Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. Jarðarfarir Hildur Ólöf Eggertsdóttir, Tjalda- nesi, Dalasýslu, Frakkarstíg 21, veröur jarðsungin frá Hallgríms- kirkju 5. maí kl. 15.00. Eyþór Aðalsteinn Thorarensen lyfja- fræöingur, Akureyri, sem lést 28. apríl, verður jarösunginn frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 5. maí kl. 13.30. Hólmsteinn Helgason, útgerðarmað- ur á Raufarhöfn, lést 29. apríl síðast- liðinn. Kveðjuathöfn um hann verður í Fossvogskirkju fimmtudag- inn 5. maí, kl. 13.30. Jarðarförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugar- daginn 7. maí kl. 14.00. Kristinn Hallvarðsson, Kleifarseli 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 5. maí kl. 13.30. Óskar B. Jónsson, Efstalandi 16, veröur jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. maí kl. 15.00. Gísli Bjarnason, fyrrverandi versl- unarstjóri, Efstalandi 8, Reykjavík, er andaðist 27. apríl, veröur jarð- sunginn frá Bústaðakirkju fóstudag- inn 6. maí kl. 15.00. Jóhann Sverrir Kristinsson, fyrrum bóndi á Ketilsstöðum, lést þann 25. apríl. Jarðsett verður frá Selfoss- kirkju laugardaginn 7. maí kl. 13.30. Kjartan Weihe, Færeyjum, er látinn. Útförin hefur farið fram. Finnbogi Laxdal Sigurðsson frá Seyðisfirði, Vesturbergi 199, Reykja- vík, lést í Borgarspítalanum 1. maí. Kveðjuathöfn fer fram miðvikudag- inn 4. maí kl. 16.30 í kapellu Foss- vogskirkju. Jarðarfórin fer fram laugardaginn 7. maí frá Seyðisfjarð- arkirkju kl. 14.00. Erla Kristjánsdóttir frá Súganda- firði, Álftahólum 4, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 6. mai kl. 16.30. Sigrún Þórarinsdóttir, Tunguvegi 2, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Víði- staðakirkju miðvikudaginn 4. maí kl. 15.00. Thyra Juul verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. maí kl. 10.30. Jarðsett verður á ísafirði 6. maí. Arnþór Ingvarson, sem lést í Vífils- staðaspítala 20. apríl, verður jarð- sunginn frá Skarðskirkju, Landsveit, laugardaginn 7. maí kl. 14.00. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12.00 sama dag. Sveinbjörn Þ. Tímóteusson lést 26. apríl 1988. Hann var fæddur 26. fe- brúar 1899 á Brennistöðum í Borgar- hreppi, Mýrasýslu. Foreldrar hans voru Tímóteus Stefánsson og Björg Sveinsdóttir. Hinn 17. október 1936 kvæntist Sveinbjörn Guðrúnu Pét- ursdóttur. Börn þeirra eru tvö, Helga og Pétur. Útfór Sveinbjörns fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Tónleikar Tónleikar í Tunglinu Stórtónleikar verða í Lækjartungli, Lækjargötu 2, nk. fimmtudagskvöld. Frakkarnir, sem nýveriö byrjuðu að spila aftur saman eftir þriggja ára hlé, munu halda aðra tónleika sxna á þessu ári. Nú hafa orðið söngvaraskipti í hljómsveit- inni því að í stað Micky Dean er komin ung og efnileg söngkona, Lolla. Núver- andi Frakkar eru allt annað en snjáðir og munu flytja nýtt, kröftugt og ferskt efni eins og þeim einum er lagið. I hljóm- sveitinni eru eftirfarandi: Lolla, söngur, Björgvin Gíslason, gltar, söngur, Þorleif- ur Guðjónsson,*bassi og söngur, Gunnar Erlingsson, trommur. Micky Dean, frá- farandi söngvari Frakkanna, mun stíga sin fyrstu spor á sóló-ferli sínum og flytja rapp-tónlist. Auk þess kemur fram gesta- hljómsveitin Stuvsuger sem leikur framsækna rokktónlist. Að lokum má vænta ýmissa óvæntra atriða á tónleik- um þessum sem hefjast klukkan tíu og lýkur klukkan eitt. BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bflamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum. Kvikmyndir Bíohollin Hættuleg fegurð Leikstjóri: Tom Holiand Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg, Sam Elliott, Rubén Blades Whoopi Goldberg hefur birst æ oftar á hvíta tjaldinu eftir að hún sló í gegn í kvikmyndinni Purpura- liturinn. Nú birtist hún í Hættu- legri fegurð og leikur kjaftfora löggu. Hættuleg fegurð fiallar um eitur- lyfiasölu. Ljótir kallar komast yfir talsvert magn af kókaíni sem blandast hefur illa og er orðið lífs- hættulegt. Þeir dreifa efninu og fiöldi fólks lætur lífið. Whoopi, sem leikur lögregluþjóninn Rizzoli, fer í málið, en hún er í persónulegri krossferð gegn eiturlyfium. Hún má beijast gegn kónunum sem stálu kókaíninu en sá sem því var stolið frá borgar drjúgar upphæðir í kosningasjóði ýmissa ráðamanna þannig að hún verður að umgang- ast hann með varúð. Leikar fara svo að sá er skotinn, annar af kónunum tveimur fretar á hann með vélbyssu og nær Whoopi að skjóta hann og þar með er takmarkinu náð, allir ljótu kall- arnir eru dauðir nema einn, en henni tekst að snúa honum frá villu