Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1988. Viðskipti Skóverslun Lárusar G. Lúðvikssonar. Nú Verslunarbankinn Bankastræti. Mynd Magnús Ölafsson-Ljósmyndasafn Reykjavikurborgar Edinborg. Sannur risi sem enginn hélt aö liöi nokkurn tima undir lok. Mynd Magnús Ólafsson-Ljósmyndasafn Reykjavikurborgar Silli og Valdi í Aðalstræti. Nú Fógetinn. Mynd Pétur Thomsen-Ljósmyndasafn Reykjavikurborgar Völundur, Kveldulfur, Edinborg, Lárus Lúðvíks og Silli og Valdi Peningamarkadur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggð Sparisjóðsbækur ób. 19 20 lb.Ab Sparireikningar 3jamán.uppsögn 19 23 Ab.Sb Smán.uppsógn 20 25 Ab 12mán. uppsbgn 21 28 Ab 18mán.uppsogn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8 12 Sb Sértékkareikningar 9 23 Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3jamán.uppsögn 2 Allir 6mán. uppsogn 3.5 4 Ab.Ub. - l-b,Vb. Innlán með sérkjörum 19 28 Bb.Sp Lb.Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5.75 7 Vb.Sb Sterlingspund 7.75 8,25 Ob Vestur-þýsk mórk 2 3 Ab Danskar krónur 7.75-9 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverötryggð Almennrr vixlar(forv.) 29.5 32 Sp Viðsktptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 31 35 Sp Vioskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr) 32.5 36 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9.5-9.75 Allir nema Úb Otlántilframleiðslu Isl krónur 30.5 34 Bb SOR 7.75-8.26 Lb.Bb, Sb Lb.Bb. Bandaríkjadalir 8.75 9.5 Sb.Sp Sterlingspund 11 11.5 Ub.Bb. Sb.Sp Vestur-þýsk mbrk 5 5.76 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóöslán 5 9 Dráttarvextir 45.6 3,8 á MEÐALVEXTIR . Úverðtr. april. 88 35.6 Verðtr. april. 88 9.5 ViSITÖLUR Lánskjaravisitala apríl 1989stig Byggingavisitala april 348slig Byggingavisítala apríl 108.7stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 6% 1. april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjói a Avöxtunarbréf 1.5063 Einingabréfl . 2.763 Einingabréf2 1,603 Einingabréf 3 1.765 Fjöfþíóðabréf 1.268 Gengisbréf 1.0295 Kjarabréf 2.767 Lífeyrisbréf 1.389 Markbréf 1.440 Sjóðsbréfl 1.339 Sjóðsbréf2 1.221 Tekjubréf 1,367 Rekstrarbréf 1,08364 HLUTABRÉF Söluverð að lokinní jöfnu n m.v. 10O.nafnv.: Almennar tryggingar 128kr. Eimskip 215kr Ftugleíöír 200 kr. Hampiðjan 144kr. Iðnaðarbankinn 148kr Skagstrendingur hf. 189kr. Verslunarbankinn 105kr. Útgerðarf.Akure.hf. 174ki. Tollvörugeymslan hf. lOOkr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,-5%. Skammstafanir: Ab-Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb= Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb=Verslunarbankínn, Sp=Sparisjóð- irnir. Nánari upplýslngar um peningamarkað- Inn blrtast f DV * ilmmtudögum. gamlir risar í víðskiptum sem nú eiu hoifhir Timburverslunin Völundur, Kveldúlfur, Verslunin Edinborg, Timburverslun Árna Jónssonar, Lárus G. Lúövíksson, Haraldur Árnason, Alience, Valdimar Poulsen og síðast en ekki síst Silli og Valdi. ÖU voru þessi fyrirtæki risar í reyk- vísku viöskiptalífi fyrir nokkrum áratugum. En nú eru þau horfin. . Erfingjum og afkomendum tókst ekki aö halda þeim úti í hinum haröa heimi viðskiptanna. Fyrirtæki eins og BYKO, Húsasmiðjan, Hagkaup, Grandi hf. og fleiri fyrirtæki tekin við á toppnum - hvert á sínu sviði. Til eru kenningar um að þriðja kynslóðin í hverri ætt glati fyrirtækj- um, komi þeim fyrir kattarnef vegna lélegs reksturs. Ein er sú að fyrsta kynslóðin safni peningum, önnur völdum og sú þriðja leggist í listir og skáldskap og hafi þess vegna lít- inn áhuga á viðskiptum fyrirtækja. Völundur Ekki verður farið nánar út í þessar kenningar núna. Byrjum á Timbur- vöruversluninni Völundi sem seld var síðastliðið haust. Völundur var við Skúlagötuna og er gott dæmi um fallinn risa í timbursölu og bygging- arvöruverslun hérlendis. Það var stofnað af nokkrum tugum trésmiða en síðan komst það í eigu Sveins M. Jónssonar. Sonur hans, Sveinn Sveinsson, rak síðan fyrir- tækið. Synir hans þeir Leifur og Sveinn voru síðan við völd þegar það leið undir lok. Þriðji bróðirinn, Har- aldur, kom ekki mikið nálægt fyrir- tækinu, heldur hefur verið framkvæmdastjóri Morgunblaðsins og notið velgengni í starfi. Það var fyrirtækið Brauð hf. sem keypti Völdund í vetur af Völundar- fólkinu. Brauð seldi skömmu síðar Þorsteini Guðnasyni fyrirtækið sem sameinaði það JL-byggingarvörum um áramót undir heitinu JL-Völund- ur. Kveldúlfur Kveldúlfur var stofnaður árið 1912 af Thor Jensen. Kveldúlfur var risi