Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Reykjavík 23. maí Kæri vin Þá er hvítasunnuhelgin að enda og var óvenjublaut aö þessu sinni. Nei, ég átti ekki við það heldur að það rigndi mestalla helgina og flest- ir kusu því frekar að horfa á reg- nið út um stofugluggann heima hjá sér en út um bílrúöu. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar kepptust því við að segja frá því að þessi fyrsta umferðarhelgi ársins væri eigin- lega án umferðar. Þó var reynt að elta uppi þá örfáu sem höfðu slegið upp tjöldum í þeirri veiku von að það mætti skapa ekta hvítasunnu- stemningu en þær tilraunir voru Bréftil vinar Sæmundur Guðvinsson næsta brjóstumkennilegar. Hins vegar var fátt að finna í fjölmiðlum um hið eiginlega tilefni hvíta- sunnudags utan messur í ríkisfjöl- miðlunum. Að kvöldi hvítasunnu- dags sá ég hins vegar stórgott efni í sjónvarpinu. Annars vegar var um að ræða stórfróðlega og skemmtiiega samantekt á myndum sem Daníel Bruun tók hér á landi í „gamla daga“. Hins vegar var af- burðagóð sjónvarpsmynd eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Myndin nefndist Glerbrot og var byggð á leikritinu Fjaðrafoki eftir Matthías Johannessen. Þetta er einhver best unna sjónvarpsmynd sem ég hefi séð, enda er Kristín leikstjóri sem hlýtur að teljast í hópi þeirra alb- estu hérlendis og þótt víðar væri leitað. Og það var gaman áð sjá hvernig hún vann úr Fjaðrafoki Matthíasar. Ef ég man rétt varð Matthías fyrir heiftarlegum árás- um og óvæginni gagnrýni þegar leikritið var sýnt á sínum tíma. Á þeim tíma töldu sjálfskipaðir páfar á sviði lista að til listamanna gætu þeir aðeins talist sem aðhylltust vissar stjórnmálaskoðanir. Það þótti fáheyrð ósvifni af ritstjóra Morgunblaðsins að stunda skáld- skap og aðrar bókmenntalistir án þess að vera í hópi innvígðra. Nú situr Matthías hins vegar á friðar- stóh sem eitt af okkar bestu ljóð- skáldum og óumdeildur sem ein- hver okkar mesti snillingur í með- ferð óbundins máls. Svo var ég að enda við að horfa á sjónvarpsþátt um Ingimar Eydal rétt í þessu. Þar var komið inn á áhuga hans á eld- vörnum og slökkvistörfum. Fyrir -fjölda ára vorum við Ingimar sam- an í einhverju líknarfélagi á Akur- eyri. Við eina söfnunina lenti ég með Ingimar að ganga í hús og selja páskaegg. Okkar svæði var inn- bærinn þar sem öll gömlu timbur- húsin eru. Salan gekk hægt því Ingimar þurfti að halda uppi spurnum um eldvarnir í hverju húsi. Til dæmis hvort íbúar, er svæfu í risherbergjum, hefðu gætt þess að hafa kaðalhankir undir rúmum sínum sem grípa mætti til ef eldur kviknaði á neðri hæð að næturlagi og allt þar fram eftir götunum. Ekki man ég hvað við seldum af eggjum en ég varð stór- um fróðari um eldvarnir eftir dag- inn. Svo ég vaði nú úr einu í annað þá ágerist það æ meir að menn gangi í hús og bjóði alls kyns varn- ing til sölu. Stundum eru þetta skólanemar sem bjóða harðfisk eöa rækjur til ágóða fyrir skólasjóðinn og allt í lagi með það. En ég lenti í einum skæöum bóksölumanni um daginn. Ég hafði ekki fyrr opnað en maðurinn flæddi inn og hóf að þylja yfir mér kostaboð á bókum um náttúru og hstir sem og sögu, að ógleymdum ritsöfnum af ýmsu tagi. Þessu lýsti maðurinn sem ómetanlegum listaverkum sem ekkert heimih gæti verið án. Hann talaði svo hratt að ég gat ekki einu sinni skotið inn spumingu eða af- þakkað þessi gylliboð. En maður- inn hefur sennilega misskilið þögn mína því nú fór hann að greina frá greiðsluskilmálum, óðamála sem fyrr: - Það er nóg að þú borgir fimm hundruð krónur út, þú mátt borga með júró eöa vísa, víxlum, skulda- bréfum, ávísunum fram í tím- ann... Þegar hér var komið sögu lyfti ég upp hönd og maðurinn snar- þagnaöi líkt og slökkt hefði verið á segulbandi. Horfði á mig í spurn. Eg gekk fast að honum og spurði lágum ísmeygilegum rómi: - Segðu mér. Takið þið við folsuðum fimm þúsund króna seðlum? Þú getur fengið hvern seðh á þrjú þúsund. Maðurinn starði á mig andartak, greip svo þéttingsfast um sýnis- horn sín og plögg mn