Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1988, Síða 53
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988.
65
Afmæli
Jonas Guðlaugsson
Jónas Guölaugsson, fyrrv. mat-
sveinn, er sextugur í dag. Jónas
Teitur er fæddur í Rvík og voru
bræöur hans Jónas Teitur, f. 12.
október 1926, d. 12. apríl 1927, og
Óskar, f. 31. janúar 1931, d. 18. des-
ember 1984, flugmaöur í Rvík,
kvæntur Dýrleifu Tryggvadóttur.
Foreldrar Jónasar voru Guðlaugur
Guðmundsson, bryti og veitinga-
maöur í Rvík, og kona hans, Sigur-
hn Valgerður Jónasdóttir. Meðal
föðursystkina Jónasar voru Jón-
ína, móðir Guðmundar Björnsson-
ar, prófessors og augnlæknis, Jór-
unn, móðir Ragnars Júlíussonar
skólastjóra', formanns fræðsluráðs
'og stjórnarformanns Granda,
Bjargmundur, rafstöðvarstjóri í
Hafnarflrði, faðir Ingólfs rafvirkja-
meistara, og Guðmundur, faðir Al-
freðs, forstöðumanns Kjarvals-
staða. Guðlaugur var sonur Guö-
mundar, b. í Urriðakoti í Garða-
hreppi, Jónssonar, b. í Urriðakoti,
bróður Solveigar, langömmu Sig-
urðar Ingimundarsonar alþingis-
manns, föður Jóhönnu félagsmála-
ráðherra.
Jón var sonur Þorvarðar, b. á
Völlum í Ölfusi, Jónssonar, silfur-
smiðs á Bíldsfelli, Sigurðssonar,
ættfööur Bíldsfehsættarinnar, föð-
ur Önnu, langömmu Þórarins Þór-
arinssonar, skólastjóra á Eiðum,
föður Ragnheiöar Helgu borgar-
minjavarðar. Móðir Guðmundar
var Jórunn, systir Magnúsar, lang-
afa Ellerts Schram. Jórunn var
dóttir Magnúsar, b. á Hrauni í Ölf-
usi, bróður Guðrúnar, langömmu
Stefaníu, móður Svövu Fells.
Magnús var sonur Magnúsar, b. í
Þorlákshöfn, Beinteinssonar, lög-
réttumanns á Breiðabólstað í Ölf-
usi, Ingimundarsonar, b. í Hólum,
Bergssonar, b. í Brattsholti, Stur-
laugssonar, ættföður Bergsættar-
innar. Móðir Jóns í Urriðakoti var
Guðbjörg Eyjólfsdóttir, b. á Krögg-
ólfsstöðum í Ölfusi, Jónssonar, ætt-
föður Kröggólfsstaðaættarinnar.
Móðir Guðlaugs var Sigurbjörg,
systir Sigríðar, langömmu Harðar
Sigurgestssonar. Sigurbjörg var
dóttir Jóns, b. á Setbergi við Hafn-
arfjörð, Guömundssonar, b. í Mið-
dal í Mosfellssveit, Eiríkssonar,
bróður Einars, langafa Sigríðar,
móður Vigdísar Finnbogadóttur.
Móðir Sigurbjargar var Sigríður
Þórðardóttir, b. á Reykjum í Bisk-
upstungum, Jónssonar, b. á Rafn-
kelsstöðum, Jónssonar, lögréttu-
manns á Stóra-Núpi, Magnússonar,
b. í Bræðratungu, Sigurðssonar.
Móðir Jóns á Stóra-Núpi var Þórdís
Jónsdóttir biskups, Vigfússonar
(Snæfríður islandssól). Móðir Jóns
á Setbergi var Guðbjörg Jónsdóttir,
b. í Hörgsholti, Magnússonar, ætt-
föður Hörgsholtsættarinnar.
Meðal móðursystkina Jónasar
eru: Guðný Ásberg í Keílavík og
Sæbjörg, móðir Erlings, kaup-
manns á Akureyri, Hilmars, skóla-
stjóra og bæjarfulltrúa í Garöabæ,
og Péturs verkfræðings Ingólfs-
sona. Sigurlín var dóttir Jónasar,
gullsmiðs á Seljateigi í Reyðarfirði,
Eyjólfssonar, bróður Bóasar, lang-
afa Kjartans Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæöisílokks-
ins. Annar bróðir Jónasar var
Kristján, afi Emils menntaskóla-
kennara og Kristjáns læknis Eyj-
ólfssona. Móöir Jónasar var Sæ-
björg Jónsdóttir, b. í Litla-Sandfelh
í Skriðdal, Stefánssonar, b. í Litla-
Sandfelh, Magnússonar, ættföður
Sandfellsættarinnar. Móðir Jóns
var Guðrún Erlendsdóttir, b. á
Ásunnarstöðum í Breiðdal, Bjama-
sonar, ættföður Ásunnarstaöaætt-
arinnar.
