Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
Núllpunktur Reykjavíkur:____________
Bryggjuhúsið fært úr vöggu
Álafosshúsiö, eða Bryggjuhúsið,
við Vesturgötu 2 hefur að undan-
fornu veriö gert upp bæði að utan
og innan. Til dæmis var kvisturinn
utan á húsinu settur upp í fyrra til
að ná upprunalegri mynd á húsið.
Kvisturinn hvarf árið 1938, þegar
bætt var viö annarri hæð, en síðar
hafði Páll V. Bjarnason arkitekt for-
göngu um að fá Framkvæmdasjóð
Islands, sem staðið hefur að endur-
bótunum, til þess að reisa kvistinn
aö nýju. Endurbæturnar hófust árið
fyrr en síðar í mánuðinum þegar
húsið verður allt tekið í notkun.
Sú kvöð fylgdi, þegar húsið var
reist árið 1862, aö gat skyldi vera í
gegnum það. Sá sem reisti húsið var
C.P.A. Kolk útgerðarmaður en hann
sá um póstferðir til íslands á þeim
tíma.
í augum flestra eldri borgara og
þeirra sem áhuga hafa á gömlum
húsum og sögu þeirra er þetta hús
og verður alltaf Bryggjuhúsið.
Bryggjuhúsið dregur nafn sitt af því
að þarna var um tíma aðalinngang-
urinn inn í Reykjavík frá hafinu eða
borgarhliðið, eins og það hefur verið
nefnt. Borgarhhðið þjónaði fyrr á
tímum sama tilgangi og flugstöðin á
Keflavíkurflugvelli í dag.
Einna frægast í sögunni er þegar
fjöldi íslendinga safnaðist þar saman
þegar lík Jóns Sigurðssonar forseta
og Ingibjargar, eiginkonu hans, voru
flutt til Reykjavíkur, í gegnum borg-
arhhöið, frá Kaupmannahöfn áriö
1880.
Fyrsta frétta-
og veðurstofan
Meðal annars var við þetta hús
fyrsta veðurstofan á íslandi því þar
var sett upp loftvog árið 1880 og við
suðvesturhom hússins var sam-
komustaður sjómanna. Sá staður
hefur oft verið nefndur fyrsta síðdeg-
isfréttastofan á íslandi vegna þess að
þar komu menn saman undir gafli
th að skrafa um hin ýmsu málefni. -
Þeir voru því ekki síður gaflarar
heldur en nágrannar þeirra í Hafnar-
firðinum.
Bryggjuhúsið hefur oft skipt um
eigendur og jafnframt því gengiö í
gegnum margar breytingar. Sem fyrr
segir var Kolk fyrsti eigandinn og sá
sem byggði húsið. Sameinaða gufu-
skipafélagið eignaðist húsið 1870.
Áratug síðar var það komið í eigu
athafnamannsins W. Fischers og árið
hhðinu er því þama í sinni uppruna-
legu mynd. Fyrir um tveimur árum
tók Framkvæmdasjóöur íslands við
og ætlar að reka þar íslenskan mark-
að í framtíðinni.
Einar Eghsson, starfsmaður Nátt-
úrufræðistofnunar, er einna fróðast-
ur um gömlu húsin og má segja að
hann sé frumkvööull að samtökun-
um í Grófinni. Hann fékk áhuga á
gömlu húsunum er hann starfaði í
Álafossteppabúðinni á Vesturgötu 2
þegar hún var og hét. Hann kom því
meðal annars til leiðar að haldnir
yröu útimarkaðir í góðu veðri. í sam-
tah við DV sagði hann að upp úr
útimörkuðunum hefðu þeir byrjað
að koma upp þessum gömlu nöfnum,
samanber Bryggjuhúsið, Bankahús-
ið og fleira. í kjölfarið fylgdi blómleg
starfsemi samtakanna sem tóku að
endurlífga söguna, meðal annars
með því að bjóða upp á kynnisferðir
og fleira um þessa sögulegu staði.
Skúrarnir, sem eru á bak við Gauk á Stöng, Tryggvagötumegin, koma til með að líta svona út í framtíðinni.
Iðnaðarmenn að standsetja hinn helming hússins. I bakgrunni má sjá tvo
trésmiði saga tréklump úr gömlu húsi sem geymdur hefur verið i Árbæjar-
safni og setja á í loft Bryggjuhússins. Þar má til sanns vegar færa að eins
dauði sé annars brauð.
1904 keypti firmað Duus eignir Fisch-
ers og í hans tíð, árið 1907, var byggt
einlyft timburhús við austurenda
hússins, eða svokallað Pakkhús, með
háu valmaþaki, turni og bogakvist-
um. Einnig voru slíkir bogakvistir
settir á Bryggjuhúsiö.
Sagan endurvakin
Nathan og Olsen keyptu Bryggju-
húsið ári síðar og létu lyfta því og
loka borgarhliðinu. Pakkhúsiö var
síöar hækkað árið 1938 og rann þá
saman við Bryggjuhúsið. Húsinu var
síöast breytt áriö 1976, er það var
komið í eigu Álafoss, af Þorsteini
Gunnarssyni arkitekt. Þá var sett í
það ný klæöning og innréttingar.
Þorsteinn haföi samt hug á að varð-
veita það gamla í húsinu og lét með-
al annars standa veggbúta úr gamla
undirganginum. Það sem eftir er af
hlöðnu steinveggjunum úr borgar-
Draugagangur
í kjahara Bryggjuhússins var
bæði kolageymsla og líkhús. Þetta
var einkar hentugur staöur fyrir hk-
hús vegna góðrar kælingar frá sjón-
um. í kjölfar þess hafa sögur magn-
ast upp í áranna rás. Til dæmis segir
Þórbergur Þóröarson frá því í ís-
lenskum aðli að þarna hafi verið þrír
draugar, tveir karlmenn og ein kona,
og leiddu þeir konuna á milli sín.
Þetta fyrirbæri sást ganga ljósum
logum eftir að skyggja tók. Þórbergur
segir frá því að er hann heimsótti
kunningja sinn vestur í bæ hafi hann
alltaf tekið stóran sveig fram hjá
Bryggjuhúsinu vegna hræðslu
sinnar við drauga. Sagt er að enn
þann dag í dag sé afar reimt í hús-
inu. Einn maður, sem í dag vinnur
mikið innan veggja Bryggjuhússins,
segist- alltaf verða var viö einhveija
hreyfingu þama á kvöldin en það sé
Séð frá Tryggvagötu yfir húsin sem varöveitt verða og endurbætt á næst-
unni.
Bryggjuhúsið meö kvistinum fræga sem minnir óneitanlega á fyrri tíð.
Inngangur inn
í Reykjavík
Ráögen er aö taka verslunina á
miðhæðinni í notkun í byrjun júní-
mánaðar en þá mun íslenskur mark-
aöur hefja þar starfsemi sína. Form-
leg opnun vérður hins vegar ekki
1986. Meðal þess sem hefur verið
endurbyggt er öh framhhð hússins
og auk þess hefur verið standsett
áður ónýtt rými. Páll sagði okkur
meöal annars að segja mætti að verið
væri aö taka allt húsið úr vöggu, svo
mikið var af ónýttu rými. Þar á með-
al var 120 fermetra salur á mið-
hæðinni, aht risið, sem er núna búiö
að endurbyggja og koma í leigu, og
einnig kjallarinn sem veriö er að
vinna í um þessar mundir.
OsaíJslA