Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. LífsstíU Ertu í byggingarframkvæmdum? Haldið fundi, gerið verksamninga Hringborðsumræöur aðstandenda húsbygginga Erlendur Garðarsson húsbyggjandi hugs- arfagmönnum þegjandi þörfina í hringborðsumræð- unum. Húsbyggjandi á harðahlaupum á milli iðnaðarmanna, arkitekts og verkfræðings. Skipulagsleysi, þaö vantar efrji og vinnan stoppar. Það þarf að brjóta upp því nógu ná- kvæmar teikningar lágu ekki fyrir. Svona mætti lengi rekja raunir húsbyggjenda á íslandi. En það má koma í veg fyrir ýmislegt sem margur hefur rekið sig á, á ofur ► - einfaldan hátt. T.d. með því að gera verksamninga á fundum þar sem verkið er skipulagt af húsbyggj- anda, hönnuði og helstu verktök- um. Margur fer bjartsýnn með bros á vör út i húsbyggingar og ætlar sér stóra hluti á skömmum tíma. Síðan hefur fólk rekið sig á ýmislegt sem hefði verið hægt að framkvæma betur. Hér á eftir fara hringborðsum- ræður nokkurra aðila sem hafa reynslu af húsbyggingum. Aðilar sem hafa rekið sig á þá hluti sem ber að varast. Hvers ber helst að gæta til að forðast mistök og nýta tíma og fjármuni sem best Þeir sem tóku þátt í þessum um- ræðum eru Magnús Kristjánsson og Kári Bessason byggingameistar- ar, Helgi Eiríksson rafhönnuður, Eyjólfur Bragason arkitekt og Er- lendur Garðarsson húsbyggjandi. Þekkti ekkert til Erlendur rakti raunir sínar þegar hann sem leikmaður rt ðst út í að byggja hús fyrir nokkrum misser- „í byrjun þekkti maður ekkert inn á húsbyggingar. Það lá ljóst fyrir að þetta byggðist allt upp á að safna saman iðnaðarmönnum. Láta þá starfa hvern í sínu lagi en 1 samvinnu á sinn hátt. Það sem ég rak mig á var skipulagsleysi hvað varðaði teiknistofu, verk- fræðing eða iðnaðarmenn. Sam- ræmt eftirlit var ekki í höndum neins og enginn var raunverulega ábyrgur að undanskyldum hús- byggjanda sjálfum. Dæmi um skipulagsleysi var þeg- ar gólfplata var steypt án þess að gert væri ráð fyrir götum fyrir lagnir. Mér skilst að þetta sé al- gengt og ábyrgðinni varpað eitt- hvað annað. „Við fundum engar gatateikningar," sögðu þeir sem að þessu stóðu. „Þaö er ekkert mál að bora bara í gegn.“ Seinna þurfti að fá mann á loftpressu og hálft gólfiö datt niður. Það væri gaman aö vita hvort ekki séu ráð til að forðast slíkt.“ Kári: „Verkfræðingarerubest fallnir til þess aö annast eftirlit eins og þú nefnir. Raunin er bara sú að það eftirlit þykir of dýrt. Þess vegna er það ekki gert.“ Eyjólfur: „Svona lagað gerist ekki ef ákveðnir aðilar sjá alfarið um að annast verkið, eins og þegar af- hent er tilbúið undir tréverk. Það mætti almennt skoöa betur kostn- aðarhlið verka í upphafi, því hér er um milljónaverk að ræða. At- huga hvort ekki sé hagkvæmara að láta byggja fyrir sig.“ Að byggja sjálfur og ódýrar teikningar Helgi: „Það er eðlilegra að taka við húsi þar sem jarðvegsvinna, skolp og grunnur er fullklárað, því það er fyrir leikmann flóknasta vinnan.“ Kári: „Það virðist oft borga sig að einn aðili sjái um þetta.“ Helgi: „Sá sem ætlar að byggja hús hefur yfirleitt háar hugmyndir um framvindu verksins. Hann ætl- ar að láta allt smella saman. Fá ódýran smið, þekkir rafvirkja og fá afslátt hér og þar af efni. Síðan lætur hann teikna fyrir sig í 1:50 hlutfóllum, einfalda og ódýra teikningu. Engar sérteikningar, það er óþarfi. Húsbyggjandi ætlar sér svo að leggja ómælda vinnu í verkið sjálfur." Kári: „Það sem gerist, t.d. meö þessa teikningu, er að hún er svo ónákvæm að smiðurinn verður að mæla með tommustokk af henni. Þá kemur hið algenga 10 cm vanda- mál til sögunnar, sem svo margir iðnaöarmenn kannast við. Alltaf skeikar einhverju og hver kennir öðrum um.