Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð i lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Viðbrögð vinnuveitenda Þegar tillaga sáttasemjara var borin undir atkvæði deiluaðila þurfti allsherjaratkvæðagreiðslu meðal versl- unarfólks meðan atkvæði framkvæmdastjórna Vinnu- veitendasambands íslands og Vinnumálasambands SÍS voru nægjanleg af hálfu atvinnurekenda. Verslunar- menn máttu þola lagaákvæði sem gerði kröfu til mikillar þátttöku ef einfaldur meirihluti átti að geta ráðið úrslit- um um afstöðu þeirra. Vinnuveitendum dugði að bera tillöguna undir þrettán manna framkvæmdastjórn og hjá Vinnumálasambandinu greiddu sex manns at- kvæði, þar af aðeins þrír með tillögunni. Eflaust má halda því fram að af hálfu vinnuveitenda hefði almenn atkvæðagreiðsla ekki breytt neinu um úrslit. Vinnuveitendur gátu unað við tillöguna, miðað við óánægjuna hjá launþegum. En það er engu að síður óréttlæti og ankannaleg mismunun í löggjöfinni að ann- ar aðilinn þurfi að bera sáttatillögu undir allsherjarat- kvæðagreiðslu meðan örfáir menn hafa valdið í sínum höndum hinum megin borðsins. Athugasemdir verslun- armanna um þessa málsmeðferð eiga fullan rétt á sér og hún varpar um leið ljósi á þá staðreynd að hinn al- menni vinnuveitandi hefur lítið að segja um þá afstöðu og þær aðgerðir sem Vinnuveitendasambandið grípur til á hverjum tíma. Nú hefur Vinnuveitendasambandið falið svokölluðu samningaráði sínu að undirbúa viðskipta- og afgreiðslu- bann gagnvart þeim fyrirtækjum sem gengið hafa til samninga við verslunarmenn og þau stéttarfélög sem enn eru í verkfalli. Þetta eiga að vera refsiaðgerðir til að sýna samtakamátt vinnuveitenda og hegna þeim sem hafa samið upp á eigin spýtur. Vinnuveitendur eiga að fara varlega í þessum efnum. Hingað til hefur almenningsálitið verið fremur andsnú- ið þessum verkfallsátökum og eftir að VR þurfti að aflýsa verkfallinu er botninn dottinn úr áhrifamætti verkfalla annarra minni verslunarmannafélaga. Með því að halda fjölmörgum verslunum opnum og annarri þjónustu gangandi eru allsherjarhagsmunir ekki lengur í húfi. Þeir aðilar, hvort heldur er innan eða utan Vinnuveit- endasambandsins, sem samið hafa við verslunarmenn, hafa bent á að samningar þeirra snerti lítið sem ekki aðalkröfur verslunarmanna því launakjör starfsmanna þeirra séu vel yfir því sem kröfur eru gerðar um. Ekki er vitað um dæmi þess að einstakir vinnuveit- endur eða fyrirtæki hafi skrifað undir samninga sem ganga í berhögg við afstöðu Vinnuveitendasambandsins eða fari út fyrir þann ramma. í rauninni má halda því fram að shkir samningar þjóni þeim tilgangi að veikja verkfalhð og draga úr áhrifamætti þess fyrir verslunar- menn. Það er vinnuveitendum í hag og hvers vegna þá að refsa mönnum fyrir tiltækið? Með því að hóta nú refsiaðgerðum og boða afgreiðslu- bann á þá sem þannig reyna að bjarga sér sjálfir getur Vinnuveitendasambandið aðallega skaðað sjálft sig og snúið almenningsálitinu gegn sér. Menn hafa talað um að nauðsynlegt sé að endurskoða lögin um stéttarfélög og vinnudeilur og skipta Verslun- armannafélagi Reykjavíkur upp í deildir. En sú spurn- ing er einnig áleitin hvort Vinnuveitendasambandið þurfi ekki einnig að laga sig að breyttum tímum. Það samræmist ekki nútímaviðhorfum að málum fjöldans sé ráðið meðal örfárra manna eða gripið sé til harka- legra hefnda þótt nokkrir valdamenn telji sér misboðið. Ellert B. Schram Virðisaukaskattur: Umbætur eða Parkinsonslögmál Þaö hefur veriö skammt stórra högga á milli í svonefndum skatt- kerflsbreytingum frá því ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar tók við völdum á síöastliönu sumri. Ráðherrarnir hafa ýmist reynt aö drepa málum á dreif og skýla sér á bak viö Jón Baldvin Hanni- balsson eða tala um hagræöingu, einíoldun og svo framvegis. Sömu sögu er aö segja um svonefnda efnahagsráögjafa, ööru nafni „mál- pípur“ ráöherranna. Almenningur finnur aftur á móti fyrir minnkandi kaupmætti og manna á meðal er talaö um aukna skattbyröi. Viö skulum skoða þetta nánar. Jón Baldvin Hannibalsson hafði ekki setið nema fáeina mánuði í ríkisstjórn þegar hann fann út að skattar sem hlutfall af þjóðartekj- um væra u.þ.b. þriðjungi minni á íslandi en í Svíþjóö. Engu er líkara en hann hafi þá þegar einsett sér að jafna þennan mun sem fyrst, því matarskatturinn einn gefur ríkis- sjóöi um 5 milljarða á ári og skv. fjárlögum.munu skattar hækka um 50% milli ára sem er langt umfram verðlagsþróun í landinu. Vaskurinn - Takið hinni postullegu kveðju En rúsínan í pylsuendanum er eftir. Þann 11.4.1988 lagöi Jón Bald- vin Hannibalsson fram stjórnar- frumvarp fyrir hönd ríkisstjórnar- innar um virðisaukaskatt. Jón Baldvin Hannibalsson fór í ræðu sinni mjög lofsamlegum orðum um vaskinn: 1. Hann hélt því fram að vaskur- inn myndi bæta samkeppnisað- stöðu fyrirtækja í útflutningi. 