Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Síða 15
LAUGARDAGUR 28. MAl 1988. 15 Hvaö eftir annað hefur ríkis- stjórnin verið tekin í bólinu. Fát og fum hefur einkennt gerðir henn- ar í efnahagsmálum. Á elleftu stundu hefur verið reynt að koma saman einhverju samkomulagi. Það hefur tekizt til þessa. En hven- ær sem er gæti stjómin sprungið. Sumir segja, að stjórnin taki ekki á vandamálum, heldur sitji hún enn við að semja stjórnarsáttmála, hvern af öðrum, urp ári eftir að stjómin var mynduð. En í hverju felst ágreiningur flokkanna þriggja í raun? Hvað segja forystumenn? Látum nokkra úr forystuliði stjómarinnar lýsa því. Framsóknarmaður, sem DV ræddi við um sambúð stjórnar- flokkanna, sagði að stómarsam- starfið hefði gengið illa. Stjórnin hefði stöðugt staðið í glímu um efnahagsmálin. Deilt hefði þá verið um hvort stjórnin ætti að grípa inn í málin eða ekki. í raun ættust við tvær kenningar í stjóminni, sagði þessi framsóknarmaður. Þetta ætti við um gengismálin og fleira. Fyrri kenningin væri byggð á fastgengi, sem þeir menn vildu halda til hins ítrasta. Þeir viður- kenndu, að verðbólgan væri of mikil. Við eyddum um efni fram. Fylgjendur þessarar kenningar vildu ná verðbólgunni niður með fóstu gengi og þá gegnum sam- drátt. Fyrirtæki í samkeppnis- iðnaðr og útflutningi yrðu að bera ábyrgð á því sem þau gerðu. Færu þau illa vegna verðbólgu og gengis, fæm þau bara á höfuðið. Þetta skapaði síöan samdrátt í hagkerf- inu og þá færi eftirspurn eftir vör- um og þjónustu niður. Verðbólgan minnkaði. Við þessi orð framsóknarmanns- ins má bæta að slík stefna mundi væntanlega skilja eftir nokkur stór og öflug fyrirtæki, til dæmis í út- flutningi, þegar önnur fæm á höf- uðiö 1 fastgengisstefnunni. Þetta kæmi til greina. En reynslan mun fremur vera sú aö það gangi ekki fyrir þjóð eins og íslendinga að kollvarpa atvinnulífinu með slík- um hætti þótt sitthvað rísi á rústunum. Líklegt er að örbirgð skapaðist víða. Slíkur samdráttur leiddi til atvinnuleysis, sem væri eitt skil- yrði þess, að eftirspurnin minnkaði og því lækkaði verðlag. Hinir bjargarlausu mundu flytjast á mö- lina, þar sem margir þeirra lentu á atvinnuleysisbótum. Þau fyrir- tæki, sem blómguðust eftir svona aðgerð, mundu þá veija tekjum sínum til að halda þessu fólki á framfæri. Þessi kenning er sett hart fram hér, en þannig að menn skilji hætt- una. Gagnstæðir pólar Þá er komið að hinni kenning- unni, sem tekizt hefur verið á um í ríkisstjóminni. Hún gengur út á, að stýra veröi öllum þáttum efnahagslífsins. Þjóðfélagið geti aðeins gengið, ef sæmilega er búið að útflutningsat- vinnuvegunum. Þeir njóti stöðugra rekstrarskilyrða. Að mati höfundar þessa pistils ganga framsóknarmenn út í öfgar í stjórnlyndi sínu. Efnahagslífið skilar því aðeins æskUegum arði, að frjálsræði sé sem mest. Það veitir betri árangur en ofstýring. Þannig má í stórum dráttum segja, að í ríkisstjóminni krauma, oft bara undir niðri, deUur milU gagnstæðra hópa manna sem í raun eiga lítið sameiginlegt í efna- hagsmálum - nema ef vera kynni bara að sitja. Menn munu náttúrlega segja, að deilur stjórnarUða séu ekki eins djúpstæðar og hér var rakið. Þetta era allt saman gamlir kerf- isflokkar. Þeir eiga það sameigin- legt. En bak við sUkt er þó grundvall- arágreiningur, sem gæti verið eins og hér var lýst, sé ágreiningurinn skilgreindur í gmndvallaratriðum. Viðmælandi DV fjallaði einnig um hið gífurlega álag á stjórnar- samstarfið, sem hin stóru skattalög hefðu haft, sem keyrð hefðu verið í gegn. Slík lög hafa verið misjafn- lega vel gerð og stundum mjög illa gerð eins og lögin um virðisauka- skattinn. Þá halda margir stjórnarUðar því fram, að Þorsteinn Pálsson forsæt- Laugardags- pistiU Haukur Helgason aðstoðarritstjóri isráðherra sé of slappur stjóm- andi. Það skýri aö miklu, hvemig fát og fum hafa einkennt gerðir þessarar stjórnar. Hér hefur í fyrri hluta þessa pist- Us verið staldrað við kenningar um deilur í ríkisstjórninni og einkum verið byggt á fullyrðingum sumra framsóknarmanna. Síðar verður rætt, hvað hinir segja um fram- sóknarmenn. Allt fyrir Sambandið