Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. 21 íþróttir síðustu helgi með liði sínu, Gummers- s sem áunnist hefur," sagði Kristján í i mikinn þátt i að liðinu tókst að tryggja g félagar höfðu tekið við sigurlaunum ki. Símamynd DPA verja er í kvöld: u með li lið rörður íslands sex ár síðan ég lék síðast eru breyting- arnar ekki svo miklar. Atli og Pétur Ormslev eru enn í liðinu og hlutirnir ganga fyrir sig á svipaðan hátt. ísland hefur þó náð hagstæðari úrslitum að undanfórnu en oft áður, eins og gegn Frökkum, Sovétmönnum og Norðmönn- um í síðustu Evrópukeppni. Ef vörnin verður jafngóö og í Noregi í fyrrahaust, allir tala saman og vinna hver fyrir ann- an, þá kvíði ég engu,“ sagði Guðmundur. „Ungverjar eru vissulega með léttleik- andi hð,“ hélt hann áfram, „en ef við leikum af krafti og baráttan er í lagi þá náum við þokkalegum úrslitum. Miklu máli skiptir að hefja leikinn vel, ef fyrsti hálftíminn er góður getur allt gerst. Aðstæður á Nep eru frábærar, gerast varla betri, og það því ekki hægt annað en að líta björtum augum á þennan leik,“ sagði Guðmundur Baldursson. ittleikur: iðar með Itaskóla rður í Hafnarfirði Námskeiðið verður sett miðvikudag- inn 25. maí klukkan eitt í matsal Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Hámarks- fjöldi þátttakenda verður 60. Þátttökutilkynningar og gjöld sendist á póstgíróreikning nr. 50950-7 á pósthúsi Hafnarfjaröar. Allar nánari upplýsingar veita þeir Geir Hallsteinsson, Sævangi 10, 220 Hafnarfirði, sími 50900, og Viðar Símonarson, Hlíðarbyggð 47, 210 Garðabæ, sími 656218. Astand knattspymuvalla víða um ff Hér treysta menn * - * ■ . kk á guð almattugan - útlrt fyrtrað fresta þurfi leikjum í 1. umferð íslandsmótsins Svo virðist sem ástand knatt- spyrnuvalla víöa um land sé mjög slæmt og á sumum stöðum mun verra en á sama tíma í fyrra. Ljóst er að fyrirhuguð niðurröðun móta- nefndar Knattspyrnusambandsins mun raskast og þegar hefur leik Akureyrarfélaganna KA og Þórs, sem fram. átti að fara 15. maí, verið frestað. Við fórum á stúfana í gær og athuguðum ástand þeirra valla sem leikir 1. umferðar íslands- mótsins í 1. deild karla eiga að fara fram á og hófum leikinn í Laugar- dalnum. „Gervigrasið verður nauðlending" „Það er aðeins að koma grænn litur á völlinn en þetta er verra ástand en í fyrra," sagði Jóhannes Óli, vallarstjóri i Laugardal, í sam- tali við DV i gær. „Það var mjög kalt í apríl og þaö er ekki nema vika síðan það fór að sjást líf á vell- inum. Það er þó ekkert kalið. Valbjarnarvöllur er svipaður, mað- ur myndi þó frekar láta hann hafa það heldur en aðalleikvanginn. Þaö eru landsleikir í ólympíukeppninni á dagskrá hér á Laugardalsvellin- um 24. maí gegn Portúgal og 29. maí gegn ítölum og viö verðum bara aö vona það besta. Menn hafa verið aö ræða um það að lengja keppnistímabilið hér á landi en þeir hafa ekki gert sér grein íyrir því að ekki er hægt að færa ísland sunnar á landakortiö,“ sagði Jó- hannes Óli. „Okkar völlur verður bestur“ Hreinn Óskarsson, vallarstjóri á Akureyri, sagði í samtali við DV í gær að vellimir á Akureyri væru mjög blautir en þeir yrðu væntan- lega tilbúnir á svipuðum tíma og venjulega. „Ég á von á því að völl- urinn niðri í bæ verði sá besti á landinu eins og venjulega. Það er alveg út í hött aö byija að leika á vellinum 15. maí. í fyrra var fyrst leikiö á vellinum í byrjun júni. Vellimir era ekki farnir að grænka ennþá en ef veður hlýnar kemur þetta fljótlega,“ sagði Hreinn. KR-völlurinn farinn að taka við sér Birgir Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, sagði í gær að KR-völlurinn væri farinn að taka viö sér. KR- ingar eiga að leika á heimavelli sínum gegn Víkingi þann 15. maí og sagðist Birgir reikna með því PJV "it''■*£ Ídf: & .i=SS: að leikurinn myndi fara frara á