Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. LífsstOI Neysluvenjur Ávaxtaframboð hefur stóraukist Undanfarin ár hafa neysluvenjur íslendinga breyst stórlega til hins betra. Þetta sést kannski best í stór- aukinni neyslu grænmetis og ávaxta og er nú svo komið að úrval þessara vörutegunda eykst stöðugt. Ef skoðuð er ávaxtaborð stór- markaða má sjá stórkostlegt úrval af alls kyns furðualdinum, ávöxt- um sem hinn almenni neytandi þekkir hvorki haus né sporð á, en virðast samt seljast vel. Hverjir eru þessi ávextir og hvernig er best að meðhöndla þá? DV ræddi við Kol- bein Ágústsson, en hann sér um ávaxtainnkaup fyrir Hagkaup. „Ég er búinn að vinna í þessu í Neytendur þrjú ár og hefur markaðurinn mik- ið breyst á þeim tíma. Þegar ég byrjaði voru ávextir keyptir af heildsölum. Ég fékk mikið af upp- lýsingum um ávexti og fórum við að flytja þá inn sjálfir fyrir tveimur árum. Megnið af ávöxtum á íslandi er flutt inn frá Hollandi, en þar er miðstöð ávaxtadreifingar, nema kannski rauð epli sem yfirleitt koma frá Ameríku. Þegar við byij- uðum var eins og hefði vantað nýtt blóð, heildsalar höföu verið ótrú- lega sofandi gagnvart nýjungum þótt þeir hafi tekið sig stórlega á síðan.“ Suður-Afríka Talsvert hefur borið á ávöxtum frá Suður-Afríku í vetur þrátt fyrir tilmæli Alþingis um að viðskipti við það verði í lágmarki. DV spurði Kolbeinn Agústsson við ávaxtaborðið i Hagkaupi. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meða) almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar Qöfskyldu af sömu stærð og yðar. , Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks_ Kostnaður í apríl 1988: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr. Kolbein hvort ekki væru aðrir kostir í boði: „Það er rétt að í vetur hefur ve- rið töluvert um ávexti frá Suður- Afríku. Málið er bara að á þessum árstíma er erfitt að fá ýmsar teg- undir nema þaðan og frá Chile eða ísrael, og umdeilanlegt hvort nokk- uð sé betra að standa að viðskiptum við þau ríki. Ef við eigum að geta boðið upp á t.d. vínber á þessum árstíma á viðráðanlegu verði er ekki annað til ráða. Meðferð og geymsla Það eru ýmis atriði sem fólk áttar sig ekki á í sambandi við meðferð og geymslu á ávöxtum og græn- meti. Eitt atriðið er að suma ávexti má alls ekki geyma saman. Við spurðum Kolbein nánar út í þetta atriði: „Sumir ávextir gefa frá sér ethel- gas en það getur flýtt mjög fyrir þroska ýmissa ávaxta. Það má til dæmis alls ekki geyma kiwi með bönunum og eplum því eplin gefa frá sér þetta gas og minnkar þar með stórlega geymsluþol þeirra ávaxta sem eru í nágrenni við þau. Tómatar gefa einnig frá sér ethelg- as þannig aö það er ekki hægt að mæla meö því að geyma þá nærri nokkru öðru. Annars gildir það um flesta ávexti að þeir geymast best í 8-12° hita. Það sama gildir um grænmeti.“ Paprikur fást nú i öllum regnbogans litum og er bragðmunur mikill eftir lit. Geymsluþol Helsta vandamálið við innflutn- ing grænmetis og ávaxta er lítið geymsluþol. Þetta gerir það að verkum að mikið af þessu þarf að flytja inn með flugi og þaö er rosa- lega dýrt. Sem dæmi um þetta kostar allajafna 50 krónur að flytja hvert kíló með flugi meðan að að- eins kostar kr. 15 að flytja hvert kíló með skipi. Þetta skilar sér í verði. Þetta gildir aðallega um grænmeti og mjúka ávexti. Flest annað er hægt að flytja með skipi. Annars ræður vanþekking oft vali neytandans á ávöxtum. Þannig lítur hann ekki við ljótum melón- um meðan það eru bestu melón- urnar í raun. Þetta gildir einnig um algenga ávexti eins og banana, fólk lítur ekki við þeim ef þeir eru orðn- ir gulir og yijóttir þótt þannig séu þeir bestir til neyslu. Flesta ávexti er hægt að geyma lengi séu þeir geymdir við réttar aðstæður. Sítrusávextir eins og appelsínur, sítrónur og kiwi geym- ast furðulengi, meðan flest grænmeti þarf að geymast í ísskáp og neyta þess fljótlega eftir að það er keypt. Þetta á sérstaklega við um steinselju og annað slíkt en það geymist ekki lengur en í 2-3 daga. Þó eru til undantekningar á þessu. Menn eru farnir að selja salat í litl- um pottum en þannig getur það geymst í allt að þrjár vikur.“ Framboð Úrval ávaxta á markaði hefur aukist geysilega á undanfömum árum og virðist nýjungagirni inn- flytjenda lítil takmörk sett. Hvern- ig gengur að selja þessa furðuá- vexti? „Þetta hefur breyst mikið. Ég man þegar við vorum að byija að taka inn hluti eins og kiwi og anan- as. í fyrstu vomm kannski tvær vikur að selja kassann af kiwi, en nú er kiwi einn af þeim mest seldu. Sömu sögu má segja um ananas, hann hreyfðist lítiö fyrst en er far- inn að seljast vel núna, enda á góöu verði, en kílóið af honum kostar aðeins 99 kr. Við höfum orðið varir viö aukningu á sölu á þessum ávöxtum nú eftir tollalækkanimar um áramótin því margir af þessum ávöxtum vom í háum tollflokkum áður. Og sumir ávextir hafa villt á sér heimildir, eins og til dæmis ugli. Um hann er að segja að hann Ugli vakti mikla reiðl er hann var settur á markað enda héldu menn I aö verið væri að selja úldið greip er jafngóður og hann er Ijótur, enda hafa margir haldið að þetta væri úldið greip og vorum við oft skammaðir fyrir að vera að selja ónýta vöra.“ Verðkannanir „Annað sem er erfltt viðureignar eru verðkannanir. í þeim er gerður beinn verðsamanburður en ekkert talað um gæðin. Þetta getur haft þau áhrif að gæðin minnki því menn fara að flytja inn þriðja flokks vöm til þess að vera ekki hæstir í verðkönnunum. Það á að bera saman sambærilega vöm en ekki bera 3aman verð á því léleg- asta og því besta án þess að gerður sé nokkur greinarmunur á því.“ -PLP Dæmi um breytta viðskiptahætti. Áöur voru ávextir aðeins seldir i pok- um og var þá undir hælinn lagt hvort ekki fylgdi lakari vara með í kaupunum. Nú geta neytendur valið sér hvern ávöxt fyrir sig i ávaxta- borðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.