Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. Sviðsljós DV Ólyginn sagði... Eric Clapton - gítarleikarinn og lagasmiður- inn snjalli - hefur alla tíð þótt nokkuð djarftækur til kvenna. Hann hefur hingað til þurft að játa á sig 2 böm sem hann gat í framhjáhaldi og nýlega bættist það þriðja við. Þessi böm hefur hann átt með jafnmörgum kon- um. Eiginkona Claptons, Patti, sem hefur verið gift honum síð- astliðin 7 ár, hefur nú farið fram á skilnað og það kemur ekki mörgum á óvart. Staðurinn hefur stækkað Skemmtistaðurinn Lækjartungl hefur notið vinsælda síðan hann var opnaður rétt eftir áramót. Nú fyrir skömmu var opnað diskó- tek í bíókjallaranum og bættust þá við sæti fyrir gesti staðarins, en þau munu hafa yerið af skornum skammti í Lækjartungli. í kjallaranum er spiluð önnur tón- list en á hæðunum fyrir ofan og sér diskótekari, sem hefur viðurnefnið „bigfoot" (stórfótur), um að þeyta skífum þar. Ljósmyndari DV kom við á Lækjartungli fyrir skömmu þegar hljómsveitin „Síðan Skein Sól“ spil- aöi fyrir dansi, og var greinilegt að fjölmargir gestir skemmtu sér vel. Söguleg stund Síðastliðinn föstudagur markaði þáttaskil í sögu kon- unglega óperuhússins í London þegar fyrsta konan stjórnaði tónverki þar. Það var stjórnandinn Sian Ed- wards sem stjómaði verki eftir tónskáldið Michael Tipp- ett sem ber heitið The Knot Garden og var það flutt í nýj- um búningi. Sian þessi Edwards þykir mjög hæfileikamikill stjórn- andi, svo hæfileikamikil að forráðamenn konunglega óperuhússins í London hafa séð ástæðu til þess að ráða hana til starfa næstu þrjú ár- Sian Edwards ásamt tónskáldinu Sir Mic- in. hael Tippet. Símamynd Reuter Stór hluti stúlknanna, sem taka þátt i Miss Universe fegurðarsamkeppn- inni, tók sig til og stillti sér upp fyrir Ijósmyndara á strönd rétt fyrir utan Taipei, höfuðborg Taiwan. Anna Margrét Jónsdóttir, fulltrúi íslands, var meðal þeirra en hún sést standandi beint á móts við Ijósmyndarann fyrir miðju. Símamynd Reuter Fegurð á Taiwan Anna Margrét Jónsdóttir er nú stödd á Taiwan til þess að taka þátt í Miss Universe fegurðarsamkeppninni. Henni gafst kostur á því fyrir nokkmm dögum að fara á tónleika með Stevie Wonder en hann kom við á Taiwan á hljómleikafor sinni um Austurlönd íjær. Keppnin mun fara fram í höfuðborginni, Taipei, og verður sjónvarpað víða um heim 24. maí. Cecilia Bolocco, sigurvegari síðasta árs, sem er frá Santiago í Chile, mun krýna sigurvegara þessa árs. Mickey Rourke hafnaði nýverið ansi athyglis- verðu hlutverki sem honum bauðst. Breskir kvikmyndafram- leiðendur buðu honum að leika hlutverk Eddies Edwards, skíða- stökkvarans breska sem varð síðastur á ólympíuleikunum, en hann hlaut heimsfrægö fyrir það. Fjölmargir aðilar hafa sýnt áhuga á að gera mynd um ævi Eddies. Dustin Hoffman bar því við að hann væri önnum kafinn við tökur á annarri mynd, Rain Man, og gæti þess vegna ekki tek- ið hlutverkið að sér. Gestir voru fjölmargir í Lækjartungli þetta kvöld og það var þröng á þingi á dansgólfinu. DV-myndir Ragnar S Hljómsveitin „Síðan Skein Sól“ spil- aði fyrir dansi í Lækjartungli og það er söngvari hljómsveitarinnar, Helgi Björnsson, sem hér þenur radd- böndin. er þekktur fyrir að leggja sig allan fram við leik í hlutverkum sínum, sama hvers hlutverkið krefst af honum. Hann tók nýlega að sér hlutverk munksins Frans af Assisi sem var uppi á 13. öld. Myndin fjallar um líf og starf munksins fræga sem Fransiskus- reglan er kennd við. í einu atrið- inu átti að fá staðgengil til þess að leika Frans þegar hann kom nakinn fram en Rourke hafnaöi öllu slíku og heimtaði að fá að leika atriðið sjálfur. Dustin Hoffman Harry, sonur Karls og Díönu, var svo óheppinn að erfa eyrnalag föður sins og fer þvi i sérstaka aögerð til þess aö pressa eyrun nær höföinu. Óheppilegt eymalag Karl Bretaprins hefur alla tíð þótt eymastór í meira lagi og það sem verra er með sérlega útstæð eyru og hann hefur liðið önn fyrir lýtin. Þó kvaldist hann meira á sínum yngri árum, það er að segja áður en hann fór í sérstaka aðgerð til þess að pressa eyrun nær höfðinu. Við þess konar aðgerð er bijósk fjarlægt úr eyrunum með skuröaögerð og við það press- ast eyrun meira aftur og nær höfðinu. Þessi aögerö er tiltölulega létt í framkværad og því nokkuð algengt að fólk með svona lýti fari í þessa aðgerð. Eyrun verða eílítiö þrútin nokkra in 10 dögum eför aðgerðina. hefur bersýnilega erft eyru fóður sins en ekki móður sinnar. Harry litli þykir frekar feiminn strákur og á þess vegna ákaflega bágt þegar skóla- systkini hans stríða honum vegna eyrnanna. Þess vegna hafa Karl og Díana ákveðið að láta Harry í sömu aögerð og Karl fór í ef það mætti verða til þess að bjarga honum undan striðni skólafélaganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.