Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 28
28 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988. Sérstæð sakamál DraumurinnumWinter lækni Sibyl Winn var tuttugu og fimm ára og lífsglöð og flest benti til þess að hún ætti gott líf í vændum. Hún var hjúkrunarkona og í starfinu kynntist hún ungum aðstoðarlækni sem hún hélt að yrði maðurinn henn- ar. En margt fer öðruvísi en ætlað er... Philip Winter hét ungi læknirinn og hann var einu ári eldri en hún. Hann bað hennar og þau höfðu ákveðið aö ganga í hjónaband en svo lýsti Philip yfir því að hann treysti sér ekki að svo komnu máli til að axla þá ábyrgð sem því fylgdi að stofna heimili. Hann sagðist þó enn vera mjög hrifinn af Sibyl. Þetta gerðist árið 1962 eða fyrir rúmum tuttugu og fimm árum í Cheltenham á Englandi. Sibyl Winn lifði um hríð í voninni en hálfu ári eftir að Philip Winter féll frá áætluninni um hjónaband gekk hann að eiga Veronu Gambell en hún var þá að lesa til læknis. Þá fannst Sibyl sér svo misboðið og fannst það sem gerst hafði svo mikil niðurlæging fyrir sig að hún sagði í skyndi upp starfi sínu og nokkru síð- ar giftist hún iönaðarverkamanni, Aifie Oxley, að nafni. Hnan var heið- arlegur og duglegur maður en hjóna- band þeirra var erfitt því Sibyl var stöðugt óánægð yfir því að hafa ekki orðið læknisfrú. Skilnaður Er Sibyl og Alfie höfðu verið gift í átján ár skildu þau. Var ástæðan sögð „andleg þjökun“ og þótt Sibyl muni hafa átt meginsök á því hvern- ig fór kom hús þeirra hjóna í hennar hlut en þau höfðu búið í Stroud í Gloucestershire. Sibyl réð sig til hjúkrunarstarfa í heimahúsum en strax eftir skilnaðinn tók hún upp náið samband við mann og brátt urðu þeir fleiri mennirnir sem hún kynntist náið. Eftirsjá eftii’ „paradís“ Sibyl fann er hér var komið sögu að æskublóminn var horfinn og taldi víst að hún myndi aldrei öðlast þá lífshamingju sem hún hafði látið sig dreyma um er hún hélt, rúmum tveimur áratugum áður, að hún yrði læknisfrú. Hún gat ekki hætt að hugsa um hve allt heföi farið öðru- vísi og betur ef unnusti hennar hefði ekki snúið baki við henni forðum. Óvæntir endurfundir Sennilega hefði sagan af lífs- hlaupi Sibyl Winn-Oxley aldrei verið skráð ef hún hefði ekki farið í leik- Sibyl Winn. hús 6. mars í fyrra til þess að sjá leik- rit Shakespeares, Kaupmanninn í Feneyjúm. Er hún hafði komið sér fyrir í sæti sínu sá hún allt í einu mann sem hún kannaðist við sitja nokkru framar og við hlið hans var kona hans og ungur maður sem var sennilega sonur þeirra. Eldri maður- inn var unnustinn gamli, Philip Winter. Hefndarhugur Sibyl hafði ekki horft lengi á hjónin er hún sá fyrir sér atburöi sem gerst höfðu aldarfjóröungi áöur og nokkru síðar varð hún gripin miklum hefndarþorsta. Þarna sat hún, Verona Gambell, konan sem hafði lagt líf hennar í rúst. Og hún virtist vera bæði glöð og ánægð. Að leiksýningunni lokinni gekk Sibyl í humátt á eftir hjónunum og virti þau fyrir sér er þau stigu upp í Mecedes Benzbílinn sem Philip Winter átti. Sibyl gekk hins vegar aö Verona Winter. Morrisbílnum sínum og ók heim, niöursokkin í hugsanir sem áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Njósnaferð Þessa nótt gat Sibyl ekki sofið. Reyndar var hún þá að leggja á ráðin um hvernig hún kæmi fram hefnd- inni og áður en dagur rann var sú áætlun fullmótuð í huga hennar. Er hún hafði klætt sig um morguninn tók hún símaskrána og brátt var hún búin að komast að því hvar Philip Winter átti heima. Læknirinn reynd- ist eiga fallegt einbýlishús í Tudor- stíl í Upton Saint Leonards. Þangað hélt Sibyl til þess að kynna sér allar aðstæður en að því búnu sneri hún aftur heim. Næsta skref Sibyl var að taka fram hníf meö þunnu blaði. Hann brýndi hún uns hann var orðinn flugbeittur en að því búnu vafði hún hann inn í dagblað. Daginn eftir, 8. mars, hringdi hún til atvinnurekanda síns og lýsti yfir því að hún myndi ekki geta mætt til starfa í viku. Þessari yfirlýsingu var illa tekið og henni hótað uppsögn en hún lét þaö ekki á sig fá enda hafði hún gert nýja fram- tíðaráætlun. „Ertu að leita að einhverjum?