Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1988, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1988. í Svörtu á Undanfarin ár hefur viðgangur inn utan hefðbimdins útgáfutíma sé bæði „djarfur og stórhuga“. bókaútgáfunnar Svarts á hvítu bóka hér á landi en er að sögn þeg- Hann ræðst í verk sem hann hefúr vakið athygli Upphaflega var út- ar farin aö seljast. íslendingasög- frekarveriðlatturtilaðtakaaösér gáfa á tímariti tengd þessu nafhi umar hafa þegar selst í um 14 og hefur með því að leggja oft á tiö- en í tímans rás hefur útgáfan þró- þúsund eintökum og salan heldur um allt undir gert Svart á hvítu aö ast yfir í stönduga bókaútgáfu sem áfram jafht og þétt. stöndugu fyrirtæki. hefur getið sér það til frægðar að Áður en Svart á hvitu gaf út Grá- selja Thor Vilhjálmsson og gefa Kraftaverkamaðurinn í Svörtu á mosa Thors Vilhjálmssonar, og allar íslendingasögumar út í hvítu er Bjöm Jónasson. Undir raunar áður þýðingu hans á Nafiii tveimur bindum. hans sfjóm hefur fyrirtækiö rósarinnar, höfðu bækur Thors Þessar útgáfur hafa malað fyrir- blómstrað og er nú í röð öflugustu ekki selst að marki Þegar þau tíð- tækinu guU og nú hefur það sent forlaga hér á landi Bimi er lýst indi bámst að Thor væri oröinn frá sér Sturlungu í þrem bindum bæöi sem hugsjónamanni og klók- metsöluhöfundur þá datt mönnum með líku sniði og Islendingasög- um fjármálamanni. Þeir sem hafa fyrst í hug aö hér væri kominn nýr urnar. Sturlunga kemur á markað- unnið með honum segja að hann Thor. Eftir á að hyggja eru þó fleiri á þvi aö þama hafi lagleg sölu- fieiri útgáfur af sama tagi á leið- mennska komið til. inni. Útgáfa íslendingasagnanna og Það þykir einkenni á Bimi að Sturlungu em önnur dæmi í sömu hann leggst ekki á meltuna þegar vem. Fomritaútgáfan hjá forlag- góður hagnaöur verður af einni inu er að sögn nánast orðin að bók. Hann heldur áfram að leggja stofnun og þaö hefur fjölda manna allt undir. Á skrifstofu útgáfunnar á launum allt áriö viö að gefa út við Laugaveg er fatt sem bendir til sögur sem voru að gleymast vegna mikilla umsvifa. Hagnaðinum er þess að þær vom ekki til í aögengi- ekki safnað í íburö. Krónumar, legum útgáfum. . sem koma í kassann, em allar lagð- Augljóst er að íslendingasögum- ar undir { nýtt stórvirki. ar hafa skilað fyrirtækinu veruleg- -GK um hagnaði og þess vegna er ráðist í aö gefa út Sturlungu og það era Boginn spenntur til hins ýtrasta - segir Bjöm Jónasson um útgáfuna á Sturlungu „Þetta er dýr útgáfa og við höfum lent í hálfgerðum vandræðum á köflum, sérstaklega undir lokin. Boginn hefur verið spenntur til hins ýtrasta og ef til vill aðeins meira. En viðskiptamenn okkar hafa sýnt okkur umburðarlyndi og haft áhuga á því sem við erum að gera. Annars hefði þetta aldrei verið hægt,“ segir Bjöm Jónasson, útgefandi hjá Svörtu á hvítu, sem sent hefur frá sér nýja útgáfu af Sturlungu. „En þetta heppnaðist og bókin er þegar farin að seljast. Undirbúningurinn fyrir útgáfuna hófst fyrir jólin 1986 en síðastliðið ár var unnið að verkinu á fullu og sex til átta manns hafa verið hér á launurn." Stöðugur vöxtur Svart á hvítu hefur verið að vaxa og dafna síðustu árin. Fyrir sex árum var aðeins sjaldséð tímarit gefið út með þessu nafni en nú hef- ur fyrirtækið þróast upp í stönduga bókaútgáfu sem ekki er síst þekkt fyrir að taka áhættu sem aðrar bókaútgáfur gera ekki. Fyrir þrem- ur árum komu íslendingasögurnar út hjá forlaginu. Sú saga er sögð að þar hafi ræst æskudraumur Bjöms Jónassonar og hann neitar þvíekki. „Já, ég held að allir sem unna fombókmenntunum hafi áhuga á aö varðveita þær sem lifandi þátt í þjóðlifinu hverju sinni. Það var orðin hálfgerð klisja að enginn nennti að lesa sögumar. Við létum verða af því upp á von og óvon að gefa þær út í handhægri útgáfu og því var tekið fagnandi. Við áttum ekki endilega von á því. Það kom bara í ljós að fólk hefur áhuga á fomsögunum." íslendingasögurnar hafa selst í um 14 þúsund eintökum. Með slíkri sölu skilar útgáfan verulegum arði. En er þá Svart á hvítu orðið að stór- gróðafyrirtæki? „Nei, þessar bækur em dýrar í framleiðslu en það er rétt að pen- ingahliðin hefur verið í lagi. Við höfum bara verið svo vitlausir, ef ég má orða það svo, að leggja í nýja stórútgáfu þegar einni sleppir. Öll saga forlagsins bermeðsérað þetta er hópur manna sem hefur áhuga á að koma tilteknum hlutum í verk. Það kostar áhættu.