Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. 15 Fjárfestingarfýrirtækin: Eru þau að drepa ís lensk atvinnufyrirtæki? Staða peningamála hér á landi er með slíkum eindæmum að ég hygg að hvergi í víðri veröld fyrirf- innist önnur eins vitleysa. Mig langar til að sýna á einfaldan hátt hvernig þessu er varið. Úr erlendu bankakerfi Á undangengnum mánuðum hsifa komið hér upp fjárfestingarfé- lög sem lána fé til kaupa á tækjum og búnaði til fyrirtækja. Fé þetta, sem fjárfestingarfélögin hafa til umráða, kemur að langstærstum hluta, ef ekki að öllu leyti, úr er- lendu bankakeríi, er fengið á lágum vöxtum, án verðtryggingar. Hins vegar eru þessir peningar lánaðir frá íjárfestingarsjóðum hér á hæstu vöxtum og fullverðtryggð- ir, þannig að raunvextir á þessu erlenda fjármagni geta orðið á bil- inu 45-55% eða meira eftir árferði. Mismunur, þ.e.a.s. vaxtamunur erlendis og hér + verðtrygging, fer beint í vasa fjárfestingarfélaganna og er síðan lánað aftur með sama hætti og erlenda fjármagnið. Bankakerfið er hins vegar ekki í stakk búið til að mæta þeirri láns- þörf sem fyrirtækjarekstur hér er í. Það er vegna þess að þeim fjár- munum er stýrt af ríkisstjóm og Seðlabanka. Peningar bankanna eru að mestu fé sparifjáreigenda sem lána fé til banka á vöxtum auk verðtryggingar. Nú er svo komið að þónokkur hluti landsmanna lifir eingöngu á verðtryggingarpening- um. Varðveisla spillingarinnar Það er því deginum ljósara að rekstur íslenskra fyrirtækja á í harðri baráttu til að halda lífi. Fyr- KjaUarinn Kristján B. Þórarinsson framkvæmdastjóri Eg held að það séu meira og minna menn sem efnuðust á átt- unda áratugnum og leggja nú allt í sölurnar við að varðveita efni sín með verðtryggingu. Mér virðist að íslenskt þjóðlíf sé mjög spillt peningalega og varð- veisla spillingarinnar sé í höndum forsvarsmanna þjóðfélagsins. Það fmnst t.d. öllum sjálfsagt að opin- berar stofnanir kaupi og byggi yfir starfsemi sína dýrindis halhr og skaffi forustumönnum bifreiðar af dýrusfu og bestu gerð og sjái þess- um sömu aðilum fyrir dýrindis reisum á næstum hvaða máta sem er. Upp á líf og dauða Þetta kostar peninga sem fengnir eru með beinum sköttum, matar- sköttum o.s.frv. Það virðist alveg sama hvernig „Það skyldi þó aldrei vera að stærsti hluti þings og meirihluti ríkisstjórnar séu fyrrverandi embættismenn ríkis og bæja?“ irtæki sjá fólki fyrir lífsafkomu en eru þrautpínd af lögum sem alþingi og ríkisstjórn varðveita eins og sitt eigið hf. Þess vegna vaknar sú spurning hvernig samsetning al- þingis sé. Það skyldi þó aldrei vera að stærsti hluti þings og meirihluti ríkisstjórnar séu fyrrverandi emb- ættismenn ríkis og bæja? Til dæmis kennarar, prófessorar, fyrrverandi sýslumenn, bæjarstjórar o.s.frv. þessir sömu aðilar stjórna fyrir- tækjum sínum, þeir bera enga ábyrgö, ef fjárlög nægja ekki er bara farið fram á aukafjárveitingar sem alþingi samþykkir nær undan- tekningarlaust og forustumenn fyrtækjanna fá fálkaorðuna fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar. En ef almennir einstaklingar berjast í að koma sínum fyrirtækj- um áfram er eins og það sé af hinu „Stjórna þarf sölu á fiski á erlenda fiskmarkaði, “segir m.a. i tillögum greinarhöfundar. illa ef mönnum tekst að reka fyrir- tæki sín með hagnaði, sem ætti þó að vera þjóðhagslega hagkvæmt. Ég þori að fullyrða að 70-80% af atvinnurekendum í landinu berjast upp á líf og dauða fyrir að halda fyrirtækjum sínum gangandi en geta ekki hætt. Þeir reyna að halda rekstri fyrirtækja sinna áfram með öllum tiltækum ráðum í von um að það komi betri tímar. Þeir hrein- lega geta ekki hætt rekstrinum þótt þeir vildu. Tillögur í lokin vil ég leggja til eftirfar- andi: 1. Fækka þingmönnum (því verr reynast mér heimskra manna ráð er þeir koma fleiri saman). 