Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988.
15
Mikil er
ykkar ábyrgð
Við setjum okkur markmið, leit-
um leiða að ákveðnu takmarki og
reynum yfirleitt allt okkar besta til
að ná því takmarki. Það er innst í
eðli mannskepnunnar að vilja ná
feti framar, gera allt til hins ýtr-
asta.
Markmiðin
Markmið eru af mörgu tagi, sumt
eru markmið einstaklingsins sem
hann geymir með sjálfum sér, hóp-
ar fólks setja sér takmörk og vinna
markvisst þar að og heilu þjóðimar
eða þjóðasamfélögin stíga á stokk
og stefna að ákveðnu takmarki.
Ekki eru öll markmið jafngöfug eða
heilladrjúg, en mörg geta skipt
sköpum m.a. um mannlega ham-
ingju ef vel tekst til. Stundum þykja
okkur markmiðin fjarlægari og
óraunsærri en svo að unnt sé aö
ná þeim fram, en minnug skyldum
við þó þess að góður vilji gerir
kraftaverk og samheldnin skapar
sigur.
Þegar ég sá fyrst hugmyndir um
takmark það árið 2000 sem felur í
sér minnkun áfengisneyslu um
fjórðung þá fylltist ég vonleysi
gagnvart verkefninu. Svo oft höíðu
svo margir gert allt sem unnt var
til að bægja vágestinum frá og þó
blasti hann við í dag í öllu ægiveldi
sínu með afleiðingamar alls staðar
sem flakandi sár á þjóðarlíkaman-
um, sem ólæknandi' undir eða
illlæknandi.
En hér höfðu þau öfl lagst á eitt,
sem mikils megna, ef unnt yrði að
virkja fólkið sjálft til átaka og at-
hafna. Það var sjálf Alþjóðaheii-
brigðismálastofnunin sem merkiö
reisti og tóninn gaf - og við fundum
fljótt að þar fór hinri sanni tónn -
tónn heilbrigöi og hreysti - lífsins
KjáUaiinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
tónn. Og átti þá að æðrast - var
ekki nær að taka enn til hendi og
leggja lið, láta bjartsýnina ná tök-
um og visa okkur fram á vorbjart-
an veg?
Og víðar er unnið vel að málum
þó að við ramman reip sé að draga.
Skyldi þá í engu gleymt þeim ótöldu
gróðaaðilum sem hagnast á ann-
arra ógæfu og eiga ítök sín svo víða.
Þeir gróðaöilar, spyrja aðeins um
peninga og blóðpeningar mega það
gjaman vera, því ekki síður gagn-
ast þeir þeim í gróðafikn þeirra. í
öllum áttinn em þeir úti með kiær
sínar og jafnvel í smæstu þjóðlönd-
um leika þeir lausum hala og vilja
taka þátt í leiknum með líf og heilsu
flöldans, þar sem markmiðið er
fiörtjón sem fyrst.
En það er líka hamlað hraustlega
á móti - og haldið í átt til betra og
bjartara lífs. Þess vegna er tak-
markið árið 2000 reist af virtustu
og áhrifamestu stofnun þjóðanna á
heilbrigðissviðinu.
Loka skilningarvitum
En - og það er stórt en - þá bregð-
ur svo við að í þjóðlandi nyrst í
Atlantsálum loka menn í stórum
stíl annars ágætum skilningarvit-
um - sjáandi sjá þeir ekki og
heyrandi heyra þeir ekki - og í stað
þess að stefna í sömu átt og aðrir,
draga úr böli, bæta. ástand, minnka
eitumeysluna, þá vilja þessir hinir
sömu freista þess að bæta viö, auka
áhættuna, hella olíu á eldinn. Hér
á ég við bjórsinna á Alþingi íslend-
inga, sem nú virðast ætla að bæta
vel og rösklega við áður alltof
mikla drykkju landa sinna (og
sjálfra sín ugglaust), án þess - og á
það legg ég áherslu - án þess að
reyna í neinu hamlandi aögerðir
gagnvart öðm áfengi, án þess að
hreyfa litlafingur til þess að mæta
auknum vanda. Hér finnst mér
mergurinn málsins.
Engan heyri ég mæla svo með
bjór að sá eða sú hin sama reikni
ekki með umtalsverðri aukningu
áfengisneyslu almennt, að bjórinn
verði viss viðbót - hversu mikil
greinir menn á um. En menn vilja
ekki í neinu huga að afleiðingum,
hvað þá taka ábyrgð á þeim. Þetta
er rétt si svoria reynsluákstur út í
óvissuna, en það eitt er ömggt að
bensínið á að vera í botni.
