Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. Spumingin Finnst þér að íslendingar ættu áfram að taka þátt í Eurovision söngvakeppn- inni? / I - Kári Kárason: Alveg tvímælalaust, þaö væri aumingjaskapur aö hætta nú. Vilborg Baldursdóttir: Af hverju ekki? Við höfum ekkert staöiö okkur illa. Gróa Kristjánsdóttir: Af hverju ekki? Þátttakan er góð landkynning. Einar Sigurjónsson: Já, þaö er alveg sjálfsagt aö viö séum meö í þessum leik. Guðlaugur Þór Þórðarson: Auövitað eigum viö aö taka þátt, fólk hefur áhuga á þessu. Hulda Kristinsdóttir: Alveg tvímæla- laust, af hverju ekki? Þetta er góö landkynning en það mætti þó fækka aðstoðarmönnum. Lesendur VR og vinnuvertendum tókst það: Lokað tvo daga í viku Þorst. Jónsson skrifar: Þaö er ekki hægt aö segja annað en vinnuveitendur og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur séu sammála þegar mikiö liggur við. Og mikiö lá við að gera Reykjavík að viðundri meðal þeirra fáu ferða- manna, sem hingað munu þora að koma í sumar vegna ótta við verk- fóll og gíslatökur. Hinn 8. apríl undirrituðu vinnu- veitendur og VR-menn kjarasamning sem fólst í því að loka verslunum alla laugardaga í sumar. Nú ættu allir að vera ánægðir, VR-menn, vinnuveitendur og borgarstjórn Reykjavíkur, sem ávallt hefur varið það að loka hér verslunum á laugar- dögum yfir sumarmánuðina. Það má segja að formaður VR og forseti borg- arstjórnar sé farinn að gegna lykil- hlutverki í þjónustumálum höfuðborgarbúa. Hann ræður yfir launum verslunarfólks, borgar- starfsfólks, að því er virðist, og yfir „Nú ættu allir að vera ánægðir. - Lokað á laugardögum I sumar!“ því hvernig fólk hagar verslun sinni DV í sumar og tímasetningu hennar. Fólk stendur agndofa yfir málflutn- ingi verslunarfólks og forsvars- manna þess, þegar því er haldiö fram að ástæðan fyrir lokun á laugardög- um yfir sumarmánuðina sé að „þetta fólk verði að fá frí eins og aðrir“! - Enginn þorir að æmta né skræmta yfir þessum yfirlýsingum, ekki einu sinni borgarstjóri, sem er nú þekktur fyrir allt annað en að þrjóta rök. Verslunarfólk á auðvitaö að eiga frí eins og aðrir og það fær það. Á laugardögum og jafnvel á sunnudög- um eru margir til reiðu sem vilja vinna þessa daga og leysa verslunar- fólk af. Með þessum hætti eru laugardagar verslunardagar erlend- is. Einnig má auðveldlega opna verslanir kl. 14 á mánudögum í stað- inn. Það eru til ótal lausnir á þessu máli, en viljinn er einfaldlega ekki fyrir hendi. Við viljum halda áfram að vera sérvitur þjóð og loka fyrir verslun og viðskipti, þegar flestir vilja og geta verslaö! Öfund hjá útivinn- andi húsmóður? Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Heimavinnandi húsmóðir skrifar: Útivinnandi húsmóðir, sem skrifar í lesendadálk DV, virðist öfunda okk- ur heimavinnandi húsmæður. í hverju er þessi öfund fólgin? - Mér finnst þú megir vera ánægð með að geta látið aðra aðstoða þig við barna- uppeldið, svo dæmi sé tekið. Þú hlýtur að hafa góðar tekjur og Skúli Helgason hringdi: Ég las kjallaragrein eftir Ásdísi Erlingsdóttur í DV 25. apríl. Þar er mikið guðsorðatal og gat ég vart hent reiöur á neinni setningu, sem hafði heila brú. Einnig las ég í sama ein- taki DV lesendabréf frá „íslendingi" og ekki var þar um auðugri garð að gresja, varðandi málefnaleg eða sannfærandi skrif. Hann minnist t.d. á „morðin á starfsmönnum kjarnorkuversins?" Ég vil nú bara spyrja; hvað á maður- inn við? - Þessir aöila ættu aö kynna sér fortíð æðstu manna Ísraelsríkis, geta leyft þér ýmislegt sem við heimavinnandi húsmæður getum ekki leyft okkur, t.d. að blanda geði við fólk á vinnustað. Þetta eru for- réttindi. - Ég hef aldrei farið í sumarfrí eða getað leyft mér nokkuð annað i þeim dúr. Mín forréttindi eru þau að ég á engan rétt á aðild að líf- eyrissjóði. sem hafa fremur vafasama fortið, svo ekki sé meira sagt. Og nú bæta ísraelsmenn um betur, er