Framsóknarflokkurinn er ein- hver sá versti af kerfisflokkunum, segja hinir. Hann heldur verndar- hendi yfir ónýtu landbúnaðarkerfi, sem kemur niður á lífskjörum þjóð- arinnar. Framsóknaiflokkurinn stendur í því að vernda Sambandið og fyrirtæki þess, hvað sem það kostar. Framsóknarflokkurinn er ekki aUtaf jafntillögugóður í ríkisstjórn- inni. í Framsókn kraumar hópur manna með nokkuð fasistískar lífs- skoðanir, menn sem vUja, að ríkið láti sverfa tU stáls gegn launþegum og almenningi til að vernda hag hinna fáu. Þótt sitthvað sé rétt hjá Fram- sókn í efnahagsmálum, er annað að sama skapi annaöhvort illa hugsað og vitlaust eða beinlínis hættulegt, þegar litið er til efna- hagslegra framfara í landinu. Þeir sem vUja sem fastast gengi benda á hættur gengisfellinga. Þetta kom fram í spjalli DV við sjálfstæðisflokks- og alþýðuflokks- menn. Gengisfelling kallar á verðbólgu. Gengisfelhngar eins og voru fyrr á árum geta orðið tíðar. Við gengis- feUingu vex tilkostnaður útflutn- ingsatvinnuveganna brátt. Þetta getur þýtt að verðbólga fari stöðugt vaxandi. GengisfelUngar fylgi hver annarri með nokkurra mánaða miUibUi. Þessa hættu vUja menn forðast. Sú er skoðun höfundar þessa pistils, að ekki þýði að halda gengi krónunnar fóstu, þegar verðbólga hér á landi er margfalt meiri en í viðskiptalöndum okkar. Þá er gengið falhð, eiginlega af sjálfu sér. Aðeins er eftir að skrá þaö rétt, miðað við þetta, bókhalds- atriði. Sjálfstæðismaður sagði í viðtah við DV, að stjómarsamstarfið hefði verið erfitt. Eitt aðalatriðið væri, að Fram- sókn væri stöðugt með Sambandið á bakinu. Staðan hefði snúizt tíl hins verra fyrir Sambandið. Sambandsfyrirtæki væm mjög skuldug. Vaxtastefnan hefði verið því þungbær. Það væri aðalástæöa þess, að Framsókn vildi breyta frá vaxtastefnunni. Ýmislegt sem Framsókn legði til um þetta væri þó hrein vitleysa. Þá hefðu frystihús Sambandsins farið Ula í rekstri og lent í meiri- háttar tapi. Þar væri að finna skýringar þess, að Framsóknarflokkurinn hvetti tíl gengisfelhnga og vUdi g'>n(ja þar lengra en aðrir. Þetta gerðist hvað eftir annað og gerist enn. En eiga sparifjáreigendur í landinu að greiða það sem Sam- bandið tapar - með lækkun allra vaxta? Þá talar Framsókn um breyting- ar án þess að gera sér grein fyrir hverjar. Það gjldir raunar um aUa ríkisstjórnina. Ennfremur gengur Steingrímur Hermannsson með forsætisráð- herradóm í maganum. Steingrímur hefur aldrei sætt sig við, að Þor- steinn Pálsson sé forsætisráðherra. Óttinn við Kvennalistann Samstarf sjálfstæðismanna og al- þýðuflokksmanna hefur ekki verið eins erfitt. Þeir flokkar em sammála um margt en innbyrðis nokkuð sundr- aðir í afstöðu, tíl dæmis tU lands- byggðarinnar. Oft er staðan sú, að Framsókn vill viðhalda gamla, miðstýrða millifærslukerfinu, en hinir vilja þar einhverju breyta. Forsætisráðherra reynir að við- halda þessari stjórn með málamiðl- un og samningum. Það er oft nán- ast ógerningur. Útkoman verður óskapnaður. Það kom fram hjá alþýðuflokks- manni, sem DV ræddi við, aö stjórnarsamstarfið hefði gengið illa. Miklu ylh ólík afstaða tíl vaxta og peningamála. En innan Al- þýöuflokks og Sjálfstæðisflokks eru margir, sem hafa samúð með stefnu Framsóknar í þeim efnum. Menn óttast óheftan íjármagns- markað, sem einkum skilar pen- ingum á Stór-Reykjavíkursvæðið. Kannski sé stjórnin nú í eldskím, sem feUst í því, að ríkisstjórnin tek- ur ábyrgð af óvinsælum ráðstöfun- um, sem hefta kjörin. En hinir þrír gömlu stjómar- flokkar hangi einkum saman af ótta við Kvennalistann. Viðgangur KvennaUstans hafi verið mikiU. Því sifji stjórnarflokkarnir sem vörður gamla flokkakerfisins til að hindra, að KvennaUstinn komist í stjóm og fái jafnvel forsætisráð- herra. Þetta haldi stjómarhðinu saman. Það Uð óttast mjög kosningar. Margt hefur gengið gegn stjórn- inni. Hún hefur lent í sjálfheldu, sakir þess aö gerðir hennar hafa ekki veriö tímanlegar heldur í fátí og fumi. Þessi stjóm er mjög sund- urleit eins og fram kom hér að framan. Hún gæti sprungið hvenær sem er. Ýmsir spá kosningum í haust. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.