Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 25
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
25
Kvikmyndir
Óaldarflokkar stórborganna
I nýjustu mynd sinni, Col-
ors, tekur Dennis Hopper
fyrir óaldarílokka Los
Ángelesborgar og baráttu
lögreglunnar gegn þeim.
Hér ræðir Hopper við Sean
Þeir félagar Duvall og Penn að störfum.
Yfirleitt fá kvikmyndir
litla umiiöllun í íjölmiöf
um fyrir utan gagnrýni,
auglýsingar og frásagnir
af ástar- og hneykslis-
málum viökomandi leik-
ara í slúðurdáikunum.
En Dennis Hopper þarf ekki að
kvarta undan þessu hvað varðar
nýjustu mynd hans sem nefnist COL-
ORS. Hins vegar er spurning hvort
hann hafi verið að leita eftir skrifum
á borð við þau sem hafa birst að
undanfomu.
COLORS fjallar um störf tveggja lög-
regluþjóna sem vinna í sérstakri
deild innan lögreglu Los Angeles-
borgar sem sér um glæpi sem tengj-
ast óaldar- og glæpaflokkum borgar-
innar. Það vita fæstir að Los Angeles-
borg hefur um 600 óaldarflokka með
um 70.000 meðlimi sem hafa eignað
sér hina ýmsu borgarhluta og sett
þar sínar eigin reglur og lög. Þarna
eru átök og morð tíð. ekki síst milh
þessara óaldarflokka þegar barist er
um völdin. Meðlimirnir, sem margir
eru ungir að aldri, eru tilbúnir að
fóma lífi sínu ef þannig ber undir
og hópkenndin er mikil.
Hins vegar era aðeins um 250 lög-
reglumenn sem eiga að meðhöndla
þau glæpamál sem tengjast þessum
óaldarflokkum. Á síðastliðnu ári
voru framin um 400 morð í Los Ange-
les-sýslunni sem áttu rætur að rekja
til óaldarflokkanna.
Ofbeldisalda
Þegar framleiðendur myndarinn-
ar sáu hvað Hopper hafði fest á filmu
komu upp efasemdir í huga þeirra
og það ekki að ástæðulausu. Það er
mikið um ofbeldi í myndinni og til
að láta atriöin vera sem eðlilegust
þá fékk Hopper í lið með sér meðlimi
úr óaldarflokkunum „Crips“ og
„Blood“. Til þess að þessir flokkar
færu ekki í hár saman, gætti hann
sín á því að þegar hann kvikmyndaði
í hverfi „Crips“ notaði hann ein-
göngu þeirra meðlimi í hópatriðin
og svo meðlimi „Blood“ þegar hann
' /g
Leikstjórinn og leikarinn Dennis
Hopper.
var á þeirra yfirráðasvæði. Þótt
Hopper hafi kannski ekki orðið mik-
ið var við átökin meðan á kvik-
myndatökunni stóð, þá var Adam
ekki lengi í Paradís eftir að þeir yfir-
gáfu staðinn. Yfirleitt lenti félögum
annarra óaldarflokka, sem höföu
komið til að fylgjast með kvikmynda-
tökunni, illilega saman við þann
flokk sem var á heimavelli og er ta-
liö að minnsta kosti 10 morð megi
rekja til þessara átaka.
Aðgætni
Þegar myndin var frumsýnd var
fyllsta aðgætni viðhöfð. Myndin var
sýnd í fáum kvikmyndahúsum en
þar sem fólk flykktist til að sjá þá
Sean Penn og Robert Duvall í hlut-
verki lögreglumannanna glíma viö
óaldarflokkana var ekki um annað
að ræöa en að setja COLORS í al-
menna dreifingu.
Eins og vita mátti leið ekki á löngu
áður en átök hófust bæði utan og
innan kvikmyndahúsanna milh
óaldarflokkanna. Menn vora skotnir
th bana meöan þeir biöu fyrir framan
kvikmyndahúsin og einnig voru
nokkur kvikmyndahús eyðilögð. Svo
viröist sem myndin hafi einnig kom-
ið af stað einhvers konar valdabar-
áttu mihi þessara flokka th að sýna
fram á hver þeirra væri harðastur.
Sum kvikmyndahúsin hættu sýning-
um, fjöldi samtaka mótmælti sýn-
ingu myndarinnar og blöðin tóku við
sér. Því má búast við að myndin hafi
viðtæk stjórnmálaleg áhrif auk þess
að opna augu almennings fyrir þeirri
staðreynd að þessi óaldarflokkar,
sem oftast sjá einnig um eiturlyfja-
sölu og dreifingu í sínum hverfum,
eru raunar í ríki í ríkinu sem lögregl-
an virðist eiga erfitt með að stjóma.
Það sem gerir þessa mynd einnig
sérstaka er að sem rauður þráður í
gegnum hana era eiturlyf, heróín.
Hohywood-kvikmyndaverin hafa
ekki vhjað fjalla um eiturlyf, sem
hefur verið bannorð í öllum handrit-
um hin síðari ár. Aðalástæðan er lík-
lega sú herferð sem forseti Banda-
ríkjanna, ásamt konu sinni, hrinti
af stað th að losa Bandaríkjamenn
úr heljargreipum eiturlyfjanna.
