Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Page 22
22 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Jorma Hynninen baritónsöngvari. Vladimir Ashkenazy píanóleikari. Guarneri strengjakvartettinn. Stephane Grappelli jassfiðlari. Látbragðsleikarinn Yves Lebreton. Atriði úr sýningu dansflokksins „Black Ballet Jazz“. Howard Hodkin myndlistarmaður. Jóhann Eyfells myndlistarmaður. Sígild tónlist: Óvenju glæsilegt úrval Frá upphafi hefur tónlistin verið sérstakt aöalsmerki Listahátíðar í Reykjavík, enda voru það fyrst og fremst tónlistarmenn sem véluðu um stofnun hennar árið 1970, eins og mörgum er kunnugt. Listahátíð sú, sem nú fer í hönd, er engin undantekning hvað það snertir. Raunar er tónlistarúrvalið óvenju glæsilegt aö þessu sinni. Flutt verða sinfónísk verk, kórverk, ís- lensk sem erlend, söngljóö, óperu- tónlist, einleiksverk, verk fyrir tvö hljóðfæri, kammerverk og kvartett- ar. Af öllu þessu mikla úrvah ber þó hæst heimsókn einsöngvara, tvö hundruð manna kórs og hljómsveit- ar frá Poznan og Varsjá í Póllandi, ásamt með þekktasta tónskáldi Pól- verja í dag, Krzystof Penderecki. Þetta einvalalið flytur hér tvö pólsk nútímakórverk sem þykja meðal markverðustu verka sinnar tegund- ar, Pólska sálumessu eftir Pend- erecki, undir stjórn tónskáldsins sjálfs, og Stabat Mater eftir annan pólskan tónlistaijöfur, Karol Szy- manowski. Af öðrum stórviðburðum úr heimi tónlistar má nefna flutning flnnska barítónsöngvarans Jorma Hynninen á söngvum eftir Sibelius og óperuar- íum eftir Leoncavallo og Verdi. Undirleik annast Sinfóniuhljóm- sveit íslands, undir stjóm hins ágæta hijómsveitarstjóra hennar, Petri Sakari. Söngunnendur fá raunar mikiö í sinn hlut þvi á hátíöinni syngja einn- ig tvær efnilegar söngkonur, messó- sópraninn Sarah Walker frá Eng- landi, sem flytur söngljóð eftir Schu- bert, Schönberg, Mendelssohn, Britt- en og Gershwin, og bandaríska sópr- ansöngkonan Debra Vanderlinde, sem flytur hið íöilfagra söngverk Mozarts.Exultate Jubilate, með Sin- fóníuhijómsveit Islands, undir stjórn Gilberts Levine, heimsþekkts hljóm- sveitarstjóra. Næst mundi ég vilja nefna tónleika Vladimirs Ashkenazy í Háskólabíói en hann ætlar að leika verk eftir Schumann og Chopin. Hann er orð- inn sjaldséður gestur á íslandi og því um að gera að ná sér í miða á tón- leika hans. Þá er ónefndur sjálfur Guarnieri kvartettinn, frægur fyrir túlkun sína á Mozart, Janacek og Beethoven, og Empire Brasskvintettinn sem sló í gegn á listahátíð fyrir nokkrum árum. Ekki má heldur gleyma framlagi íslenskra tónlistarmanna, til dæmis flutningi Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara á verkum eftir Ferney- hough, Fukushima, Magnús Blöndal Jóhannsson, Atla Heimi Sveinsson ogHuber. Eða söngverki Jóns Ásgeirssonar, Tímanum og vatninu, sem Hamra- hlíöarkórinn flytur, flutningSvövu Bernharðsdóttur lágfiðluleikara og önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara á tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Áskel Másson, Jón Þórarinsson, Mist Þorkelsdóttur og Kjartan Ólafsson. Loks má nefna Norræna kvartett- inn, sem er 50% íslenskur, en hann leikur verk eftir Áskel Másson, Þor- stein Hauksson, Heininen, Nörgaard og Fung, og kammersveit undir stjórn Hákons Leifssonar sem ku vera efni í prýðilegan hljómsveitar- stjóra, en ásamt einleikurunum Þor- steini Gauta Sigurðssyni píanóleik- ara og Guðna Franzsyni klarínett- leikara flytur sveitin splunkuný verk eftir Hauk Tómasson og Leif Þórar- insson, auk eldri verka eftir sömu tónskáld, og kammersinfóníu eftir Schönberg. Ekki er mér ljóst hvemig miklir tónlistarunnendur eiga að komast yflr þetta allt en ætti ég völina mundi ég reyna að hlusta á Pólverjana, Hynninen hinn fmnska, útlendu söngkonumar tvær og Ashkenazy. Önnurtónlist: GrappelliogCohen Sá sem þetta skrifar hefur núorð- iö lítinn tíma til að fylgjast með „létt- ari“ tónlist en mundi þó gera sér sérstakt far um að hlýða á jassfiðlar- ann Stéphane Grappelli, sem er einn af þeim allra stærstu af sinni kyn- Listahátíð