Mér ofbjóða þessi vinnubrögð,
þetta athæfi, og ég hlýt að kalla þá
sem jáyrði gjalda hinum görótta
drykk til fullrar ábyrgðar.
Frelsistaliðfalska
Og ég spyr: Getur það verið að
það hræri engan streng í bijósti
þessara manna að sjá og' heyra hin-
ar ömurlegu afleiðingar áfengis-
neyslunnar? Ég sagði áfengisneysl-
unnar almennt en ekki endilega
ofneyslunnar, eins og margir vilja
halda sig við til að friöa annars
auma samvisku.
Getur þaö verið að allt þett^ fari
fram hjá þeim? Samt segja þeir
feimulaust að það sé í lagi að bæta
við og á því vilja þeir- bera ábyrgð
- eða hvað?
Allt frelsistalið falska, forrétt-
indarausiö og fjálgleg hræsnisorð -
allt bliknar þetta nefnilega úti í
hinum nakta virkileika sem við
blasir.
Og að þessu slepptu - ef menn
neita að horfast í augu við óhjá-
kvæmilega aukningu - ekki aðeins
á drykkju heldur og á heimilisó-
gæfu, slysum, afbrotum, dauðsfóO-
um, glötuðum mannslífum - eða
vilja ekki setja þetta allt í rétt sam-
hengi - er nú ekki alveg dæmalaust
af ráöamönnum þessarar litlu þjóð-
ar að storka svo alvarlega því
meginmarkmiði í heilsufarsmálum
sem samfélag þjóðanna hefur sett?
Ég spyr ykkur í einlægni af því
ég þekki ykkur að góðu einu og tel
ykkur aðeins slegna einhverri und-
arlegri blindu - einmitt í máli sem
svo miklu skiptir: Ykkur er ekki
alveg sama innst inni. Þið eruð
ekki eins og „gróðapungarnir" sem
gefa skít í allt þetta sem snertir
mannleg verðmæti, samheldni og
heill fjöldans. En því þá í ósköpun-
um? Ég játa sár vonbrigði mín að
öll rök, allar staðreyndir, allar
óyggjandi sannanir hafa ekki haft
þau áhrif sem vera ætti á vel skyni
bomar verur. Því þrátt fyrir allt
það sem liggur á borðinu ætlið þið
að gera þessa hræðilega áhættu-
sömu tilraun - og engan varnar-
múr reisa - hvergi.
Árið 2000?
Hugsið um þaö hversu næstu ár
gætu orðið dýr og er þó ofurkostn-
aður áfengisneyslunnar nægilega
hrikalegur. Og ég spyr í einlægni
aftur: Má bæta þar við - má fjölga
ógæfuatvikum og allri sóun
mannslífa á margan veg? Ek'd vilj-
iö þið í alvöru taka þá áhættu að
bæta við alla þá óhamingju og
ömurleika sem áfengisneyslu fylg-
ir?
Samt ætlið þið að láta slag standa.
Væri ekki nær að stemma á aö ósi,
taka myndarlega á í samfélaginu,
taka á í samfylkingu þjóðanna og
reyna a.m.k., gera a.m.k. tilraun til
aö ná takmarkinu góða áriö 2000?
Munið - eða reyriið að muna -
hversu margra örlög þið hafið í
hægri hönd ykkar þegar þið greiðið
atkvæði í þessu máli.
Helgi Seljan
„Og ég spyr: Getur þaö verið að það
hræri engan streng í brjósti þessara
manna að sjá og heyra hinar ömurlegu
afleiðingar áfengisneyslunnar?“
„Höfuð skulu fjúka,“
drottningin
5?
PRIHYRND
Víða eru lög um, að setja skuli þrihyrning með endurskinsmálningu á
akrein þar sem ökumaður leggur bilaðri bifreið.
Fyrir mánuði var í blöðum frétt
um aftanákeyrslu: „Kona slasaðist
nokkuð, þegar hún ók bifreið sinni
aftan á kyrrstæða sendibifreið sem
hafði vegna bilunar verið lagt út í
kant brautarinnar." Fólksbílnum
var ekið á vinstra afturhom sendi-
bifreiðarinnar sem gekk inn í
fólksbílinn og var lán í óláni að
enginn farþegi var í framsætinu.
Bifreið konunnar er gjörónýt.
