Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 24
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
Veiðisumarið 1988
Hvað segja veiðimennimii?
Veiðimenn eru farnir að hlakka til
sumarins enda ekki nema nokkrar
mínútur þangað til fyrstu veiðiárnar
verða opnaðar fyrir vonglöðum
veiðimönnum með stangir sínar,
maðka, flugur og spúna.
Þrátt fyrir að vorið hafi verið held-
ur rysjótt virðast laxarnir vera að
koma í veiðiárnar víða. Þetta gefur
veiöimönnum vonir um gott sumar
og veiðimálastjóri segir aö ef nokkur
góð smálaxaskot komi á Suðurlandi
sé aldrei að vita hvað gerist. En hvaö
segja veiðimennirnir, eru þeir bjart-
Veiðivon
Gunnar Bender
sýnir eða svartsýnir? Hvernig verður
sumarið? Við heyrðum hijóðið í
nokkrum vonglöðum, óþreyjufullum
og spenntum veiðimönnum nokkr-
um mínútum áður en fyrstu árnar
verða opnaðar 1. júní.
G.Bender
„Veiðitúrinn
í Svartá
verður
spennandi"
- segir Guðmundur Ágústs-
son alþingismaður
„Mér líst vel á þetta veiðisumar og
það á að veiða í Laxá í Kjós, Svartá
og Elliðaánum. Ég verð í kringum
20. júlí í Laxá í Kjós, svo verður það
Svartá í Húnavatnssýslu og maður
endar í Elliðánum í september.
Vona að þetta verði stórlaxasumar,
svo þeir verði stærri hjá mér sem
taka fluguna. Síðan ég fékk flugufisk-
inn í Norðurá síðasta sumar veiði ég
mest orðið með flugunni. Stórkost-
legt aö sjá mig sveifla henni og hver
sem vill getur komið og séð þetta
með eigin augum í Laxá í Kjós, opið
fyrir alla þar. Er bjarsýnn á þetta
sumar og veiðitúrinn í Svartá verður
spennandi, hef aldrei veitt þar áður.
Sigurður Kr. Jónsson.
„Byrja sumarið
í sjóbirtings-
veiði í Litluá"
- segir Siguröur Kr.
Jónsson, Blönduósi
„Ég er ekkert sérstaklega bjart-
sýnn á sumarið og þetta verða mest
smálaxar sem veiðast. En það verður
meira vatn í ánum en í fyrra og það
getur haft eitthvaö að segja. Ég mun
byrja sumarið snemma í ár því Litlaá
í Kelduhverfi verður heimsótt 3. júní
og rennt fyrir sjóbirting. Litlaá í
Kelduhverfi er skemmtileg veiðiá.
Við opnum Blöndu 5. júní og það er
alitaf viss spenna þar. Laxá á Refa-
sveit verður svo opnuð 20. júni og er
það mikil tilhlökkun líka.“
„Bæði stóriax og smálax"
- segir Sigurður Bergsson
„Mér líst mjög vel á sumarið og
þetta verður gott fyrir veiðimenn,
tíæði stórlax og smálax í bland. Efst
á blaöi hjá mér er Flókadalsá í Borg-
arfirði og þar mun ég renna fyrir lax.
Hjá okkur í Stangaveiöifélagi Hafn-
arfjarðar er Kleifarvatniö í uppá-
haldi og í það höfum við sett helling
af urriðaseiöum á hveiju ári. Viö eig-
um von á að veiðin veröi góð þar í
sumar og það verður spennandi að
sjá hvernig þetta kemur út. Síðustu
þrjú árin höfum við sett stofna af
urriðum úr Laxá í Þingeyjarsýslu í
vatnið, 2500 seiði, og það gæti gefið
okkur vel í sumar. Þetta sumar ætti
því bæði að verða gott í laxinum og
silungnum.“
„Þetta verður gott veiðisumar"
- segir Friðrik Friðriksson, formaður Veiðifélagsins Fossa á Dalvík
Völundur Hermóðsson.
„LaxáíAðal-
dal fer yfir
2000 laxa"
- segir Völundur
Hermóösson, Álftanesi
„Ég á von á að Laxá í Aðaldal fari
yfir 2000 þúsund laxa og þetta verði
stórlaxar sem taki hjá veiðimönnum.
Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef
við fengjum ekki afrakstur þess erf-
iðs í ræktunarmálnum sem við höf-
um staðið fyrir og laxinn kæmi ekki
í ríkum mæli í sumar. Á hverju vori
eru sett seiöi og á haustin er veitt í
klak, sem kemur ánni til góða. Ég
renni eitthvað fyrir lax þegar ég er
með veiöimönnum hérna á Nessvæð-
inu í Aðaldalnum, en ekki mikið.“
sumar"
„Mér líst stórvel á veiði-
sumariö og þetta verða von-
andi stórlaxar sem veiði-
menn fá til að taka hjá sér
maðkinn og fluguna. Það
verður víða farið í sumar
eins og í Laxá og Bæjará,
Víðidalsá í Steingrímsfirði,
Víðidalsá í Húnavatnssýslu
og Hvolsá og Staðarhólsá í
Dölum, með veiðihópnum
sem við höfum stofnað.
Veiðifélagi á stönginni er
maðurinn minn og við höf-
um oft veitt vel. Það verður
gaman að opna Laxá og
Bæjará og Víðidalsá fyrst
allra, sjá hvort laxinn er
kominn og fá hann til að
taka. Kannski fær maöur
stærri lax en í fyrra og
stefna er að rjúfa 20 punda
múrinn, þó það verði
kannski ekki í sumar heldur
næstu sumur.
Ragnar Halldórsson.
„Byrja í Haukadalsá"
- segir Ragnar Halldórsson, forstjóri ísal
„Maður er vissulega farinn að
hlakka til sumarins þegar veðurfarið
er svona gott. Ég hef gaman af að
renna fyrir lax þótt ég teljist ekki
með þeim sem veiða mest eins og
Þórarinn Sigþórsson, Guðlaugur
Bergmann og Crystalfeðgar - fer í
nokkra veiðitúra á sumri.
Sumir segja að þetta verði smálaxa-
sumar og því lítiö um tveggja ára
lax. Ég byija eftir mánuö í Hauka-
dalsá, svo kemur veiöitúr í Selá og
ætli maður endi ekki sumariö í
Langadalsá í ísafjarðardjúpi. Getur
verið að ég skreppi í millitíðinni í
Þverá í Borgarfirði.
Sigurður Bergsson.
„Þetta verður gott sumar, stórlax
og smálax, snjórinn er töluverður í
fjöllum hér norðan heiða og veiði-
menn eru bjartsýnir á sumarið. Það
sést líka best á veiðileyfasölunni að
áhuginn er mikill á veiði, veiðileyfin
seljast það vel víðast hvar. Hérna hjá
okkur hafa þau næstum öll selst í
Mýrarkvíshnni, aðeins til eitthvað í
júní, annars allt búið.
Það verður bæði veitt í dýrum og
ódýrum veiðiám á sumri komanda í
bland. Ekki ástæöa til annars en að
vera bjartsýnn í stangaveiðinni í
sumar, veiðileyfi seljast vel og veiði-
menn eru orðnir spenntir enda stutt
í að fyrstu veiðiárnar verði opnað-
ar.“
„Verður víða farið til veiða í
- segir Sólveig J. Ögmundsdóttir
Sólveig J. Ögmundsdóttir.
Friðrik Friðriksson.