Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 4
4 LAUGÁRDÁGÚR 28: MAÍ 1988. Verð á íbúðar- húsnæði nú það hæsta í 20 ár - olíklegt að íbúðaverð hækki á næstunni Fréttir % af tandsframleiðslu 100i ■ kerfisbundinn B spariskirteini □ innistæður O annarfrjáls 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 Peningalegur sparnaður sem hlutfall af landsframleiðslu Verðtiygging eykur spamað Óverötryggöir reikningar hafa verið meö neikvæöa vexti upp aö 20 prósentum á undanfórnum árum Frá því bankarnir tóku aö verö- tryggja innlán í einhverjum mæli hefur peningalegur sparnaður aukist mikiö. Áriö 1982 var sparnaður rúm 50 prósent af landsframleiðslu en á siöasta ári var hann kominn í tæp 80 prósent af landsframleiöslu. Beint samhengi viröist á milli þessarar aukningar og verötryggðra innlána. Bankarnir byrjuðu aö bjóöa þau í einhverju mæli seint á árinu 1981. Þáttur þeirra í heildarinnlánum jókst jafnt og þétt. Árið 1982 voru þau um 20 prósent af heildarlánunum, 1985 um 40 prósent og um síðustu áramót var hlutur þeirra í heildar- innlánunum oröinn tæp 60 prósent. En þó bankarnir bjóði verðtryggð kjör á innlánum er það enn svo að í heildina bera spariinnlánin nei- kvæöa vexti. Síðastliöiö ár voru vext- irnir neikvæðir um 0.8 prósent. Þar ræður mestur hversu slæm kjör eru á almennum sparisjóðsbókum. í fyrra voru vextir á þeim neikvæðir urn 7 prósent. Þó að heimild til verðtryggingar hjafi verið tekin upp árið 1979 tók það bankana langan tíma að tryggja viðskiptavinum sínum raunvexti umfram verðlagsbreytingar. Það var ekki fyrr en árið 1984 að vextir af spariinnlánum uröu jákvæðir. Það var í fyrsta skipti sem slíkt gerðist síðan 1971. Almenna sparisjóðsbók- in, sem ekki er verðtryggö, hefur hins vegar enn ekki náö því að sýna jákvæða vexti. Vextir á þessum bók- um voru þannig neikvæðir um 20 prósent árið 1983. Fimmta hver króna. sem lög var inn á þessar bæk- ur, brann upp í bankanum. -gse Það er samdóma álit þeirra sem fást við fasteignaviðskipti að fast- eignir hafi hækkað verulega í verði á undanfórnum árum og gefið eig- endum góða raunávöxtun. Hefur hækkun fasteignaverðs að hluta ver- ið tengd útdeilingu lánsloforða frá Húsnæðisstofnun. Það er ljóst að fram til haustsins 1986 hafði verð á fasteignum veriö fremur lágt um nokkurn tíma en síð- an hefur það hækkað verulega, þó með nokkrum sveiflum. Reyndar hefur verið bent á aö fasteignaverð gangi í um það bil fjögurra ára sveifl- um. Má sem dæmi nefna að 4 herbergja íbúð, sem kostaði 2,5 milljónir kr. í maí 1986, mun nú liklega kosta um 5 milljónir. Vegna þessa hafa margir bent á að hiö nýja húsnæðiskerfi hafi ekki nema að takmörkuðu leyti leyst úr fjárhagsvanda húskaup- enda. Á meðan lán á íbúð hafi ekki hækkað nema um eina milljón hafi íbúðin sjálf hækkað um tvær. Þær íbúðir, sem henta best fyrir húsnæðislánakerfið, 4 herbergja íbúðir, hafa hækkað mest. Stafar það af því að í núverandi kerfi er til- hneiging til að vísa fólki inn á stærri íbúöir og þá jafnvel nýjar. Er það m.a. vegna þess að fólk býst varla viö aö fá lánafyrirgreiðslu fyrr en í fyrsta lagi eftir 10-15 ár aftur. Þá fæst næstum milljón krónum meira í lán ef keypt er nýtt, hátt í þrjár milljónir króna. Minni íbúðir hækkuðu hins vegar minnst eftir