“ Allt í Sturlungu „Allt sem kom inn fyrir íslend- ingasögurnar hefur farið í að kosta Sturlungu. Ef Sturlunga gengur vel gæti vel komið til greina að halda áfram. Við leggjum ekki hagnaðinn í fyrirtækið eins og sést á takmörk- uðum íburði hér. Enn er þó ekki farið að hugsa fyrir hvað verður næst. Það skemmtilegasta er að það er raunverulegur áhugi á fornsögun- um. Þær eru lesnar affjölda manns." Nú er Sturlunga mun erfiðari af- lestrar en íslendingasögurnar. Þið óttist ekki að hún sé of þung? „Nei, það ætti ekki að fæla frá. Það er enginn sem les Sturlungu frá upphafi til enda. Það liggur bet- ur við aö grípa niöur í hana og lesa kaíla og kafla. Þaö er víða mikil dramatík í henni og að auki er þetta saga forfeðra okkar. Það er ekki hægt að upplifa Sturlungu sem hreinar bókmenntir heldur einnig sem hluta af sögu okkar.“ Sturlunga í nýju útgáfunni kostar yfir 10 þúsund krónur. Er hún ekki ofdýr? „Nei, það tel ég ekki. Við höfum alltaf verið verðhræddir hér og leggjum meira upp úr að 'selja mik- iö en að græða mikið á hveiju eintaki. Þetta skiptir líka miklu fyrir fyrstu viðbrögðin við útgáf- unni.“ Með Sturlungu leggið þið í stóra útgáfu utan aðalbókatímans fyrir jólin. Er það ekkert verra? „Nei, það skiptir engu máli. Við seljum mest með sölumönnum og það er líka gott að vera í friði fyrir jólabókaflóðinu. Það er meira pláss á markaðnum utan þess." Gallerí Suðurgata 7 Nú hefur vöxtur fyrirtækisins á síðustu ámm vakið athygli. Hvern- ig hefur sú þróun verið? „Bókaútgáfan hefur starfað á sjötta ár. Við unnum hér tveir í fyrstu og gerðum ýmsar tilraunir sem ekki heppnuðust allar. Hópur- inn, sem stendur að Svörtu á hvítu, kom fyrst saman við rekstur gal- lerísins Suðurgata 7. Sá hópur gaf út tímarit sem hét Svart á hvitu. Innan hópsins var áhugi á að stofna forlag og síöan hef ég verið hér. Fyrst gáfum við út Frjálshyggjuna eftir Birgi Björn Sigurjónsson og gekk þokkalega. Við seldum hana sjálfir á mannamótum. Ég hef oft farið í sölutúra þar til fyrir tveim árum og gæti vel hugasð mér að faraaftur. Við lítum ekki á okkur sem hefð- bundið fyrirtæki heldur hóp manna sem er að vinna að áhuga- málum sínum. Menn koma og fara. Sambandið helst og það er mjög fijótt að hafa fyrirtækið svolítið laust íreipunum." Nú hefur T7erið bætt við útgáfuna Regnbogabókum sem gefa út reyf- ara. Er góður markaður fyrir reyfara hér? „Já, það er markaður fyrir reyf- ara og salan er vaxandi. Við erum með menningu á heilanum og bar- daga við þetta stórengilsaxneska skrímsli sem veður hér uppi. Kilju- útgáfan er stór hluti af þessari baráttu. Ef tungan er ekki varð- veitt í þessum hluta afþreyingar- innar þá les þjóðin ensku í staðinn. Þess vegna verður að bjóða upp á reyfara í á íslensku." Maðurinn sem seldi Thor Nú hefur verið bent á þig sem manninn sem seldi Thor Vil- hjálmsson. Hvaða brögðum var beitt? „Við gerðum ekkert og beittum engum sölumennskubrögðum. Það verður eiginlega að spyrja fólkið sem keypti bókina um skýringar á sölunni. Ég held að hún hafi þótt góð. Thor er á undan sinni kyn- slóð. Það er fyrst okkar kynslóð sem erkomin upp að honum. Þetta em afburðagóðar bókmenntir og það hlaut að koma að þ ví fyrr eða síöar Thor yrði viðurkenndur.“ Hjá Svörtu á hvítu em svokallaöar stórútgáfur áberaridi. Er það stefn- an að halda þessu áfram? „Já, það er ætlunin að gefa meira út af stórum verkum, ef til vill mest af því að það er spennandi og skemmtilegt. Áhættan er meiri og líka spennan. Salan er líka öðruvísi og auðveldara að stýra henni. Mér hefur líka fundist svo margt ógert hér af þessu tagi. Hér hefur verið unnin mikh fræðivinna síðustu áratugina en fátt af henni aðgengi- legt fyrir okkur hin. Við lítum á það sem hlutverk okkar að koma þessu á framfæri. Það á t.d. eftir að koma stórskáldum okkar á framfæri í aðgengilegum útgáfum. Ég er ekki að segja að við séum að draga okkur út úr jólabókaútg- áfunni en við ætlum að minnka vægi hennar. Við eru líka komnir með töluverða reynslu í stórútgáf- um og viljum nýta hana. Það skiptir máh að geta sameinað gæði og fræði og markaðshhðina, að geta haft alla þessa þætti samofna,* ‘ sagði Bj öm J ónasson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.