Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Steingrímur og PLO í svari viö fyrirspum á alþingi í síðasta mánuði lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla að svokölluð frelsissamtök Palestínumanna, PLO, ættu sjálfsagðan rétt til sjálfstæðis á herteknu svæðunum á Gazasvæðinu og vesturbakka Jórdan. Steingrímur hnykkti á þessum ummælum sínum nokkrum dögum síðar í viðtah á út- varpsstöðinni Rót og þessu næst hélt utanríkisráðherra til Stokkhólms og ræddi þar við fulltrúa PLO um hugs- anlega heimsókn sína eða þeirra til formlegs fundar. Utanríkisráðherra hefur með öðrum orðum tekið upp persónulegt stjórnmálasamband við hryðjuverkasam- tökin PLO þótt hann slái úr og í þegar á hann er gengið. í Morgunblaðinu í gær rekur Björn Bjarnason, að- stoðarritstjóri blaðsins, gang þessara mála og sýnir fram á að Steingrímur verði að læra betur heima áður en hann hyggst leysa alþjóðadeilur og eða hafa af þeim afskipti. Öll ber sú atburðarás, sem Björn rekur, vott um ótímabærar og óviturlegar yfirlýsingar utanríkis- ráðherrans í þessu máh. Greinin afhjúpar ógöngurnar sem Steingrímur er kominn í. Svo er helst að sjá að Steingrímur, Framsóknarflokk- urinn og málgagn þeirra, Tíminn, hafi tekið upp hanskann fyrir PLO og vilji gera afstöðuna til þessara hryðjuverkasamtaka að flokkspóhtísku átakamáh með Framsókn og PLO sem bandamenn. Verði þeim að góðu. PLO hefur gengið lengst og harðast fram í skipulögðum hryðjuverkum gagnvart saklausu fólki, PLO hefur það á stefnuskrá sinni að útrýma Ísraelsríki og PLO hefur ekki hlotið viðurkenningu sem sjálfsagður málsvari Palestínumanna. Hvorki meðal Vesturlanda né meðal araba sjálfra. Atburðimir á herteknu svæðunum fyrir botni Miðjarðarhafsins eru sprottnir af frelsisþrá íbú- anna sjálfra, enda þótt PLO hafi reynt að færa sér þá í nyt og gera þá að sínum. Margt bendir til að ný kynslóð Palestínumanna hafni PLO og vinnubrögðum þeirra. Persónan Steingrímur Hermannsson getur auðvitað hitt hvern sem er og spjahað við þá sem honum lystir á göngum eða hhðarherbergjum í húsakynnum Samein- uðu þjóðanna. Formaður Framóknarflokksins getur tekið upp stjórnmálasamband við hver þau samtök sem hugur hans stendur til. En utanríkisráðherra íslenskrar ríkisstjórnar hefur ekki umboð til opinberra viðræðna við aðra aðila en þá sem ríkisstjórnin leggur blessun sína yfir. Ótímabær afskiptasemi af viðkvæmum deilu- málum gerir ekki annað en að spiha fyrir íslenskum stjórnmálahagsmunum. Ef Steingrímur Hermannsson vhl slá sig til riddara á alþjóðavettvangi og gerast heims- leiðtogi getur hann gert það í nafni Framsóknarflokks- ins. En ekki í nafni íslensku þjóðarinnar. Að minnsta kosti ekki þegar hann veðjar á vitlausa hesta og hefur áhuga á ástarsambandi við hryðjuverkamenn. íslendingar hafa samúð með baráttu Palestínu- manna. Þeir fordæma það ofbeldi sem ísraelsmenn beita á herteknu svæðunum gagnvart vopnlausu fóhd. En íslendingar hafa frá upphafi stutt tilverurétt Ísraelsrík- is og telja það enga lausn á deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs að hryðjuverkasamtök nái þar fótfestu til að halda áfram iðju sinni og hatursherferð gegn ísra- elsmönnum. Það er ekkert á móti því að utanríkisráðherra íslands kynni sér deiluna. En það gerir hann ekki með ótíma- bærum yfirlýsingum, einhhða samstöðu með PLO eða gönuhlaupi í fjölmiðlum. Ellert B. Schram Fijálshyggjan birtist okkur í ýmsum myndum. Þessi íslenska afmyndun á markaðskerfi vest- rænna stórþjóða er nú á góðri leið með að naga í sundur ýmsa innviði okkar þjóðfélags og hefur raunar nú þegar unnið ómetanlegt tjón. Því miður er meginástæða þess sú aö stærsti flokkur þjóðarinnar hefur gert stefnu þessa að sinni, þrátt fyrir að ýmsir innan þess hóps efist stórlega um ágæti henn- ar. Hins vegar er þeirra fram- kvæmdin og um leið ábyrgðin. Þegar blaðran springur, þegar grái markaðurinn hrynur, þegar tækin, bátarnir, bílamir og allt hvað það er, sem fjármagnað hefur verið á þeim vöxtum sem atvinnu- tækin engan veginn geta borið, streymir á uppboð, þegar erlendir lánveitendur kalla á sitt fé, sem hinir innlendu munu gera líka og sennilega ekki ná út, - þá mun ekki duga að segja, „þetta er ekki mér að kenna.