Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1988, Blaðsíða 40
TTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í slma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstiórn - Auglýsingar - Áskrift - Preifing: Sírni 27022 MIÐVIKUDAGUR 4. MAl 1988. Ráðhúsið: Við höldum _ okkar striki - segir borgarverkfræóingur „Þessi úrskuröur ráöherra breytir engu varðandi verkframkvæmdir fram áö fundi borgarstjórnar. Viö lukum aö mestu viö aö fylla upp í Tjörnina í gær. í dag og á morgun munum viö girða vinnusvæðið. Viö höfum engar aðrar áætlanir uppi en að halda okkar striki,“ sagði Þóröur Þorbjamarson borgarverkfræöing- ur. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra felldi úr gildi í gær graftarleyfl er byggingamefnd Reykjavíkur hafði veitt vegna Ráö- húss viö Tjörnina. Meirihlutar bæði bygginganefndar og skipulagsstjórn- ♦ ar ríkisins mæltust til þess í sínum umsögnum til ráðherra aö graftar- leyfið yröi látiö óhaggað. Ráöherra byggöi hins vegar sinn úrskurö á því. að náin tengsl væru á milli graftar- leyfis og byggingaleyfis og í ljósi kæra sem ráöuneytinu heföu borist væri ekki rétt aö veita graftarleyfi áöur en byggingaleyfi lægi fyrir. Bygginganefnd veitti byggingaleyfi fyrir ráðhúsiö þann 28. apríl, sama dag og hún sendi ráðherra umsögn sína. Það leyfi mun verða á dagsk-rá _borgarstjórnar á morgun til staö- festingar. Ef borgarstjórn samþykkir bygg- ingaleyfið mun ráöhúsiö enn á ný koma til kasta ráðherra. Nokkrar kærur hafa borist ráöuneytinu vegna leyfisins sem bygginganefnd veitti í endaðan apríl. -gse Böðvar Bragason: Alvarlegt mál „Þessi ákvöröun er frá mér komin. Ég er yfirmaður hér og á því aö taka ákvarðanir um slíka hluti," sagöi Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, þegar hann var spurður iim þá ákvöröun aö hafa í starfi varð- stjóra sem ákæröur hefur verið vegna mistaka í starfi. Böðvar sagöi allar ákærur alvar- legar en hann heföi talið rétt aö varöstjórinn gegndi störfum áfram, þó þannig að hann flyttist á milli staifa. -sme LOKI Fyrst var þaö fljúgandi teppi, nú fljúgandi hurð! Samningar verslunarmanna á lokastigi: Búist við nýjum samningi í dag - sáttafundur hefur staðið óslrtið frá kl. 15 í gær Samningafundur í deilu verslun- armannafélaganna 13 sem enn eru í verkfalli og viðsemjenda þeirra stóð enn þegar DV fór í prentun í morgun og var þá búist við að fund- ur stæöi áfram fram eftir degi, en hann hófst klukkan þijú í gær. Taliö var í morgun að allar líkur væru á aö samningar yrðu undir- ritaöir í dag „Ég er viss um aö samningamenn hugsa sig um tvisvar áður en þeir standa upp frá þessari samninga- lotu án þess að undirrita nýja samninga,“ sagði einn af samn- ingamönnunum í Karphúsinu í samtali viö DV í morgun. Samkvæmt því sem DV kemst næst er ekki veriö aö ræöa um taxtahækkun umfram það sem fólst í miðlunartillögu sáttasemjara á dögunum. í þeirri tillögu var gert ráö fyrir sérstakri launauppbót sem nam 750 krónum á mánuöi, en verslunarmenn vilja fá þá upphæö upp í 1500 krónur. í morgun höfðu vinnuveitendur boðið 1100 krónur. Þá er gert ráö fyrir 5.000 króna júní- uppbót, sem er nýtt í málinu, en desemberuppbótin verði óbreytt frá miölunartillögunni. í staðinn fari „rauða strikiö“ l. febúar út. Einhverjar „slaufur" gætu hugs- anlega bæst viö innan launaramm- ans áður en upp veröur staðið, aö sögn samningamanns sem DV ræddi viö. í morgun vantaöi þó allmikiö upp á 'aö búið væri að fast- móta þetta mál. „Þaö sem mestu máii skiptir er að ástandiö breyttist í gær úr hálf- geröu stríösástandi yfir í eðlilegar samningaviöræður og ég trúi ekki ööru en að þær muni skila ár- angri,“ sagöi einn samningamann- anna í morgun. -S.dór dóttir, ólu báðar barn á fæðingardeild Landspítalans. Björg heldur hér á nýfæddri dóttur sinni en eldri dóttirin, Anna Björk, stendur við hlið móður sinnar og hefur nýfæddan son sinn í fanginu. Snáðinn er þvi systursonur frænku sinnar sem fæddist sama dag. ' DV-mynd Brynjar Gauti/-JBj Mæðgur ólu barn sama daginn Mæögurnar Björg Jónsdóttir og dóttir hennar, Anna Björk Magnús- dóttir, ólu báðar barn í fyrradag, 2. maí. Mæðgunum og bömum þeirra heilsast öllum vel. Enginn bjóst viö aö frændsystkinin htlu myndu fæöast sama dag því Anna Björk geröi ekki ráð fyrir aö ala barnið fyrr en eftir þrjár vikur. Þau voru samt sem áður hér um bil jafn stór við fæðinguna. Ekki munaði nema fjórum grömmum á þyngdinni og 1 'A sentímetra á lengdinni. Björg, móðir Önnu Bjarkar, er fer- tug. Látla dóttir hennar, sem fæddist í fyrradag, er tæp 12'/, mörk og 48'/2 sentimetri á lengd. Faöir Ónnu Bjarkar og þeirrar litlu er Magnús Ingólfsson. Anna Björk er á 20. ári og eignaðist hún son sem er 12 mörk og 50 sentímetrar. Faðir snáð- ans heitir Snorri Sævarsson. -JBj Suðuriand: Veðrið á morgun: Vætusamt um sunnan- og vestan- vert landið Á morgun veröur sunnan- og suðaustaiiátt um land allt, víðast kaldi eöa stinningskaldi. Skúra- veður veröur um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 3-7 stig. Samið í dag? „Þar bar oröiö svo lítið í milh á fundinum í gær að ég hef trú á því að viö skrifum undir nýja samninga í dag. Annaö kæmi mér mjög á óvart,“ sagöi Sigurður Óskarsson, formaður Verkalýösfélagsins Rangæings á Hellu, um kjaradehu ófaglærös starfsfólks á sjúkrahúsum og vistheimilum á Suðurlandi. Nýr samningafundur hófst á Selfossi klukkan 11. Verkfah skall á hjá þessu fólki á miönætti síöasthðnu. Neyðarástand skapast ipjög fljótlega bæði á sjúkra- húsunum og vistheimhunum ef verkfalhð heldur áfram og var haf- inn undirbúningur aö brottflutningi þess fólks sem mögulegt er aö flytja á brott. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.