Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. 9 Utlönd Fundu sprengju i her- buðum Breski herinn fann í gær sprengiu í bifreið í herbúðum í Vestur-Þýskalandi og tókst að gera sprengjuna óvirka. Ura svip- að leyti tilkynnti v-þýska lögregl- an ,að hún hefði nú fundið visbendingar sera hjálpað gætu við leitina að írsku hermdar- verkamönnunum sem stóðu að tilræðunum í Hollandi um síð- ustu helgi. Þrír breskir hermenn létu lífið í tilræðunum tveim, sprengjutilræði þar sem tveir breskir hermenn létu lífið og skotárás þar sem einn hermaður var skotinn til bana. Tahð er að árásir þessar hafi verið geröar í hefndarskyni vegna þess er breskir hermenn felldu þrjá fé- laga úr írska lýðveldishemum á Gíbraltar fyrir nokkru. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á bílsprengjunni sem fannst í gær á hendur sér. Hún fannst í búðum sem hýsa um fjögur þúsund breska hermenn og fjölskyldur þeirra. Talsmaður breska hersins sagði að hermaður hefði fundiö sprengjuna í bifreið með bresk- um hemúmerum. Taliö er aö tilræðismennimir, sem stóðu að árásunum í Hol- landi, hafi fiúið yfir landamærin tíl V-Þýskalands að verknuðum sínum loknum. V-þýska lögregl- an hefur ekki gefið upp hvort vitaö er hverjir tilræðismennim- ir em. Nálgast sýrlenskt yfírráðasvæði Studdir harðri stórskotahríð sóttu ísraelskir hermenn og bandamenn þeirra í Suður-Líbanon í morgun inn í tvö þorp til viðbótar í Bekaadalnum, aðeins fáeina kílómetra frá yfirráða- svæði Sýrlendinga. í gær gerðu ísraelsmenn innrás í íjögur þorp í Líbanon í leit sinni að palestínskum skæruliðum. Einnig gerðu ísraelskir fallhlífarhermenn leit að skærulið- um í fjalllendi. Þorpin tvö, sem gerð var atlaga að í morgun, em undir stjórn þjóðvarð- Mða sem hliðhollir eru íransstjórn en einnig stuðningsmenn Sýrlend- inga. Samkvæmt fréttum snemma í morgun mætti innrás ísraelsku her- mannanna og bandamanna þeirra engri mótstöðu. Um tíu þúsund sýrlenskir her- menn, sem staðsettir eru i Bekaa- dalnum, hafa verið í viðbragðsstöðu frá því á mánudagskvöld er ísraels- menn hófu sókn sína inn í Líbanon. ísraelskir leiðtogar lýstu því yfir í gær að innrás þeirra muni ekki leiða til átaka við sýrlenska hermenn. Segja þeir innrásina eingöngu vera gerða í þeim tilgangi að leita að skæruliðum og segja hana vera svar við sókn skæruliða inn fyrir landa- mæri ísraels. Frá áramótum hafa fimm ísraelskir hermenn og sautján skæruhðar látið lífið í átökum sem orðið hafa í átta tilraunum skæruliða til aö laumast inn í ísrael. israelskir herbilar nálægt þorpinu Ain Aata í Bekaadalnum i gær þar sem ísraelskir hermenn og libanskir banda- menn þeirra leituðu að palestínskum skæruliðum. Simamynd Reuter Utanríkisráðherra Angóla, Afonso Van-Dunem, í London þar sem hann tek- ur þátt i viðræðum til að binda enda á borgarastyrjöldina i Angóla. Simamynd Reuter Reyna að koma á friði í Angóla Þær fiórar þjóðir, sem á einhvern hátt tengjast borgarastyrjöldinni í Angóla, halda í dag áfram fundar- höldum sínum í London um hvernig koma megi friði á í landinu. Fundur þeirra hófst í gær en ekki hefur ver- ið gefið upp hvort verulegur árangur hafi náðst. Það eru fulltrúar frá Suð- ur-Afríku, Angóla, Kúbu og Banda- ríkjunum sem ræðast við. Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúar þjóðanna hittast til að ræða um nær- veru kúbanskra og suður-afrískra hermanna í Angóla og sjálfstæði fyr- ir Namibíu sem er undir stjóra Suður-Afríku. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suð- ur-Afríku fara fram á að kúbönsku hermennirnir, sem taldir eru vera um fiörutíu þúsund talsins í Angóla, fari frá landinu. Kúbanir aðstoða stjórnarherinn við að hrinda innrás suður-afrískra hermanna sem eru bandamenn unita-skæruliða. Banda- ríkjamenn styðja unita-skæruliða í baráttunni gegn stjórnvöldum. Sov- étríkin, sem sjá stjórnarhernum fyrir vopnum, taka ekki beinan þátt í viðræðunum í London. Enn einn stór- sigur Dukakis Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachusetts, vann enn einn stór- sigur sinn í forkosningum demó- krata í Ohio og Indianafylkjum í gær. Dukakis, sem nú er talinn ör- uggur um útnefningu sem forseta- efni demókrata í forsetakosningun- um í nóvembermánuði næstkomandi, hlaut um tvöfalt fleiri atkvæði í forkosningunum í gær heldur en Jesse Jackson sem nú er eini keppinautur Dukakis um út- nefningu. í Indiana virtist Dukakis ætla að fá um sextíu og sjö af hundraði at- kvæöa en Jackson aðeins um tuttugu og fimm prósent. í Ohio, sem er mun mikilvægara fylki, virtist Dukakis halda um sextíu og fimm prósent atkvæða á meðan Jackson hlaut að- eins um tuttugu og fiögur prósent. Jackson vann hins vegar afgerandi sigur í þriðju forkosningunum sem fram fóru í gær. Var það forval demó- krata í Washington DC, höfuðborg landins. Jackson virtist ætla að fá þar um sjötíu og sjö prósent atkvæða demókrata en Dukakis aðeins liðlega tuttugu prósent. íbúar Washington DC eru að mestum hluta til þeldökk- ir, enda kemur þessi sigur Jacksons, sem er einn af leiðtogum svartra i Bandaríkjunum, engum á óvart. George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, vann stórsigur í forkosn- ingum repúblikana í bæði Ohio og Indiana. Bush, sem þegar hefur tryggt sér tilnefningu sem forsetaefni Repúbhkanaflokksins, mætti nær engri andstöðu í þessum fylkjum. Aðeins sjónvarpsprédikarinn Pat Robertson reyndi eitthvað að sporna við sigri Bush en þar sem hann hefur í raun hætt vjrkri baráttu fyrir til- nefningu var sú keppni hans máttlítil Bush hlaut yfir áttatíu prósent at- og árangurslaus. kvæða repúblikana í báðum fylkjum. ■.... ...... rfer’i / _________________________í__j_i. ...................... Michael Dukakis fylkisstjóri á fréttamannafundi eftir að Ijóst var aö hann hafði unnið sigur í bæði Ohio og Indiana. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.