Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988.
3
Fréttir
Ny áburðarflugvél
til Landgræðslunnar
Landgræðsla ríkisins fékk nýja
áburðarflugvél á sunnudag en vélin
var keypt nýlega í Texas í Bandaríkj-
unum.
Vélin, sem er af gerðinni Air Tract-
or eða flugdráttarvél, er eingöngu
ætluð til landbúnaðarstarfa. Hún er
árgerð 1984 en hefur aðeins verið
flogið um 500 flugstundir. Flugvélin
er í mjög góðu ásigkomulagi og ber
hún 1000 kíló af áburði og grasfræi í
ferð.
Flugvéliil kemur í stað land-
græðsluflugvélarinnar TF-TÚN sem
brotlenti í Fljótshlíð í júlí í fyrra.
Hefur nýja vélin hlotið sömu ein-
kennisstafi. Henni var flogið til
landsins af Gunnlaugi Helgasyni,
flugmanni hjá Flugleiðum, en hann
var áburðarflugmaður hjá Land-
græðslunni sumarið 1961. Ferðin tók
8 daga frá Texas.
Fullbúin til áburðarflugs kostar
vélin um 8,5 milljónir. Tryggingarfé
eldri flugvélarinnar nam tæpum 3
milljónum króna en 5,4 milljónir
fengust sérstaklega til kaupanna við
afgreiöslu fjárlaga fyrir þetta ár.
Aformað er að áburðarflug hefjist
strax eftir hvítasunnu og veröur
byijað við uppgræðslustörf á Reykja-
nesi og flogið frá Keflavíkurflugvelh.
-JBj
Þoriákshöfn:
MJög góð kolaveiði
- óttast að snurvoðin skemmi uppeldisstóðvar humarsins
Þorlákshafnarbátar hafa aflað vel
af kola, sandkola og þykkvalúru und-
anfarið. Til að mynda fékk Dalaröst-
in 68 tonn af kola í síðustu viku sem
er mjög góður afli. Jón á Hofi ÁR og
Þorleifur Guðmundsson ÁR hafa
einnig veitt vel en þeir heilfrysta afl-
ann um borð fyrir Japansmarkað.
Þá hefur fyrirtækið Glettingur gert
samning um sölu á tvö þúsund lest-
um af flatfiski til Hollands á næstu
mánuðum.
í Japan hefur fengist gott verð fyr-
ir heilfrystan kola og jafnvel fyrir
sandkola. Verð á þessum fisktegund-
um ísuðum hefur einnig verið ágætt
í Englandi.
Að sögn Kristjáns Andréssonar á
hafnarvoginni í Þorlákshöfn er kola-
aflinn svipaður nú og hann var í
fyrra. Hann benti á að bátarnir væru
komnir með svo stórar og öflugar
snurvoðir að það væri ekki sambæri-
legt við það sem áður var. Hann sagði
sjómenn sem stunda humarveiðar,
óttast mjög að þessar stóru snurvoð-
ir skemmi botninn en uppeldisstöðv-
ar humarsins eru á sömu slóðum og
kolamiðin.
Sjómenn benda á að botninn rótist
mikið upp við kolaveiðarnar og að
það hafi ekkert verið rannsakað
hvaða áhrif það hefur á humarinn
en að svona mikið rask hljóti að hafa
neikvæð áhrif.
Nú eru humarveiöibátamir famir
að undirbúa sig fyrir vertíðina sem
hefst 24. maí næstkomandi. -S.dór
Landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson, færir flugmanninum, Gunnlaugi
Helgasyni, blóm við komuna til íslands. Gunnlaugur flaug áburðarflugvél-
inni TF-TÚN heim frá Texas. DV-mynd Jakob Ólafsson
Kaupin á sköverksmiðju Sambandslns:
„Við göngum frá
þessu í vikunnr
-segir Haukur Ármannsson
reksturinn væru ekki á næsta leiti.
Það þyrfti hins vegar að skoöa
máliö í heild, og ef „einhver
skemmd epli“ væru innan fyrir-
tækisins þyrfti aö fjarlægja þau.
Eins og komiö hefur fram hefur
öllu starfsfólki verksmiðjunnar
verið sagt upp störfum, enda hugð-
ist Sambandið loka verksmiðjunni
ef ekki tækist að selja hana. Þar
starfa nú um 50 manns, og fyrir-
tækið, sem hefur getið sér gott orð,
t.d. fyrir framleiðslu á „ACT“-
skóm, er mikilvægur hlekkur í at-
vinnulífinu á Akureyri.
Gyifi Knstjánsson, DV, Akureyri:
,,Ég sé ekki annaö en að við
göngum frá þessu raáli nú í vik-
unni, og að samningar veröi undir-
ritaðir fyrir helgina," segir Haukur
Árraannsson Akureyringur sem,
ásarat fimm öðrum einstaklingum,
er að kaupa Skógerö Iðunnar á
Akureyri aJf Sambandinu.
Haukur sagði aö strax og samn-
ingar hefðu veriö undirritaðir
rayndi hann ganga í það mál að
kynna sér starfsemi verksmiðjunn-
ar, en stórar breytingar varðandi
BLY EÐA EKKIBLY?
RAÐLEGGING
UM NOTKUN
BENSÍNS
SKODA EIGENDUR
NOTIÐ SUPER 98 BLYBENSÍN
PEUGEOT EIGENDUR
NOTIÐ SUPER 98 BLYBENSIN
ALFA ROMEO EIGENDUR
NOTIÐ SÚPER 98 BLÝBENSÍN
CHRYSLER EIGENDUR
PLYMOUTH EIGENDUR
DODGE EIGENDUR
ÁRGERÐA 1986 - 1987 - 1988
NOTIÐ BLÝLAUSA BENSÍNIÐ
CHRYSLER EIGENDUR
PLYMOUTH EIGENDUR
DODGE EIGENDUR
ÁRGERÐA 1985 OG ELDRI
NOTIÐ SÚPER 98 BLÝBENSÍN
OFANGREINDAR UPPLÝSINGAR MIÐAST VIÐ
BIFREIÐAR SEM JÖFUR HF HEFUR FLUTT INN
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600