Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. 7 Fréttir Hugsanlegar forsetakosningar Kostnaður hins opinbera verð- ur á milli 20 og 30 milljónir Kostnaöur þess opinbera vegna hugsanlegra forsetakosninga í ár gæti oröið milli 20 og 30 milljónir króna. Þá er undanskilinn allur sá kostnaður sem frambjóöendur verða fyrir, en hann er umtalsverö- ur í kosningabaráttu þar sem fjölda auglýsinga og feröalaga er þörf til að kynna frambjóöendur. Sveitarfélögin þurfa aö bera kostnað af aðalframkvæmd kosn- inganna. Þau setja upp kjördeildir og hafa starfsfólk á launum við undirbúning á meðan kosningarn- ar fara fram. Auk þess sjá þau starfsfólkinu fyrir fæði. Að sögn Jóns G. Tómassonar borgarritara er áætlaöur kostnað- ur borgarsjóðs við framkvæmd hugsanlegra forsetakosninga 6,5 milljónir. Þá eru öll önnur sveitar- félög eftir en samkvæmt upplýsing- um DV má gera ráð fyrir aö yfir landið í heild verði kostnaður sveit- arfélaga vegna forsetakosninga um 15 milljónir. Þá er eftir að taka saman kostnað ríkissjóðs en hann sér til dæmis um prentun atkvæðaseðla, dreif- ingu þeirra og safnar þeim saman, auk þess sem ríkið sér um talningu atkvæða. Kostnaður ríkissjóðs vegna forsetakosninganna 1980 var um 6 milljónir, reiknað til núvirð- is, og má áætla að kostnaöur í ár verði svipaður. Hagstofan leggur fram þjónustu sína við forsetakosningar og segir Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri að kostnaður hennar verði aldrei undir einni milljón króna ef til kosninga komi. Hallgrímur sagði í samtali við DV að erfitt væri að reikna út kostnað Hagstof- unnar þar sem hann blandaðist mikið inn í aðra kostnaðarliði stofnunarinnar. Tveir helstu kostnaðarliðir Hag- stofunnar vegna forsetakosninga eru gerð svokallaðra kjörskrár- stofna og gerð kosningaskýrslu sem gerö er eftir kosningar. Kjörskrárstofnar eru drög að kjörskrá sem Hagstofan útbýr fyrir sveitarfélögin. Sveitarfélögin fara svo yfir nöfn- in og bæta mönnum inn á og taka út eftir bestu vitund. Þegar þessir liðir eru upptaldir á eftir að minnast á ýmislegt sem ekki kemur fram sem beinn kostn- aður viö kosningar. Þar má nefna öryggisgæslu við framkvæmd kosninganna og við talningu at- kvæða. Lögreglan annast þessa gæslu og hlýtur mikil yfirvinna að skapast þótt hún komi ekki fram sem beinn kostnaður vegna kosn- inga. -JBj i • : I Í > f ^ 3 Fimm af þeim sjö fréttamönnum sem íslandsdeild Norðurlandaráðs veitti norræna fréttastyrkinn. Frá vinstri; Björn Vignir Sigurpálsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Axel Ammendrup, Elías Snæland Jónsson og Fríða Björnsdóttir. Á myndina vantar Óðin Jónsson og Ólaf K. Magnússon. DV-mynd Brynjar Gauti Fréttamönnum veittur styrkur frá Norðuriandaráði Ætla að kynna sér allt frá siðareglum til lífsmáta Sama I gær veitti Islandsdeild Norður- landaráðs sjö innlendum frétta- mönnum norræna fréttastyrkinn 1988. Eftirtaldir fréttamenn hlutu styrk; Björn Vignir Sigurpálsson rit- stjóri, Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri, Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri, Óðinn Jónsson fréttastjóri, Fríða Bjömsdóttir rit- stjóri, Axel Ammendrup fréttamað- ur, og Ólafur K. Magnússon frétta- ljósmyndari. Styrkurinn var auglýstur í frétta- blaði Blaðamannafélagsins og rann umsóknarfresturinn út í lok apríl. Sjö fréttamenn sóttu um og hlutu styrk. í fyrra sóttu fimm fréttamenn um þennan styrk. Aö sögn Snjólaugar Ólafsdóttur, starfsmanns íslandsdeildarinnar, hefur deildin 50 þúsund sænskar krónur til úthlutunar. Þetta svarar til rúmlega 367.000 íslenskra króna og getur nefndin ráðstafað þessari fjárhæð að vild. Styrknum var skipt jafnt á milli allra umsækjenda og hlaut hver þeirra rúmlega 52.000 krónur. Umsækjendur skiluðu greinargerö um hvernig þeir ætluöu að ráðstafa styrknum. Bjöm Vignir Sigurpáls- son mun kynna sér starfsemi hluta- bréfamarkaða og hlutabréfaviðskipti á Norðurlöndum. Sigmundur Ernir Rúnarsson hyggst gera heimildar- mynd um lifnaöarhætti nágranna okkar Finna, sér í lagi Sama. Elías Snæland Jónsson mun kynna sér siðareglur blaðamannafélaga á Norðurlöndum og áhrif þeirra á störf íjölmiðlafólks. Óðinn Jónsson hyggst nota féð til að fræðast um menning- arstarf Norðurlanda á vegum Norð- urlandaráðs og bókaútgáfu á Norð- urlöndum. Fríða Björnsdóttir mun kynna sér útgáfustarfsemi leigjenda- samtaka á Noröurlöndum. Axel Ammendrup mun kynna sér útgáfu- starfsemi fyrir samtök sykursjúkra. Ólafur K. Magnússon mun fræöast um skipulagingu og tölvuvæðingu fréttamynda- og fúmusafna á Norð- urlöndum. -StB Akureyri: Kaupir Samherji nýtt skip fyrir Þorstein? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Við höfum ákveðiö að kanna möguleika á því að fá nýtt skip í stað Þorsteins," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija hf. á Akureyri, í samtali við DV í gær. Samheiji á togarann Þorstein EA- 610 sem skemmdist mjög mikið í haf- ís úti fyrir Norðurlandi í siðasta mánuði. Viðgerð á skipinu var boöin út á dögunum og bárust 6 tilboö í verkið. Þýsk skipasmíðastöð átti lægsta tilboðið sem nam 24,5 milljón- um króna og Shppstöðin á Akureyri bauðst til aö vinna verkið fyrir 25,8 milljónir. Svo kann því að fara að Samherji selji Þorstein og fái annaö skip í stað- inn eða að Þorsteinn sem er 20 ára gamalt skip verði úrelt. Auk Þor- steins á Samherji togarana Akur- eyrina, Margréti og stóran hlut í Oddeyrinni. Ólafur Þ. Þórðarson: Stjórnin er verri en kosningaóvissa Framsókn vill aðgerðir sem duga næstu ár „Það er betra að fara í'kosningar nú en sitja uppi með stjórn sem kem- ur með vanmátta aðgerðir á þriggja mánaða fresti. Við gerum kröfu um aðgerðir sem duga næstu árin. Þó kosningum fylgi óvissa þá væri hún betri en ráðstafanir á borð við þær sem gerðar voru í endaðan febrúar," sagöi Ólafur Þ. Þóraðarson, þing- maður Framsóknarflokksins, í gær. „Það var samið um vissa hluti í upphafi þessa stjórnarsamstarfs, meðal annars aö halda hallalausum viðskiptum við útlönd. Strax um ára- mót var því spáð að hallinn stefndi í 12 milljarða. Menn neituðu hins vegar að grípa til aðgerða. Viöskipta- ráðherra svaf þar til að Seðlabankinn vakti hann á fimmtudaginn meö þau tíðindi að fjórðungur gjaldeyrisforð- ans hefði horfið á einum degi. Þessir menn hafa ekki einu sinni hug á því nú að bæta þetta tjón. Þeir eru enn með glýju í augunum og virðast hta á 2,5 milljarði sem einhverja skipti- mynt. Þetta er aldeilis með ólíkind- um.“ Kæmi til greina að mynda nýja stjórn án kosninga? „Mér skilst að andrúmsloftið sé þannig hjá stjórnarandstöðunni að slíkt komi ekki til greina.“ Hafið þið kannað hug hennar? „Nei, við stöndum ekki í tvíhhöa samningum," sagði Ólafur. -gse DeHan um fæðingaroriofið: Beðið eftir reglu- gerð frá ráðherra - bankamenn drógu fýrirspum sína tíl baka Bankamenn hafa dregið til baka fyrirspum sína til Tryggingaráðs vegna deilu þeirra og Trygginga- stofhunar um fæöingarorlof. Hinrik Greipsson, formaöur fé- lags íslenskra bankamanna, sagði aö það hefði orðið að samkomulagi með þeim og Tryggingastofnun að láta ekki Tryggingaráð úrskurða í deUunni að svo komnu raáli. Verö- ur málinu skotiö til ráöherra og þess vænst aö hann setji skýrari reglugerð. Á meðan svo er ástatt munu bankamir greiöa fyrstu þrjá mánuði fæðingarorlofsins á fullum launum en Trygglngastofnun þann fjórða en stofnunin greiðir 40.000 kr. Deilan snýst um það hvort greiöa megi bankamönnum skert laun til viöbótar viö fæðingarlaun frá Tryggingastofnun. Er taliö að niö- urstaöa málsins hafl mikil áhrif á framtiö þessara mála. -SMJ Staðgreiðsla skatta af oriofsfé: Orlofsfé verður skattlagt eins og öll Orlofsfé, sem reiknað hefur verið á laun vegna greiðslutímabila á ár- inu 1987, kemur ekki til skattlagning- ar á árinu 1988 vegna niðurfelhngar á innheimtu tekjuskatts og útsvars á laun á því ári. Þeir sem fengu orlofs- fé fyrir síðasta ár sent um síðustu mánaöamót greiddu því ekki skatt af þeim peningum. Staðgreiðsla skatta hefur þau áhrif á orlofsfé að staðgreiðslan er ekki dregin af orlofslaunum fyrr en þau önnur laun koma til útborgunar. Þeir sem fá venjuleg laun meðan þeir eru í orlofi greiða því skatta um leiö og þeir fara í orlof. Staðgreiðsla var tekin jafnóðum af því fé sem lagt var inn á póstgíró- reikning frá áramótum en sem kunn- ugt er þá gengu ný lög í gildi 1. maí sem gera það að verkum að póstgíró- stofan hefur ekki með orlofsfé að gera lengur. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.