“ Silbyl Winn vissi að tími hefndar- innar var kominn. Nú ætlaði hún að endurgjalda það óréttlæti sem hún haföi mátt þola. Keppinautur hennar myndi sennilega vera heima allan daginn og því yrði ekki erfitt að gera þaö sem gera þurfti. Verona Winter sat í eldhúsinu og las í blaði. Skyndilega heyrði hún einhvern umgang fyrir utan og leit út um gluggann. Hefði Verona ekki opnað eldhúsdyrnar hefði ef til vill farið á annan veg en hún átti sér einskis ills von og gekk því út fyrir til að ræða við konuna sem þar stóð. „Ertu að leita að einhverjum?" spuröi hún Sibyl. Þetta voru síöustu orð Veronu Minter. Sibyl Winn dró upp hnífinn og stakk Veronu tvisvar í hjartastað. Hún lést samstundis. Philip Winter kom heim um sjö- Alfie Oxley. leytið um kvöldið. Hann hafði búist við því að kona hans kæmi til að sækja hann á sjúkrahúsiö eins og um hafði verið talað. Er hann kom inn í húsið sá hann hana ekki og kallaði þá nafn hennar. En hann fékk ekkert svar. Er hann kom inn í eldhúsiö sá hann konu sína látna. Lögreglan sagöi aö morðið myndi hafa veriö framiö milli klukkan ell- efu og tólf um morguninn. Rannsókn leiddi í ljós að engu haföi verið stoliö og það benti til þess að ekki hefði verið um innbrotsþrjóf að ræða vegna þess að Verona hafði opnað eldhúsdyrnar fyrir gestinum ókunna. Það gat merkt aö hún hefði þekkt hann. Þá þótti athyglisvert með hve mikilli nákvæmni Verona haföi verið stungin í hjartastað. Grunurinnfellur áPhilip Þessi atriði vöktu grun um að Philip hefði myrt konu sína enda þóttu stungurnar bera vitni um að morðinginn hefði verið læknisfróö- ur. Athugun sýndi hins vegar að hann haföi verið við aðgerð á sjúkrahús- inu er kona hans var myrt. Þá gátu margir boriö um það vitni að hann heföi ekki fariö af vinnustaðnum all- an daginn. Jafnframt lýstu þeir sem þekktu best til hans yfir því að hann hefði ekki átt vingott við aðrar kon- ur. „Má bjóða þér upp á drykk?“ sagði konan sem gekk til Philips Winters á bílastæðinu við sjúkrahúsið hálf- um mánuði eftir morðið. Phihp þekkti ekki gömlu unnustuna sína, Sibyl Winn, en hún beindi þegar tal- inu að liðnum dögum er þau höfðu unnið saman í Cheltenham. Það kom einkennilega við Philip að heyra minnst á sjúkrahúsið þar því þar hafði hann kynnst konu sinni. Er taliö barst að því aö hún hefði veriö myrt þóttist Sibyl ekkert um það hafa heyrt. Philip fannst umræðan þarna á bílastæðinu óþægileg og Philip Winter. féllst því á að ljúka samtalinu á veit- ingastofu. Annar fundur Philip féllst á að hitta Sibyl tveim- ur dögum síðar í veitingastofunni Crown Inn en þá höfðu vaknað meö honum grunsemdir. Þá sagði hún honum frá því hve misheppnað hjónaband hennar hefði verið en lýsti þvi svo skyndilega yfir að hún hefði alltaf elskað hann. Hann var varlabúinnaðjafnasig eftir yfirlýs- inguna þegar hún spurði hann hvernig hann færi nú að því að sjá einn um allt þetta stóra hús sem hann byggi í. „Hvað þekkir hún til hússins míns?“ spurði Philip sjálfan sig. „Hefur hún komiö þangað?“ Alvarlegar grunsemdir höfðu nú vaknað með Philip Winter. Hann hélt á fund lögreglunnar og sagði frá því að hann þættist viss um að Sibyl Winn heföi ráðið konu sína af dögum. Lögreglan hlustaöi á hann með at- hygli og síöan var afráðið að hann hjtti Sibyl Winn á ný í Crown Inn. Silbyl var mjög glöð þegar hún sett- ist hjá honum við barinn. Hann reyndi að vera ljúfur í orðum og tal- aði um hve vel hún liti út og hve vel klæddhúnværi. Játningin íllíMtéHiíli íiÍiiltiiiÍÍÍi^lÍÍllÍÍÍiíiÍííiíí'ii-ítléíííÍÍiÍMiÍS Er þau höfðu ræðst við um hríð spurði Phihp skyndilega: „Hvers vegna beiðstu eftir mér á bflastæðinu um daginn? Þú vissir að Verona var dáin, var það ekki.“ Hún svaraði ekki strax og þá sagði hann:, ,Ég skil vel að þú skulir vilja taka upp sam- band okkar á ný en áður en af því getur oröiö verðurðu að vera hrein- skilin við mig. Það varst þú sem myrtir Veronu, var það ekki?“ „Jú, það var ég,“ sagði hún. „Ég geröi þaö til þess að við gætum orðið hamingjusöm.“ í Crown Inn voru á þessari stundu rannsóknarlögreglumenn og höföu þeir komið fyrir stefnuhljóðnema og leynilegum hljóðupptökutækjum. Játning Sibyl lá því fyrir á segul- bandi. Hún skildi varla hvaö hafði gerst og það virtist hún heldur ekki gera þegar hún fékk lífstíöardóm í nóvemberífyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.