“ Þá munu of margir eiga um sárt að binda. Þeir munu hugsa þeim stjómmálamönnum þegjandi þörf- ina sem gáfu þessum okurvaxtaöfl- um lausan tauminn til að moka saman milljónatugum og hundruð- um frá atvinnuvegum sem búa við fjársvelti í bankakerfi sem ekki fær íjármagn irin til aö sinna eðlilegu verkefni sínu. Réttur jarðvegur Nú er það svo að enginn gróður þrífst, ekki heldur iilgresi, nema að jarðvegur sé fyrir hendi. Því miður er það svo að stjómendur landsins undanfarin ár hafa dyggi- lega séö til þess aö réttur jarðvegur væri fyrir frjálshyggjuna, sem er eingunis frelsi Qármagnsins. Við skulum líta yfir sviðið, allt skal vera fijálst og hömlulaust. Þetta em fallég orð, en því miður hryggileg misnotkun á hugtakinu frelsi. Hvað er þaö sem vera skal fijálst? ÖU viðskipti, innflutningur, höndlun með peninga, erlendar lántökur og þá ekki síst fijáls kaup á gjaldeyri og öU meðferð hans. Þetta er það sem grái markaðurinn þarf. Hinn rétti jarðvegur fyrir þann póUtíska gróður sem þrífst á frelsi fjármagnsins fyrst og fremst, þótt margt annað sé í fjötrum. En horfum í hina áttina. Land- búnaðurinn, býr hann við frelsi? Nei, því fer fjarri, aUt er þar dyggi- lega bundið leyfum og höftum. Enda hafa sömu öfl og nærast á frjálshyggjunni lengi haft það á stefnu sinni að leggja hann niöur að verulegu leyti. En hvað þá með sjávarútveginn, þennan óumdeilaiúega höfuðat- vinnuveg þjóðarinnar? Atvinnu- vegurinn sem þjóðarbúskapurinn stendur og feUur með, eins og ítrek- að hefur sýnt sig. Býr hann viö frelsi? Varla þarf að ræða slíkt. AUar veiðar og vinnsla em leyfum háðar og íjötrum bundnar. Höfuðmeinið: Fastgengis- stefnan En þá komum við að höfuðatriði. Enn einu atriði sem ekki er frjálst. Atriði sem stjórnar öUum hinum. Atriði sem stjómar því að Jón grái getur tekið erlent lán, (sem er frjálst að sjálfsögðu), segjum hundrað miUjónir, lánar það hér í eitt ár á sjötiu prósent vöxtum og endurgreiöir síðan á svipuðu gengi. Því bjargar fastgengisstefnan. Gera menn sér í hugarlund hvað Jón grái hefur grætt þegar hann greiðir lánveitanda sínum e.t.v. 15% vexti? Átta menn sig á því hver borgar brúsann? Dettur nokkrum í hug að þeir Jónamir vUji feUa gengið? KjáUarinn Gunnar Hilmarsson, - sveitarstjóri á Raufarhöfn Mikil ábyrgð Nú er komið svo málum að ráða- menn þjóöarinnar viröast hafa meiri áhuga á að stjórna í málum annarra þjóða en sinnar eigin. Fyr- ir ekki löngu fór einn ráðherra hennar tfl ísrael tíl að kenna þar- lendum að stjóma veröbólgu. Nú vafstrar sá sami í stjómmálum Austurlanda nær eftir því sem tími gefst tíl frá því að sætta austur og vestur í afvopnunarmálum. ChurchUl gamU sagöi einu sinni. „Ég hef lært það af langrí reynslu og þátttöku í opinbem lifi að injög fáir skUja tU hlítar stjómmál sinnar eigin þjóðar og enginn stjómmál annarra þjóða.“ En ChurchUl vissi ekki að slíkir af- burðamenn ættu eftir að koma fram! „Nú er svo komið málum að ráðamenn þjóðarinnar virðast hafa meiri áhuga á að stjórna í málum annarra þjóða en sinnar eigin.“ Höfuðmein íslenska hagkerfisins er og hefur verið vitlaust gengi. í öUu frelsishjaUnu er heldur aldrei minnst á frjálst gengi, enda myndi þá frjálshyggjan ekki fá sína nær- ingu sem hún fær frá atvinnuveg- um í gegnum „fastgengisstefnuna". Hvemig stendur á því að sjávar- útvegurinn lætur þetta viðgangast? Jú, peningaöflin hafa séð tíl þess að öU lán og aUt rekstrarfé hans er háð gengi. Síðan er sagt við hann, þegar aUt er að fara úr bönd- unum: Það verður sem allra minnst að hreyfa gengið, enda bitnar það fyrst og fremst á ykkur. Þetta þætti skemmtUeg leikflétta í skák. „Grámosinn glóir“ heitir verð- launaverk Thors VUhjálmssonar. Ekki geri ég ráð fyrir að hinn grái frjálshyggjumarkaður íslands hafi verið kveikjan að því nafni. En gulUð á hinum gráa markaði glóir líka og það glepur mörgum sýn. Ég vU þó hvetja ráðamenn þjóðarinnar tU að staldra við og íhuga hvert stefnir. Ábyrgð þeirra sem láta reka á reiðanum verður mikU en ég vU trúa því að í flestum ef ekki öflum flokkum sé enn tU fólk sem viU og getur tekið á þess- um málum áður en það er um seinan. Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri Höfuðmein íslenska hagkerfisins er og hefur verið vitiaust gengi,“ segir greinarhöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.