Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Side 33
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
45
Með verk í hjarta og við-
kvæmni á öðrum stað
4
Þura svarar enn
Ég hef lengi haldið því fram að
það taki því varla aö leiörétta
prentvillur sem kynnu að slæðast
í texta í dagblaði. í fyrsta lagi sé
þáð svo sjaldgæft að slíkt komi fyr-
ir og í öðru lagi séu lesendur yfir-
leitt að flýta sér svo mikið við lest-
urinn að þeir veiti því ekki athygli
hvort rangt eða rétt sé prentað. Og
svo eru sumir svo ótuktarlegir aö
telja að í dagblöðum sé ytirleitt
meira af alls konar vitleysum en
öðru lesmáli og að bara af þeim
sökum einum sé ástæðulaust að
gera veður út af einum eða tveimur
bókstöfum sem ekki lenda á réttum
stað. En vísur eru nú óvenjuvið-
kvæmt lesmál og úr því ég ætla
hvort eð er að birta fleiri stökur
eftir Þuru í Garði en komust fyrir
í fyrra þætti hennar endurprenta
ég eina þeirra án frekari skýringa.
Hún sagði:
Hvaö er aö varast? Komdu þá.
Hvar eru lög sem banna?
Ég get hfað alveg á
ástum giftra manna.
Einn bauð gull og annar staf.
Kærastanna krýni ég full,
þeir kulnuðu snemma flestir, -
man þó einn, sem gaf mér gull,
gamlir eru bestir.
Hvað stoðar bara stafurinn?
Styrkur enginn fyrir mig.
Gerðu betúr, góöi minn.
Gefðu mér nú sjálfan þig.
Menntaskólapiltar á Akureyri
spurðu. Þura svaraði.
Ekki kom ég yfir heiðar
í austanrumbu og þorrasnjó
á menntaskólamannaveiðar,
miklu hærra vonin fló.
Krákan heima sagt er svelti,
sú fær gnægð, er burtu fer.
Bjarma af gulli bresku eg elti
og borðalagðan ofiiser.
Ljóðasöfn lands-
byggðarfólks
Þegar átthagafélög hófust
handa um útgáfu vísna og ljóða
eftir þjóðkunna og ófrægari ljóða-
smiði hinna ýmsu byggðarlaga, rétt
að loknu síðara stríði, voru það
Borgfirðingar og Þingeyingar sem
riöu á vaðiö, eins og vænta mátti
munu sumir bæta við. í höndum
mínum er fyrrnefnda bókin að
þessu sinni. Hin verið það áður.
Þegar ég nú í vísnaleit fletti þeirri
gömlu bók, sem ég að ofan nefni,
þykir mér verst að hafa ekki við
hliö mér einhvern roskinn eða
fróðan heimamann til að styðjast
viö og spyija því aö hér eru fáar
upplýsingar sem fylgja og þær sem
eru eru orönar að mestu úreltar.
Bókin viröist fyrst og fremst vera
miðuð við sinn tíma og engin önnur
hefur komið síðar sem birtir nýtt
efni og segir frá því fólki sem fyrr
var með og er horfið af sviðinu.
Þarna er t.d. gömul kona, Arndís
Sigurðardóttir frá Straumfirði í
Álftaneshreppi, f. 1871. Auðvitað er
hún fyrir löngu komin á annan
stað. Hún á hér vísu um Bjarna
Bjarnason, sem hún orti á þeim
árum sem hann var glæsimenni
í Reykjavík, læknir, leikari, söngv-
ari og fleira var elskulegt og gott
viö hann. Nú er hann, eins og
gamla konan sem yrkir, minning í
hugum þeirra sem þekktu hann eða
sáu og heyrðu. Sú vísa er svona:
Þeir eru fáir svo fræknir -:
fremstan hann Bjarna ég tel.
Söngvari, leikari, læknir
og lánast það allt saman vel.
Og um elli sína orti gamla kon-
an:
Elli í flestu á mér sést,
engan frest hún býður.
Þrekið brestur, það er verst,
þegar mest á ríður.
Arnór Steinsson, bóndi á Narfa-
stöðum í Melasveit, f. 1897, er nú
líklega hættur að yrkja. Hann
kvittaði á sínum tíma fyrir ókeypis
boð á kjörstað:
Þó að konur mjög og menn
meti risnu slíka.
Ég mun leggja á Óspak enn,
ætla að kjósa líka.
Og um vísur annars manns:
Helgi myndar hróðarlag,
hlífist ei við striti.
Enginn hefur áöur brag
ort af minna viti.
Kersknisvísa um konu.
Hampar rauöu hettunni,
hvergi trauð á kjaftæði,
gáfnasnauö í gættinni,
glapin nauð af forvitni.
Loks tvær hestavísur:
Meyjarhugur mörgum brást
við meiri og betri kynni.
En gæðingurinn á sér ást
eykur hverju sinni.
Enga skemmtiferð ég fer
fyrst að þú ert seldur.
Éignaleysið einatt mér
ömurleikum veldur.