2. Innheimta og eftirlit með álagningu yrði öruggara. 3. Vaskurinn hefði ekki áhrif á val neytenda. 4. Vaskurinn mismunaði ekki framleiðslugreinum. 5. Vaskurinnylliekkitilviljana- kenndri hækkun framleiðslu- kostnaðar. 6. Jón Baldvin Hannibalsson er lítið eitt hógværari þegar hann talar um innheimtukostnað skattsins hjá þeim þjóðum, sem brúka vaskinn: „Hjá þessum þjóðum er virðisaukaskattur- inn ódýrasta skattheimta sem völ er á. Um það er ekki deilt." 7. Fjármálaráðuneytið bætti um betur með fréttatilkynningu þar sem sagði að „þessi skatt- breyting hefði í fór með sér lækkun á framfærslukostnaði heimilanna, jafnframt því sem vísitölur bygginga og lánskjara muni einnig lækka.“ - Svo mörg voru þau orð. öllu fögru var lofað nema ef vera skyldi betri tíð með blóm i haga. Tjaldiðfellur 1. Höfuðröksemd vask-sinna um KjaUaxinii Sigurður Þórðarson stýrimaður uppsöfnun söluskatts. Félag iðn- rekenda hefur metið uppsöfnun söluskatts á bilinu 1 til 3 prósent. Ýmsar hliðarráöstafanir má gera, og hafa veriö gerðar til styrktar útflutningi. Gleggst eru dæmin um tuga prósentna niðurgreiðslur á landbúnaðarafuröum til útflutn- ings. Þessi röksemd er því harla léttvæg. 2. Almennt er álitið að vaskurinn hafi ekki þá yflrburði yflr sölu- skattinn að koma í veg fyrir nótulaus viðskipti. Bendi ég sér- staklega á svonefnda skattsvika- skýrslu, sem kom út 1987, bls. 30. Þar kemur fram að það eru síst meiri undanskot á söluskatti hér en á virðisaukaskatti á Norður- löndunum. Og það þótt söluskatts- prósenta hér sé sú hæsta í heimi, þ.e. 25%. Aftur á móti er pappírs- flóð og innheimtukostnaður margfalt hærri þar en hér. 3„ 4. og 5. Þessar fullyrðingar eru alrangar. Frumvarpið sjálft gerir ráð fyrir ýmsum undanþágum. Auk þess eru undanþágur og fram- leiöslustýring í þeim löndum, sem nota vaskinn, mun meiri frum- skógur en hér. Þar nægir að nefna styrkjakerfi EBE-landanna, sem er flóknara en svo að það verði skil- greint í einni bók. Ekkert er því til fyristöðu að bora sömu göt í vask- inn og söluskattinn. 6. Vask-kerfið er margfalt dýrara í framkvæmd en gamla söluskatts- kerfið okkar. Skattstofur landsins munu þurfa að bæta við sig tugum ef ekki hundruðum starfsmanna. Þannig mun stór hluti af þessari nýju skattheimtu fara í aukinn reksturskostnað. Innheimta söluskatts er aftur á móti mjög einfold, gjaldendur eru um 11.000 talsins. Þar af innheimta 1600 85% skattsins. Gjaldendur í virðisaukaskatti eru taldir verða 25.000. Pappírsflóðið verður svo geigvænlegt að lítil fyrirtæki, s.s einyrkjar og fjölskyldufyrirtæki, hljóta að greiða mun hærra verð fyrir bókhaldsþjónustu en ella. Þannig er talið að laun við bókhald í verslunum muni hækka um 50 til 60 prósent, svo að dæmi séu nefnd. Staðgreiða verður virðisauka af öllum innflutningi á fyrstu stigum. Eðlilegt má telja að sá fjármagns- kostnaöur fari beint út í verðlag. Af framansögðu má ljóst vera að vaskurinn þrengir mjög að smáfyr- irtækjum og þar með dreifbýlinu sérstaklega. Síðast en ekki síst skal þess getið að öll vinna við hús- byggingar verður skattlögö. Vegna þessa, og annarra áhrifa vasksins mun byggingarkostnaður hækka strax að minnsta kosti um rösk 10 prósent. Fyrir skemmstu var opnuð svo- nefd „upplýsingadeild“ hjá fjár- málaráðúneytinu sem fyrrverandi blaðamaður á Alþýðublaðinu veitir forstöðu. Síðan þá hefur fjármála- ráðuneytið sólundað miklu fé í auglýsingar, til dæmis á virðis- aukaskatti og hvernig megi spara í ríkisrekstri. Varðandi fréttatilkynningu fjár- málaráðuneytisins hlýt ég að álykta sem svo, og vona að hún sé á misskilningi byggð. Ef svo er ekki sting ég upp á því að deildin skipti um nafn og verði franwegis kölluð áróðursmáladeild. Niðurlag Ágæti lesandi, ég hef reynt að stikla á stóru í grein minni um þær rándýru og vafasömu breytingar, sem Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur og hyggst gera á stuttum en of löngum ferli sínum sem fjármála- ráðherra. Um þær mætti almennt segja að það væri hægara í að fara en úr að komast. Jón Baldvin Hannibals- son auglýsti nýverið eftir hug- myndum um sparnaö í ríkisrekstri. Ráð mitt er einfalt: Segðu af þér embætti. Sigurður Þórðarson „Síðast en ekki síst skal þess getið að öll vinna við húsbyggingar verður skattlögð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.