í útvegi og fiskverkun. Þegar mest lét átti fyrirtækið um 7 togara og hagn- aðist mjög á sölu saltfisks til Spánar. Aðalstöðvarnar voru við Skúlagöt- una. Myndarlegt hús. Það er núna hvítt með bláu þaki og má muna sinn fífill fegurri. Eimskip notar það sem geymslu. En það tók að halla undan fæti hjá Kveldúlfi. Synir Thors, þeir Ólafur Thors, síðar forsætisráðherra, og Thor Thors, síðar þingmaður, voru á kafi í pólitík og komu ekki mjög nálægt stjórn Kveldúlfs. Það gerðu á hinn bóginn bræður þeirra, Kjartan, síðar formaður VSÍ, og þó sérstak- lega Haukur og Ríkharður. Sagt er um Kveldúlf að hann hafl verið orðinn þungur á fóðrunum, að fyrirtækið hafi átt að sjá fyrir of mörgum fjölskyldum. Stjórnunar- spekúiantar nútímans segðu einfald- Veldi Völundar í algleymingi á árum áður. Þaö er fallið af stallinum sem stærsta byggingarvöruverslun landsins og BYKO og Húsasmiðjan hafa tekið við. Þau voru ekki til þegar þessi mynd var tekin. Mynd Magnús Ólafsson-Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar Fréttaljós Jón G. Hauksson lega að yfirbygging þessa fyrirtækis hafi verið orðinn of mikil, að of marg- ir hafi ætlað að stjórna. Verslunin Edinborg Verslunin Edinborg var vefnaðar- og leikfangaverslun, stofnuð af Ás- geiri Sigurðssyni. Edinborg stundaði jafnframt útgerð. Ásgeir átti mikil viðskipti við Skota, þess vegna hét fyrirtækið Edinborg. Ásgeir var breskur aðalkonsúll hér á landi og þótti það mikill heiður. Ásgeir átti tvo syni, Harald Sig- urðsson leikara og Walter sem lést af voðaskoti. Haraldur var þekktur gamanleikari. Hann var digur mjög og frægt varö þegar hann sagði: „Þeir sem guðirnir elska deyja þungir." Siguður B. Sigurðsson sem ekki var sonur Ásgeirs eignaðist fyrirtækið. Sigurður var stórkarl í Reykjavík, heföarmaður í hugum flestra. Af son- um hans má nefna Niels P. Sigurðs- son sendiherra. Stórveldið Edinborg endaði sinn glæsta feril á að byggja húsið Domus við Laugaveginn. Það reyndist ofraun. Edinborgarveldið var hrunið. Nokkuð sem menn héldu að myndi standast tímans tönn. Lárus G. Lúðvíksson Lárus G. Lúðvíksson var stærsta skóverslun landsins um árabil og var til húsa í Bankastrætinu þar sem Verslunarbankinn er núna. Margir muna eftir versluninni. Þar var karladeild og kvennadeild, breiður stigi, dúkurinn eftírminnilegur og skósalan á tveimur hæðum. Þetta þótti geysilega fín búð. Margir muna þó mest eftir afgreiðslumanninum Ingólfi ísólfssyni, bróður Páls ísólfs- sonar organista, en hann sneið pappírinn á skókassann, tók snæri, kastaði öllu upp í loft og í kassann fóru skórnir með glæsibrag. Snöggur og dýrlegur afgreiðslumaður að mati fólks sem keypti af honum skó. Þessi gífurlega þekkta skóverslun leið undir lok. Ótrúlegt en satt miðað við umsvifin. Önnur verslun nálægt Lárusi G. Lúðvíkssyni var fataversl- unin Haraldur Árnason í Austur- Þetta er hús Kveldútfs við Skúlagötuna. Þetta hús er núna hvftt með bláu þaki og á að hverfa innan skamms. Mynd Liósmyndasafn Reykiavfkurborgar stæti þar sem nú er Karnabær. Haraldur Árnason þótti hafa sérlega fín föt og var leiðandi. Þessi búð var eins konar Sævar Karl nútímans. Marteinn Einarsson Marteinn Einarsson og co. var þekkt verslun við Laugaveginn þar sem nú er Alþýðubankinn. Hún var þekkt fyrir vefnaðarvörur. Var á tveimur hæðum og þótti afskaplega vönduð búð. Hún var virt. Reyndar þótti Marteinn svo langt upp á Laugavegi að sumir töluðu um að hann væri of mikið út úr. Gunnar Hannesson, síðar formað- ur Víkings og þekktur ljósmyndari, var einhver eftirminnilegasti af- greiðslumaðurinn hjá Marteini. Marteinn bjó á þriðju hæðinni í glæsilegri íbúð. Fyrirtækið heyrir nú fortíðinni tíl. Alience og Silli og Valdi Loks skal minnst á Alience og þá Silla og Valda. Aðalstöðvar Ahence voru við Tryggvagötu. Fyrirtækið var risi í útgerð og var aðalforstjóri þess Jón Ólafsson. Af honum tók við starfinu sonurinn Ólafur H. Jónsson. Hvort sem það voru fiskmarkaðir eða rangt skráð gengi þá gekk fyrir- tækið ekki og hætti. Silla og Valda, Sigurliða Kristins- son og Valdimar Þórðarson, þekkja allir. Þegar þeirra veldi leið undir lok runnu eigur Sigurliða til íslensku óperunnar og hins opinbera. Eigur Valdimars runnu til þriggja barna hans. En stórveldið á matvörumark- aðnum, Hagkaup síns tírna, Silli og Valdi, var hðið undir lok. í mörgum þessum fyrirtækjum kom þriðja kynslóðin ekki til sög- unnar. Starfsemi þeirra lauk þegar hjá annarri kynslóðinni. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.