Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. Fréttir Réttindamissir við töku fæðingaroriofs: Starfsaldur fellur niður sömuleiðis skerðist orlof um átta daga Að sogn Þórunnar Svelnbjörns- dóttur, formanns Starfsmannafé- lagsins Sóknar, verða konur fyrir ýmsum réttíndamissi ef þær taka fæöingarorlof. Hún sagöi aö til að mynda félli starfsaldur niður þá fjóra mánuði sem konur eiga nú rétt á í fæðingarorlofl og sömuleið- is skerðist orlof þeirra um átta daga. Þá sagði Þórunn aö enda þótt nýfallinn dómur í Hæstarétti vem- daöi konur frá uppsögn í starfi ef þær eru vanfærar þá yrðu þær fyr- ir ýmsum óþægindum á vinnu- markaöi. Hún nefndi sem dæmi að margar konur hefðu uppköst á meðgöngutímanum og sumar væru svo illa haldnar að þær gætu ekki unniö. Þær teljast samt ekki vera veikar og fá því ekki veikindadaga greidda. Uppköst á meögöngutíma væru ekki viöurkenndur sjúk- dómur og því væri þetta svona. Þá sagöi hún það ekkert leyndarmál að þar sem vinna væri stopul væri vanfærum konum haldiö frá vinnu eins og hægt er og sagði hún Sókn oft glima viö vandamál af þessu tagi. Deilur hjá bönkunum Loks sagði Þórunn að varðandi greiðslur Tryggingastofnunar rík- isins, sem DV skýrði frá á dögun- um, þar sem í ljós kom að konur veröa alfarið að fara af launaskrá hjá fyrirtækinu, sem þær hafa unn- ið hjá, til aö njóta bóta Trygginga- stofnunar ríkisins í fæðingarorlofi, kæmi einnig upp mikið vandamál hafi viðkomandi unnið á tveimur stöðum. Þá fer aHt í rugling, að sögn Þórunnar. Á næstunni verður haldinn fund- ur formanna aHra starfsmannafé- laga bankanna þar sem rætt veröur meöal annars um það deilumál sem upp er komið vegna fæðingarorlofs bankastarfsmanna. Meðan fæðing- arorlof var 3 mánuðir greiddu bankarnir orlofið. Nú hefur íjórði mánuðurinn bæst við og sá fimmti um næstu áramót. Bankamir vilja áfram greiða 3 mánuði en vilja að Tryggingastofnun ríkisins greiði nú fjórða mánuöinn og þann fimmta þegar þar aö kemur. Þessu neitar l'ryggingastofnun og vill annaðhvort greiöa allt eða ekkert. Ef Tryggingastofnun greiddi allt orlofið myndu starfsmenn missa mikið í launum þar sem stofnunin greiðir aðeins sléttan launataxta. -S.dór Meðferð á meintum skattsvikum Sambandsforstjóra: í höndum ríkisskatta- nefndarí nokkur misseri „Þrátt fyrir að mörg misseri séu liðin frá því að við kærðum úrskurð ríkisskattstjóra til ríkisskattanefnd- ar er engin niðurstaöa komin frá nefndinni. Það lýsir kannski best hversu óljós sök var í þessu máli,“ sagöi Kjartan P. Kjartansson, fram- kvæmdastjóri íjármáladeildar Sambandsins, en hann er einn yfir- manna Sambandsins sem ríkisskatt- stjóri lagði á aukaálögur og skattsektir í kjölfar rannsóknar á bókhaldi Sambandsins fyrir rúmum þremur árum. Ríkisskattstjóri gerði athugasemdir við skattalega meðferð á aukagreiðslum, svo sem þátttöku fyrirtækisins í bifreiðakostnaði, til forstjóra og framkvæmdastjóra Sam- bandsins. „Það er ekkert aö í afgreiðslu þessa máls. Þetta er allt á réttu róli,“ sagði Gunnar Jóhannsson hjá ríkisskatta- nefnd en vildi ekki tjá sig frekar um einstök mál sem eru til meðferðar hjá nefndinni. í ríkisskattanefnd sitja sex manns og afgreiða þeir um eitt þúsund úr- skurði á hveiju ári. Þeir hafa sér til aðstoðar