Aðalsteinn Ingólfsson slóð, en hann leikur hér með bassa- og gítarleikurum sínum. Ekki geri ég heldur ráö fyrir að gamlir hippar muni láta sig vanta á tónleika kanadíska ljóðskáldsins og söngvarans Leonards Cohen sem nýverið hefur endurheimt mikið af sínum fornu vinsældum með frá- bærri plötu er nefnist „I’m your man“. Loks segja ungir poppáhugamenn mér aö hljómsveitimar The Christ- ians og Blow Monkeys séu „pott- þéttar"; ég sel það ekki dýrara en ég keypti. Myndlist: Margirviðburðir Myndlistarunnendur munu einn- ig fá mikið fyrir snúð sinn. Sýning á verkum Chagalls í Lista- safninu sætir auðvitað tíðindum því verk helstu stórmenna nútímahstar sjást ekki oft hér á landi. En þótt Chagall sé góður skulum við ekki láta hann skyggja á aöra og í sjálfu sér ekki ómerkari myndlist- arviðburði á hátíðinni, til dæmis tímamótasýningu á norrænni kon- kretlist, sem einnig verður haldin í Listasafninu, en þá stefnu þekkjum viö íslendingar betur undir nafninu „geómetría" eða strangflatarlist. Nokkrir íslendingar eru þar meðal sýnenda. Ekki er síður fengur í sýningu þeirri sem Nýlistasafnið stendur að og Pétur Arason á mestan heiður af, en á henni veröa verk eftir tvo helstu forvígismenn naumhyggju í alþjóð- legri myndlist, þá Donald Judd og Richard Long, og munu þeir sjálfir koma til aö setja upp verk sín. Með þeim á sýningunni verður ís- lenskur bróðir þeirra í andanum, Kristján Guðmundsson, sem er í mik- illi uppsveiflu um þessar mundir. Ekki er heldur ónýtt aö fá hingað til sýnis graflkverk eftir einn helsta myndlistarmann Breta í dag, Howard Hodgkin, en hann var fulltrúi lands síns á Biennalnum í Feneyjum árið 1982, en FÍM stendur að þeirri sýn- ingu. Um miðbik listahátíðar mun svo Norræna húsið opna sýningu á verk- um sænsku listakonunnar Lenu Cronqvist sem er áhrifamikill fígúra- tífur listmálari þar í landi. í slensk myndlist verður einnig mjög í sviðsljósinu meðan á hátíðinni stendur. Kjarvalsstaðir hafa skipulagt sýn- ingu er nefnist Maðurinn í forgrunni og á að sýna þróun flgúratífrar myndlistar á íslandi undanfarna tvo áratugi. Gallerí Svart á hvítu sýnir ný papp- írsverk eftir hinn þekkta íslenska myndasmið, Jóhann Eyfells, sem búið og starfað hefur í Bandaríkjun- umumáraraðir. GaUerí Borg stendur sjálft fyrir minni háttar yfirlitssýningu á verk- um Þorvalds Skúlasonar og hin nýja menningarmiðstöð Hafnfirðinga, Hafnarborg, verður með sýningu á nýlegum verkum eftir Eirík Smith meðan á hátíðinni stendur. Samsýning á íslenskum listiðnaði verður einnig til staðar í versluninni íslenskum heimilisiðnaði listahátíð- ardagana. Loks má geta um sýningu á þýsk- um arkitektúr, Byggt í Berlín, sem haldin verður í Ásmundarsal, og verður fluttur fyrirlestur í tengslum við hana, sömuleiðis mun þekktur franskur textílhönnuður, Daniel Graffin, tala um verk sín í Norræna húsinu. Leikhús: Fáttengott Leikhúsfólk fær ef til vill ekki eins mikið í sinn hlut á þessari lista- hátíð og tónlistar- og myndlistará- hugamenn en getur þó vel við unað. Helga Bachmann leikstýrir nýrri leikgerð sinni af leikriti Guðmundar Kamban, Marmara, og frumsýnt vef ður nýtt leikrit eftir Þorvarð Helgason, Ef ég væri þú. Franski látbragðsleikarinn Y ves Lebreton kemur aftur í heimsókn með nýtt verk, og í fyrsta sinn er vel séð fyrir þörfum brúðuleikhússfólks, og þá einnig bama, því þrír brúðu- leikhúsmenn, „vores egen“ Jón E. Guðmundsson og tveir heimsþekktir útlendingar, Peter Waschinsky og Petr Matósek, verða með sýningar á hátíðinni. Áhugamenn um listdans fá svo að sjá verðlaunaballett Hlifar Svavars- dóttur, Af mönnum, og þekktur dansflokkur, Black Ballet Jazz, sem slegið hefur í gegn alls staðar þar sem hann hefur komið, sýnir dansasögu bandarískra negra. Ekki er alveg gengið framhjá bók- menntum því sænski rithöfundurinn Göran Tunström (eiginmaður Lenu Cronqvist) les upp úr verkum sínum og talar um þau, auk þess sem Rithöf- undasambandið hefur skipulagt upp- lestur á ljóðaþýðingum íslenskra skálda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.