Lokavísa
18. maí sl. var frá því sagt í einu
dagblaöanna aö fundin heföi verið
hjartavél sem hægt væri að koma
fyrir í annarri löpp manns og svo
hjálpaði hún hinu fræga lífíæri til
þess að vinna ætlunarverk sitt, að
dæla blóðinu um allan skrokkinn
út í hina þrengstu æð. - Unga kyn-
slóöin er hætt að vera svo pempíu-
leg að nota orö eins og fótur og lík-
ami. Blaðamennirnir tala þaö mál
sem fólkiö skilur. Vertu ekki þarna
fyrir með rassgatið, ástin mín,
segja elskendur þegar þeir biðja
ástvin sinn að færa sig ögn til. Eig-
um við svokallaðir rithöfundar að
taka upp þetta mál?
Þegar ég var hérna á árunum oft-
ast gestur sjúkrahúsa gerði ég von-
lausa tilraun til að kenna hjúk-
runarnemum og ungum hjúkrun-
arkonum betri siði. Ég sagði:
„Skrokkur og lappir eru á dýrum
en ekki mönnum." Rassgat var þá
aðeins notað í leikritum og skáld-
sögum Guðbergs Bergssonar. En
ég bjó til dáhtið klúra vísu og
kenndi herbergisfélaga mínum því
aö hann var á réttum aldri til þess
að tala við stúlkurnar ungu:
Skrokkurinn er ónýtur
og skömm að segja frá,
ég skil ei þennan verk
í hjartatöppinni.
Og ef þú nálgast rúmið
þau undur gerast þá,
að alltaf kenni ég
bólgu í þriðju löppinni,
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi.
LAUS
ALLIR
í RÉTTA RÖÐ
Allir í rétta röð.
Nýtt og fullkomid tölvustýrt simaborð tryggir snögga sim-
svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir i Hreytil
og heyrir lagstúf. veistu að þú hefur náð sambandi við
skiptiborðið og færð afgreiðslu von braöar.
Hafnarfjörður, Garðabær og Mosfellssveit.
Höfum opnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð í Garðabæ,
Esso-stöðina við Reykjavikurveg i Hafnarfirði og við Þverholt
i Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu.
Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði.
Nú getur Hreyfill ekió þér frá Laxnesi
að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík
á innanbæjártaxta Reykjavíkur
UREVFILL
68 55 22
Hitaveita Suðurnesja
óskar eftir aö ráða nú þegar til starfa byggingartækni-
fræöing eða mann meö sambærilega menntun.
Starfið felst í stjórn hitaveitudeildar H.S., umsjón
með ýmsurh verklegum framkvæmdum á vegum
H.S. og fleira.
Hæfniskröfur eru að umsækjandi sé menntaður
byggingatæknifræðingur eða hafi sambærilega
menntun. Starfsreynsla nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 1988. Um-
sóknum skal skilað á umsóknareyðublöðum sem fást
á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, 260
Njarðvík, og þar eru jafnframt gefnar allar nánari
upplýsingar.
MÚRARAR - MÚRARAR
Sýndar verða ásetning og meðferð STO utanhúss-
klæðningarinnar næstu daga af múrara á vegum
framleiðanda.
Unnið verður á einangrunarplast og steinull.
Þeir múrarar, sem áhuga hafa á að kynna sér þetta,
vinsamlegast hafi samband sem fyrst.
RYOI f
Sími 67 33 20.
KENNARA-
HÁSKÓLI
iSLANDS
Almennt kennaranám til
B.ED.-prófs
Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennara-
nám við Kennaraháskóla Islands er til 5. júní, en
dagana 14. og 15. júlí verður tekið við viðbótarum-
sóknum. Áttatíu af hundraði væntanlegra kennara-
nema eru valdir úr hópi þeirra sem sækja um fyrir
5. júní.,,120 nýnemar verða teknir inn í Kennarahá-
skólann næsta haust. Umsókninni skal fylgja stað-
fest afrit af prófskírteinum. Umsækjendur koma til
viðtals í júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á
að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru
stúdentspróf eða annað nám sem skólaráð telur
jafngilt.
Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást
á skrifstofu skólans, Stakkahlíð - 105 Reykjavík, sími
91 -688700.
Rektor Kennaraháskóla íslands
LAUSAR
STÖÐUR
Við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar
eftirtaldar lektorsstöður:
1.. Lektorstaöa í 'iðnrekstrarfræðum. Kennslugreinar:
Framleiðslustjórnun, framleiðslu- og birgðastýr-
ing og vinnurannsóknir.
2. Lektorsstaða í tölvufræði.
3. Lektorsstaða í rekstrarhagfræði. Kennslugreinar:
Markaðsfiæði, afurðaþróun og reikningshald.
4. Lektorsstaða í hjúkrunarfræði.
5. Lektorsstaða í lífeðlisfræði.
6. Lektorsstaða, hálft starf, í 'sálarfræði. Kennslu-
greinar: sálarfræði, vöxtur og þroski.
7. Lektorsstaða, hálft starf, í félagsfræði. Kennslu-
greinar: Almenn félagsfræði og heilbrigðisfélags-
fræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 22. júní nk.
Menntamálaráðuneytið
25. maí 1988