breytingu en það er trú þeirra sem- í fasteignamarkaðinn skyggnast að minni íbúðir eigi eftir að hækka aftur enda verður hlut- fallslega minna úr húsnæðislánun- um eftir því sem lengra líður. Verður því fólk þvingað til aö kaupa minni íbúðir sem aftur á móti eykur ásókn- ina í þær og hækkar verðið. Áhrif Húsnæðisstofnunar ofmetin? Það hefur komið fram í máli Sig- urðar E. Guömundssonar, forstjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins, að hann telur að áhrif útdeilingar lána og lánsloforða séu ofmetin á fast- eignamarkaðnum. Þetta er rétt ef horft er í það að á síöasta ári voru 4900 íbúðir seldar á meðan lán frá Húsnæöisstofnun stóðu aðeins undir tæplega helmingi kaupanna. Fjár- magn fyrir húsnæðiskaupum kemur þess vegna að stórum hluta annars staðar úr þjóðfélaginu. Einn reyndur fasteignasali sagði að það væri Ijóst að aukið framboö af peningum héldi verði uppi og það ætti svo sannarlega við um úthlutun frá Húsnæðisstofnun. Það væri hins vegar ljóst að verð nú væri orðið það hátt að þó að Sigurður E. stæði við það að senda út 250 lánsloforð það sem eftir er ársins myndi þaö varla hækka húsnæðisverö mjög mikið. Þá hefur veriö bent á að hinir lágu vextir af húsnæöisstjórnarlánum stuðli að því að fólk hækki tilboð í íbúðir. Þannig hækki húsnæðisverð og minna verði úr lánunum. Það er því á endalausan hátt hægt að velta fyrir sér áhrifamætti húsnæðislána- kerfisins og þeim aukakvillum sem því fylgja. Áhrifá leigumarkaðinn Pétur Blöndal hjá Kaupþingi sagði aö skattastefna ríkistjórnarinnar væri leigumarkaðnum mjög í óhag. Ef ríkið felldi niður skattheimtu af húsaleigu myndi vandi leigumark- aðsins leysast að einhveiju leyti. Fólk færi þá frekar út í að leigja og verðið félli strax. Það fylgir því ákveðin áhætta aö leigja og því þarf leiguhúsnæöi aö gefa af sér nokkurn arð til aö standa undir sér. Leiguverð er aö mestu af- stætt, það sem er hátt fyrir leigjand- ann er lágt fyrir leigusalann. Bent hefur verið á að sífellt algengara veröi að fólk hafi ákvæði um það í leigusamningum að leiga sé ekki gef- in upp til skatts og því tapi ríkissjóð- ur þarna töluverðum upphæðum nú þegar. Það tengist vitaskuld leigumark- aönum hvort fólki finnst hagstætt að festa fé sitt í fasteign og leigja síðan þá eign út. Að undanfórnu hefur heyrst að fólk sé að flytja fé sitt frá fasteignum yfir á íjárfestingarmark- aðinn. Pétur Blöndal hjá Kaupþingi var spurður um þessi atriði. „Fyrir þrem árum var nokkuð al- gengt að fólk losaði fé sitt úr fasteign- um og færi á fjármagnsmarkaðinn. Síðan, þegar nýja húsnæðiskerfið var samþykkt, fóru fasteignir að hækka aftur og urðu arðbærari til fjárfestingar. Þaö er ótvírætt að fast- eignir hafa skilað góðum arði á und- aníornum árum. Nú tel ég hins vegar að húsnæðisverð sé í hámarki og því geti verið skynsamlegt aö selja og koma því í bréf.