Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 40
F R E T T A Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir S K O T I Ð besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsfjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. Svavar Egilsson: Hef ákveðnar hugmyndir - um Nýjabæ Eins og sagt var frá í DV i gær keypti Svavar Egilsson, eigandi ís- lenska myndversins, verslunina Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Kaupverð er sagt vera hátt á þriðja hundrað milljónir en verslunin var áður í eigu Sláturfélagsins. í samtali við DV í morgun vildi Svavar lítið tjá sig um kaupin en sagði þó að búið væri að „skrifa undir ákveðna pappíra í þessu máli“. „Þetta er á viðkvæmu stigi,“ sagði Svavar, „en ég hef ákveðnar hug- myndir í gangi varðandi Nýjabæ." Aðspurður hvort uppsagnir fylgdu í kjölfar kaupanna sagði Svavar það , Taitt að starfsfólkið tilheyrði að sjálf- sögðu Sláturfélaginu. „Þetta mál snertir marga aðila," sagði hann en vildi ekki tjá sig nánar um kaupin. -StB Innbrot að morgni: Dýrum rafmagns- "tækjum stolið Innbrot var framiö í kjallaraíbúð við Barmahlíð í gærmorgun. Húsráð- andi yfirgaf íbúð sína klukkan hálf- tiu um morguninn og kom heim tveimur klukkustundum síðar. Á meðan hann var að heiman hafði rúöa í útihurð verið brotin og fariö inn í íbúðina. Hinn óvelkomni gestur hafði látið greipar sópa. Öllum raf- mangstækjum úr stofunni hafði ver- ið stolið. Auk þess var búið aö róta til í skúffum og fleiri hirslum í leit að frekari verðmætum. Úr íbúðinni var stolið Philips sjón- varpstæki, Nordmende myndbands- tæki, myndlykli og vönduðum Pione- aáer hljómflutningstækjum sem inni- *' héldu meðal annars leysispilara. Rannsóknarlögreglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um torkenni- legar mannaferðir á þessum stað í gærmorgun að hafa samband við RLR hið fyrsta. -sme LOKI Skyldi þessu skrifstofufár- viðri ekki fara að slota? Sláum á hærri nótur eftir þessa helgi - segir Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna „Það er sjálfgefið að sá sem tilbú- inn var að semja á einhverjum nótum 1 síðustu viku slær á hærri nótur eftir þessa helgi," sagði Bene- dikt Davíðsson, formaður Sam- bands byggingamanna. Ósamið er við alla iðnaðarmenn. í viðræðum stjórnarflokkanna voru uppi hug- myndir um aö setja lög á þá samn- inga. „Við höfum áður beygt okkur undir slik lög og erum löghlýðnir. En eins og markaðsástandiö er hér á Reykjavíkursvæöinu hefðu slík lög ekkert gildi nema táknrænt," sagði Benedikt. „Það er vondur siður hjá verka- lýðshreyfingunni að láta gera sig ábyrga fyrir öllum efnahagsað- gerðum ríkisstjómarinnar. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að hafa dug til að taka sínar ákvarðanir sem félagar í verkalýðshreyfing- unni taka siðan afstöðu til í kosn- ingurn," sagöi Hrafnkell A. Jóns- son, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði og einn þeirra sem stóöu aö Akureyrasamningun- um. „Ályktun aukaþings Verka- mannasambandsins segir allt sem segja þarf um viðbrögð verkalýðs- hreyfingarinnar við þessari gengis- fellingu. Hún mun ekki sætta sig við að gengisfellingin gangi bóta- laust yfir láglaunafólk," sagði Kar- vel Pálmason, varaformaöm- Verkamannasambandsins og þing- maður Alþýðuflokks. í dag hefjast viðræður ríkisstjórn- arinnar við forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar um aðgerðir til að draga úr víxlhækkun verð- lags og launa í kjölfar 10 prósent gengisfellingar um helgína. Afleið- ingar hennar eru að kaupmáttur lækkar um 3 prósent á árinu. Ef miðað er viö áramót mun því kaup- máttur verkamanna og verslunar- fólks standa í staö milli ára, en kaupmáttur opinberra starfs- manna mun dragast saman um 6 prósent. Verðbólguhraði á þriðja ársfjórðungi stefhir í 44 prósent en mun lækka á þeim íjórða í 16—17 prósent samkvæmt spá. Verðbólga á árinu öllu stefnir í 28 prósent. Hér er ekki tekiö tUlit til þeirra hiiðarráðstafana sem ríkisstjómin á ósamið um. Þrýstingur gengis- fellingarinnar á rauöu strikin hef- ur veriö áætlaður 0,5 prósent í júh og 2 prósent í nóvember. Ástæðan fyrir þessum litla þrýstingi er su að rauðu strikin voru rúm í samn- ingum vegna yfirvofandi efnahags- ráöstafna. -gse DV-mynd BG Ákveðinn ökumaður Hjólbarðar bifreiða geta sprungið við ólíklegustu aðstæður. Vestfirð- ingurinn á myndinni varð fyrir því óláni í góðviðrinu í gær að það sprakk hjá honum á mótum Banka- strætis og Ingólfsstrætis. Hann var fljótur að átta sig og skipti um dekk á staðnum. Umferð um hægri akrein tepptist lítillega meðan viðgerð fór fram. Greinilegt er þó að viðgeröin fór fram undir eftirliti varðar lag- anna. -sme Veðrið á morgun: Hlyindi sunnan- lands Á morgun veröur hæg norðan- og norðaustanátt um mestallt land. Sums staðar verða dálítil él viö norðausturströndina, ann- ars víða léttskýjað. Hiti verður um 0-4 stig um norðanvert landið en 6-13 stig um landið sunnan- vert. Kjarasamningar í kyrrstoðu Stefhir í lokun álversins á föstudaginn Lítið hefur þokast áleiðis í deilu starfsmanna við álverið í Straums- vík og VSÍ. Fundir hófust þó aftur um helgina og vildi einn viðmælenda • DV telja það árangursmerki en ekk- ert var ræðst við í deilunni í síöustu viku. Þá er nýr fundur boðaöur í dag kl 13.30 en ríkisstáttasemjari, Guð- laugur Þorvaldsson, sagði að menn skynjuðu vel þá tímapressu sem deil- an er komin í því ef semst ekki fyrir fóstudagskvöld verður verksmiðj- unni lokað í fyrsta skipti síðan hún hóf starfsemi. Jakob Möller, starfsmannastjóri álversins, sagði að tjón ísals vegna lokunar næmi mörg hundruð millj- ónum og þá tapaði Landsvirkjun 2,8 milljónum á dag. Örn Friðriksson yfirtrúnaðarmað- ur sagði að starfsmenn gerðu sér grein fyrir því hvað gerðist ef lokað væri. Þá tæki það allavega viku að ná verksmiðjunni upp í full afköst aftur. Launaliðir og ýmis sératriði voru rædd um helgina og að sögn viðmæl- enda þokaðist lítið áleiðis, enn ber mikið í milli. Línur munu þó hafa skýrst eitthvað lítillega en menn vör- uðu við bjartsýni. -SMJ Fjöldi árekstra í góðviðrinu Mikið var um árekstra í Reykjavík í gær. Leitað var til lögreglu með nítján árekstra. Eru þá ekki meðtalin þau tilfelli sem lögreglan lét viðkom- andi ökumenn hafa skýrsluform til útfyllingar. Þetta þykir mjög mikið af árekstrum þar sem akstursskil- yrði eru mjög góð. Lítið lát er á hraðakstri. í gær voru þrettán ökumenn í Reykjavík kærðir fyrir of hraðan akstur. •sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.