Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Síða 5
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. 5 Fréttir Björgun togarans Þorsteins: Ekki farið að ræða um björgunarlaun Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Miöað viö þær upplýsingar sem ég hef undir höndum liggur þaö fyrir aö um björgun sé að ræða,“ sagöi Gunnar Felixson hjá Tryggingamið- stööinni er DV ræddi viö hann um björgunarlaun til handa útgerð og áhöfn Skagastrandartogarans Arn- ars vegna björgunar togarans Þor- steins frá Akureyri. Matsverð togarans Þorsteins er 93,4 milljónir króna og er sú regla viöhöfö aö draga frá þeirri upph'æð matiö á tjóninu.- Þaö sem þá stendur eftir er hiö bjargaöa verömæti og út frá þeirri tölu eru björgunarlaun ákvörðuö. „Ég get ekkert tjáö mig meira um þetta mál á því stigi sem það er nú, þar sem ég á eftir aö ræða viö útgerð Amars," sagöi Gunnar, en hann neitaði því þó aö björgunarlaunin gætu numið tugmilljónum króna. Björgunarlaun þau sem ákvöröuð veröa skiptast þannig aö útgerð Arn- ars fær tvo þriöju hluta og áhöfnin einn þriöja, og skiptist hlutur áhafn- arinnar nánar eftir þvi hvaöa störf- um menn gegna um borö. Togarfnn Þorsteinn: Skipta þarf um yfir Gytfi Kristjánsaon, DV, Akureyri: Ekki er neinar upplýsingar „„ hafa um hversu mikiö tjóniö er á Akureyrartogaranum Þorsteini sem skemmdist mikið í is út af Horni um síðustu helgi Þeir aöilar sem DV leitaði dl vegna þessa máls viku sér flmlega undan aö svara. Þó mun vitað að skipta þarf um 22-23 tonn af stáli í skipinu. Talað hefur verið um tug- milljóna króna tjón, en eftir því sem DV kemst næst lætur nærri aö 20 milljónir sé rétta talan. Nú er unniö að gerö útboðsgagna varöandi viðgeröina og er reiknaö meö aö verkið veriö boðið út í næstu viku. Ræst í göngukeppni. DV-mynd Bæring Fyrsta skíðamótið í Grundarfirði Bæring Cecflsson, DV, Grundaifirði: Fyrsta skíðamótið, sem haldið hef- ur verið hér í Grundarfiröi, fór fram sl. laugardag. Skíðadeild Ungmenna- félags Grundarfjaröar sá um fram- kvæmd mótsins sem tókst vel. Þátttaka var mikil. Keppendur voru 65 á aldrinum 6-60 ára. Veður var mjög gott þegar keppnin hófst en eftir klukkustund fór að snjóa og nokkur skafrenningur var. Samt tókst aö ljúka mótinu og voru keppendur hinir ánægðustu eftir þaö. Hér í Grundarflrði eru góöar skíðábrekkur og víösýnt. Hvað heldurðu? Hagyrðingar hugsanlega á bók „Mér hafa borist fyrirspurnir frá bókaútgefendum um aö gefa út vísur hagyrðinganna sem komiö hafa fram í þættinum. Þessari hugmynd hefur enn sem komið er aöeins verið varp- aö fram en engin ákvörðun tekin varðandi bókaútgáfu,“ sagöi Ómar Ragnarsson, umsjónarmaö.ur spurn- ingaþáttarins Hvaö helduröu?, í samtali við DV í gær. Ómar sagði að eðli málsins sam- kvæmt myndi hann ^ræða þessar fyrirspumir við yfirmenn sína hjá Sjónvarpinu. M.a. liggur ekki ljóst fyrir hvort hagyröingar einir hafi höfundarétt aö vísunum eða hvort Sjónvarpið hafi einhverra hagsmuna að gæta. Draugaliðin Spurningaþátturinn Hvaö held- urðu? hóf göngu sína í lok október á síðasta ári og hefur veriö meöal vin- sælustu sjónvarpsþáttanna síöan. Nú er búið að sýna 21 þátt en alls verða þeir 23.1 næsta þætti, á sunnu- dag,- keppa Réykvíkingar og ísfirö- ingar og kemst sigurliöiö í tveggja liða úrslit, þar sem keppt verður við Árnesinga sem unnu Kjalnesinga síöastliðinn sunnudag. Vegna óheppilegs fjölda liða í upp- hafi þurfti að gera ráö fyrir því í reglum þáttarins aö þau lið sem féllu úr keppni, í bráöabana, með minnst- um stigamun kæmu inn í keppnina aftur. Tvö lið hafa gert þetta og hafa þau hlotið viðurnefnið „draugalið- in“. Sérkennilegt er að bæði liðin hafa náð mjög langt, en þau eru Ár- nesingar sem nú eru komnir í úrslit og ísfirðingar sem hugsanlega geta komist í úrslit á sunnudag. Ráögert er aö upptaka næsta þáttar fari fram á Bolungarvík. Ómar sagði hins vegar að illfært væri yfir Stein- grímsfjaröarheiði og er því ekki víst hvort hægt verður að taka þáttinn upp Bolungarvík. Myndinsýnir eitt afokkar glæsilegu sófasettum Landsins stærsta úrval af bólstruðum húsgögnum: Hornsófar - sófasett - svefnsófar - hvíldarstólar. Margir litir - góð húsgögn - gott verð. Opið allar helgar. TM-HUSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22 1 ARNARFLUG ÞCmmCKFE Fjórréttuð gkesimáltíó á þýska vísu framreidd af kokkum Crest hótelsins í Hamborg Verð aðeins kr. 2.800,- Edda Björgvins bregda á leik og skella sér e.t.v. til Hamborgar. Kynnir: Július Brjánsson Adgöngumidi er möguleiki á ferð til Hamborgar á vegum Arnarjlugs Miða- og borða- pantanir í símum 23333 og 23335 UppUfum þýska stemningu eins og hún geríst best með þýsku Brass-banUi og Hurgeisum, hljómsveit hússins, ásamt Tommy Hunt. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.