Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Blaðsíða 19
19 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Marc Chagall, Blávængjaða klukkan, málverk, 1949 mörgum stööum í tónlist hans. Susan Compton kallar Chagall eitt helsta myndskáld kristinnar trúar á vorum dögum, raunar einn af ör- fáum myndhstarmönnum í nútíö sem stenst samjöfnuð við sígilda túlkendur ritningarinnar, svo sem Rembrandt. Samtímis er Chagall mætasti túlk- andi gyðingdóms í myndhst á þessari öld auk þess sem hann hefur gert stórbrotnar útsetningar á viðteknum vestrænum mýtum, til dæmis sögun- um um Ódysseif, Orfeif og íkaros. Fáir myndiistarmenn nútímans hafa gert eins víðreist, bæði í eigin- legum og listrænum skilningi, eins og Chagall. Slóð hans liggur frá rúss- nesku smáborginni Vitebsk, gegnum París, Berlín og afganginn af Evrópu, New York, Mexíkó, Palestínu, til Suður-Frakklands þar sem hann lést í hárri elli árið 1985. List Chagalls varð til og þroskaðist við kynni hans af rússneskri al- þýðuhst, prímitífisma Gauguins og félaga hans, kúbisma og afkvæmis hans, orfismanum. Sjóndeildarhringur Chagalls víkk- aði enn frekar við náið samneyti við mörg helstu skáld og menningar- frömuði í Evrópu á árunum 1910- 1930, Céndrars, ApoUinaire, Jacob, Marc Chagall, Fjölleikahús, málverk. Walden, Blok, Majakovskí, Meyer- hold, Breton og Paulhan. En því er svo fariö með Chagall, eins og marga aðra listamenn, að því meira sem hann fjarlægðist æsku- stöövar sínar því hugstæðari uröu þær honum. Hvert sem leiðir hans lágu snerist myndlist hans um Vitebsk eða rétt- ara sagt drauminn um Vitebsk. Kúb- isminn og orfisminn gerðu Chagall einfaldlega kleift að gera þennan draum að veruleika í myndlist. Vitebsk varð Chagall eins konar leiðarstef til að minna á alþýðlegan uppruna hans, á gyðingdóminn, fóst- urjörðina, útlegðina, bernskubrek og vald endurminninganna. Jafnframt er Vitebsk nafli alheims- ins, þar sem gerast þeir hlutir sem skipta sköpum fyrir mannkynið. Þaö er auðvitað í Vitebsk sem frelsarinn fæðist og deyr á krossinum, þangað koma skarar engla th aö óska ungum elskendum velfarnaðar, þar brjóta búandkarlar þyngdarlögmálið upp á hvern dag, þar hafa fiskar fógur hljóð og búsmahnn leikur undir á fíól. Það er líka í Vitebsk sem menn hefja styrjaldir og ofsóknir gegn gyð- ingum. -ai Aríleifð Chagalls metin á 5,3 milljarða króna Eftir að Marc Chagah lést árið 1985 fengu erfmgjar hans að greiða lög- bundinn erfðaskatt, svokallaöan „Dation“ til franska ríkisins með málverkum. Þegar upp var staöið haföi ríkiö fengið S sinn hlut 464 listaverk. Þetta uppgjör hefur vakið gífur- lega athygli í hstaheiminum. Til dæmis líkti franska tSmaritið Le Pointþviviötúnn örlagarika Jalta- fund er stórveldin skiptu Evrópu milli sin. TSmaritið hefur einnig koraist yfír tölur um verðmæti þessa lista- verkaarfs Chagalls sem þykja áreiöanlegar. Segir Le Point að Chagall hafi látið eftir sig verk sem metin séu á jafnvirði um 5,3 mihjarða króna. Af þeirri upphæð hafi erfingjar listamannsins greitt jafnvirði 2,3 milljaröa í skatt og skiptist þessi upphæð þannig aö um 1,3 milljarð- ar hafi verið goldnir í peningum en um 1 mibjaröur í listaverkum. Þessi skattheimta er sú mesta sinnar tegundar síðan 1979 er erf- ingjar Picassos afhentu Picasso- safninu i París listaverk sem metin voru á um 4,7 milljarða króna. Jean-Louis Prat, forstöðumaður Maeghtstofnunarinnar í Suður- Frakklandi, hefur staðfest þessar tölur en hann var kvaddur tii heim- ihs listamannsins rétt eftir lát hans til aö gera skrá yfir rúmlega 10.000 listaverka hans og meta þau til fjár. Prat telur meira að segja að þessi listaverk myndu seljast fyrir mun hærri upphæöir á fijálsum