2. Gera menn, sem ráðnir eru til opinberra starfa, ábyrga fyrir fjárreiðum fyrirtækja sinna á sama hátt og hina almennu at- vinnurekendur. 3. Afnema verðtryggingu af láns- fé eða gefa almennum borgur- um færi á að fá lán í erlendum bönkum. Ef það er ekki hægt, opna þá íslenska banka meö erlendu fé á sömu kjörum og gæðingar fjárfestingarfyrir- tækjanna fá, þ.e.a.s. lágum vöxtum án verðtryggingar. 4. Stjórna sölu á fiski á erlenda fiskmarkaöt. Það er ekki nóg að stjórna fiskveiöum en ekki sölu. 5. Vinna að enduruppbyggingu á landsbyggðinni og finna upp ný atvinnutækifæri en ekki teyma aUan landslýð frá landsbyggð- inni á höfuðborgarsvæðið í þjónustustörf, sem getur varla verið þjóðhagslega hagkvæmt. 6. Gera nýja og róttæka byltingu í landbúnaði með fiskeldi og annan arðbæran iðnað í huga. 7. Minnka opinbera stjórnsýslu um 50%. Hún er allt of dýr fyr- ir ekki stærri þjóðfélag. Kristján B. Þórarinsson V Fræðsluherferð vegna fóstureyðinga Eg vil endurtaka þakkir mínar til hr. Þorvalds Garðars Kristjáns- sonar og frú Huldu Jensdóttur, ljósmóður og forsvara Lífsvonar, vegna baráttu þeirra fyrir mann- helgi og framtíð íslensku þjóðar- innar. Eg skora á þau að setja af stað fræðsluherferð vegna fóstur- eyðinga og gera ráðstafanir til að útvega myndbönd um fósturskeið- ið í móðurkviði og um framkvæmd og aðferðir við fóstureyðingar, ásamt umræðum og skoðunum, m.a. þekktra sérfræðinga. Þættina ætti að sýna í sjónvarpinu sem aUra fyrst. Ég er viss um að ef fólk fengi að kynnast þessu máU í raun og sæi þessar aðfarir með eigin augum, myndu flestir sem eru fylgjandi frjálsum fóstureyðingum í dag endurskoða hug sinn. Raunveruleikann í dagsljósið Það er mikilvægt í þessu máU sem og öðrum að með óheftri fræðslu og umræðum er hægt að draga raunveruleikann í dagsljósið og þá er almenningur færari um að gera upp hug sinn og mynda sér skoðanir um máhð. Það er besta leiðin til að létta af þessum ófógn- uði. Ég vona að alþingismenn og -kon- Kjallariim Asdís Erlingsdóttir húsmóðir í Garðabæ úr gildi fóstureyðingar af félagsleg- um ástæðum (hjá heUbrigðum konum). Ennfremur að Borgara- flokkurinn endurskoði það í frumvarpi sínu að skattgreiðendur borgi fyrir að deyða lífsvon heil- brigðs fósturs heilbrigðra ungl- ingsstúlkna. Ef sú grein nær fram að ganga gæti aíleiðingin orðið hvati fyrir unglingsstúlkur að iðka lauslæti því þær gætu hugsað: „Ekkert mál, bara að láta eyða því!“ Fjár- magninu væri betur varið m.a. til að hjálpa unglingsstúlkum til að meta lífsvon eigin fósturs. Breytingar verður að gera Ríkisvaldið á að leitast við að vernda líf þegna sinna með meiru en bílbeltaskyldu og bílljósum. Al- „Fjármagninu væri betur varið, m.a. til að hjálpa unglingsstúlkum til að meta lífsvon eigin fósturs.“ Fræðslu og umræðu um fóstureyöingu í dagsljósið, segir greinarhöfund- ur. ur eigi eftir að samþykkja tillögu Borgaraflokksins þess efnis að fella þingismenn og -konur verða að gera breytingar á núgildandi fóstu- reyðingarlögum til að vernda óborið líf í móðurkviði. Hr. Tryggvi Helgason flugmaður á einnig þakkir skildar fyrir grein- ar sínar og tilvitnanir í fræðilegar staðreyndir um fósturskeiðið og fóstureyðingar, sem hafa birst að undanfómu í DV. Ég spurði ungan pilt hvort hann hefði lesiö þessar greinar eftir Tryggva Helgason í DV. Hann svaraði með þóttasvip: Nei-hei, og fannst að efnið kæmi sér ekkert við. En samt gerði hann það fyrir mig aö lesa þá grein sem birtist með myndinni, er sýndi fóstrið sem var að deyja í fótunni. Eftir lestur greinarinnar sagði hann: Guð almáttugur! Ég trúi ekki að það sé svona! Ásdís Erlingsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.