Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
Utlönd
Sovétmenn virði
mannréttindi
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
hvatti í gær Sovétmenn til þess að
virða mannréttindi eins og þau eru
skilgreind í Helsinkisáttmálanum og
í anda þeirra viðhorfa sem ríkja í
Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu.
Sagði forsetinn að mannréttindamál
yrðu ekki aðskilin frá öryggismálum
og hvatti Sovétmenn til þess að
sleppa öllum pólitiskum fóngum,
heimila frjálsan brottflutning fólks
lil annarra landa og veita fullt trú-
frelsi.
Reagan setti þessar hvatningar sín-
ar fram í ávarpi sem hann flutti í
Finlandia-tónlistarhöllinni í Helsinki
í gær.
Forsetinn sagði að Sovétríkin og
önnur Austur-Evrópuríki hefðu
komist nokkuð áleiðis í mannrétt-
indamálum enda hefðu yfir þrjú
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 18-20 Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 18-23 Ab
6mán. uppsógn 19-25 Ab
12mán. uppsogn 21-28 Ab
18mán. uppsbgn 28 Ib
Tékkareikningar, alm. 8-10 Ab, Sb
Sértékkareiknmqar 9-23 Ab
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsógn 4 Allir
Innlánmeð sérkjörum 19-28 Vb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6-6,50 Vb.Sb
Sterlingspund 6.75-8 Úb
Vestur-þýskmórk 2.25-3 Ab
Danskarkrónur 8-8,50 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv) 30-32 Bb.Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31-34 Bb.Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareiknmgar(yfirdr.) 33-35 Sp
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9,5 Allir
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 29.5-34 Lb
SDR 7.50-8,25 Lb
Bandarikjadaiir 8.75-9.5 Úb
Sterlingspund 9,75-10.25 Lb.Bb,- Sb.Sp
Vestur-þýsk mork 5-5.75 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 44,4 3.7 á mán.
MEÐALVEXTIR
Överótr mai 88 32 .
Verðtr maí88 9.5
VÍSITÖLUR
uánsKjaravisitala mai 2020 stig
Byggingavisitalamaí 354 stig
Byggmgavísitaia mai • 110.8stig
Húsaieiguvísitala Hækkaði 6% 1 april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Geng. bréfa veróbréfasjóða
Avoxtunarbréf 1.5273
Emmgabréf 1 2.763
E n.ngabréf 2 1.603
Emingaoréf 3 1.765
Fjoíþjóðabréf 1.268
Geng.SDréf 1,0295
Kjarabréí 2.803
uifeyriSDréf 1.389
iVarKoréf 1.460
SjóósDréf 1 1.363
SjóðsDréf 2 1.272
Tekjuoréf 1.383
Rekstrarbréf 1.0977
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jofnun m.v. 100 naínv.:
Almennar tryggmgar 128 kr.
Eimskip 215 kr.
Flugleiðir 200 kr
Hampiójan 144 kr.
lónaðarbankinn 148 kr.
Skagstrendmgur hf. 189 kr.
Verslunarbankinn 105 kr.
Útgerðarf. Akure. hf 174 kr.
Tollvorugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
hundruð manns, sem fangelsuö
höfðu verið í Sovétríkjunum af
stjórnmálaástæðum, þegar fengið
frelsi sitt. Forsetinn kvaðst hins veg-
ar ekki sjá hvers vegna Sovétmenn
gætu ekki allt eins sleppt öllum fong-
um sem fangelsaðir hafa verið vegna
stjórnmálaskoðana, trúarviðhorfa
eða vegna afskipta af framkvæmd
Helsinkisáttmálans í Sovétríkjunum.
Reagan kvaðst bjartsýnn um ár-
angur af leiðtogafundinum í Moskvu
sem hann heldur til á sunnudag.
Hann sagöist telja að hann og Mikh-
ail Gorbatsjov, aðalritari sovéska
kommúnistaflokksins, myndu geta
tekið enn eitt skref í átt að bjartari
framtíð og öruggari veröld.
Reagan sagði í gær að Sovétríkin
ættu að heimila sjálfstæða dómstóla,
leynilegar kosningar, veita frelsi til
félagsstofnunar og fundarhalda og
skapa löggjafarvaldi opinbert að-
hald.
Reagan heldur, sem fyrr segir, til
Moskvu á sunnudag þar sem hann
mun eiga fundi með Gorbatsjov.
Þetta er fjórði fundur þessara leið-
toga og er ekki búist við neinum stór-
tíðindum af honum.
Reagan hefur þegar gefið í skyn að
hann sé reiðubúinn til fimmta fund-
arins með Gorbatsov ef líkur séu til
þess að árangur náist á slíkum fundi,
einkum hvað varðar gagnkvæman
samdrátt í langdrægum kjarnorku-
vopnum.
Reagan forseti heilsar finnskum herforingja. Bak við Reagan er Koivisto,
forseti Finnlands. Símamynd Reuter
Tvö skip í Ijósum logum
Fiutningaskipið Don Miguel frá Möltu í Ijósum logum á Persaflóa í gær.