mark- aði. Til dæmis var „Gula herberg- iö“, málverk eftir Chagall frá árinu 1911, selt á uppboöi árið 1985 fyrir jafnviröi um 62 miiljóna króna. Samið um arfínn Ekkja Chagalls, Vava, hafði samband viö frönsk yfirvöld skömmu eftir lát manns síns. Sér- stök fimmtán manna nefnd undir forystu þáverandi forstöðumanns nútímalistasafiisins franska, Dom- inque Bozo, ræddi við frú Chagall. Ekki tókust þá samningar við frúna, aðallega vegna þess að nefndinni þótti hún ekki bjóða rik- inu nógu merkileg listaverk. Árið 1987 gerði Vava Chagall yfir- völdum annað tilboð sem þeim þótti stórum betra. Þó hafnaði framangreind nefnd 68 listaverk- um sem aöahega voru frá efri árum listamannsins. Á endanum sættust aðilar svo á að ríkið fengi þau 464 hstaverk, sem nefnd voru hér í upphafi, en eins og stendur eru þau varðveitt 1 Pompidousafninu í París. Þama er um aö ræða 46 málverk, 150 vatnshtamyndir, 229 teikning- ar, 27 drög að sviösmyndum og leikbúningum og tólf myndskreytt- ar bækur. Spanna þessi verk mestallan feril Chagalls, allt frá æskuárum lians í Rússiandi (þ. á m. er fyrsta „Sjálfsmyndin“ og málverkið „Dauðinn" 1908) og til 1984. Þama eru heimsþekktar myndir frá fyrstu Parísarámnum (Upp- skeran og Vinnustofan), fræg port- rettmynd af Behu (Bella með hvíta hálslínið) og svo myndir eins og „Brúðhjónin viö Eiffelturninn“ (1938), „Gul krossfesting" (1942), „Ferðin yfir Rauðahafið'* (1954) og „Rauð þök“ (1958). Friðsamleg skipti Minnugir þess sem gerðist eftir dauöa Picassos óttuðust margir aö deha mundi koma upp meðal erf- ingjanna um þau 9500 hstaverk sem eftír voru th skiptanna, ásamt með íbúð í París, einbýhshúsi í Suður- Frakklandi, góðu safni listaverka eftir aðra hstamenn og um 50 kíló- um af gulh. Skiptin fóru hins vegar mjög friö- samlega fram og þakka menn þaö háum aldri aöalerfingjanna en Vava Chagah er nú orðin 83 ára og Ida, dóttir Chagalls og Bellu, er 72 ára. Þriöji náskyldi ættinginn, Banda- ríkjamaðurinn David McNeh, 41 árs, sem Chagah átti utan hjóna- bands með enskri konu, Virginiu Haggard, hafði ekki gert sér miklar vonir um arf en fékk þó einn átt- unda hans, jafnvirði um 500 mihj- óna króna. Ekkjan fékk helminginn, eða um 2 milljarða króna, og dóttirin þrjá áttundu, eða jafnvirði um 1500 milljóna króna. Erfmgjarnir fóru þess síöan á leit við franska rfkið aö komið yröi á fót sérstöku Chagallsafni er geymdi þau verk sem erfðaskatturinn hafði verið greiddur með. Frú Chagall rökstuddi þessa umleitan með því að Chagall hefði margsinnis gefið ríkinu umtalsverðar gjafir, t.a.m. loftskreytinguna í Parísarópe- runm, verk í Bibiíusafninu í Nice, dómkirkjugluggana í Reims og Metz, auk þess sem hann gaf núti- malistasafninu í París mörg verk eftir sig. Fuhtrúar nútímahstasafnsins eru hins vegar óhressir með þessa hugmynd þar sem þeir kæra sig ekki um að afhenda sérstöku Cha- gallsafni þau verk eftir listamann- inn sem eru í þeirra vörslu. Rikisrekin hstasöfn utan Parisar hafa einnig lýst yfir andstöðu við hugmyndina um Chagahsafn þar sem þau gera sér vonir um að fá eitthvaö af erföagóssinu th varð- veislu og sýningar. „Le Point" hefur loks eftir Chirac, fyrrum forsætisráðherra og borgarstjóra i París að hann tefii „afar óhklegt" aö reist verði sérs- takt Chagallsafn í París. Nú bíöa erfmgjarnir ákvörðunar franska ríkissins varöandi verk Chagahs. (Þýtt og endurskrifað upp úr. Art - Das Kunstmagazin, þýð. ÁSG) EIGUM ALLT SEM PRÝTT GETUR GARÐINN lÚrvals garðplöntur Sumarblóm Tré og runnar Garðyrkjuáhöld Grasfræ Fjölær blóm Rósir Blómaker Áburður Gróðrarstöóin GARÐSHORN við Fossvogskirkjugarö sími 40500 Urval af hengipottum og blómum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.