Móðir Sigurlínar var Guðbjörg
Teitsdóttir, b. í Ráðagerði í Garða-
hverfi, launsonar Þorgríms, gull-
smiðs og alþingismanns á Bessa-
stöðum, Tómassonar, fóður Gríms
Thomsens skálds og langafa Ás-
mundar Guðmundssonar biskups.
Móðir Teits var Sigríður Sæ-
mundsdóttir, systir Friðriks, lang-
afa Kristmanns Guðmundssonar
rithöfundar. Móðir Guðbjargar var
Valgerður, systir Eyjólfs, langafa
Sveins R. Eyjólfssonar, stjórnar-
formanns Frjálsrar fjölmiðlunar.
Valgerður var dóttir Eyjólfs, b. í
Móakoti í Garðahverfi, Henriks-
sonar, b. í Seli í Grímsnesi, Ólafs-
sonar, bróður Helga, langafa Svan-
hildar, móður Sigurgeirs Sigurös-
sonar biskups, föður Péturs bisk-
ups.
Svanur Lárusson
Svanur Lárusson, Bergþómgötu
45, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára
í dag.
Svanur fæddist á Breiðabólstað á
Skógarströnd, sonur séra Lárusar
Hahdórssonar prests þar, f. í
Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi
19.8. 1875, d. 16.11. 1918, og konu
hans, Arnbjargar Einarsdóttur, f.
11.7. 1879, d. 30.11. 1945.
Lárus var sonur Halldórs, b. í
Miðhrauni í Miklaholtshreppi,
Guðmundssonar, b. í Gröf í Mikla-
holtshreppi, Þórðarsonar, b. á
Hjarðarfelh, Jónssonar, ættföður
Hjarðarfellsættarinnar. Móðir Lár-
usar var Elínar Bárðardóttur, b. á
Flesjustöðum í Kolbeinsstaða-
hreppi, Sigurössonar.
Arnbjörg var dóttir Einars, b. í
Garðabæ í Hvalsnesi, Árnasonar.
Svanur átti fimm systkini en á
nú eina systur á lífi, Sigurbjörgu.
Systkini hans: Bárður, f. 7.5.1902,
d. 2.11.1938, sjómaður í Reykjavík;
Rósa, f. 3.2.1904, átti Þórarin Árna-
son, fulltrúa hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur; Sigurbjörg, f. 12.1.
1909, átti Braga Steingrímsson,
dýralækni á Egilsstöðum; Einar, f.
11.9.1910, verkamaður í Reykjavík,
d.. 1941, en unnusta hans var
Margrét Guömundsdóttir; Halldór,
f. 9.10.1911, d. 2.11.1938, vélstjóri í
Reykjavík.
Svanur flutti með fjölskyldu sinni
til Reykjavíkur 1918. Hann hefur
lengst af unnið við bílaréttingar á
ýmsum verkstæðum en síðast við
eldavélasmíði hjá Sóló-eldavélum
við Kleppsveg.
Kona Svans var Gunnþórunn, f.
11.3. 1915, d. 1961, dóttir Stefáns
Tómassonar, húsvarðar í Þjóðleik-
húsinu, og Oktavíu Stefaníu Óla-
dóttur, en þau eru bæði látin.
Svanur og Gunnþórunn eignuð-
ust fimm böm. Þau eru: Lára, hús-
móðir á Akureyri, f. 5.10.1936, gift
Geirlaugi Sigfússyni verslunar-
manni; Hulda, húsmóðir á Húsa-
vík, f. 18.11. 1937, gift Þorsteini
Jónssyni stýrimanni; Sonja, hús-
móðir í Reykjavík, f. 5.7.1940, gift
Þóri Óskarssyni ljósmyndara; Lár-
us, starfsmaður Landgræðslu rík-
isins, f. 18.11.1942, kvæntur Ragn-
heiði Egilsdóttur, og Halldór, skó-
smíðameistari í Grímsbæ í Reykja-
vík, f. 4.1.1945, kvæntur Elsu Drag-
ede.
Guðlaug Tomasdóttir
Guðlaug Tómasdóttir, vistmaður
á Elh- og hjúkrunarheimilinu
Grund, Hringbraut 50, Reykjavík,
er sjötug í dag.
Guðlaug fæddist að Hrútafelli
undir Austur-Eyjafjöllum, dóttir
hjónanna Sigurlaugar Sigurðar-
dóttur og Tómasar Tómassonar
bónda.
Guðlaug á nú einn bróður á lífl,
Kjartan, trésmið í Reykjavík. Látin
eru af systkinum hennar Sigríður,
húsmóðir, Tómas, trésmiður, og
Guömundur, trésmiður.
Guðlaug var gift Eggert Jóhann-
essyni frá Herjólfsstöðum í Álfta-
veri í Vestur-Skaftafellssýslu.
Guðlaug og Eggert bjuggu lengst
af á Sléttabóli í Reykjavík en Egg-
ert lést 3.12. 1983.