Kvikmyndaverin era alltaf hrædd
um að eiturlyf gætu komið of vel út
á hvíta tjaldinu og væri því hægt að
túlka atriði sem andstöðu við stefnu
forsetans.
Bakgrunnur
En lítum á söguþráðinn. Áður en
Hopper tók við leikstjórninni, leit
handritið töluvert öðruvísi út. Mynd-
in átti að fjalla tvo lögreglumenn,
annan hvítan og hinn þeldökkan,
sem unnu í Chicago. Þeirra verkefni
var að sjá um óaldarflokka Chicago
sem höfðu sem aðalstarf að dreifa og
selja slævandi efni, hkt og notuð era
í hóstasaft. Hápunktur handritsins
var þegar lögreglumennirnir höfðu
upp á höfuöpaurum „hóstasaftsverk-
smiðjunnar".
Þetta leist Hopper iha á. í nýlegu
viðtah við kvikmyndatímaritið Am-
erican Film, var haft eftir honum.
„Svona nú, gefið mér tækifæri. Við
skulum hafa þetta kókaín og við
skulum einnig gera myndina sem
raunveralegasta og láta hana gerast
hér í Los Angeles. Þetta handrit væri
ekki einu sitt gott sem einn þáttur í
sjónvarpsþáttaröð. Af hveiju látum
við ekki lögreglumennina vera báða
hvíta, annan ungan galgopa og hinn
gamlan og reyndan. Við skulum láta
Kvikmyndir
Baldur Hjaltason
myndina fjalla um óaldarflokka Los
Angeles, um raunverulega hluti.“
Og það var einmitt það sem Hopper
gerði.
Söguþráður
Bob Hodges (Duvah) er giftur
þriggja barna faðir. Hann hefur verið
neyddur aftur í sérdehd lögreglunn-
ar semfjallar um glæpi tengda óald-
arflokkunum, þótt ekki komi skýrt
fram í myndinni hvers vegna. Hann
fær þar að auki með sér í óþökk al-
geran græningja að nafni Danny
McGavin, sem er sjálfboðahði sem
telur það skyldu sína að taka duglega
í lurginn á meðlimum flokkanna ef
hann fær tækifæri th. Það lækkar
þó fljótlega í honum drambið og of-
lætið, ekki síst vegna fóðurlegra
ábendinga Hodges.
Ekki má gleyma ástarævintýrinu.
McGavin á stutt en ástríðusamt ást-
arsamband við ættingja eins af for-
kólfum óaldarflokksins sem hann
kynnist gegnum starf sitt. Áhorfend-
ur kynnast hins vegar hugsanagangi
og viðhorfum óaldarflokkanna gegn-
um einn leiðtoga þeirra sem ber
nafnið Froskurinn (Trinidad Shva).
Ekki skal farið nánar út í efnisþráð-
inn en það sem þeir félagar lenda
m.a. í er að rannsaka morð á einum
meðhma „Blood“ flokksins sem
„Crips" flokkurinn er grunaður um
og þau vandræði sem af því hljótast.
Dennis Hopper
Það er eiginlega ekki hægt aö
skrifa um COLORS án þess að ræða
um Dennis Hopper. Líklegt er að
margir af yngri kynslóðinni sem nú
sjá COLORS hafi aldrei heyrt Hopper
nefndan, nema sem einn aðaheikar-
ann í BLUE VELVET, þar sem hann
lék geðveikan morðingja á móti dótt-
ur Ingrid Bergman. En það era raun-
ar 33 ár síðan Hopper hóf kvik-
myndaleik. Þótt hann hafi aldrei
slegið í gegn, hefur hann alltaf átt
sinn trygga hóp aðdáenda. Líklegá
er þó Dennis Hopper þekktastur fyr-
ir leik sinn í myndinni EASY RIDER
sem fjallaði um lífsmunstur og
hugsanagang hippa ásamt því að
vera ádeila á bandarískt byssuþjóð-
félag. En, eins og svo marga leikara,
langaði Hopper að verða leikstjóri.
Það gekk nú á ýmsu en eftir að hann
Lafði THE LASí M 0VIE árið
1971 var hanr settur á svarta hstann
hjá kvikmyndaverunum vegna þess
að myndin, sem var dálítið laus í
reipunum og einkenndist af „ex-
pressionisma“, taldist í þeirra augum
árás á Hohywood. Reyndist Hopper
erfitt að .hrista af sér þetta slæma
umtal sem hann fékk, því þetta háði
honum einnig sem leikara. Fyrir ut-
an að leikstýra kanadisku myndinni
OUT OF THE BLUE árið 1982, var
COLORS fyrsta myndin í 17 ár sem
hann leikstýrði í Bandaríkjunum.
Þaö er því reglulegt ánægjuefni að
sjá að flestir eru búnir að taka Denn-
is Hopper í sátt, svo við fáum að sjá
fleiri myndir eftir hann á næstunni
eða að minnsta kosti þangáð til hann
byrjar að hneyksla okkur aftur.
Baldur Hjaltason
Helstu heimildir:
Variety, American Film, Levende
Biheder.