Símamynd Reuter
Tvö skip stóðu í ljósum logum á
Persaflóa í gær eftir árásir íranskra
fallbyssubáta á þau á Hormuz-
sundi.
Að sögn heimilda við Persaflóa
er greinilegt að íranir einbeita sér
nú að árásum á sundinu.
Skipin, sem ráðist var á, voru
átján þúsund tonna flutningaskip
frá Möltu, Don Miguel og Mundog-
as Rio, sem er liðlega fimmtán þús-
und tonn að stærð. Ráðist var á hið
síðamefnda á fimmtudagskvöld en
á Don Miguel snemma í gærdag.
Áhöfn Mundogas, sem var aðal-
lega Grikkir og Filippseyingar, var
bjargað af dráttarbát en áhöfn Don
Miguel, sem var mestmegnis Suð-
ur-Kóreumenn, var bjargað af
strandgæslu Oman.
íranirnir skutu einnig viðvör-
unarskotum að þyrlu sem í voru
fréttamenn sem reyndu að mynda
írönsku bátana eftir árásina. íran-
irnir sneru til Larak-eyjar að árás-
unum loknum en þar er helsta olíu-
útflutningsstöð þeirra á sunnan-
verðum Persaflóa.
Aö sögn heimilda við Persaflóa
hefur Bandaríkjamönnum gengið
mjög illa að vernda skipaumferð
um Hormuz-sund, þrátt fyrir full-
yrðingar þeirra um að þeir myndu
veita slíka vernd. Geta herskip
þeirra ekki athafnað sig á sundinu
vegna hættunnar af því að íranir
beiti gegn þeim Silkiorms-flug-
skeytum þar.
Bandaríkjamenn veita þeim skip-
um, sem sigla undir bandarískum
fána, vernd á flóanum og skip ann-
arra þjóða bíða gjarna með sigling-
ar um flóann þar til þau geta farið
í fylgd bandarískra skipalesta.
Engan mun hafa sakað í árásun-
um í gær og fyrrakvöld.
Sýriendingunum
fagnað af íbúum
hverfanna
Hundruö sýrlenskra og líbanskra
hermanna streymdu í gærmorgun
inn í hverfi í suðurhluta Beirút í Lí-
banon, þar sem undanfarnar þrjár
vikur hafa staðið mannskæö átök
milli tveggja andstæöra fylkinga shi-
ta. Að sögn sjónarvotta voru það um
átta hundruð sýrlenskir hermenn
sem fóru inn í hverfm í gær til þess
að stöðva átökin og með þeim fylgdu
um eitt hundrað líbanskir lögreglu-
menn.
Sólarhring áður en hermennirnir
héldu inn í hverfin höfðu Sýrlending-
ar og íranir náð samkomulagi um
aö binda með þessu móti enda á átök-
in milli hizbollah (flokks guðs), sem
fylgja írönum að málum, og amal-
þjóðvarðhða sem eru fylgjandi Sýr-
lendingum.
Um leið og sýrlensku hermennirnir
fóru inn í hverfin stöðvuðust bardag-
arnir. Undanfamar þrjár vikur hafa
um fjögur hundruð tuttugu og fimm
manns fallið í átökum þessum.
Sýrlendingunum var ákaft fagnað
af íbúum hverfanna, sem dögum
saman hafa verið innilokaðir í hús-
um sínum og öðrum skýlum.
Tugir kvenna og barna fógnuöu
hermönnunum með tárin í augunum
og karlmenn föðmuðu þá og óskuð-
um þeim velfarnaðar.
Að sögn sjónarvotta tóku sýr-
lensku hermennirnir sér þegar stöðu
á víglínunni milli fylkinganna
tveggja. Sýrlendingarnir eru vopn-
aðir vélbyssum, eldflaugum og hand-
sprengjum, auk smærri vopna. Þeim
til stuðnings eru nokkrir T-54 skrið-
drekar sem enn voru fyrir utan
hverfm í gær.
Sýrlendingar gáfu írönum loforð
um að þeir myndu ekki ganga í
skrokk á liðsmönnum hizbollah eða
reyna að styðja aðra fylkinguna gegn
hinni. Þá ábyrgðust sýrlensk stjórn-
völd aö hermenn þeirra myndu
hvorki ráðast inn á heimili hizbollah-
-manna né handtaka þá nema þeir
brytu vopnahléssamkomulagið.
Liðsmenn hizbollah hafa á sínu
valdi um níutíu prósent af hverfun-
um sem barist var um. Talið er að
átján af þeim tuttugu og tveim gísl-
um, sem haldið er í Beirút, séu í
hverfum þessum.
Sýrlenskir hermenn með tveim af yngstu íbúum hverfanna þar sem þeir
stöðvuðu átök andstæðra fylkinga shita í gær. Símamynd Reuter