þeir setjast í dómarasæti yfir manni, sem ósannað er að hafi fram- ið þá glæpi, sem hann er sakaður um, (meö líflátsdómnum yfir Demjanuk, sem kallaður hefur verið Ivan grimmi). í þessum greinum báðum, sem ég minnist á, er slíkt óskiljanlegt þrugl, að sjaldan hefur sést annað eins á prenti og er þá langt til jafnað, óskilj- anlegt og engin rök né sannanir að finna. Þórarinn V. Jóhann V. Oddsson skrifar: Oft þegar Þórarinn V. Þórarinsson hjá Vinnuveitendasambandinu kem- ur á sjónvarpsskjáinn, - sem er nú æði oft a.m.k. þegar kjaradeilur eru í gangi, dettur mér í hug brúða, sem frænka mín fékk í jólagjöf. Brúðan gat bæði talað og sungið. Það var rennilás aftan á skyrtunni hennar og þegar honum var rennt niður, opnaðist hólf í bakinu á henni, þar sem hægt var að stinga í spólu, og þá annað hvort söng brúðan eða tal- aði. Mér hefur oft dottið í hug, aö Þórar- inn V. væri með rennilás og tilheyr- andi aftan á skyrtunni. Einu sinni þegar Þórarinn V. kom á skjáinn, og spólan hvarf hann þegar hann var í þann veginn að byrja að tala. Eftir skamma stund kom þulurinn í ljós og bað afsökunar á þessari bið sem hefði verið vegna „smámistaka“. Þá datt mér í hug að nú hefðu þau kannski verið að skipta um spólu. En því miður, það var nú ekki svo gott. - Þórarinn V. þuldi sömu gömlu spóluna um að ef kaupið hækkaði eithvað verulega hjá þeim lægst launuðu, þá færi verðbólgan upp úr öllu valdi og kauphækkunin yrði verri en ekki neitt. Gaman væri ef Þórarinn V. ætti spólu sem væri meö fallegu sönglagi, svona til tilbreytingar. Og þá dettur mér helst i hug Gamli Nói. PLO og Ísraelsríki 1. maí á íslandi: Dagur verkalýðsforingja - ekki verkalýðs rÉTTITIL 1. mai aö hefðbundnum hætti I Reykjavik. - „Ber keim allsherjar pylsuhátíð- ar, þar sem allir biöja um „allt með öllu““, segir bréfritari. '’fll Sigtryggur skrifar: Mér finnst verkalýðsdagurinn, 1. maí, heldur betur hafa skipt um svip á seinni árum hér á landi. Hér áður fyrr voru það verkalýðsleiðtogar, sem höfðu hafist upp úr verkalýðs- baráttunni með handafli, ef svo má segja, og héldu ræöur á útisamkom- um dagsins og hvöttu menn til dáöa. - Menn fundu að dagurinn var helg- aður verkalýðnum. Nú er öldin önnur. Nú eru það hin- ir og þessir skrifstofu- eða mennta- menn sem eru við stjórnvölinn. Þeir koma fram fyrir hönd verkalýðsins og halda ræðurnar, upphefja sjálfa sig og leggja línurnar. Jafnvel eru það konur, sem eru sérmenntaöar á sviði félagsfræði eða öðrum sviðum, t.d. í viðskiptum, sem eru í farar- broddi. Þessi barátta öll og hátíðis- dagur verkalýðsins er meira og minna í formi skrifstofustjómunar, þar sem innanhússmaður eða kona hjá einhverju skrifstofuveldinu talar til lýðsins á torginu. Meira að segja hafa fylkingar riðl- ast, t.d. hér í Reykjavík. Þær ganga að vísu niður Laugaveginn, en svo skilur leiöir og gengur hvor til sinnar samkundu og þar eru töluð tvö tungumál og engin stemning merkj- anleg. Verkalýðsforingjar eru horfnir úr mannþrönginni og eitthvað langt upp, þar sem enginn sér þá, og lýður- inn skilinn eftir umkomulaus á jörðu niðri, þar sem hann ber hönd fyrir augu og skimar um, i von um að sjá þráðinn að ofan. En sá þráður er löngu slitinn. Menn þykjast heyra óminn af löngu liðnum hvatningar- orðum frumherjanna, en það er misheym. Það sem heyrist eru óskiljanlegar setningar, færðar í slagorðastíl og auglýsingamennsku nútíma nátttrölla. Þaö er augljóst að verkalýöuriunn þarf ekki að vænta neinnar hjálpar frá hagfræði- og viðskiptamenntuðu síamstvíburunum, sem styðjast við Export/Import kenninguna. 1. maí ber keim allsherjar pysluhátíðar, þar sem allir biðja um „allt meö öllu“ og stærsta verkalýðsfélag landsins tek- ur frí frá verkfallsvakt „í tilefni dagsins"! og gefur út filskipun að hætti suðurlandabúa: Á morgun hefjumst við handa. - Já, á morg- un... eða hinn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.