Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Síða 7
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. 7 GLUGGAR TIL SÖLU Plasthúðaðir stálrammar með ísettu tvöföldu gleri. Einnig tvöfaldar álhurðir í körmum. Tilvalið í verksmiðju eða verkstæðishúsnæði eða í sólhús. Uppl. í síma 26700 á vinnutíma en í 40209 í hádegi og á kvöldin. HALOGENLUGTIR MEÐ HLEÐSLUTÆKI Eigum til á lager stórskemmtileg mjög öflug ljós tilvalin t.d. fyrir næturverði. Leitið upplýsinga. G.S. JÚLÍUSSON HF. Sundaborg 3, Reykjavik, s. 68 57 55 VERSLUNARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA Al Isher jaratkvæðagreiðsla Stjórn og trúnaðarmannaráð Verslunarmannafélags Suðurnesja hefur samþykkt að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs fyrir stárfsárið 1988. Kosið er um formann, 3 menn í stjórn og 3 til vara, 7 menn í trúnaðarmanna- ráð og 7 til vara, 2 endurskoðendur og 1 til vara. Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjórnar, Þórarins Péturssonar, Fífumóa 1 B, í Njarðarvík, eigi síðar en kl. 20 mánudaginn 18. apríl 1988. Athugið. Öðrum listum en lista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs skulu fylgja meðmæli 50 félagsmanna, annarra en þeirra sem í framboði eru. SAGAN UM SIGVALDA OG FJÓRHJÓLIÐ!* Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Corolla og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag. Þetta byrjaði með miða... Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofunni áustur í bæ. Þú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilífsmaður. Hann er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfsmenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Slíkt bara gerist ekki. Kjörstjórn BRÚN Erum á leið til USA til að kaupa bíla. Bifvélavirkjar skoða bílana. Margra ára reynsla í bílakaupum. Einnig hækkum við og breytum öllum gerðum nýlegra jeppa. Hringið í síma 667363 og 666541. Geymið auglýsinguna. IanCjAR þiq í bíl ? víItu seIj’a bíl? • NOTADU ÞÉR SMÁA UGLÝSINGA ÞJÓNUSTU OKKAR. Happdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að vera félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fyrir sér innbrotsþjófá, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn - með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Þremur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifstofuna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfunum frá 1985. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fyrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fyrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfánna fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fyrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefán hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum frá því. Hann Stefán selur nefhilega Kjarabréf. * Þetta er alveg satt. Sögunni og nöfnum hefur að vísu verið breytt - af augljósum ástæðum! FJÁRFESTINCARFÉIAGIÐ __Kringlunni 123 Reykjavík S 689700_ X)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.