Ný umferðarlög
1. mars sl. gengu í gildi umferðar-
lög nr. 50/1987.1 þessum lögum er
ekkert rnn varúðarráðstafanir til
að koma í veg fyrir slik slys. Þann-
ig hef ég sjálf misst þrjá vini, þ.e.a.s.
þeir óku litlum fólksbíl undir pall
kyrrstæðs vörubíls - pallurinn
skar fólksbílinn í sundur. Öku-
menn voru í raun og veru háls-
höggnir og einnig slasaðist farþegi
í einum bílanna og er nú algjörlega
lamaður.
Ég athugaði umferðarlög ann-
arra landa og fann ákvæði þess
efnis, að ökumaður bifreiðar, sem
bilar, verður að vara við yfirvof-
andi hættu meö því að setja þrí-
hyming með endurskinsmálningu
á akrein, um 50 m aftan við bifreið-
ina.
Bestu lögin
Bestu lögin em hins vegar til í
ísrael síðan 1961. Era það lög um
„öryggismerkingar bifreiöa“. Gert
er ráð fyrir að lýsing, jafnvel inn-
anbæjar, sé lítil og þvi nauðsynlegt
að sjá hvers konar ökutæki úr 140
metra fjarlægð til að geta dregið
Kjallarinn
Eirika A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
úr ökuhraða í tæka tíð.
Aðalatriðin em (þýdd úr hebr-
esku og stytt hér): öll ökutæki verði
merkt með endurskinsborðum og í
nokkrum tilfellum einnig skiltum.
Gr. 383A (a) Vörubílar o.þ.h., með
heildarþunga 3,5 tonn og yfir, verði
merktir með tveimur endurskins-
skiltum, 30x60 cm að stærð, eins
neðarlega og ítarlega og hægt er,
málaðir og merktir með hvítum og
rauðum röndum. Rauðar rendur
eru í rauðum endurskinslit. Rend-
umar em alltaf á ská, mynda 45
gráðu hom og byrja efst í hægra
homi.
(b) Vörubifreiðar, sem hafa ekki
lokaða yfirbyggingu að aftan, skal
merkja á yfirbyggingu með 5 cm
breiðum og 40 cm löngum lóðrétt-
um röndum (þetta þýðir að
ökumenn fólksbifreiða geta greini-
lega séð að um pallbíl er að ræða,
svo og hæð palls, og munu því ekki
keyra undir pallinn).
Gr. 383C Fólksbíla skal merkja á
horn afturstuðara með rauðum 5
cm breiðum og 40 cm löngum end-
urskinsröndum, sem byrja á
báðum endum afturstuðara.
Minnst 30 cm merkingar verða að
snúa aftur.
Gr. 383D Fólksflutningabila (fyrir
fleiri en 8 farþega - líklega) skal
merkja með tveimur röndum, a.m.
k. 10 cm breiðum og 80 cm löngum,
á bæði hom afturstuöara og verða
a.m.k. 30 cm að snúa beint aftur.
Rönd, a.m.k. 5 cm breiða og 40 cm
langa, skal setja á ystu brún bak-
hliöar. (Mér skilst aö þessi regla sé
nú þegar í gildi í London og á
nokkrum stöðum í Kalifomiu).
Gr. 383E Öll önnur farartæki
verði einnig merkt sérstaklega eftir
tegundum.
a) Mótorhjól, létt bifhjól og reið-
hjól með hjálparmótorum verða að
hafa númeraskilti með tveimur
rauðum endurskinsröndum.
b) Merkingar þríhjóla, mótor-
hjóla.
c) Mótorhjól með hliðarvagni.
Gr. 383F *
a) Merkingar dráttarvéla.
b) Merkingar á vinnutækjum og
vinnutækin sérstaklega merkt
(eins og í gr. 383A.)
Gr. 383G. Tengivagnar og kerrur
verða sérstaklega merktar (a)
Tengivagna (sem hafa hér valdiö
slæmum slysum) skal merkja eins
og í gr. 383A (a).
Gr. 383H. Endurskinsefni verða
að vera skv. ísraelskum staðli.
(Hann er fyrirliggjandi hérlendis í
Iðntæknistofnuninni.
Ég tel það æskilegt að samsvar-
andi lög verði samin og samþykkt
hér á landi og á Norðurlöndunum.
Frekari upplýsingar eru fyrir-
liggjandi hjá undirritaðri.
Eirika A. Friðriksdóttir
„Eg tel þaö æskilegt að samsvarandi
lög verði samin og samþykkt hér á
landi og á Norðurlöndunum.“