Synir Guölaugar eru Rútur
Kjartan, f. 13.3.1943, og Jóhannes,
f. 20.12.1949. Barnaböm Guðlaugar
eru nú níu talsins.
Guðlaug verður aö heiman á af-
mælisdaginn.
Sigurður Halldórsson
Hörður A.G. Albertsson
Hörður A.G. Albertsson forstjóri,
Einimel 15, Reykjavík, er sextugur
í dag.
Hörður fæddist í Reykjavík, son-
ur Guðnýjar J. Guðmundsdóttur
frá Bakkagerði, Borgarfirði eystra,
og Guðmundar Albertssonar for-
stjóra frá Leiðarhöfn í Vopnafirði.
Höröur varð stúdent frá MR1948
og kandidat í lögum frá HÍ 1954.
Hann hóf störf við útflutnings-
verslun föður síns að loknu laga-
námi, varð meðeigandi 1960 og
einkaeigandi fyrirtækisins frá 1971.
Á yngri ámm stundaði Hörður
sjómennsku um nokkurt skeið.
Hann hefur ætíð stundað íþróttir
og líkamsrækt af kappi og gerir
enn. Hann hefur þó einkum verið
mikih áhugamaður um hesta-
mennsku og unniö að framgangi
þeirrar íþróttar hér á landi.
Eiginkona Harðar er S. Þórdís
Ásgeirsdóttir Bjarnasonar frá
Húsavík og Rósu Finnbogadóttur
Finnbogasonar frá Vestmannaeyj-
um. Hörður og Þórdís bjuggu átján
fyrstu búskaparár sín í Hafnarfirði
en fluttu aftur til Reykjavíkur árið
1986.
Börn Harðar og Þórdísar eru
Helgi Ásgeir skrifstofumaður,
Hörður Þór verslunarmaður, Þór-
dís Rós nemi, Guðmundur Albert
nemi, Ingibjörg Rósa nemi. Dætur
Harðar af fyrra hjónabandi eru
Guðný skrifstofustjóri, Matthildur
einkaritari, Auður hjúkrunarfræð-
ingur og Erla Ruth leikkona. Fyrir
hjónaband átti Hörður tvíburana
Hauk og Hörö.
Haraldur Þór
Jónsson
Haraldur Þór Jónsson, Hábergi
7, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Haraldur fæddist í Vík í Mýrdal,
sonur Jóns Guðmundssonar og
Þórhhdar Maríu Hálfdánardóttur.
Faðir Haralds drukknaði í brim-
lendingu 6.3.1941 ásamt sex öðrum,
þ.á m. bróður Jóns, Kjartani, en
Haraldur var ijórtán ára er móðir
hans lést.
Haraldur fór í fóstur á öðru ári
til Árna Gíslasonar og Guðríðar
Sveinsdóttur í Vík í Mýrdal en þau
eru bæði látin.
Haraldur hefur stundaö ýmis
störf í Reykjavík en hann hefur
starfað sem baðvörður við Kenn-
araháskólann í ehefu ár.
Sigurður Halldórsson, Gnoöar-
vogi 48, Reykjavík, er níræður í
dag.
Sigurður fæddist á Húsavík, son-
ur Guðrúnar Eldjárnsdóttur ljós-
móður og Halldórs Einarssonar
sjómanns.
Ungur að árum fluttist Sigurður
til Seyðisfjarðar. Hann kvæntist á
annan jóladag 1924, Rannveigu
Bjarnadóttur, f. 13.7. 1906, og hafa
þau því verið gift í sextíu og íjögur
ár, en þau eiga sex börn sem öll eru
búsett í Reykjavík. Afkomendur
Sigurðar og Rannveigar eru rúm-
lega fjörutíu.
Sigurður stundaði sjómennsku
framan af ævi eða til fertugs, er
hann fór í land og stundaði þar
ýmis störf eftir það. Hann var m.a.
póstur á Seyðisfirði og jafnframt
starfsmaður Olíufélags íslands um
árabh, þar til hann flutfist ásamt
íjöldskyldu sinni th Reykjavíkur
1968. Þar starfaði hann áfram hjá
Essó við bensínafgreiðslu uns hann
varð að hætta störfum vegna veik-
inda.
Ólafur
Guðfinnsson
Ólafur Guðfmnsson húsgagna-
smíðameistari, Mávahlíð 11,
Reykjavík, er áttræður í dag.
Hann og kona hans, Laufey Jóns-
dóttir, ætla að taka á móti gestum
í Sóknarsalnum, Skipholti 50 A,
mhli klukkan 16 og 19 á afmæhs-
daginn.
Sigurður ber aldurinn vel og ætl-
ar, ásamt eiginkonu sinni, að taka
á móti gestum í safnaðarheimhi
Bústaðakirkju í dag í thefni dags-
ins, á mihi klukkan 16 og 18.