“ Magnús: „Ónákvæmteikning, eins og 1:50, er raunverulega aðeins drög aö húsi. Dæmi um þetta er t.d. að milliveggir vilja verða 10 cm of stórir eða of litlir. Byggingar- nefndkrefst ekki betri teikninga en þeirra sem bjóða upp á svona uppákomur. Eyjólfur: „ Það virðist sem byggj- endur vilji sleppa sem ódýrast frá teikningum sem og öðru við bygg- inguna. Fólk áttar sig ekki fyrr en eftir á, hve mikið það á eftir að reka sig á með tíma og fjármuni. Það er nefnilega ekki alltaf sem arkitekt vill gefa ráöleggingar án endurgreiðslu, eftir aö hann hefur skilað einfaldri teikningu." Er betra að byggja í félagi? Erlendur spyr: „Erþettavanda- mál ekki leysanlegt þannig að menn taki sig saman um verk. Að allir starfi saman, húsbyggjandi, arkitekt, verkfræðingur o.s.frv. og geri kostnaðaráætlun. Skipuleggi þannig verkstjórn og annað?“ Kári: „Það er ekki algengt, a.m.k. hvað varðar einbýlis- og raðhús. En þessu má þó samt svara ját- andi, því það er hagkvæmara að hafa kostnað á einum stað.“ Magnús: „Það er nú eitthvað að breytast, sbr. viss hús í Grafar- vogi, þar sem fyrirtæki hafa umsjón með verkinu. Þannig er einnig komið til móts við húsbyggj- endur hvað fjármögnun varðar." Helgi: „Eg held að það sé best og ódýrast að semja við ákveðinn hóp iðnaðarmanna. Þaö hefur reynst best. Þannig geta faglærðir menn hringt sig saman akkúrat á þeim tíma þegar einn á að taka við af öðrum. Það verður oft misskilning- ur, t.d. þegar húsbyggjandi telur að rafvirki eigi að byrja á ákveðn- um tíma, sem er kannski alls ekki hans tími. Á þennan hátt er kostn- aði vissulega dreift, en ég tel samt að þetta sé hagkvæmara." Sérkröfur sé að komið sé með sérkröfur um hönnun húsnæðis. Eyjólfur: „Fyrst er að athuga hvort verkið sé framkvæmanlegt. Best er að gera sér grein fyrir kostnaði, t.d. niðurgrafins stofu- gólfs að hluta til á skyssum sem arkitekt gerir. Sé hins vegar um að ræða fullgerða teikningu í verki sem byrjað er á, þá getur þú verið kominn í óefni. í upphafi skyldi endinn skoða.“ Magnús: „Sérkröfur eru kannski ekki svo algengar. Oft vill það þó verða að parhús verða mjög ólík hvort öðru vegna þess að þau eru spegilmynd hvors annars. Síöan eru þau misjafnlega innréttuð og verða þannig mjög ólík. Annars má segja að sérkröfur séu oft gerð- ar og byggðar á röngum forsend- um. Það er vegna þess að fólk kann ekki að lesa teikningar. Eigendur geta oft á tíðum ekki gert sér grein fyrir því hvernig húsnæði þeirra á að líta út. Þetta gildir t.d. ef keypt er eftir stöðluðu formi.“ Helgi: „Þetta er rétt, sumar þess- ar teikningar eru svo ónákvæmar eins og verkfræðingateikningar. Þær gerá oft á tíðum ekki ráð fyrir raflögnum eða sýna gluggamál." Haldiðfundi, forðist misskilning Eyjólfur: „Ég held að það sé tíma- bært að nefna hér hve mikilvægir fundir eru. Fundir spara ótrúlega vinnu og útréttingar, svo ekki sé talað um kostnað. Komi hönnuðir, eigendur og iðnaðarmenn eða for- svarsmenn þeirra saman og leggi á ráðin, er margt unnið. Annað er ekki góð vinnubrögð. Þetta hljómar sem sjálfsagður hlutur en raunin er ekki sú að þetta sé gert alls stað- ar.“ Helgi: „Þarna er komið að áhuga- verðu atriði. Ég hef orðið var við að húsbyggjendur gera sér ekki grein fyrir því t.d. hvað er innifalið í teikningu arkitekts. Ég hef þurft að fá nánari útskýringu arkiteks vegna raflagnar. Arkitektinn gaf sínar skýringar og sendi síðan reikning upp á nokkur þúsund krónur. Svona lagað getur byggj- andi komið í veg fyrir með þvi að kynna sér hvað hann er að kaupa af arkitektinum. Kaupir hann að- Blaðamaður spurði hvort algengt „Svoersagt;ja, svo reddið þið þessu bara strákar mínir/' Kári Bessasonbygg- ingameistari segist orðin leiðuráóná- kvæmum teikning- um. um. Helgi Eiríksson raf- hönnuður lagði til að allirsemráðast útíbyggingafram- kvæmdirgerimeð sérverksamning. „Meö fundum í upp- hafi verks er hægt að forðastóteljandi mistökogmenn skiljahverannan betur." Eyjólfur Bragason arkitekt telurskilningiá milli húsbyggjenda og iðnaðarmanna oftábótavant.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.