fjóra starfsmenn. „Þaö get- ur legiö mikil vinna á bak við hvern úrskurð. Ríkisskattstjóri flytur mál- ið fyrir nefndinni og oft þarf að afla gagna eftir að mál eru komin hing- að,“ sagði Gunnar. -gse Frá komunni til ísafjarðar. Frá vinstri Kolbrún Skjaldberg, eiginkona Jóns ívarssonar flugmanns, ásamt börnum, Jónína Guðmundsdóttir, eiginkona Harðar, Hörður Guðmundsson, Jón Gunnarsson og Jón ívarsson flugmaður. DV-mynd BB, ísafirði ísafjörður: Nýflugvél bætist í flug- flota Vestfirðinga -fjölmenni tók á móti vélinni við heimkomuna Sigurjón J. Sigurðsson, DV, tsafiröi: Frídagur verkalýðsins, 1. maí 1988, verður lengi í minnum hafður. Þá var brotíð blað í samgöngumálum Vestfirðinga er Höröur Guömunds- son, framkvæmdastjóri Flugfélags- ins Ernis, lentí 1 fyrsta skipti á ísafjaröarflugvelli nýjustu flugvél félagsins sem er glæsileg 20 sæta Twin Otter vél. Til ísafjarðar flaug hann vélinni ásamt Jóni ívarssyni flugmanni og Jóni Gunnarssyni flug- manni sem búsettur er í Kaliforníu. Flugmenn Emis flugu á þeim tveimur flugvélum, sem félagið átti fyrir, á móti nýju vélinni og fylgdu henni eftir síðasta spölinn. Var vél- unum síðan flogið yfir bæinn svo ekki fór á mill mála hjá bæjarbúum að nýja vélin var komin heim. Flogió í sólarhring Mikill manníjöldi safnaöist saman á Ísaíjarðarílugvelli til þess að vera viðstaddur er nýja vélin lentí og færa starfsmönnum Emis hamingjuóskir sínar. Og þegar flugmenn nýju vélar- innar stigu frá borði klöppuðu viðstaddir þeim lof í lófa. Hörður sagöi í samtali við DV að hér væri um að ræða vél sem tæki 20 farþega og tveggja manna áhöfn. Flugu þeir félagar vélinni í einni lotu frá Dupais sem er flugvöllur skammt frá Chicago. Segja má að flogið hafi verið stanslaust í 24 tíma því rétt var lent til að taka eldsneyti. Fariö var með véhna til Akureyrar á mánudaginn í skoðun og er vonast til þess aö hún veröi tekin í notkun nú fyrir helgi. Vélin verður aðallega notuð í póstflugið um Vestfiröi og er fyrirsjáanlega mikil hagræöing í því því að hingað til hefur þurft að marg- skipta póstfluginu vegna takmark- aðra flutningsmöguleika eldri véla félagsins. Að lokum sagði Hörður aö hann hefði verið mjög glaður að sjá hve margir komu á flugvöllinn til þess að taka á móti honum og vélinni. „Ég átti ekki von á svona móttökum, það var virkilega gaman að þessu." í dag mælir Dagfari Landinu lokað Fólk, sem hefur viljaö fá útrás fyr- ir kraftadellu sína, fer oftast í lyftíngar eða hnefaleika, karate eða júdó. Aðrir verða fullir og lemja menn á veitingahúsum. Kraftana nota menn til að sýna yfirburði sína yflr ööru fólk og beita líkam- legu valdi til aö beygja aðra tíl hlýðni. Barsmíðar eru til að mynda algengar í hjónaböndum þar sem karlinn lemur kerlinguna tíl aö halda völdum sínum á heimilinu. í útlöndum hafa minnihlutahóp- ar og frústreraöir öfgamenn fundiö upp það ráð á síðari árum að her- taka flugvélar og halda farþegum í gíslingu tíl aö sýna mátt sinn og megin. Flugfélög og jafnvel heHu ríkisstjórnirnar hafa verið í mestu vandræðum með að ráða niðurlög- um þessara brjálæðinga og hafa slík átök kostað mörg mannslífm. En núna þurfa menn ekki lengur að stunda kraftlyftingar sér til skemmtunar né heldur að ganga í öfgasamtök erlendis tíl að