki nema lítill hluti
fólks sem hefur slg upp í það, eins
og sagt er, að senda blöðum greinar
eða lesendabréf. Ég er einn í þeim
stóra hópi sem hef látið þetta undir
höfuð leggjast, þar til nú.
f nefndri grein Bergsteins lætur
hann að því liggja, og raunar segir
fullum fetum, að þessi þjóð búi við
uppeldisskort og daglegur umgangur
margra hér á landi sé slíkur að varla
finnist samjöfnuður nema í ömurleg-
um hverfum borga þriðja heimsins.
- Þetta er alveg hárrétt hjá mannin-
um og það þarf enginn að móðgast
vegna þessa sannleika.
Og það er einmitt vegna þessa upp-
eldisskorts að hér er hægt að ganga
á fólki með lagasetningum eins og
þeim sem snúa að ökuljósaskyldu á
bílum hvernig sem á stendur, jafnvel
yfir bjartasta sumartímann! Ef fólk
væri aæmilega uppalið og væru
kenndar umgengnisreglur siðaðra
þjóða væri hér allt annað viðhorf til
sambýlis- og þjóðmála en nú er.
Ég vil nefna þrenn lög, sem Alþingi
hefur fjallaö um og látið frá sér fara,
lög sem eru svo gjörsneydd tillits-
semi og ganga svo þvert á siðgæðis-
vitund fólks að fólk telur aö þeim
(lögunum) sé stefnt sérstaklega gegn
sér að óþörfu og þess vegna séu þau
ekki nema til að brjóta, þegar svo
býður við að horfa.
Hér á ég í fyrsta lagi við svokölluð
„áfengislög" sem skipta fólki í
landinu í tvær stéttir, þá sem má
kaupa áfengt öl - ef að hún fer í sigl-
irfgu til útlanda - og hina sem ekki
hefur tækifæri til þess. í öðru lagi
svokölluð „umferðarlög“ sem einnig
skipta fólki í tvo hópa, þann sem
ekki þarf að nota sætisólar (leigubíl-
stjóra eða atvinnubílstjóra, báðar
stéttir eða aðra, veit aldrei hvort eða
hvað er uppi á teningnum í því efni)
og hinn sem er skyldugur að nota
þessi belti! Einnig skyldan um ljósa-
notktun sem brýtur í bága við allar
fyrri hefðir og gerir nýju umferðar-
lögin að rökleysu. í þriðja lagi
svokölluð útvarpslög þar sem fólk,
sem ekki vill sjá eða heyra það sem
Ríkisútvarpið býður, er skyldað til
að greiða fyrir þá þjónustu engu að
síður! Allar þessar þrjár laganefnur
geta ekki talist lög heldur ólög og því
er það að þau verða ávallt umdeild,
svo lengi sem þeim verður ekki
breytt. Það situr ekki á Alþingi sem
stofnun að leita eftir virðingu þjóðar-
innar meðan það afgreiðir frá sér svo
meingallaða lagabálka á borð við þá
sem hér er drepið á.
Frábær Mána-
klúbbur
Páll hringdi: café.
Okkur hjónunum kom svo sannar- í matsal Mánaklúbbsins er þægileg
lega á óvart þegar við fórum eitt „dinner“-tónlist og þarna er algjör-
kvöldið í Mánaklúbbinn í Þórscafé lega hljóðeinangrað frá skarkala úr
hve huggulegt þar allt er og þjónust- öðrum salarkynnum. En á meðan á
an frábærlega góð. máltíð stendur er hægt að standa upp
Við höfum ferðast mikið erlendis frá borðum og taka nokkur dansspor
og komið á marga þekkta staði, bæði og síðan í þægilegheitin aftur.
matstaði og dansstaði, en viö höfum Sem sé staður sem kemur verulega
hvergi rekist á eins smekklegan og á óvart aö öllu leyti. Umhverfi, matur
„cosy“ stað og Mánaklúbbinn í Þórs- og þjónusta á heimssmælikvaröa.
Hringið í síma 27022 millikl. 13 og 15, eðaskrifið.
Hjá þeim eru götuljósin tölvustýrð, hjá okkur handstýrð -
stundum.
Skýringin á ökuljósum bifreiða í Svíþjóð:
Hjá þeim eni
götuljós tölvu-
stýrð af bílljósum
Jóhann Guðmundsson skrifar:
Nú er komin skýringin á þessu
ljósafári á ökutækjum hér á landi.
Eg var í heimsókn hjá vinafólki mínu
í Svíþjóð nýlega og þótti forvitnilegt
að kynnast og skoða umferðarmenn-
ingu Svía þar sem við höfum víst
haft þá aðallega til fyrirmyndar í
sambandi við nýju umferðarlögin
okkar.
Viti menn ekki ástæðuna fyrir því
að Svíar verða alltaf að vera með ljós-
in á þá er hún m.a. sú að vegna þess
að smám saman er veriö að taka í
notkun hjá þeim í Sviaríki tölvustýrð
umferðarljós. Þau eru þannig úr
garði gerð að þau eru sjálfstillandi
eftir því hve umferðarþunginn er
mikill og bílljósin hafa áhrif á tölvu-
stýringu þessara ljósa.
Sem dæmi get ég nefnt að er ég var
eitt sinn á kvöldkeyrslu tók ég eftir
því að ca 100 metrum áður en ég kom
að götuljósinu kom rautt ljós en strax
og ég kom að gatnamótunum breytt-
ist það í grænt þar sem engin umferð
var á þvergötunni sem ég kom aö.
Mikið held ég að hún Salóme og
kompaní hafi misskilið þetta „með-
ljósin-á-alltaf ‘ hér á landi, nema þá
að það sé í fjárlögum hér að skipta
um umferðarljós riú á næstunni í
samræmi við Svíana. Ef til vill getur
einhver góður maður gefið nánari
skýringu á þessari fáránlegu reglu
hér á landi.
Gárungarnir í Svíþjóð eru farnir
að tala um að næsta skrefið í um-
ferðarmálum þar i landi verði að allir
skuli skikkaðir til að aka með hjálm
og sértaka bílhanska og að á þaki
bílsins verði menn skyldaðir tU aö
hafa „saftblandara“, eins og lögregl-
an er með á sínum bílum, til að gefa
til kynna að einhver sé að koma ak-
andi!
Það væri kannski verðugt verkefni
fyrir Salóme og kó að slá núSvíunum
við með því aö koma með eitthvað
slíkt og þá um leið að gera okkur að
leiðinlegúfstu þjóð í heimi og komast
upp fyrir Svía í þeim efnum.