Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988.
Utlönd
Einn gíslanna látinn laus
Flugræningjarnir, sem enn halda
um þijátíu manns í gíslingu í
júmbó-þotunni frá flugfélagi
Kuwait á flugveUinum í Algeirs-
borg, létu í gær einn gíslanna
lausan. Maðurinn, sem látinn var
laus, er sextugur að aldri og heitir
Gomma Abdulla Al-Shati. Hann
skýrði frá því í gær að hann hefði
verið bundinn á höndum meðan
hann var í gíslingu. Al-Shati er
sykursjúkur og sögðust flugræn-
ingjarnir láta hann lausan af
mannúðarástæðum.
Gislinn, sem flugræningjarnir létu
lausan i gær, var sextugur karl-
maður.
Símamynd Reuter
Annar gíslanna tveggja, sem flug-
ræningjarnir myrtu á Kýpur, var
borinn til grafar i gær.
Símamynd Reuter
Vonir kviknuðu fljótlega eftir að
flugræningjarnir lentu á flugvell-
inum í Algeirsborg, aðfaranótt
miðvikudags, um að fljótlega
myndu nást samningar við þa og
þannig yrði bundinn endi á flug-
ránið. Þessar vonir hafa dofnað
nokkuð og heimildir segja að að-
stæður í flugvélinni hafl versnað
til muna aö nýju. í gær fór læknir
um borð í þotuna, að beiðni flug-
ræningjanna, og skoðaði tíu af
farþegunum. Eftir skoðunina
kvaðst hann ekki sjá beina ástæðu
til að óttast um heilsu þeirra og
ekki væri ástæða til að flytja neinn
þeirra á sjúkrahús.
Flugræningjarnir hafa þegar
myrt tvo af gíslunum, báða meðan
á dvöl þotunnar á Kýpur stóð. Þeir
voru báðir greftraðir í Kuwait í
gær.
Flugræningjarnir, sem taldir eru
vera átta, sögðu í yfirlýsingu í gær
að þeir vildu fá að skýra markmið
sín. Sögðust þeir vilja fá látna lausa
bræður sína, sem dæmdir heföu
verið fyrir aðgerðir gegn Banda-
Læknir fór í gær um borð i þotuna, að beiðni flugræningjanna sjálfra.
Hann skoðaði tíu af farþegunum og sagði að enginn þeirra ætti við alvar-
leg vandamál að stríða. Simamynd Reuter
ríkjamönnum og vestrænum auðæfum fslam og raskað einingu
hagsmunum, sem rænt hefðu Arabaþjóða.
Fimm letust
í sprengjutilræði
Kona úr bandaríska flotanum
var meðal þeirra fimm sem létust
þegar bílasprengja sprakk fyrir ut-
an klúbb bandarískra hermanna í
Napólí á Ítalíu í gær. Hinir fjórir,
sem biðu bana í sprengjutilræðinu,
voru ailir ítalir. Fimmtán manns
eru sagðir hafa særst, þar á meðal
nokkrir Bandaríkjamenn.
Tvö ár voru liðin í gær frá loftár-
ás Bandaríkjamanna á Trípólí og
Benghazí í Líbýu og er ekki talið
ólíklegt að arabískir skæruliðar
hafl staðið að sprengjutifceðinu.
Engin hryðjuverkasamtök höfðu í
morgun lýst yfir ábyrgð á verknaö-
inum. Dagblaðið II Mattino í Napólí
útilokaði í morgun að mafían eða
aðrir ítalskir glæpamenn hefðu
þama átt hlut að máli.
Bandarískir embættismenn vildu
í gær ekki segja hvort um tengsl
gæti verið að ræða milli þessa
sprengjutilræðis og þeirra sem
framin hafa verið gegn bandarísk-
um hermönnum í Vestur-Evrópu á
undanförnum árum. Nokkur hafa
verið framin í Grikklandi en mesta
athygli vakti þó þegar diskótek í
Vestur-Berlfn, sem bandarískir
hermenn voru vanir að sækja, var
sprengt í loft upp í apríl 1986.
Bandaríkin sökuðu Líbýu um að
standa að baki þvi tilræði og gerðu
innan viku frá sprengjutilræðinu
loftárásir á Líbýu.
Björgunarmenn að störfum i Napólí þar sem bilasprengja sprakk fyrir
utan klúbb bandarfskra hermanna. Fimm manns létu lífið af völdum
sprengjunnar. -Simamynd Reuter
GARDURINN ÞINN VERÐUR
„GÖTUPRÝDI"
EF ÞÚ KLIPPIR LIMGERÐIÐ
MED
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16, s. 691600.
Mikið verðfall
í Wall Street
Ólafur Amaison, DV, New York:
Mikið verðfall varð á verðbréfa-
markaðnum í New York í gær. Dow
Jones vísitalan féll um rúm hundrað
stig, úr rúmlega 2100 niður í 2000 og
er það eitt mesta hrun síðan í hrun-
inu mikla þann 19. október síðastlið-
inn þegar vísitalan féll um 508 stig.
Ástæða verðfallsins í gær var orð-
rómur um að viðskiptahalli Banda-
ríkjanna hefði orðið meiri í mars en
búist hafði verið við eða 13,8 milljarð-
ar dollara.
Dagurinn byriaði illa á Wall Street
og á fyrsta klukkutímanum féll vísi-
talan um 30 stig. Á hádegi hafði hún
fallið um 40 stig. Þegar vísitalan hafði
fallið um 50 stig bað yfirstjórn verð-
bréfamarkaðarins . í New York
verðbréfasala um að hætta sjálf-
virkri sölu á verðbréfum. Eftir því
var farið. Sjálfvirk sala fer þannig
fram að þegar verð á verðbréfum fer
niður fyrir visst mark þá sjá tölur
um að selja sjálíkrafa verðbréf til að
takmarka tap íjárfestenda. Þegar
verðbréfahrunið varð í október var
talað um að sjálfvirk sala á verð-
bréfum hefði átt mikinn þátt í þvi að
magna upp verðfallið. Verð á verð-
bréfum hlýddi lögmálum markaðar-
ins og þegar framboö verður meira
en eftirspurn lækkar veröiö.
í gær greip hins vegar ekki um sig
söluæði á verðbréfamarkaðnum eins
og gerðist í október. Þess vegna varð
hrunið einungis rúmlega 100 stig.
Það virðist því sem traust manna á
markaðnum sé mun meira nú en í
október. Ekki er því búist við að
áframhaldandi hrun verði á verð-
bréfamarkaðnum þegar hann opnar
í dag.
í Tokýo, Sydney, Hong Kong og
Wellington varð hrun á verðbréfum
í morgun í kjölfar verðfallsins í New
York í gær.
Verðfall þetta hefur orðið til þess
að þátttakendur á fundi alþjóða
gjaldeyrissjóðsins, sem nú stendur
yfir í Washington, eru ekki jafn bjart-
sýnir og áður á batnandi stööu
efnahagsmála í heiminum. Fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna,
James Baker, og kollegar hans víðs
vegar úr heiminum vöruðu þó menn
við aö taka of mikið mark á tölum
um viðskiptahalla eins mánaðar.
Vegna frétta um meiri viðskiptahalla Bandarikjanna í mars en búist hafði
verið við varð mikiö verðfall í Wall Street í gær. -Símamynd Reuter