hertaka flugvélar. Nú er nóg aö ganga í Verslunarmannafélag Suðumesja og ýmis önnur verslunarmannafé- lög á íslandi tíl að fá útrás fyrir valdafíkn sína og kraftaþörf. Verk- faUsverðir í þessum valinkunnu stéttarfélögum hafa tekið aö sér að lemja á farþegum sem vilja úr landi og beijast með hnúum og hnefum gegn því að fólk fái far meö flugvél- um tíl og frá landinu. Munurinn er sá einn að í stað þess að ræna flugvélunum á lofti hafa Suður- nesjamenn einbeitt sér að því að flugvélarnar komist ekki á loft, aö minnsta kosti ekki með farþega innanborðs. Flugleiðir hafa tekið þátt í þess- um leik með því aö gera sífellt tilraunir til að halda uppi starfsemi og flugsamgöngum milÚ íslands og umheimsins. Satt að segja hélt maður að Flugleiðir mundu verða bæði fegnir og glaðir þegar flugið yrði stoppað enda tapar félagið stórfé á hverjum degi og á hverju flugi og það tap mundi snúast upp í gróða þegar flugið félli niður. En Flugleiðir vilja halda áfram að tapa og standa í þeim ótrúlega misskiln- ingi að íslendingar og útlendingar þurfi að ferðast til og frá landinu og auk þess hafa Flugleiðir senni- lega skilning á því að einhvers staðar þurfa kraftakarlar og minni- hlutahópar að fá útrás. Þess vegna fer þessi hasarleikur fram í Kefla- vík og svo eru þeir komnir í ratleik líka og farþegar eru sendir fram og tfl baka milli Keflavíkur og Reykjavíkur og tíl Keflavíkur aftur tU að viUa um fyrir kraftlyftinga- mönnunum í verslunarmannafé- lögum. Bófahasarinn gengur sem sagt út á það aö smygla farþegum úr landi án þess að láta berja þá fyrst og verkfallsverðirnir eiga síð- an að hafa uppi á þeim fóðurlands- svikurum sem ætla að fara úr landi án þess að mega það. Og nógir eru um boðið sem hafa gaman af svona bófahasar. Fólk þarf ekki annað en að panta far meö Flugleiðum hvert á land sem er og þá er innifalin óvissa hvort ferðin veröi farin, barsmíðar á KeflavíkurflugveUi og laumuspU hvaðan farið veröur. Þeir sem ekki hafa áhuga á að ganga í gegnum þetta þolpróf verða að sætta sig við þá nútímastaöreynd að ísland sé lokað land og þeir veslingar frá útlöndum sem hafa glapist til að heimsækja okkur hér upp á Storm- skerið mega dúsa hér þangað til kraftlyftihgamönnunum í verslun- armannafélaginu á Suðumesjum þóknast að hleypa þeim úr landi. Hvað erum við líka að halda uppi flugsamgöngum, hvetja ferðamenn til að koma til landsins og hvern fjandann þurfum við að fara tH út- landa í tíma og ótíma? Og það löngu áður en venjulegt fólk fer á fætur, sem hefur orðið til þess að Suður- nesjamenn í verslunarmannafélag- inu fá ekki svefnfrið og eru komnir á fætur fyrir allar aldir til aö sjá til þess að enginn fari úr landi sem ekki á héðan erindi. En þá kemur líka á móti að þeir fá útrás fyrir krafta sína og valda- fíkn og þetta er góð auglýsing fyrir stéttarfélagið þeirra, sem nú ætti að taka upp æfingar í barsmíðum og ratleikjum strax og þessu verk- falli lýkur. Það kemur verkfall eftir þetta verkfall, enda getur það ekki gengið von úr viti að fólk komist frjálst ferða sinna tU og frá landinu öðruvísi en aö vera barið duglega fyrir brottfór. Enda eru eiginkonur ekki lamdar á Suðurnesjum. Þar lemja þeir farþega í staðinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.