“ Lækkar útborgunar- hlutfall? . Útborgunarhlutfall, sá hluti íbúð- arverðs sem greiddur er fyrsta árið, við kaupin hefur löngum verið furðu hátt hér á landi og það talið mikill ókostur í fasteignaviðskiptum. Þrátt fyrir að nauðsynlegt hafi verið talið aö lækka útborgunarhlutfallið hefur lítið unnist í því og reyndar hækkaði útborgunarhlutfallið mikið á síöasta ársfjórðungi 1987. „Eg hef þá trú að útborgunarhlut- fallið hafi verið að lækka síðan um áramót. Fólk gerir sér grein fyrir að það er betra að lána þessa peninga í dálítinn tíma á fullum vöxtum og verðtryggt heldur en að ætla að inn- heimta það allt á árinu án verðtrygg- ingar. Peningarnir, sem greiddir eru í lok ársins, ávaxtast mun betur ef þeir eru bundnir við vísitölu," sagöi Guðmundur Gylfi Guðmundsson, deildarstjóri hjá Fasteignamati ríkis- ins. Eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu var útborgunarhlutfall komið upp'í nálægt 80% í árslok 1987. Hvernig verður að kaupa íbúð það sem eftir er ársins? Fasteignaverð er í hámarki nú og qjíklegt aö þaö hækki mikið það sem eftir er árs. Vitaskuld hækkar það í krónutölu vegna gengisfellinga og annarra ráðstafana en raungildi fast- eigna fer varla hækkandi. Síðastliðið haust urðu umtalsverö- ar hækkanir á fjölbýlishúsaíbúðum í Reykjavík og var verðlag um ára- mót orðið það hæsta miðað við láns- kjaravísitölu síðan á árinu 1982. Raunverð fjölbýlishúsa í ReyKjavík var því um síðustu áramót orðið með því hæsta sem mælst hefur á því 20 ára tímabili sem Fasteignamat ríkis- ins hefur yfirlit yfir. Það eru margar skoðanir á því hvað veldur hækkun á íbúðarhús- næði en Guðmundur Gylfi benti á tengslin við rauntekjur fólks sem styður vel af hverju íbúðir hækkuðu svo mikið á síðasta ári. Það væri greinilegt að íbúðaverð hækkaði í samræmi við rauntekjur almennings sem benti til þess að íbúöaverð ætti ekki að hækka svo mikið á næstunni enda fyrirsjánlegar kjaraskerðingar í kjölfar minnkandi þjóðartekna. -SMJ Skemmdirnar á bústað Eydísar Lúðvíksdottur kannaðar. DV-mynd GVA Skemmdarverk á sumar- bústöðum við Hafravatn Þegar Eydís Lúðvíksdóttir og fjölskylda hennar komu aö sumar- bústað, sem þau eiga við Hafra- vatn, blasti viö þeim óskemmtileg sjón. Rúður í bústaðnum höfðu verið brotnar aöfaranótt laugar- dags og glerbrot lágu eins og hrá- viði um allt. Að sögn Eydísar er nokkuð um að unglingar tjaldi í leyfisleysi þarna í nágrenninu um helgar og Hafravatn er vinsæll samkomu- staöur unglinga um hvítasunnu. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Árbæ er því miður alltaf eitthvað um skemmdarverk á þess- um stað. „Þaö er kominn tími til að við foreldrar brýnum fyrir börnum okkar að bera meiri virðingu fyrir eigum annarra, t.d. með því að sýna gott fordæmi," sagði Eydís. „Við höfum oröið vör við þaö að ungl- ingar jafnt sem fullorðnir ráfi þarna um í leyfisleysi og þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdar- verk eru framin hér við Hafravatn. En þaö virðist vera samstaða meðal þeirra sem vita hveijir hér standa að verki að segja ekki frá - annað- hvort þaö eða aö þeir eru hræddir við hefndarverk. Niðurstaðan er sú að skemmdarvargamir komast upp með þetta.“ -StB 125-] □ Fasteignaverð á föstu verðlagi 115 105 95 85 3/86 4/86 1/87 2/87 3/87 4/87 Hér sést fasteignaverð á föstu verðlagi. Ekki er búið að taka saman tölur fyrir upphaf árs 1988 en samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins hefur verðlagið hækkað enn frekar á fyrsta ársfjórðungi. Hér sést útborgunarhlutfall í ibúðum sem er komið upp í nærri 80%. At- hyglisvert er að stökk var á síðasta ársfjórðungi 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.