til- settumtíma á heimavelli KR-inga. Óvíst með Keflavik Keflvíkingar eiga að leika gegn Völsungi 15. maí og er tahð nyög óvíst hvort sá leikur getur farið fram á tilsettum tima. Völlurinn hefur oft komiö illa undan vetri og er ekki í góðu ástandi nú. „Háir snjóskaflar í kringum völlinn á Ólafsfirði“ Leiftur frá Ólafsftrði á aö leika fyrsta leik sinn í 1. deild 15. maí gegn Akumesingum. Veturinn hef- ur verið snjóþungur á Ólafsfirði sem annars staðar á Noröurlandi. „Þaö eru núna á milli tveggja og þriggja metra háir snjóskaflar í kringum völlinn hér á Ólafsfirði en vöhurinn er svo til auður. Strák- arnir hafa getað æft á öðrum helmingi vallarins og ég tel aö við þurfum góða viku til að allt geti komist í gott lag. Við munum ör- ugglegatakaá raóti Akuraesingum 15. mai,“ sagði Þorsteinn Þorvalds- son, formaöur knattspymudeildar Leifturs, í samtah við DV í gær. • Af framansögöu má ljóst vera að aUar líkur eru á að í það minnsta tveimur leikjum verði frestað í 1. umferðinni í 1. dehd. Það eru leikir KA og Þórs og leikur Fram og Vals sem er á dagskrá 16. maí. Þeir leik- ir sem ættu að geta farið fram eru því Leiftur - ÍA, ÍBK - Völsungur og KR - Víkingur, aUir 15. maí. Einn viðmælenda DV í gær sagði að þar treystu menn nú á guð al- máttugan og svo er vist víöa þessa dagana. -SK • Laugardalsvöllur Ijær á myndinni en Valbjarnarvöllur nær. Báðir eru vellirnir i frekar slæmu ástandi og óvist hvort hægt verður að leika fyrstu ieiki Islandsmótsins i Laugardalnum. DV-mynd EJ Omólfur og Guðrún sigmðu í samhliðasvigi - í rennsliskeppni náðu keppendur yflr 100 km hraða Knattspyma: Kxistján Bemburg, DV, Belgíu: Stuðningsmenn Mechelen eru mjög óánægðir með hversu fáa miða þeir fá á úrslitaleik Evrópu- keppninnar en þar mætir félag þeirra Ajax frá Hollandi Gífur- legur áhugi er fyrir þessum leik í Belgíu enda um nágrannaein- vígi að ræða. Mechelen fékk 9600 miða á leikinn, sem fer fram í Strasbourg í Frakklandi. Seldust miðarnir upp á örfáum klukku- stundum. Ajax fékk sama fjölda en um 20 þúsund miðum er dreift inrtan aðildarlanda EUFA og inn- an franska knattspyrnusam- þandsins. Völlurinn tekur tæp 50 þúsund en ef að líkum lætur verður ekki svo mörgum heimil- aður aðgangur vegna öryggisráð- stafana. Samhliðasvig skíðadeildar Ár- manns fór fram sl. laugardag í Bláfjöllum. Góð þátttaka var í mót- inu og voru keppendur frá öllum helstu skíðastöðum landsins. Veður var hið besta og aðrar aðstæður góð- ar. Undankeppni var fyrir hádegi og úrslitakeppni eftir hádegi. • Úrslit urðu þessi: Kvennaflokkur: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir..Akur. 2. Þórdís Hjörleifsdóttir.....Víkingi 3. Unnur Valdimarsdóttir ...Ólafsflrði Karlaflokkur: 1. Ómólfur Valdimarsson......ÍR 2. Daníel Hilmarsson.....Dalvík 3. Árni Þór Ámason.........Árm. • Vegleg verðlaun voru í boði og fengu sigurvegarar flug og bíl að verðmæti 20 þúsund krónur. • Á sunnudeginum var haldið brunmót eða rennsliskeppni. Kepp- endur renndu sér frá toppi Bláfjalla og beint niður. Farnar voru tvær ferðir og samanlagður tími látinn ráða. Mótiö tókst í aha staði mjög vel þrátt fyrir snjómuggu. Tahð er að keppendur hafi náð yfir 100 km hraða þar sem best lét. • Úrsht urðu þessi: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir.Akur. 2. Þórdís Hjörleifsdóttir..Víkingi 3. Margrét Ingibergsdóttir...Fram Karlaflokkur: 1. Elías Bjamason.............Fram 2. Örnólfur Valdimarsson..........ÍR 3. Árni Sæmundsson............Arm. • Mótið í heild var haldið í tilefni þess að 100 ár eru hðin frá stofnun Glímufélagsins Ármanns. -JKS • Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri og Örnólfur Valdimarsson, ÍR, sig- urvegarar i samhliðasvigi í Bláfjöllum um helgina á vegum skíðadeildar Ármanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.