Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1988. 9 Utlönd Samkomulag um að binda enda á blóðbaðið Sýrlenskir hermenn i viðbragðsstöðu við úthverfin í suðurhluta Beirút. Símamynd Reuter Bensíngjöf og bremsa í sama pedala ÞórMdur Sveinsdóttir, DV, Amsterdam; Umferöareftlrlitið í Hollandi ger- ir nú tilraunir með nýja tegund samræmdrar bremsu og bensín- gjafar. Heiöurinn af þessari upp- finningu á Hollendingur, Anders van der Fliet, og hefur honum tek- ist aö samhæfa bensínsgjöf og bremsu í einum t>edala. Bensínið er gefið inn á sama hátt og venjulega en eigi að bremsa er ýtt á pedalann með hælnura eða fætinum öllum. Þessi nýja bremsuaðferð er nú athuguð við hinar ýmsu aðstæður og þykir lofa góöu. Kostur þessarar nýju bremsuaðferðar er stuttur viðbragðstími bilstjórans. Tíminn milli þess sem bilstjórinn sér hætt- una og þangað til hann bremsar styttist úr 0,75 sekúndum í 0,25 sek- úndur. Rannsóknir hafa sýnt aö sé öku- maður fær um að stööva bifreið sína hálfri sekúndu fyrr fækki keðjuárekstrum um 60 prósent, árekstrura á gatnaraótum um 50 prósent og framanáákeyrslur yrðu 30 prósent færri. Hugmyndin um samræmda bremsu og bensíngjöf er ekki ný en aldrei fyrr hefur tekist aö útfæra hana á jafneinfaldan og starfhæfan hátt sem nú. Utgöngubann eftir óeirðir Þúsundir Palestínumanna á her- teknu svæðunum urðu að halda sig innan dyra í gær eftir að sett hafði verið á útgöngubann í kjölfar átaka sem leiddu til dauða tveggja araba. Heimildarmenn Palestínumanna sögðu að hermenn hefðu skotið sautján ára ungling til bana í gær og öryggissveitir tilkynntu síðar að annar Palestínumaður hefði fallið fyrir byssukúlum ísraelskra her- manna við varðstöð þeirra. Óeirðir brutust út og kveiktu Pa- lestínumenn í dekkjum, köstuðu gijóti og bensínsprengjum að her- mönnum og veifuðu palestínskum fánum. í gær var síðasti dagur fostu- mánaðarins og var hann haldinn hátíðlegur. Mikill hiti var á þessum slóöum í gær, um fjörutíu gráður á Celsíus, og brutust sums staðar út skógareldar. Israelskir hermenn með sex palestínska fanga á Vesturbakkanum i gær. Simamynd Reuter Sýrlensk og írönsk yfirvöld til- kynntu í gærkvöldi aö þau hefðu komið sér saman um að binda enda á bardaga stríðandi fylkinga shita í Beirút. Undirhershöfðingi í liöi Sýrlend- inga í Líbanon, Ghazi Kanaan, greindi frá því að reynt yrði að með pólítískum leiðum að leysa krepp- una. Sagði Kanaan að samkomulag um þetta hefði náðst milli forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, og forseta írans, AIi Khamenei. Ekki var ljóst hvort um var að ræða nýtt samkomulag milli forset- anna eða hvort um var að ræða frið- arsamkomulag þeirra frá fyrri viku áður en Sýrland tók þá ákvörðun að láta hermenn sína vera á verði við úthverfin í suðurhluta Beirút. Sýrlendingar urðu við beiðni leið- toga múhameðstrúarmanna í Líban- on og kveðast munu senda hermenn á vettvang til þess að reyna að koma á lögum og reglu eftir tveggja vikna blóðuga bardaga milli amalshita, sem studdir eru af Sýrlandsstjórn, og samtaka Hisbollah sem studd eru af íransstjórn. Um sjö þúsund sýrlenskir hermenn komu til Líbanon um helgina en Kanaan vildi í gær ekki gefa upp hvort þeir verða sendir til úthverf- anna. Vopnahlé átti að ganga í gildi þegar klukkan tíu í gærkvöldi en önnur atriði samkomulagsins síðar meir. Á síðastliðnum tveimur vikum hefur nokkrum sinnum verið lýst yfir vopnahléi en alltaf hefur verið gripið til vopna á ný. Amalshitar hvöttu í gær sína menn til að leggja niður vopn. I dagblöðum í Beirút í gær var haft eftir heimildarmönnum ráðherra að írönsk yfirvöld og Hizbollah samtök- in hefðu beðið sýrlensk yfirvöld um að fresta því að senda sýrlenska her- menn á vettvang í úthverfin í suður- hluta Beirút þar til öryggisráðstafan- ir hefðu verið endurskoðaðar. Talið er að sumir hinna tuttugu og tveggja gísla, sem haldið er í Líbanon, séu í suðurhluta borgarinnar. Haft er eftir heimildarmönnum múhameöstrúarmanna að nokkrir gislanna hafi verið fluttir til íranska sendiráðsins í vesturhluta Beirút en ekiö hafi verið með aðra til Suður- Líbanon. Aðalsamningamaður Bandaríkjamanna í afvopnunarmálum, Max Kample- man, og George Shultz, utanrikisráöherra Bandarikjanna, fullvissuðu í gær öldungardeildarþingmenn um að nú væri ekkert til sem hindraði samþykkt samkomulags um útrýmingu meöaldrægra kjarnaflauga. Simamynd Reuter Afvopnunarsam- komulagið til um- ræðu í öldunga- deildinni Ekkert er því nú til fyrirstöðu að umræður um afvopnunarsamning stórveldanna hefjist í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. í gær var síð- ustu hindrunum fyrir viöræðunum hrint úr vegi. Reagan Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að hann óski eftir sam- þykki þingsins á samningnum fyrir toppfundinn í Moskvu 29. maí næst- komandi. Leiðtogi demókrata í öldungadeild- inni, Robert Byrd, sagði að það væri hins vegar háð fjölda þeirra breyt- ingartillagna sem bomar yrðu fram. Byrd sagði einnig að breytingar á lögum um dauðarefsingu tefðu nú samþykkt á áætlun um fjárframlög til varnarmála og gæti það haft áhrif á gang mála. Ef forsetinn beitti neit- unarvaldi sínu gegn frumvarpi um alþjóðleg viðskipti gæti slikt sömu- leiðis haft áhrif. Búist er við að for- setinn fari fram á aðrar aðgerðir ef hann beitir neitunarvaldi og það myndi hafa í fór með sér lengri um- ræður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.