Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. Utlönd ÆUa að halda áfram stuðningi við skæruliða Pakistanir gáfu í gær greinilega í skyn að þeir myndu halda áfram að heimiia afgönskum skæruliðum að hafa aðalstöðvar sínar innan landa- mæra Pakistan, ef Sovétríkin héldu áfram að sjá stjórnarher Afganistan fyrir vopnum og vigbúnaði meðan á brottflutningi sovésks herliðs frá landinu stendur. Utanríkisráöherrar fjögurra ríkja undirrituðu í gær samkomulag um brottflutning sovésks herliðs frá Afg- anistan og lokun stöðva skæruliða afganskra stjómarandstæðinga í Pakistan sem haldið er uppi af Bandaríkjamönnum. Utanríkisráðherrarnir voru þeir George Shultz, Bandaríkjunum, Eduard Sévardnadse, Sovétríkjun- um, Abdul Wakil, Afganistan, og Zain Noorani, Pakistan. Að undirritun lokinni sagði Zia-Ul- Haq, forseti Pakistan, á fundi með fréttamönnum aö Sovétmenn myndu ekki geta fundið aö því þótt skærulið- um væri áfram heimilað að reka starfsemi sína frá búðum í Pakistan. Sagði hann Sovétmenn hafa ge'ngið að þeim skilmálum að stórveldin tvö myndu halda áfram hernaðarlegum stuðningi við fylgismenn sína í Afg- anistan, bæði meðan á brottflutningi sovéska hersins stendur svo og eftir að honum er lokið. Gennady Gerasimov, upplýsinga- fulltrúi sovéska utanríkisráðuneyt- isins, fullyrti í gær að Sovétmenn myndu ekki senda herlið að nýju til Afganistan eftir brottflutningana sem nú eru framundan. Sagði hann ennfremur að mjög ólíklegt væri að Sovétmenn myndu hér eftir senda herlið á nokkurt svæði utan Varsjár- bandalagslandanna, jafnvel þótt þeir væru beðnir um slikt. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Eduard Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hittust að undirritun lokinni i sovéska sendiráðinu i Genf. Ráðherrarnir áttu almennar viðræður um samskipti þjóðanna. t. Simamynd Reuter j|i Helgartilboð Opið tii kl. 20 i kvöld. Opið laugar- dag kl. 9-16 'AAAáAA 'SL uj . C .t-3 Lmi ^ uL Z3 kttJOO, Jón Loftsson hf. C uui iituuuuui «in,i Hríngbraut 121 ‘Sími 10600 við að Einn af leiðtogum kontraskæru- liða tilkynnti i gær að fulltrúar þelrra myndu mæta til viðræðna við stjóm Nicaragua i dag. Slmamynd Reuter Fulltrúar stjórnarinnar í Nie- aragua og kontraskæruliða hitt- ast að nýju til viðræðna í Managua í dag. Óttast hafði verið að slitna kynni upp úr friðarvið- ræðum þessara aðiia vegna deilna um hvemig að viðræðun- um skyldi staöiö. Skæruliðar kontrahreyflngar- innár höfðu áður sagt að þeir myndu ekki koma til viðræðna í Managua nema rikisstjórn lands- ins tryggði þeim fullt frelsi til þess að hitta fulltrúa annarra stjórnarandstöðuhreyfinga í landinu. RikisstJÓmin hafði sagt aö þeim væri heimilt að hítta ’leiötoga kirkjunnar og eigendur dagblaðs- ins La Prensa, sem er í eigu stjórnarandstæðinga. Biðla til Sovét Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, er reiðubúinn til þess að bjóða Eduard Sé- vardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, til ísraels ef tryggt er fyrirfram að hann þiggi boðið. Stjómvöld í Moskvu slitu stjómmálatengsl við ísrael fyrir liðlega tveim áratugum en ýmis merki sjást nú þess að tengsl ríkj- anna séu að batna. Talið er að tilkynning þess efnis að Sévardnadse muni brátt heim- sækja arabaríkin hafi vakið áhuga ísraelsmanna. Urval Tímarit fyrir alla HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á tyri \ FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA MEÐAL EFNIS: Skop 2 • Bölvun Kennedyættarinnar 3 • Gefðu þér tíma til að hlæja 9 • Beitir þú huganum rétt? 14 °F Aa iætlunin Pedro Pan 18 • Fyrirsát í Silkiskarði 25 • Hugsun í orðum 32 • í vanda staddur 1 vetrar- skógi 34 • Woody Allen og myndimar hans 40 • Vísindi fyrir almenning: Ætla að afhjúpa leyndardóm risaapans 47 • Böm og íþróttir: I: Æfingin skapar meistarann 51 • II: Fjölhæfni 66 • Eru læknavísindin á réttri leið? 59 • Segðu það með tónum 80 • Reimleikar á 20. öld: I: Skálastúfur 81 • II: Lestarbúinn í Láru 85 • Síðasti herpósturinn 90 • Völundarhús 96 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.