Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1988, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1988. 17 Lesendur Fá brýn og aðkallandi mál fremur lausn utan þings en innan? - Það er skoðun bréfritara. Þinglausnir sem allra fýrst: Enginn vinnufríður fyrr Björgvin Guðmundsson skrifar: Nú eru þinglausnir skammt undan eftir því sem fréttir herma. Það hefði þó mátt gerast mun fyrr að þingið færi heim því fyrr er ekki friður fyr- ir ríkistjóm þessa lands (og þá alveg sama hvaða ríkisstjórn situr) að sinna neinum málum. Það hefur verið gagnrýnt af sum- um þingmönnum, einkum þing- mönnum stjórnarandstööunnar, að þinglausnir skuli vera einmitt núna og sagt að þetta sé gert til að stjórnln fái frið til að setja bráöabirðglög um eitt og annað sem rætt hefur verið um til að koma einhverjum skikk á í efnahags- og atvinnumálum. En er það ekki staðreynd að ílest brýn og aðkallandi mál, sem rædd eru á þinginu, fá ekki lausn þar, held- ur verður að setja um þau bráða- birgðalög milli þinga svo að þau nái fram aö ganga? - Mér hefur fundist sem flest mál, ekki síst mál sem snerta vinnudeilur og kjaramál, verði að útkljá annars staðar en á þingi. Síðan eru þau bara borin und- ir atkvæði þegar þing kemur saman og viðkomandi lög staðfest af meiri- hlutanum. Dæmigert mál á þingi nú sem hefur þvælst þar í allan vetur er bjórfrum- varpið og spá mín er sú að ekki verði þaö útkljáð á þessu þingi heldur. Það mál eitt er nú orðið aö fullkomnu hneyskli fyrir Alþingi. - Menn eru enn að rifja upp þegar það frelsi náð- ist þó að leyfa öllum, sem frá út- löndum koma, að hafa með sér áfengt öl til landsins en einungis vegna þess að viðkomandi ráðherra (þá Sig- hvatur Björgvinsson) tók af skarið og gaf út reglugerö upp á sitt ein- dæmi - milli þinga auðvitað! Eins er oft vitnað til miðvikudags- banns um að veita áfengi á veitinga- húsum og sem gilti í áraraðir þar til dómsmálaráðherra (þá Steingrímur Hermannsson) tók af skariö - milli þinga - og afnam þessa reglugerð með einu pennastriki. Og nú segja sumir þingmenn stjórnarandstöðunnar; það er verið að rýma fyrir efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Auðvitað þarf að rýma fyrir þeim. Á Alþingi yrði ekk- ert komist með shk mál fyrir mál- þófi og fyrirslætti. Það er því ckki fjarri lagi að þingið sé þrándur í götu fyrir efnahagslegum aðgerðum í þjóðfélaginu. „Love you“ Ljósvaki Hrefna hringdi: Ég hringi til að taka undir með þeim sem hafa skrifað í lesenda- dálka, bæði hjá DV og Mbl„ og lá- tið í ljós söknuð yfir brotthvarfi útvarpsstöðvarinnar Ljósvakans, sem miðlaði afar vinsælli tónhst daglangt og raunar langt fram eftir kvöldi, stundum nóttu. - Ég vil ekki að þið birtið þetta frá mér, nema fyrirsögnin megi vera „Love you“ Ljósvaki!, því það voru ein- mitt svona slagorð eða upphrópan- ir sem maður heyrði svo oft, þegar þessi útvarpsstöð barst í tal. Og svo ég leggi nú alvörunni lið, þá vil ég fullyrða, að Ljósvakinn var vinsælasta stöðin hjá mjög stórum hópi hlustenda) þótt ekki hafi nákvæm skoðanakönnun ver- ið gerð um þetta. Það vantar svona útvarpsstöð hér og ég veit að hún hefur rekstrargrundvöll með réttri aðferð við öflun auglýsinga og trúi ekki öðru en einhverjir ungir og framtakssamir menn, sem vilja koma til móts við fólk með áhuga fyrir vinsælli, rólegri tónhst af létt- ara taginu, eins konar afþreyingar- tónlist, taki sig nú til og hefji út- sendingar. Er t.d. ekki hægt að kaupa eða leigja þau tæki sem Ljósvakinn eða Bylgjan notaði við útsendingar Ljósvakans? Ég spyr nú bara eins og fávís kona. En hver getur svarað þessu? SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Tugir tegunda reiknivéla. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Þjónustumiðstöð skrifstofunnar. eykjavíkur. bflastæði við Klapparstíg. •O^j&cum hjóhwi' & Hvemig skyldi það vera að flytja hús á milli bæjarhluta. Við Laugaveg 61 stóð þartilfyrirnokkrumárum hús Alþýðu- brauðgerðarinnar. Þegar átti að fjarlægja húsið keyptu tvær fjölskyldur það og fluttu á lóð við Framnesveginn. Húsið stendur nú við svokallað Bráðræðisholt og heitir Álagrandi nr. 2. Nú erveriðað leggja lokahönd á viðgerð hússins sem tekið hefur miklum breytingum bæði inn- anstokks og utan. í Lífsstíl á morgun verður rætt við íbúa hússins. Við fræðumst um það hvernig staðið er að því að að gera upp gamalt hús og hvernig er að búa í einu slíku. í Lífsstíl á morgun verður birt verðkönnun. Um er að ræða verðlag á matvöru í Voga- og Heimahverfi, en þar er verslun með þeim hætti að annaðhvort eru búðirstórmarkaðireða hverfaverslanir af smærri gerð- inni. Verðlag er á allan veg í þessum hverfum þarsem litlu verslanirn- ar reyna ekki einu sinni að veita stórmörkuðum samkeppni í verði heldur þrífast þær oftar en ekki á óvenjulegum opnunartíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.