leið og hann hvarf sem elding út um dymar. Hefur ekki sést til hans í þessum bæjarhluta síðan. En af stærri viðskiptum er það helst að frétta að nú liggja bankar undir grun um að hafa stundað mikið brask með gjaldeyri síðustu dagana fyrir gengisfellingu. Hefur þetta meðal annars verið haft eftir sjávarútvegsráðherra og Jón Bald- vin varð æfur og krefst skýringa frá bönkunum. Kunningi minn einn taldi víst að mætti búast við að margar stöður bankastjóra lo- snuðu á næstunni ef í ljós kæmi að reglur hefðu verið brotnar. Ekki veit ég hvort hann hyggst sækja en ég á eftir að láta segja mér það tvi- svar að bankastjóra verði vikið úr starfi fyrir að bijóta af sér. Það er varla fyrr en þeir fara að glutra niður þúsund mihjónum eða svo sem við þeim er hróflað. Og heggur þá stundum sá er hlífa skyldi. Ann- ars er þessi sífellda umræða um peninga dæmigerð fyrir þjóðina. Maður, sem engu hefur stolið, er hundeltur af fjölmiðlum fyrir að hafa látið fyrirtæki, hvar hann gegnir stöðu stjórnarformanns, lána sér bíl. Þessi maður fær álíka umfiöllun og um fjöldamorð hefði verið að ræða. En krimmi, sem lemur og limlestir gamla konu til þess að stela ellilífeyri hennar, er ekki talinn fréttaefni. í mesta lagi að árásin sjálf fái pláss í dagblaði sem er álíka stórt og frímerki. En ellilífeyrir er víst ekki nógu há upphæð til að nokkur nenni að fjalla um svoleiðis skiterí. En hún Ebba frænka hefur víst e'itthvað misskilið hvað gengisfell- ing er. Allavega var hún að tala um að biðja þig aö kaupa hitt og þetta fyrir sig þama úti því allt mundi hækka svo mikið hér eftir að geng- ið féll. Svo ætlar hún að borga þér allt til baka í íslenskum krónum og telur sig græða stórfé á tiltæk- inu. Það er ekki öll vitleysan eins. En bróðir hennar, þú manst, er sagður hafa farið til útlanda í við- skiptaerindum og vera nokkrar vikur í feröinni. Hins vegar segja rætnar tungur að til hans hafi sést á dögunum við steypuvinnu á ónefndum stað í eigu ríkisins fyrir austan fjall. Læt þetta nægja aö sinni. Sæmundur ER ÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 Kvikmyndinni Foxtrott var vel tekið í Cannes. Hún er gerð í samvinnu við: 1: Dani X: Svía 2: Norðmenn B Verk hins heimsfræga listmálara Marc Chagall verða sýnd á listahátíö. Chagall fæddist í: 1: Rúmeníu X: Sovétríkjunum 2: Frakklandi Janos Kadar tók við völdum í Ungverjalandi er sovéskur her bældi niður byltingartilraun í landinu árið: 1: 1956 X: 1966 2: 1976 Þettaermerki: 1: Fjölbrautaskólans í Breiðholti X: SamvinnuskólansíBifröst 2: VerkmenntaskólansáAkureyri F Á Norðurlandi var nýlega haldin M-hátíð, nánar tiltekið á: 1: Siglufirði X: Ólafsfirði 2: Sauðárkróki G í nýafstaöinni keppni norrænna danshöfunda í Osló sigr- aði Hlíf Svavarsdóttir. Tónlistina við ballettinn samdi: 1: AltiHeimirSveinsson X: ValgeirGuðjónsson 2: Þorkell Sigurbjörnsson H Málsháttur hljóðar svo: Hægara er um að tala en... 1: íaðkomast X: hrindaíframkvæmd 2: drífaíhlutunum r Þetta merki sést stundum í auglýs- ingum. Þá er verið að fjalla um: 1: Tölvur X: Skiptinema 2: Vátryggingar Sendandi Heimili Rétt svar: A □ B □ E □ F □ C □ D □ G □ H □ Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið niður réttar lausn- ir og sendið okkur þær á svar- seðlinum. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma hðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá Póstversluninni Primu í Hafnarfiröi. Þau eru: 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. 2.100,- 3. Skærasett, kr. 1.560,- í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spurningar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið: 1 eða x eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Vinningshafar í 1 eða X eða 2 í annarri getraun reyndust vera: Anna Bergþórsdóttir, Hringbraut48,107 Reykjavík (töskusett), Ingunn Leifsdóttir, Dælengi 15,800 Selfossi (vasa- diskó og reiknitölva), Auður Ingimarsdóttir, Tjaldanesi 1,210 Garðabæ (skærasett).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.