sinni. Þetta er í stuttu máli söguþráður þessa þrillers. Myndin er ein sú blóðugasta sem sést hefur á hvíta tjaldinu síðan Rambó birtist þar og er allt handritiö fullt af leiðigjöm- um klisjum sem heyrst hafa í ótal kvikmyndum af svipuðu tagi. Það er makalaust hvað ljótir kallar Hollywood eru hroðalegar skyttur. Þetta er því ósköp venjuleg blóð- baðsmynd, það eina sem lyftir henni yfir meðallag er góður leikur Whoopi og svo er náttúrlega stór- skemmtilegt að sjá salsasöngvar- ann Rubén Blades í nýju hlutverki sem kvikmyndaleikara, en hann er í hlutverki lögreglumannsins Jim- enez. La vida te da sorpresa. -PLP Andlát Ingibjörg Jónsdóttir, Huldulandi 9, Reykjavík, andaðist í Landspítalan- um 3. maí. Laufey Sigurgarðsdóttir lést 2. maí. Kristín Árnadóttir, fyrrum húsfreyja í Hjallanesi, Landsveit lést 1. maí. Magnús Geirsson, Skúlagötu 56, lést mánudaginn 2. maí. Skafti Jakobsson, Dalihvam, Noregi, andaðist á heimili sínu 1. maí síðast- liðinn. Steinunn Guðný Kristinsdóttir, Fellsmúla 5, lést 2. maí í Borgarspít- alanum. Tilkyimingar Kvenfélag Kópavogs heldur fund í Félagsheimilinu fimmtu- daginn 5. maí kl. 20.30. Gestir fundarins verða konur úr Kvenfélagi Seljahverfis. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík efnir til hins árlega kaífiboðs fyrir eldri Snæfellinga og Hnappdæli sunnudaginn 8. maí nk. kl. 15.00 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a. Upplýsingar um fyrirhugaða sólarlandaferð í haust verða veittar þeim sem hafa hug á að lengja sumarið. Við hvetjum fólk til aö mæta vel og stundvís- lega. Skemmtinefndin. Matreiðslunámskeið Byxjendanámskeið í matreiðslu jurta- fæðis (makróbiotík) verður í matstofunni við Klapparstíg 7.-8. mai kl. 10-5 báða dagana. Leiðbeinendur eru Soffía Karls- dóttir og Gunnhildur Emilsdóttir. Námskeið fyrir ferðafólk Landssamband hjálparsveita skáta.hefur um árabil rekið sérstakan björgunar- skóla og hafa björgunarmenn sótt þangaö fræðslu. Nú hefur landssambandið ákveðið að opna skólann fyrir almenning og bjóða ferðafólki að sækja sérstakt námskeið í ferðamennsku. Námskeiðiö verður haldið að Snorrabraut 60. Skrán- ing þátttakenda er í sima Landssam- bandsins, 91-621400, á venjulegum skiifstofutíma. Hallgrímskirkja, starf aldraðra Á uppstigningardag, 12. maí, verðxir farið að Odda á Rangárvöllum og verið þar við messu. Kafll drukkið á eftir. Skráning er þegar hafxn. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Hliðum að Heiðmörk lokað Vegna aurbleytu í vegum og eldhættu hefur hliðum að Heiðmörk við Jaðar, Silungapoll og Vífilsstaði verið lokað fyr- ir allri umferð um stundarsakir til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og gróðri. Fyrirlestrar Geðhjálp heldur sinn síðasta fyrirlestur í vetur funmtudaginn 5. maí 1988. Birgir Ás- geirsson sóknarprestur flytur erindi um hjónabandsfræðslu. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans í kennslustofu á 3. hæð. Fyrirspurnir, umræður og kaffi verða eftir fyrirlestur- inn. Pennavirúr I l_ AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast I síöasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar f helgar- blað þurfa aö berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Slminn er 27022 Tvítug, frönsk stúlka óskar eftir að eignast íslenska pennavini. Hún hefur lært íslensku í tvo mánuði auk þess sem hún kann þýsku, ensku og að sjálfsögðu frönsku. Heimilisfangið henn- ar er: Sophie Reghem 55, rue du Gal de Gaulle 57140 Woippy France Sýningar Málverkasýning Jón Ferdinands sýnir 10 málverk í Bóka- safni Kópavogs. Sýnin stendur til 18. mal. Tapaö fundið Hjóli stolið 10 ára strákur í vesturbænum varð fyrir því óhappi fyrir nokkru að hjólinu hans var stolið. Það er rautt að lit, með breið- um dekkjum og líkist BMX hjólunum mikið. Þeir sem kunna að hafa orðið hjólsins varir eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 612275. Svart seðlaveski tapaðist í skemmtistaðnum Duus-húsi fóstudagskvöld í byrjun aprílmánaðar. í veskinu voru bæði skilríki og lyklar. Finnandi hafi samband í síma 72318 eftir klukkan 18.00. 11 1 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA Eriendur í stað Eriings í frétt DV í gær um veldi verslunar- innar Víðis misritaðist nafn þess sem keypti Víði í Austurstræti. Hann heitir Erlendur Erlendsson en ekki Erlingur Erlingsson eins og sagði í fréttinni. Eiginkona Erlends heitir Anna Karlsdóttir og annast hún rekstur verslunarinnar. Þau hafa búið á ísafirði og reka þar reyndar ennþá blikksmiðju. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.